Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 22. maí 1957 MOncmsnLAÐiÐ s Ríkisstjórnin hefir algerlega brugðizt skyldu sinni a5 útvega fé til íbúðarhúsabygginga Hiísnæðismálafrumvarpið með eindæmnm illa andirbúið IVIiklar umræður um það í Neðri deild í gær MJÖG miklar umræður urðu í gær í Neðri deild um húsnæðis- málastofnun, byggingarsjóð ríkisins o. fl. í fyrsta lagi var frúmvarpið rakið mjög ýtarlega og síðan voru húsnæðismálin rædd almennt. Var veitzt mjög að ríkisstjórninni«*og þá einkum félags- málaráðherra Hannibal Valdemarssyni fyrir flausturslega afgreiðslu inálsins og takmarkalausa sýndarmennsku og yfirdrepsskap í sam- bandi við flutning þessa frumvarps. Hannibal Valdemarsson fylgdi frv. úr hlaði og skýrði einstök atriði þess. Annars kvað hann það hafa verið ýtarlega rætt í Efri deild og orðið kunnugt af blaðaskrifum og umræðum manna á meðal. Kjartan Jóhannsson kvað þetta vera í annað sinn sem þetta mál kæmi nú til umræðu. Fyrst með bráðabirgðalögunum í haust, en þá hefði verið talið svo mikið að gera í húsnæðis- málastjórn að fjölga hefði þurft þar mönnum. Nú væri hins veg- ar ráðgért að fækka þeim á ný. Hefðu Sjálfstæðismenn þá bent á að nær hefði verið að útvega fé í hið almenna veðlánakerfi, heldur en að fjölga starfsmönn- um húsnæðismálastjórnar. Frum varp þetta væri meira skraut- fjöður í hatti félagsmálaráðherra til þess að geta státað af að hafa flutt heilan lagabálk, en sannleik urinn væri sá að það sem að efni til væri einhvers virði í frv. væri hins vegar byggt á eldri lögum. Frumvarpið hefði tekið mikl- um breytingum í Efri deild og hefði komið í ljós að það hefði verið algerlega óhæft eins og það kom frá ráðherra og hefðu ekki einasta Sjálfstæðismenn lagt til að breytingar yrðu á því gerðar, heldv.r hefðu stuðningsmenn ráð- herrans og samflokksmenn, þurft að flytja um 30 breytingartillög- ur við frumvarpið. Þá ræddi Kjartan einstaka liði frumvarps- ins og gagnrýndi það lið fyrir lið. Jóhann Hafstein kvað ráð- herra hafa rætt um frumvarpið með meiri hógværð hér í Neðri deild en hann hefði áður gert, þar sem það hefði verið borið inn í þingið með miklum bægsia- gangi og yfirlæti. Mundi þetta frv. þó vera sem næst einsdæmi að óvönduðum undirbúningi, enda væri búið að stórbreyta því. Annars væri það ekki vani stjórn arliðsins að breyta þeim frv., sem fram væru borin hér á þessu þingi, þeim væra tamara að rétta upp hendurnar við öllu sem rík- isstjórnin rétti að þeim. Þá ræddi Jóhann skyldusparnaðinn. Kvað hann áður hafa verið rætt um það mál. Kvaðst hann ekki vera á móti skyldusparnaði innan skyn samlegra marka, ef annarra kosta væri ekki völ. Hins vegar teldi hann að nær væri að búa þannig að þjóðfélagsþegn- unum að sparnaðurinn kæmi af sjálfu sér. Það væri þó ekki ó- eðlilegt að sú ríkisstjórn, sem því hefði valdið að sparnaður hætti í landinu skyldi nú verða til þess að lögþvinga hann. Jóhann Hafstein sagði að með an Sjálfstæðismenn réðu mestu um stjórnarstefnuna hefði spari- fé aukizt stöðugt eða meira en um helming frá því 1950. Þegar slík þróun ætti sér stað þyrfti ekki að grípa til skyldusparnað- ar. Nefndi hann ýmsar tölur máli sínu til sönnunar, svo og