Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 22. maí 1957 MORGTJN BLAÐIÐ 19 — Hásnæðismólolrumvisrpið Frh. af bls. 3 ar, Bústaðahverfið, og raðhúsín. sem öll hefðu verið reist á veg- um bæjarins, til þess að leysa úr húsnæðisvandræðunum. Þá vék Bjarni Benediktsson að því hve mikilvægt það væri að ýta undir framkvæmdir þeirra einstaklinga sem ódýrast og hag- kvæmast byggðu, því alltaf væri það svo að ekki gætu allir byggt sjálfir og þyrftu þar aðrir að hlaupa undir bagga. Minntist hann á ásakanir Hannibals út af lánveitingum úr Sparisjóði Reykjavíkur til manns, sem Al- þýðublaðið kvað byggja betur og ódýrar en nokkurn annan og lagði til að fenginn yrði til þess að byggja á vegum þess opinbera. Það væri spor aftur á bak að úti- loka slíka menn frá bygginga- lénum, því keppa bæri að því að allir sem eitthvað hefðu af mörk um að leggja fengju að njóta sín. Það þarf að skapa aftur traust á gjaldmiðlinum, og allir verða að leggjast á eitt við uppbygg- inguna. Hverri nýrri hugmynd ber að fagna og allri viðleitni í þá átt. Og vonandi væri, að þeir stjórnarhættir kæmust aftur á á íslandi að frelsi yrði í stað þving unar, og framfarir í stað stöðn- unar og afturfarar. — Stóreignaskattur Framh. af bls. 9 samdrátt atvinnuveganna, sem af honum leiddi. Einnig mundi draga úr möguleikum bankanna til almennra útlána, þar sem bú- ast mætti við að margir þyrftu að taka lán til þess að geta greitt skattinn. Benti Jóhann á að ef hugur sjávarútvegsmálaráðherra fylgdi máli þá væri enn tækifæri til þess að undanþiggja fram- leiðslueignir sjávarútvegsins stór eignaskattinum. Undir lok ræðu sinnar beindi Jóhann þeim til- mælum til fjármálaráðherra að hann endurskoðaði afstöðu sína til tillögunnar um að hækka frá- drátt á eignamati flugvélanna, þar sem sú atvinnugrein hefði byggt sig upp styrkjalaust nema hvað hún hefði notið ábyrgða fyrir lánum. Hér var umræðu lokið en at- kvæðagreiðslu frestað. — Bredgeþáftur Framh. af bls. 13 tvenndarkeppni og tóku þátt í henni 12 sveitir, en hver sveit er Skipuð tveim konum og tveim körlum. Efstar og jafnar urðu sveitir Hugborgar Hjartardóttur og Rósu Þorsteinsdóttur með 19 Stig af 22 mögulegum. Þessir tvær sveitir spiluðu síð- an 60 spila keppni um heiðurs- launin og sigraði sveit Hugborg- ar með 12 stigum. Með henni í sveit eru Kristín Þórðardóttir, Jóhann Jóhannsson og Guðm. Ö. Guðm. Þá er komið að síðustu keppn- inni, Barometerstvímenningur, sem Bridgesamband Islands sér um og er fólki víða af landinu fcoð ið til þátttöku. Spiluðu nú 12 pör utan af landi af 52 pörum sem í keppninni spiluðu. 1 keppni þessari spilar eitt par við öll og öll við eitt, tvö spil við hvert og 102 spil alle. Keppni þessi er spiluð svo til í einni lotu og er því mjög erfið nema fyrir mjög vant keppnis- fólk. Sigurvegararnir að þessu sinni voru hinn gamli og þekkti bridgespilari Sigurður Kristjáns- son frá Siglufirði og sonur haps, Vilhjálmur, tóku þeir forystuna tnm það bil að þriðjungur spil- anna var eftir og héldu henni þó margir sæktu að þeim. Þeir fengu 3075 stig og næstir urðu Sigur- hjörtur Pétursson og Þorst. Þor- steinsson með 3002 stig og þriðju Róbert Sigmundsson og Óli örn Ólafsson með 2968 stig. Vinna Hreingerningar. Vanir menn. Fljót og góð vinna. — Sími 7892. — ALLF Magnús Jónsson tók næstur til máls. Svaraði hann Hannibal