Morgunblaðið - 27.04.1957, Side 11
Laugardagur 27. apríl 1957.
MOECTJnnTAÐtÐ
11
Kaupmannahafnarbréf frá Páli Jónssyni:
Danska þjóðín lifir um efni fram
Gjaldeyrisaðsiaba Jbjóðbankans hefur versnað um 750
millj. kr. á stjórnarárum jafnabarmanna
Kaupmannahöfn, í apríl 1957.
FYRRI helming aprílmánaðar
jókst gjaldeyrisskuld danska
þjóðbankans um 94 millj. d. kr.
eða að jafnaði rúmlega 6 millj.
á dag og var hinn 15. apríl komin
upp í 366 millj. kr.
Skuldin er nú aðeins 90 millj.
lægri en hún var vorið 1955, þeg-
ar löggjafarvaldið skarst í leik-
inn og samþykkti 500 millj. kr.
skattahækkun, til að draga úr
kaupgetunni.
Það kemur ekki eins og þruma
úr heiðskíru lofti, að nú hefur að
nýju skapazt alvarlegt ástand í
g j aldeyrismálunum.
Fyrstu tvo mánuði ársins nam
vöruskiptahallanum 460 millj. kr.
á móts við 168 millj. á sama tíma
í fyrra. Haliinn stafar af því að
innflutningsverðmætið hefur auk
izt, sumpart vegna verðhækkun-
ar óg sumpart vegna aukins inn-
flutts vörumagns. Búast menn
við, að hallinn vaxi á komandi
mánuðum vegna aukins innflutn-
ings og verðfalls á útfluttum
landbúnaðarafurðum.
NÝ GJALDEYRISKREPPA
í AÐSIGI
Thorkil Kristensen, hagfræði
prófessor og fyrrv. fjármálaráð-
herra, sagði fyrir nokkrum dög-
um, að ný og alvarleg gjaldeyris-
kreppa væri auðsjáanlega í að-
sigi. Fyrir skömmu birti þjóð-
bankinn alvarlega aðvörun, þar
sem m.a. var komizt svo að orði,
að gjaldeyrisstaða landsins vægi
salt í hnífsegg.
Þetta alvarlega ástand mótar
að sjálfsögðu kosningabaráttuna
í Danmörku.
KOSNINGAR 14. MAÍ
Kosningar til þjóðþingsins fara
sem kunnugt er fram hinn 14.
maí. Efnt er til þessara kosninga,
af því að kjörtímabilið er svo að
segja á enda. Er því ekki þannig
ástatt, að kosnignabaráttan snú-
ist um sérstakt mál, sem valdið
bafi þingrofi. Það er barizt um
það, hvort jafnaðarmenn eða
borgaraflokkarnir skuli fara með
völd á næsta kjörtímabili. Er því
eðlilega á það litið, hvernig jafn-
aðarmönnum hefur tekizt stjórn-
arstarfið, en þeir hafa setið við
völd nálega 4 ár.
Fjórða og síðasta þinginu á
þessu kjörtímabili var slitið
skömmu fyrir páskana. Tvo síð-
ustu dagana fóru heitar umræður
fram í þinginu. Réðist stjórnar-
andstaðan harðvítlega á ríkis-
stjórnina og ávítti hana fyrst og
fremst fyrir hið alvarlega ástand
í efnahagsmálunum.
GJALDEYRISSTAÐAN
HEFUR VERSNAÐ
UM 750 MILLJ. KR.
Bent var á, að jafnaðarmanna-
stjórnin tók haustið 1953 við 390
millj. kr. gjaldeyrisforða, sem
þjóðbankinn eignaðist, á meðan
borgaraflokkarnir fóru með
völd.En aðeins einu misseri eftir
að jafnaðarmenn tóku við völd-
um var gjaldeyrisforðinn geng-
inn til þurrðar. Síðan hefur hver
gjaldeyriskreppan tekið við af
annarri.
Þrátt fyrir margvíslegar
ráðstafanir til að ráða bót á
vandræðunum hefur gjaldeyr.
isaðstaða þjóðbankans versn-
að um 750 millj. á meðan jafn-
aðarmenn hafa setið við völd.
