Morgunblaðið - 27.04.1957, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. aprfl 1957
MORCiiiynr aðið
*
Merkileg rœða Dulles ufanríkisráðherra :
IMauðsyn er stöðugra breytinga til
að koma á friði, réttlæti og frelsi
Hvergi kalla breytingamar þó eins að og
á yfirráðasvæði kommúnismans.
Á ANNAN í páskum var hald-
in í New York árleg blaða-
mannaveizla Associated Press
fréttastofunnar bandarísku. I
veizlu þessari gerðist það tíð-
inda, að John Foster Dulles
utanríkisráðherra hélt ýtar-
lega ræðu um stefnu Banda-
ríkjanna i alþjóðamálum. Þyk
ir ræða þessi merkileg m. a.
fyrir þær sakir, að hún er
fyrsta heildar-stefnuyfirlýsing
Bandaríkjastjórnar í þessum
málum síðan Eisenhower var
cndurkjörinn. 1 ræðu sinni
lagði Dulles áherzlu á það, að
Bandaríkin stefndu umfram
alit að því að viðhalda friði
i heiminum. En hann benti á
þá grundvallarhættu sem staf-
aði af undirokun margra þjóða
i veldi kommúnismans.
Hér fara á eftir fáeinir kaflar
úr ræðu hans:
— Við lok síðari heimsstyrj-
aldarinnar komu stjórnmála-
menn margra landa saman í San
Francisco til að leggja grund-
völlinn að betri framtíð í þeirri
veröld, sem nú lá í sárum eftir
styrjöldina. Þeir sömdu sáttmála
Sameinuðu þjóðanna og í fyrstu
grein hans lögðu þeir þrjú grund-
vallaratriði. Það verður að ríkja
friður, — það verður að ríkja
réttlæti — og það verður að ríkja
frelsi fyrir allar þjóðir og ein-
staklinga.
Þessi þrjú grundvallaratriði,
friður, réttlæti og frelsi eru imd-
irstaða utanríkisstefnu Bandaríkj
anna. Til þess að ná þessu mark-
miði, þarf að framkvæma breyt-
ingar.
★
Utanríkisstefna okkar viður-
kennir breytingar sem lögmál
lífsins. Við reynum að stuðla að
því að breytingarnar fari fram
með góðu en hafi ekki í för með
sér eyðingu.
Það er fyrsta stefnumál okkar,
að hindra algerlega að breyting-
•r í alþjóðamálum verði með
ofsafenginni hernaðarárás.
Það er hlutverk ríkisstjórna að
verja þjóðfélagið gegn ofbeldis-
árás. Slík vernd verður aðeins
veitt með samvirku átaki.
Tilraun var gerð til þess að
mynda gæzluher undir stjórn
Öryggisráðsins, en Sovétríkin
beittu neitimarvaldi sínu gegn
því. En þá gátu nokkrar þjóðir
bundizt samtökum til að hindra
érás, þvi að stofnskrá S. Þ.
heimilaði varnarbandalög.
Valdhafar Sovétrikjanna
myndu af skil janlegum ástæð-
um heldur kjósa að hinar
frjálsu þjóðir væru veikar og
sundraðar, eins og þegar þeir
rændu sjálfstæði hverrar þjóð-
arinnar á fætur annarrar.
Svo að i hvert skipti sem
svið hinna samvirku varna er
vikkað, hella rússnesku vald-
hafarnir úr skálum reiði sinn-
ar yfir hinar svonefndu „klík-
ur hernaðarsinna". Og þegar
hinar frjálsu þjóðir gera ráð-
stafanir til að efla sameigin-
legar varnir sínar, þá senda
sovét-valdhafarnir hótanir.
En ég held, að við getum verið
ðruggir um að slíkar árásir frá
Rússum muni ekki leysa upp
samtök hins frjálsa heims. Sam-
eiginlegar varnir eru orðnar
söguleg staðreynd.
★
Meiri hætta stafar af innbyrðis
deilum. í varnarsamtökum þar
sem hver einstök þjóð viðheldur
fullkomlega þjóðlegu sjálfstæði
þarf ríkt sjálfviljugt samstarf og
samkomulag.