Valdimarssyni ýtarlega. Benti hann á að í rauninni væru út- reikningar hans um það hve mik- ið kæmi inn af tekjum í bygg- ingarsjóð alveg úr lausu lofti gripnir, þar sem um það væri fullkomin óvissa og Eysteinn hefði lýst því yfir að það væri jafnvel ómögulegt að gera sér grein fyrir hve miklar tekjur yrðu af stóreignaskattinum. Væri mjög fátítt að stjórnarfrumvörp væru svo illa undirbúin og lögð fram í ólögformlegri mynd. Kvað Magnús stjórnarsinna hafa orðið að kyngja öllum fordæmingum Isínum á gjörlrum fyrrverandi stjórnar ,t.d. um upphæð vaxta af byggingarlánum með þvi að lögfesta þá hina sömu. Væri það ein sönnunin enn um hve gjör- samlega úrræðasnauð stjóinin væri í þessum málum. Þá tók Kjartan J. Jóhannsson til máls. Vék hann máli sínu að þeim fullyrðingum Hannibals að- megináherzlu bæri að leggja á Hlustað á utvarp Framh. af bls. 8 vert margt gott í því. Vel leikið, einkum var Lárus PálssoiP ágæt- ur í aðalhlutverkinu. Þá verð ég loks að geta útúr- snúninga og ósanninda er birt- ust í Tímanum í vikunni sem leið, út af þessum greinum mín- um. Tíminn segir að Sjálfstæðis- flokkurinn sé á móti rafvæðingu sveita landsins. Því er þar til að svara að ég er ekki og hef aldrei verið í stjórn Sjálfstæðisflokks- ins og að ritstjórn Morgunblaðs- ins hefur ekki fengið mér neina forskrift né fyrirmæli um það, hvernig útvarpsgagnrýni mín e'.gi að hljóða. Það sem þar er eða verður ritað, eru því algerlega mínar persónulegu skoðanir og á mína ábyrgð sagt. — Ég vil geta þess, að ég óska þess af heilum huga, að rafmagn, sími og vegur komist sem fyrst heim á hvern bæ í landinu, en þó því aðeins að eitthvert vit sé í að leggja í þann kostnað, er um útkjálka er að ræða. — En — meðal ann- arra orða, af hverju birtir Tím- það að byggja sem allra smæstar ' *nn e^ki útvarpsræðu Jóns Árna- íbúðir tveggja og þriggja her- j sonari sem um áratugi hefur ver- bergja og styðja sérstaklega að byggingu þeirra. Rifjaði Kjartan upp, að á tímum byggingarhaft- anna, þegar m.a. var bannað að byggja bílskúra hefði Hannibal sjálfur byggt sér tveggja hæða villu á ísafirði, fimm, sex her- bergja íbúð með bílskúr og sólu- búð og auk þess með miklum turni upp úr þakinu! Mætti af þessu sjá hver heilind in væru í málflutningi hans. — Utíiii ur helmi Framh. af bls. 10 eftirlíkingar á markaðinn. Þar er baráttan hörð. I dag fara gestirnir í heimsókn til Carlsberg-verk- smiðjanna, og óhætt er að full- yrða, að þar mun engan skorta viðurgjörning. Síðan heimsækja drottning og föruneyti Niels Bohr og fjölskyldu hans. Um kvöldið býður konungur til balletsýning- ar í Konunglega leikhúsinu. Mun leikhúsið verða skreytt blómum hátt og lágt — og verður það sannkallað blómahaf. Á leiksvið- inu framanverðu og fyrir framan það verða t. d. 20 þúsund nellikk- ur, bláar, hvítar og rauðar. Frá þessari athöfn verður sjónvarpað. Á morgun verður lokadagur opinberu heimsóknarinnar. Um morguninn verður farið í ensku kirkjuna í Kaupmannahöfn — og fleiri heimsóknir fylgja. Um kvöldið snæða Friðrik konungur, Ingirid drottning og Margrét prinsessa kvöldverð um borð í „Britannia“ í boði Elísabetar. Á föstudag og laugardag verða Elísabet og Filip persónulegir gestir dönsku konungshjónanna í höll þeirra — og á laugardags- kvöld halda gestirnir um borð í drottningarskipið og sigla heim- leiðis. ið einn helzti sérfræðingur