MIKIL SKATTAHÆKKUN
Öllum ber saman um, að vand-
ræðin stafa af því, að kaupgetan
er of mikil i samanburði við
framleiðsluna. Danska þjóðin lif-
ir um efni fram. Til að draga úr
kaupgetunni hafa árum saman
verið innheimtir langtum meiri
skattar en nauðsynlegt var vegna
gjalda ríkisins. Á fjárlögunum
fyrir árið 1957—58 er reiknað
með 420 millj. kr. tekjuafgangi.
„Á meðan jafnaðarmenn hafa
setið við völd, hafa skattarnir
verið hækkaðir um 1.200 millj.
kr., en samt sem áður hefur ríkis-
stjórninni ekki tekizt að ráða bót
á gjaldeyrisvandræðunum", sagði
Aksel Möller, talsmaður íhalds-
manna, í þingræðu. „Ríkisstjórn-
in hefur ekki aðeins reynt að
draga úr kaupgetunni með
geðjast róttæka flokknum, sem
alltaf er að klifast á nauðsyn þess
að hin tiltölulega miklu útgjöld
til landvarna verði minnkuð. —
Róttæki flokkurinn studdi mynd-
un núverandi stjórnar og hefur
hvað eftir annað bjargað henni,
þegar hún hefur verið í hættu.
H.C. Hansen þarf líka á stuðn-
ingi hans að halda, ef jafnaðar-
menn sitja áfram við völd eftir
kosningarnar.
MÖGULEIKAR
Á STJÓRNARMYNDUN
Á lokafundi þingsins var mikið
aldrei verið einhuga í þessum
málum. Ekki allfáir í flokknum
hafa frá upphafi talið þátttöku
Dana í varnarsamstarfi annarra
vestrænna þjóða nauðsynlega. —
Þessari skoðun vex nú fylgi sér-
staklega meðal æskulýðsins. — Á
landsfundi róttækra æskulýðsfé-
laga á síðastliðnum vetri var bor-
in fram tillaga þess efnis, að rót-
tæki flokkurinn viðurker.ndi
nauðsyn á aðild Dana að NATO.
Tillagan var að vísu felld, en
þriðjungur fundarmanna greiddi
henni atkvæði.
Svend Thorsen þjóðþingsritari,
sem er einn af frambjóðendum
róttæka flokksins við kosning
arnar, sagði fyrir nokkrum dög-
um:
STAKSTEINAR
Páska-hugleiðinw
Tímans
í FYRSTA blaði Tíman* eftir
páskahátíðina birtist sú Iiugleið-
ing, sem bér er mynd af, og er
fróðlegt vitni um andlegt ástand
forystublaðs stjórnarliðsins:
Síðasta þingi kjörtímabilsins er lokið. Forseti danska þingsins, Gustav Pedersen, kveður tvo aldraða
stjórnmálamenn, sem láta nú af þingmennsku og bjóða sig ekki fram aftur. Eru það jafnaðarmaður-
inn Johs. Kjærböl húsnæðis- og Grænlandsmálaráðherra, á miðri myndinni, og Halfdan Henriksson
fyrrverandi viðskiptamálaráðherra og formaður íhaldsflokksins, lengst til hægri.
skattahækkunum. Hún hefur
líka aukið kaupgetuna með mörg
hundruð milljóna yfirdráttarlán-
um hjá þjóðbankanum. Þetta er
eitt af hinum mörgu mistökum
hennar í efnahagsmálunum".
Talsmenn stjórnarandstöðunn-
ar benda líka á, að framleiðslan
hefur staðið í stað og atvinnu-
leysið aukizt á stjórnarárum
jafnaðarmanna.
Nú sjá menn fram á, að eitt
fyrsta verk hins nýkosna þings
verður það að gera víðtækar ráð-
stafanir vegna gjaldeyriskrepp-
unnar. Talsmenn stjórnmála-
flokkanna vilja að svo stöddu
ekkert um það segja, í hverju
þessar ráðstafanir verði fólgnar.
En Danir eru við því búnir, að
þeir verði að herða á mittisólinni.
LANDVARNAÚTGJÖLD
LÆKKUÐ
Aksel Möller réðist í þmginu
harvítlega á H.C. Hansen, for-
sætis- og utanríkisráðherra,
vegna 60 millj. kr. lækkunar á
landvarnarútgjöldunum.