sýndi hann fram á það að verulega hefði dregið úr sparifjármyndun inni eftir að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum. Þá hrakti Jóhann þau ummæli að Sjálfstæðismenn hefðu í fyrrv ríkisstjórn blekkt fólk til þess að hefja byggingar, en síðan svikið það um lánsfé til bygginganna. Vitnaði hann í þessu sambandi til skýrslu Landsbankans um lánveitingar, þar sem sagt er að fullkomlega hefði verið staðið við gefin loforð í þessu efni. Þá gat hann þess að Sjálfstæðis- mönnum hefði verið kennt um óhóflega fjárfestingu á sama tíma og þeim hefði verið borið það á brýn að þeir hefðu svikið loforðin um auknar íbúðabygg- ingar. Þá gerði Jóhann nokkurn samanburð á byggingum hér í Reykjavík og í höfuðborg Sví- þjóðar, þar sem byggingarfram- kvæmdir væru einna lengst á veg komnar í nágrannalöndum okk- ar. Kom í ljós að við stöndumst samanburð við Svía hvað snertir fjölda manns á hvert íbúðarher- bergi ,en það er svipað hér og þar, eða rúmt 1 herbergi á mann. Hins vegar væri fyrirgreiðsla ríkisvaldsins í sambandi við ' iánveitingar til íbúðabygginga allt önnur í Svíþjóð en hér. Þar nytu menn allt frá 85 til 100% lánveitinga miðað við byggingarkostnað með 3% vöxt- um til 40 ára. Þá benti Jó- hann Hafstein á að Sjálfstæðis- menn hefðu flutt þingsályktunar tillögu um það að notuð væri heimild laga til erlendrar lán- töku í því skyni fyrst og fremst að hægt væri serh fyrst að ljúka þeim mörgu íbúðum, sem nú væru í smíðum og leysa þannig úr helztu vandkvæðum húsnæð- ismálanna. í þessu efni hefði stjórnin engu getað áorkað. í lok ræðu sinnar kvað Jóhann þann orðróm ganga hér í bing- inu að byrjað hefði verið að út- býta frumvarpi um húsaleigulög, en síðan hefði verið hætt við það og það lokað inni í skáp. Kvaðst hann vilja spyrja félagsmálaráð- herra um afdrif málsins og hvort skápurinn yrði opnaður áður en þingi lyki. Magnús Jónsson kvað vera lær- dómsríkt að bera saman ummæli núverandi stuðningsmanna ríkis- stjórnarinnar, pegar þeir væru sjálfir í stjórn og áður þegar þeir voru í stjórnarandstöðu og húsbyggingarfrumvarp hefði ver- ið til umræðu á þingi 1954. Það hefði mátt ætla af þessum um- mælum að þessir menn hefðu borið enn meira traust til þá- verandi ríkisstjórnar en nú, því þeir hefðu ætlazt til miklu meira af henni. Benti hann á kröfurnar, sem gerðar hefðu verið 1954 af einum stuðningsmanni núverandi stjórnar um að sérhver ríkisbcrg- ari skyldi eiga kröfu til að fú lán til byggingar íbúðarhúss, ef hann ætti það ekki fyrir. Spurði hann m.a. um það hvað yrði til ráðstöfunar af fé eftir fyrri ákvæðum hins almenna veð lánakerfis, hvort leggja ætti það niður að þessu ári loknu. Þá spurði hann um það hvaða 8 milljónir væri um að ræða þar sem talað er um að „til bygg- ingarsjóðs Verkamanna væru á fjárlögum seinasta árs aðeins tæpar 2 milljónir. Nú væri sú fjárveiting tvöfölduð og auk þess greiddi ríkissjóður 8 milljónir kr. til verkamannabústaöa". Þá spurði Magnús hvernig sú tala væri fengin að á árinu 1957 verði varið 33 millj. kr. meira til útlána en 1956. Þá spurði hann hvernig hægt væri að tala um að byggingarsjóði yrðu lagðar til 118 millj. kr. í stofnfé, þegar 52 millj. kr. ætti að taka