Fram- sóknarflokksins í fjármálum? Þorsteinn Jónsson. Félagslíi FARFUGLAB — Á sunnudaginn verður farin ljósmyndaferð í Kaldársel og Valaból. Ferðin er í samráði við Æskulýðsráð Reykjavíkur og Félag áhugaljós- myndara. Skrifstofan opnar í nýj um húsakynnum að Lindargötu 50 í kvöld kl. 8,30—10. FBAM — knattspyrnumenn. Áríðandi æfing verður á Fram- vellinum í kvöld kl. 8—9.30 fyrir meistara og I. fl. og kl. 9.30 fyrir II. fl. — Mætið vel og stund- víslega. — Nefndin. Kristniboðshúsið Betanía, Laufásvegi 13. — Almenn sam- koma í kvöld kl. 8.30. — Bjarni Eyjólfsson ritstjóri talar. — All- ir velkomnir. KB — knattspyrnumenn! Æfingar í kvöld á félagssvæð- inu: Kl. 7.30 3 fl. — KI. 8,30 M. — I. fl. — Þjálfari. Sunddeild KB — Æfingar eru hafnar í Sundlaugunum og eru hvert miðvikudagskvöld kl. 8,30. Mætum öll vel og stundvíslega! — Stjórnin. Kennsla Enska, danska — Áherzla á daglégar talæfingar og aðstoð undir ferðalög. Kristin Óladóttir, sími 4263. I. O. G. T. ST. EININGIN nr. 14. — Fundur í kvöld kl. 8.30. — Gamanvísur: Þórhallur Björnsson. Upplestur. Frumsamið efni: Freymóður Jó- hannsson.— Yngra fólkið stjórn- ar fundinum. Mætum öll. Sumarfagnaður Starfsmannafélags Reykjavíkur verður haldinn í Sjálf- stæðishúsinu 26. maí 1957 kl. 8. Til skemmtunar verður: GULLÖLDIN OKKAR og DANS Aðgöngumiðar óskast sóttir fyrir föstudagskvöld. — Afgreiddir á öllum skrifstofum bæjarfyrirtækjanna. Stjórnin. Hellisgerði Tiboð óskast í leigu á söluskála og rétti til sælgætissölu í Hellisgerði í sumar. Tilboðum sé skilað fyrir sunnudag 26. þ.m. Málfundafélagið Magni pósthólf 57. Þökkum innilega auðsýndan vinarhug við fráfall og út- för sonar okkar KRISTINS ÁGÚSTS Ágústa Ágústsdóítir, Sverrir Júlíusson. Innilegar þakkir flyt ég öllum-'þeim, er sýndu mér marg- víslega virðingu og vinsemd á fimmtugsafmæli mínu 11. þ.m. —- Lifið heil. Ölver M. Waage. Alúðarþakkir fyrir auðsýndan vinarhug á 95 ára afmæli mínu. — Guð blessi ykkur öll. Gísli G. Ásgeirsson frá Álftamýri. DANSLEIKUR AÐ ÞÓRSCAFÉ í KVÖLD KL. 9 K.K.-SEXTETTINN LEIKUR Söngvarar: Sigrún Jónsdóttir og Ragnar Bjarnason. Faðir okkar GUÐMUNDUR GESTSSON trésmiður frá Arnardal, andaðist í hjúkrunárheimilinu Sólvangi 21. þ.m. Synir hins látna. Eiginmaður miírn BJARNI GUÐMUNDSSON frá Bóli andaðist sl. laugardag að heimili sínu í Hvera- gerði. María Eiríksdóttir. Sonur og fóstursonur HAUKUR JOHNSEN frá Görðum, Vestmannaeyjum, andaðist 17. þ.m. Jarðar- förin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 24. þ.m. kl. 1,30 e.h. — Blóm afbeðin. Guðlaug Oddgeirsdóttir, Kristín Ögmundsdóttir. Minningarathöfn um JÓN SIGMUNDSSON bónda frá Gunnhildargerði fer fram í Dómkirkjunni miðvikudaginn 22. maí n.k. kl. 2 e.h. Þeir, sem vildu minnast hans eru vinsamlega beðnir að láta Krabba- meinsfélagið njóta þess. Anna Ólafsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför GUÐRÚNAR S. SIGURÐARDÓTTUR Björn Ársælsson, Ólafía Jónsdóttir, Sigurður Signrðsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðar- för konu minnar og móður okkar INGIBJARGAR JÓNSDÓTTUR Guðmundur Helgason, börn og tengdabörn. Alúðar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför eiginmanns míns og föður okkar SIGURÐUR GUÐLAUGSSONAR frá Laugalandi, Vestmannaeyjum. Hulda Reynhlíð Jörensdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.