H.C. Hansen svaraði, að þetta
hafi verið nauðsynlegt, af bví að
ríkið þurfi að spara. Þarna sé
líka um tiltölulega litla lækkun
á herútgjöldunum að ræða, þar
sem þau nemi 920 milljónum eft-
ir niðurskurðinn.
Margir eru ekki ánægðir með
þetta svar. H.C. Hansen hefur
hvað eftir annað lýst því yfir, að
ástandið í heiminum sé ekki orð-
ið svo friðvænlegt, að vestrænar
þjóðir megi veikja landvarnir
sínar. Hvers vegna lækkar hann
þá herútgjöldin? spyrja menn.
Sparnaðarþörfin er að áliti
margra ekki nægileg skýring á
þessu. Marga grunar, að forsætis-
ráðherrann hafi gert þetta til að
rætt um möguleika fyrir stjórn-
armyndun eftir kosningar. — í
blöðunum og á kjósendafundum
er þetta rætt næstum daglega.
.H.C. Hansen segir, að ástæðu-
laust sé að tala um þetta að svo
stöddu, þar sem enginn viti,
hvernig kosningarnar fari. Erik
Eriksen segir, að stjórnarsam-
vinna milli vinstri flokksins og
jafnaðarmanna geti ekki komið
til mála. Sumir hafa nefnilega
verið að tala um þann möguleika,
að bændur og verkamenn, þ e.a.s.
vinstri menn og jafnaðarmenn,
kæmu sér saman um stjórnar-
myndun. En nú hefur formaður
vinstri flokksins vísað þessum
bollaleggingum á bug. Erik Erik-
sen segir aftur á móti, að fiokkur
hans sé reiðubúinn til stjórnar-
samvinnu við íhaldsmenn eins og
á árunum 1950—53.
AFSTAÐA RÓTTÆKRA
Róttæki flokkurinn vill —
þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir
— ekkert um það segja, hvaða
stjórn þeir vilji styðja eftir kosn-
ingarnar.
Afstaða róttæka flokksins til
utanríkismálanna og landvavnar-
málanna gerir að verkum, að
samvinna milli hans og hinria
lýðræðisflokkanna er miklum
vandkvæðum bundin. íhalds-
menn, vinstri menn, jafnaðar-
menn og Réttarríkisflokkurinn
eru í aðalatriðum sammála um
utanríkis- og landvarnarmálin.
En róttæki flokkurinn greiddi at-
kvæði á móti þátttöku Dana í
NATO og vill verja sem minnstu
fé til landvarnanna.
ÁGREININGUR
UM ÖRYGGISMÁLIN
Róttæki flokkurinn hefur þó
„Ég hef lengi verið sannfærður
um nauðsyn þess, að við séum í
NATO, og ég er sammála Aksel
Möller, þegar hann segir, að við
getum ekki lækkað útgjöld okk-
ar til landvarnanna án þess að
ræða málið fyrst við NATO. Ef
við getum ekki risið undir þeim
byrðum, sem landvarnirnar
leggja á okkur, þá verðum við að
segja bandamönnum okkar frá
þessu. Það er þá hugsanlegt, að
aðrar NATO-þjóðir, sem eru
efnaðri en við, mundu hlaupa
undir bagga með okkur, til þess
að fátækt okkar leiði ekki til
þess, að landvarnir okkar og þá
um leið einn hlekkurinn í vörn-
um NATO veikist".
Þótt nýtt mat á þátttöku Dana
í NATO sé að ryðja sér til rúms
innan flokksins, þá er þess ekki
að vænta, að meiri hluti hans
skipti um skoðun í þessu máli
þegar í stað.
Páll Jónsson.
Taflkeppni
PATREKSFIRÐI, 24. apríl —
Keppni fór fram í Taflfélagi
Patreksfjarðar í vetur og lauk
henni 1. marz. Þátttakendur voru
11. Sigurvegari í keppninni var
Þorvaldur Thoroddsen með 8%
vinning. Annar var Haraldur
Jósteinsson með 8 vinninga og
þriðji Ólafur Magnússo- með 7 Vi
vinning. Keppt var um farand-
bikar sem Hannes Finnbogason
héraðslæknir gaf s. 1. vetur. Sig-
urvegari þá var Jenni R. Ólason,
sem ekki tók þátt í keppninni nú
vegna fjarveru.