Sem betur fer er samkomulag-
tð víðtækt. Til dæmis erum við
■ammála um að meginhiutverkið
sé að hindra nýja styrjöld. Nú-
tíma vopn hafa svo gífurlegan
eyðingarmátt, að ef ný styrjöld
brytist út, væri ekki hægt að
tala um neinn sigurvegara i
henni.
Það er einnig sameiginlegt
álit manna, að það sem helzt
getur forðað nýrri árás er
hreyfanlegt hernaðarafl til að
bregðast skjótt við. Þetta við-
bragðsafl verður að vera mjög
mikið, en beitingu þess yrði í
hvert skipti að haga eftir að-
stæðum. Aðalatriðið er, að ár-
ásaraðili skilji, að hernaðarár-
ás getur aldrei orðið honum til
hagsbóta.
Varnir hins frjálsa heims eru
langt í frá að vera alfullkomnar.
Það er ekkert sjálfvirkt við þær,
heldur þarf stöðugt fórn margra
þjóða í samstarfi til þess að halda
þeim við. Og þær þurfa að halda
niðri eigingirni og þjóðernisofsa,
sem gæti eitrað samstarfið.
Samkomulag þeirra markást
líka í öllum aðalatriðum af góð-
vilja og trausti.
★
Við erum ekki þeirrar skoðlm-
ar, að eina leiðin til öryggis sé
síaukinn vígbúnaður. Við álítum
að eftirlit og takmörkun vopna-
búnaðar sé framkvæmanleg og
æskileg, já jafnvel óhjákvæmi-
leé.
Það er ekki nauðsynlegt, að
eftirlitið taki þegar í byrjun til
alls vopnabúnaðarins. Heldur er
líklegt, að þróun eftirlitsins gæti
orðið stig af stigi.
Enn sem komið er hefur ekki
tekizt að tryggja það eftirlit og
grundvallar viðleitni eins barin
niður og einmitt þar.
Fyrir rúmu ári stærði Krús-
jeff sig af því fyrir 20. flokks-
þingi rússneska kommúnista-
flokksins, að hvarvetna færi
kommúnisminn nú sigurför og
það að verðleikum, sem þjóð-
skipulag hugsunar og stjóm-
semi.
En hvað skyldu margir
kommúnistar hafa verið til í
Ungverjalandi í október sl.?
Nokkur hundrað leynilögreglu
menn sem voru flæktir í glæpi
stjórnarvaldanna og nokkur
hópur svikara, sem voru til-
búnir að stjórna í valdi rúss-
neskra skriðdreka.
. ★
I reynd hefur kommúnisminn
birzt sem kúgunarstefna, aftur-
haldssöm og frumkvæðislaus.
Harðstjórn hans, sem er fjarri
því að vera byltingarsinnuð, er
gömul í sögunni. Þegnar hans að
miklum meirihluta hata skipulag
ið og þrá frjálst þjóðfélag.
Við skulum gera rússnesku
valdhöfunum það ljóst, að við
fordæmum og snúumst gegn
heimsveldastefnu þeirra. Við
viljum stuðla að frelsun hinna
kúguðu þjóða. Tilgangur okk-
ar með því er ekki sá að um-
kringja Rússland, heldur það
eitt að heimsfriðurinn e_ í
hættu og orðið frelsi gabb eitt,
þar til hinar sundruðu þjóðir
eru sameinaðar og hinar kúg-
uðu þjóðir frelsaðar.
★
Við virðum og heiðrum þá sem
urðu píslarvottar og fórnuðu
blóði sinu fyrir frelsið. En sjálf-
ir viljum við ekki æsa til bylt-
ingar, heldur viljum við stuðla
að þróun til frelsis.
Alþjóðlegi kommúnisminn
er nú haldinn hinum verstu
kenningarkvillum. Og hrylli-
legar aðgerðir rússneskra
kommúnista í Ungverjalandi
hafa valdið því að fjöldi fólks
hvarvetna í heiminum yfirgef
ur stefnu kommúnismans.
