Morgunblaðið - 12.04.1957, Page 15

Morgunblaðið - 12.04.1957, Page 15
FSstudagur 12. apríl 1957 MORGVNBLAÐIÐ 15 íslandsmótið í knatfspyrnu : Akureyri og Hufnur- f jörður eigu fyrstu leik NIÐURRÖÐUN knattspyrnukappleika sumarsins mun nú að mestu lokið, en opinber er niðurröðunin ekki orðin ennþá, en mun verða gerð heyrin kunn innan fárra daga. Spurzt hefur þó, að fyrsti meistaraflokksleikur ársins verði eftir tæpan hálfan mánuð, og verður það upphaf Reykjavíkur- mótsins. inn 21. maí milli Hafnfirðinga og Akurnesinga. I>að mun vera landsliðsnefnd, sem hefur óskað eftir því að Sjá utanbæjarliðin í 1. deild við fyrsta tækifæri. Reol í Madrid vannManchester MADRID, 11. apríl: — í dag fór fram kappleikur í knattspyrnu milli Manchester United og Real í Madrid. Real sigraði með 3 mörkum gegn 1. Þessi leikur er sá fyrri af tveim leikum þessara liða í keppninni um Evrópubikarinn. Hinn síðari verður í Manchester síðast í þessum mánuði. Það liðið er sig- ur ber (eða hagstæðari marka- tölu) í þessum tveimur leikum mætir ítalska liðinu Florentina í úrslitaleik um Evrópubikarinn. — Reuter. * UTANBÆJARLIÐIN fslandsmótið hefst föstudaginn 17. maí og fyrsti leikur mótsins verður þann dag milli Hafnfirð- inga og Akureyringa. Annar leik- ur mótsins verður milli Akureyr- inga og Akurnesinga og verður sunnudaginn 19. maí og þriðji leikur mótsins verður þriðjudag- Völsungar á Húsavík 30 ára IDAG eru liðin 30 ár frá stofnun íþróttafélagsins Völsungur á Húsavík. Óslitið 30 ára starf liggur að baki þess ágæta félags og oft á tíðum hefur mjög mikið líf verið í félagsstarfinu. Völsung- ar eru þekktir um allt land fyrir íþróttaafrek. Körfuknattleiksmótið : ★ STOFNUNIN Aðalhvatamenn og forvígis- menn að stofnun Völsunga fyrir Gosi og IKF skildu jöfn — IR sigurstranglegast KÖRFUKNATTLEIKSMÓTI fslands var haldið' áfram að Hálogalandi á miðvikudag. Fóru fram f jórir leikir í karla- flokkum. Fyrsti leikur kvölds- ins var í 2. fl. milli Ármanns og Gosa. Lauk honum með sigri Ármanns 21:16. Leikur- inn var skemmtilegur og hrað ur á köflum, og einkum sýndu Ármenningar oft góðan sam- leik og sigruðu örugglega. Annar leikurinn var í 3. fl. milli f.R. A og f.R. B. Lauk hon- um með sigri A-liðsins 35:7. Leikur þessi var fremur sýning- arleikur en kappleikur, og sýndi A-liðið oft góð tilþrif. * MEISTARAFLOKKUR Fyrri leikurinn í meistarafl. var milli f.R. og K.R. Þessi leik- ur var mjög jafn og tvísýnn fram an af og skiptust liðin á að leiða. Fyrri hálfleik lauk 29:24 fyrir Í.R. í síðari hálfleik gjörbreytt- ist gangur leiksins, þar sem Í.R.- ingaf fengu að leika mjög lausir. Hraði þeirra er mjög mikill og úthaldið gott, en K.R.-inga virtist hins vegar skorta úthald. Breikk uðu f.R.-ingar bilið jafnt og þétt og lauk leiknum 67:33. Af ein- staklingum var Helgi Jónsson beztur og átti mörg glæsileg körfuskot, setti 29 stig, og var jafnframt driffjöður Í.R.-liðsins. Helgi Jóhanns. sýndi einnig ágæt an leik og setti 17 stig. Ingi Þór setti 10 stig. Af K.R.-ingum var Grettir Pálsson beztur og setti 20 stig. ★ GOSI — HÁSKÓLINN Síðari leikurinn í meistarafl. var milli Gosa og Háskólans. Þessi leikur var mjög jafn allt fram á síðustu mínútur. Háskól- inn hafði heldur frumkvæðið í fyrri hálfleik og vann hann 17:15, en í síðari hálfleik jöfnuðu Gosar strax, og skiptust liðin síðan á um að leiða. Þegar um 6 mín. voru til leiksloka stóðu leikar 28:28. Þá tókst Gosum að setja „ódýra“ körfu strax eftir vítakast á Gosa, og var þá sem Háskólalið- ið félli saman, og unnu Gosar ör- uggan sigur 37:30. Af einstakling- um var Ólafur Th. beztur og lék einn sinn bezta leik. Hraði hans var mikill og körfuskotin góð, setti 18 stig. Af öðrum leikmönn- um Gosa bar mest á Guðmundi Georgss. sem sýndi góðan leik, setti 8 stig. Hjá Háskólaliðinu höfðu Þórir Ólafsson og Matthías Kjeld aft góða samvinnu, og setti Þórir 9 stig og Matthías 6. Sl. þriðjudag fór fram leikur í mótinu suður á Keflavíkurflug- velli milli Gosa og f.K.F. Leik- ur þessi var mjög jafn og nokk- uð harður og lauk svo að liðin skildu jöfn 32:32. Amerískir setu- liðar dæmdu leikinn, og virtust ekki dæma að öllu leyti eftir sömu reglum og dæmt er hér í Reykjavík. Mótið er nú um það bil hálfn- að, og nokkuð farnar að skýrast línúr. Í.R.