Þá tefldi Þorvaldur Thorodd-
sen nýlega fjöltefli. Þátttakendur
voru 15. Vann hann þrjú töfl,
gerði sex jafntefli og tapaði fimm.
tÉw® kn>»«l«ffnso 1
itíirnamnmmvnoar. f|
ttm iMBna-íí
eSa f sítest# SteSt, útt
áom %«r páska, heljanttóra mynd'*
ai mma bbi*me»man Sját£st*®s-S
*, s. stjóra- t
XJÓýhéin birttet sera;’J
stigl 4 ki'íwsfesSogarttegl Krists.' og ::
mm hafá á«t aS fcnma í staíí e**
myntJir af fwstíjar-s
Ynrpar þeí.ta ijóst'j
* það, hvectúg v
smann Jff
‘ Ifta & sfjórnarsoái’i
s.tö*fana, hún etgf
|fÍÍKÍiíftftiií; vsétn hrosssf
fMenmrmr i
15 . * fcrös3fe*timtM. i
myhaiáni ttm aHir ásaftesa jftvinfl
iegir eifta og vrr* hm Ólsftsr thars
i miði5 og J>jánhtgarbra?5ur hnns tsi -
beggis íiamia (Bjarni ift IwegríS, í-,‘ns .
os Ban-abas'. VtnftiU Öto.fs visar
Wf, ftg segir þaS slns .»%n, ftjtS «r '4
eHki harfcan i svip aíjórnarstMistóS- j
mmtr í Jwsswi myaft> en mér heiðS.:
samt ín.ttSiít þas sva-StiS
}*gra »8 ítirta ttppmamyad af þœ,t. j
iioktatam «för pásfcaw* fcriftur et»’I
á fSsí«aa.gm»'i
ne«íttttottf®riatúsS
hus«r i iWxwmm&ímsmí iw>gw5,;|j
Of vondur við Banda*
ríkin
í sama blaði fjargviðrast Tím-
inn mjög yfir þv£ í grein, sem
nefnisl „Bjarni og Baiularíkin‘%
að Bjarni Benediktsson liafi tekið
„undir þann óhróður Moskvu-
kommúnista, að Bandaríkin beiti
mútum til að tryggja sér herstöðv-
ar og yfirráð í öðrum löndum“«
Greininni lýkur á þessa leið:
„í ræðulokin bíður höfundur
upp á samstarf gegn kommúnism-
anum. — Greind hans ætti þó að
geta sagt lionum, að lítið lið er í
þeim manni, sem étur upp eftir
Moskvukommúnistum eitt eitrað-
asta slúðrið um það stórveldið,
sem nú leggur mest af mörkum
til að treysta lýðræði og frið i
heiminum“.
Þá höfum við það: B jarni
Benediktsson er Bandaríkjunum
ekki nógu þægur og þar með er
„lítið lið“ í lionum!
Þögnin um vfirlýsingu
Vilhíálms Þórs.
Tímanum væri nær að gera
grein fyrir lánabraski ríkisstjórn-
arinnar en að láta sér svo hugað
um æru Bandaríkjastjórnar. En
auðsætt er, að blaðið telur væn-
legra fyrir íslenzku stjórnina að
skjóta sér undir fald bandarísku
stjórnarinnar, en treysta á öryggi
manna um, að íslenzka stjórnin
blandi ekki á óviðurkvæmilegan
hátt saman Tánaútvegunum og
vörnum landsins.
í því efni er ástæða til að
spyrja:
Af liverju liefur íslenzka stjórn
in aldrei gert grein fyrir lánstil-
boðinu frá Rússlandi? Hvert sam-
band er á milli þess og hótan-
ana, sem fyrir skemmstu bárust
að austan?
Af hverju feldi íslenzka stjórn-
in í vetur úr fréttatilkynningu
sinni, að 4 millj. dolla.*a lánið
væri úr sérstökum sjóði til að
tryggja „öryggi Bandaríkjanna“?
Af liverju þegir* íslenzka sljórn-
in um það, að vörulánið síðasta
var veitt til að „styrkja framtíðar-
samvinnu“ landanna?
Af hverju skýrir Tíminn í gær
ekki frá yfirlýsingu Thorsteins V.
Kalijarvis og Villijálms Þórs í
þessa átt, þegar blaðið birti mynd
af þeim, þar sem þeir takast í
hendur, væntanlega til staðfesting-
ar yfirlýsingunum?