Dulles
aðrar öryggisráðstafanir, sem
myndu gera það forsvaranlegt að
draga úr hernaðarstyrkleika okk-
ar. En við munum stefna áfram
að því marki.
Ekki erum við áf jáðir í vig-
búnað. En við erum tilneyddir
til að vígbúast vegna árásar
og ofbeldisfyrirætlana hins al
þjóðlega kommúnisma.
Vígbúnaðarkapphlaup er
kostnaðarsamt, steinrunnið og
hættulegt. Við munum ekki
láta af viðleitni okkar tii að
reyna að stöðva það.
★
Bandaríkjastjórn telur, að sér-
hver þjóð eigi rétt á sjálfstjórn
og frelsi, ef hún óskar þess og
sýnir sig hæfa til að varðveita
það. Við fögnum því, að þróunin
er ör fram til þessa markmiðs.
Hvergi í heiminum kallar þörf-
in fyrir breytingar eins og í lönd-
unum á áhrifasvæði Sovét-Rúss-
lands. Því að hvergi er mannleg
Kjötbúð til leigu
Af sérstökum ástæðum er kjötbúð í fullum gangi ásamt
vinnslu til leigu nú þegar. — Góður verzlunarstaður.
Þeir, sem vildu nota tækifærið, sendi nafn og heimilis-
fang til afgr. blaðsins merkt: „Tækifæri — 2624“ fyrir
hádegi á sunnudag.
TIL SOLU
fokhelt hás 1 Kópavogi, 3 herb. og eldhús á hæð og 5 herb.
í risi. Greiðsluskilmálar mjög góðir. — Áhvílandi lán til
langs tíma.
Einar Sigurðsson
lögfræðiskrifstofa, fasteignasala,
Ingólfsstræti 4, sími 6959.
AZQPHONIAS
c^petursson
❖
<s?
4*
Kostar aðeins 98 kr.
Kynnið yður
hvað og hvernig þaulvan-
ur bridgemaður ráðlegg-
ur yður að gera í hinum
ýmsu afbrygðum hins
vinsæla
BKIDGE
bókin mun svara yður
ótrúlega vel !
Zóphónías Pétursson
hefur spilað contract-
bridge í meira en 25 ár,
og veit vissulega hvað
segja skal.
FYHSTA HLJÓMLEIKAHÁTÍÐ
íslenzkra tónskálda
Hátíðin opnuð með stofutónleikum í Þjóðleikhúsinu
í dag kl. 4.30 e.h.
Menntamálaráðherra Gylfi Þ. Gíslason opnar
hátíðina með ræðu.
Blásið í fornlúðra, Karlakór Reykjavikur, undir
stjórn dr. Páls ísólfssonar syngur „ísland farsælda
frón“.
Leikin og sungin verk eftir 10 íslenzk tónskáld.
Einsöngvarar: Þuríður Pálsd., Þorsteinn Hannesson.
Stjórnandi strokhljómsveitar sinfóniuhljómsveitar-
innar er Olav Kielland.
Miðasala 'í Þjóðleikhúsinu.
★ ★ ★
Kirkju tónleikar
í Dómkirkjunni á morgun, sunnud. 28. apríl kl. 9 e.h.
Flutt verk eftir 9 tónskáld.
Strengjakvartett Björns Ólafssonar.
Dómkirkjukórinn undir stjórn dr. Páls ísólfssonar.
Dr. Victor Urbancic leikur orgelverk.
Einsöngvarar: Þuríður Pálsd., Guðm. Jónsson.
Miðasala í bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og
við innganginn.
Málfundafélagið Óðinn hefur
Kvikmyndasýningu
fyrir börn félagsmanna í Trípólíbíói n.k. sunnudag
klukkan 1,15 e.h.
Aðgöngumiðar verða afhentir í Sjálfstæðishúsinu
í dag kl. 1 til 5 e.h.
Skemmtinefndin.
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur heldur
almennan félagsfund
í Vonarstræti 4, mánudaginn 29. april kl. 6 síðd.
Kjaramál á dagskrá.
STJORNIN.