-liðið virðist einna sigurstranglegast, og leikur það við fslandsmeistarana Í.K.F. suð- ur á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Úrslitaleikirnir fara síðan fram að Hálogalandi n.k. mánudag og mæta þá Gosar Í.R.-ingum, og ræður sá leikur úrslitum móts- ins, þar eð Gosar hafa gert jafn- tefli við Í.K.F. Má því búast við mjög spennandi leik. Verði tvö eða fleiri félög jöfn að stigum er hlutfallstala látin ráða úrslitum. 30 árum voru bræðurnir Jóhann og Jakob Hafstein. í fyrstu lög- um félagsins var svo ákveðið, að félagsmenn mættu ekki vera eldri en 15 ára. Það voru strákar sem stofnuðu þetta félag, og fyr- ir stráka skyldi það vera. En lögunum var breytt eftir því sem félagsmenn urðu eldri að árum. Og drengirnir sem að stofnun- inni stóðu mega nú vera hreykn- ir að þessum bernskuverkum sín- um. * GÓÐIR ÍÞRÓTTAMENN Völsungar hafa átt ýmsa góða íþróttamenn. Þeir hafa unnið Norðurlandsmeistaratitil í knatt leikum og ýmsir mjög góðir frjálsíþróttamenn hafa keppt undir merki félagsins og síðan varpað ljóma á nafn annara fé- laga er þeir fluttu frá Húsavík. Meðal þeirra má nefna Ásmund Bjarnason, Stefán Sörenson þrí- stökkvara og Gunnar Sigurðs- son kringlukastara. Þá er Jakob Hafstein nú form. Í.R., svo víða koma Völsungar við sögu annars staðar en á Húsavík. Núverandi formaður Völsunga er Lúðvík Jónasson lögreglu- þjónn. Bók Helgu Sigurðardóttur G óðgœfi er aftur komin í bókaverzlanir. Bókin er handhægasti leiðarvísirinn fyrir hús- mæður, til þess að búa til sælgæti til páskanna. Bifvélavirkjar Árshátíð félágsins verður haldin laugardaginn 13. apríl í Tjarnarcafé niðri og hefst kl. 21. Skemmtiatriði:. 1. Bingó. — 2. Spuringaþáttur Sveinn Asgeirsson stjórnar. — 3. Dans. Haukur Morthens syngur með hljómsveitinni Aðgöngumiðar í skrifstofu félagsins í Kirkjuhvoli kl. 18—20 á föstudag, sími 81044. Skemmtinefndin. Tilkynning um ferðamannagjaldeyri Fyrst um sinn verða gjaldeyrisleyfi fyrir ferða- kostnaði til útlanda því aðeins veitt að viðkomandi hafi áður tryggt sér farseðil- og sýni hann um leið og umsókn er lögð fram. . Gegn framvísun farseðla, verður veitt leyfi fyrir takmarkaðri upphæð í ferðagjaldeyri. Bannað verður að endurgreiða farseðil nema hinu veitta gjaldeyrisleyfi, eða gjaldeyri, hafi áður verið skilað. Reykjavík, 10. apríl 1957. INNFLUTNINSSKRIFSTOFAN. Diesel rafstöðvar Óskum eftir verðtilboðum í tvær eftirgreindar diesel ljósavélar er vér höfum til sölu og afhend- ingar nú þegar: 1. Internation diesel rafstöð teg. UD-18-A, 50 kw, 220 volt, 50 rið. 2. Caterpillar rafstöð 50 kw, 220/440 volt, 60 rið nýuppgerð í góðu ásigkomulagi. Báðar vélarnar eru ,til sýnis á verkstæði voru á Reykjavíkurflugvelli. Nánari upplýsingar veita Hr. Árni Steinþórsson, verkstjóri vor á Reykjavíkur- flugvelli og Hr. Jóhann Pétursson sími 5711. OLÍUFÉLÁGIO H.F. Reykjavík Sýningar skólanna vegna 100 ára afmælis skólaíþrótta Aðgöngumiðar að sýningunum verða seldir sem hér segir: Sundsýningar í Sundhöll Reykjavíkur fimmtudag 11. apríl kl. 20,30. Miðar seldir á staðnum. Fimleikasýningar í íþróttahúsi ÍBR við Hálogaland, laugard. 13. apríl og sunnudag 14. apríl báða daga kl. 14 og kl. 17. Aðgöngumiðar fást í verzluninni Hellas, bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og Lárusar Blöndal og við innganginn. Hátíðasýning í Þjóðeikhúsinu mánudaginn 15. apríl kl. 20. Aðgöngumiðasala í Þjóðleikhúsinu. NEFNDIRNAR. Reflnbogiabók

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.