með stór eignaskatti, sem greiðast ætti á 10 árum og allt annað fé frá fyrri löggjof væri í útlánum. Þá kvað Magnús það hafa einkum verið tvennt, sem stuðningsmenn núverandi stjórnar hefðu talað um með vandlætingu er fyrri húsnæðismálalöggjöfin var til umræðu. Annað var að upp ætti að setja mikið bákn til pólitiskr- ar misnotkunar, en nú ætti að setja upp enn stærra embættis- mannabákn. Hitt voru vextirnir af lánunum, sem mjög voru for- millj. krónur á ári. Væri það stórum hærri upphæð en fyrrver- andi ríkisstjórn hefði veitt til byggingarmálanna, en síðustu tvö ár hennar við völd hefði hún að- dæmdir, en nú væru þeir hinir I eins veitt 38 millj. á ári til bygg- inga. Þá kvað Hannibal sparifé hafa aukizt í innlánsstofnunum á árinu 1956 um 72 millj. króna, og væri því ekki rétt að fólkið hefði ekki traust á núverandi fjármálastjórn. Kvað hann svar bankastjóranna við fjárbeiðni ríkisstjórnarinnar með ódæmum, en bankastjórarnir kváðust ekki vilja taka málið upp fyrr en í júlí. Var honum bent á af þing- bekk, að bankastjórar allra bank- anna hefðu skrifað undir þetta bréf, og Hannibal spurður að því hvort hann héldi að þeir væru allir Sjálfstæðismenn! Ekki svar aði hann þeirri spurningu neinu. Þá viðurkenndi hann, að lána- kjörin, sem ætluð væru í frum- varpinu væru mjög óhagstæð, vextir allt of háir og lánstíminn sömu og verið hefði. Magnús Jónsson sagði að lok- um að það væri fullkomin blekk- ing að nú væri stjórnin að upp- fylla loforð, sem hún hefði gefið áður, einnig væri það blekking að fyrrv. ríkisstjórn hefði ekki stað- ið við öll sín loforð og fyrirheit. Er hér var komið var lokið venjulegum fundartíma og fundi frestað til kl. 5. STJÓRNIN AÐGERÐARLAUS í LÁNAMÁLUNUM ÞEGAR fundir hófust aftur í gær kl. 5 tók Jónas Rafnar til máls. Kvað hann það alkunna, að mjög hefði dregið úr byggingarlánum síðan ríkisstjórnin tók við völd- um og hefði hún gjörsamlega brugðizt þeirri skyldu sinni að útvega lánsfé til áframhaldandi |of stuttur, einkum fyrir efna- íbúðabygginga. I frumvarpi því sem hér væri til umræðu væri ekki neitt einasta atriði, sem leysti vanda þeirra, sem í bygg- ingum stæðu og nú væru að sligast af byggingarskuldum. Við því hefði mátt búast að ríkis- stjórnin reyndi að halda áfram byggingarlánaútvegun fyrrver- andi stjórnar en hún hefði útveg- að allt að 100 millj. króna til byggingarmálanna, er hún lét af völdum. En þessi stjórn hefir ekkert gert og reyndar gert illt verra með ráðstöfunum sínum. Tók J. R. það sem dæmi að vegna breytingar á fasteignamati hefði meir en þrefaldazt nýlega stimp- il og þinglýsingargjöld af íbúð um með þeim afleiðingum að fá- tækur maður, sem kaupa vildi sér nú íbúð yrði að greiða 6—7000 krónur í ríkissjóð fyrir það eitt að fá að kaupa íbúðina. Bygg- ingarefni hefði verið stórlega hækkað með „jólagjöfinni", og hefðu nú byggingarverzlamr neyðzt til þess að hætta því að veita mönnum gjaldfrest svo sem venja hefði áður verið og taka nú fulla vexti. Þrengdi þetta enn kjör húsbyggjenda. — Loks bætist það við að spariféð hefir mjög þorrið í lánastofnunum síð- an þessi stjórn tók við völdum hélt Jónas áfram, vegna van- trausts manna nú á fjármála- stjórninni. Ræddi hann þær leiðir sem til greina gætu komið til þess að leysa fjárhagsvandræðin. Kæmi þar m.a. til greina að fá erlent lán til þess að hjálpa þeim mönnum sem í byggingum standa. En fyrst og fremst þyrfti að gera raunhæfar ráðstafanir til þess að auka spariféð í lánsstofn- unum og loks þyrfti að afnema þær drápsklyfjar sem nú hafa verið lagðar á allt byggingarefni, til þess að aftur verði sem allra flestum gert kleift að byggja, og lifa mannsæmandi lífi í þessu landi, við góðan húsakost. Þá tók Hannibal Valdimarsson til máls. Kvað hann tekjur bygg ingarsjóðs mundu verða 85—90 Á dögunum var lokið við smíði tveggja kappróðrarbáta í bátaverkstæði Svavars Þor- steinssonar á Akureyri. Eru þetta sexæringar, mjög fagrir og vandaðir — og eru smíðað- ir fyrir Ólafsvíkinga. Jónatan Sveinsson fylgdist með verk- inu fyrir hönd Ólafsvíkinga — og stendur hann við bátana. (Ljósm. Halldór Gíslason). minnsta fólkið. En ekki lagði hann þó til að neinar breyting- ar yrðu á því gerðar. TILGANGUR EYSTEINS MEÐ STÓREIGNASKATTINUM Þá tók Bjarni Benediktsson til máls. Kvað hann Hannibal hafa haft skynsemi til þess að byggja í mörgu á því sem fyrrverandi stjórn hefði lagt til og gert í húsnæðismálunum. Skyldusparn- aðurinn hefði oft verið til um- ræðu hér og vinstri menn þá á móti honum. Hann hefði verið reyndur í Rússlandi, og þar hefði ríkið nýlega ákveðið að fresta öllum greiðslum vaxta og afborg- ana um 20 ár! Óneitanlega hræddu þau spor. Þetta mál væri í nánu sam- hengi við stóreignaskattinn, sem Eysteinn Jónsson hefði í gær full- yrt, að Sjálfstæðismen vildu hlífa auðkýfingunum við. En af hverju viðhefur Eysteinn aðra reglu um þessa sköttun en um venjulega tekju- og eignaskatta, sem hann hefir á lagt? spurði B. Ben. Hann hefir um árafjölda farið með fjár málastjórn landsins og borið á- byrgð á þeim öllum, og leggur þar á félög, en ekki einstaklinga eina eins og hér Það er til þess að hlífa því fyrirtæki, sem Áki Jakobsson nefndi í ræðu í gær „stærsta auð- hring landsins, SÍS“, við þessum skatti. Enda fullyrti ráðherrann að með þessu gæti hann náð sér niðri á Sjálfstæðismönnum. Þá rakti Bjarni Benediktsson sögy húsnæðismálanna, allt frá því er Framsókn hefði stöðvað þróun veðlánakerfisins árið 1927, er flokkurinn komst til valda. Með því hefði Framsóknarflokkurinn, og einnig Alþýðuflokkurinn, raun verulega tekið á sig ábyrgðina á ófremdarástandinu í lánamálun- um til húsbygginga. Reynt hefði verið að bæta úr þessu með stofn- un Sparisjóðs Reykjavíkur, sem hefði lánað meira til bygginga en nokkur önnur lánsstofnun frá stofnun sinni. Rakti Bjarni Benediktsson síð- an það hve birt hefði til í þess- um málum fyrir forgöngu Sjólf- stæðismanna er lögin um smá- íbúðadeildina og húsnæðismála- lögin frá 1955 voru sett. Reykja- víkurbær hefði og alla tíð gert óvenjumikið til þess að auð- velda mönnum að byggja yfir sig og sína, með lóðaúthlutun og mannvirkjagerð í nýbyggingar- hverfunum. Um aðstoð við verka mannabústaði hefði Reykjavík staðið framar öðrum kaupstöð- um. Nefndi hann ennfremur Hringbrautarhúsin, Skúlagötu- húsin, Miklubrautarbyggingarn- i Frh. á bls. i9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.