Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLÁÐÍÐ Miðvikudagur 22. maí 1957 Karlmannaskór Útvegum handunna karlmannaskó frá Póllandi. Sýnishorn fyrirliggjandi. Finnbogi Kjartansson Austurstræti 12. 2ja—3ja herbergja íbúð óskast strax fyrir útlending. — Uppl. í síma 81440 Keflavík — Suðurnes Hef sett upp vélaverkstæði við Hafnargötu 71, Keflavík undir nafninu VÉLAVERKSTÆÐI SVERRE STENGRIMSEN Tek að mér alls konar viðgerðir og nýsmíði svo sem: Handrfcð, úti og inni; garðshlið, flaggstengur, rennibrautir fyrir bílskúrshurðir, miðstöðvarkatla, rafsuða og logsuða á bílum, uppsetning og viðgerðir á sjálfvirkum olíukynd- ingartækjum og miðstöðvardælum. Virðingarfyllst, Sverre Stengrimsen, járnsmíðameistari VOPIMI framleiðir Regnföt (jakka og buxur) Regnkápur (hálfsíðar) Sjóstakkana gulu, þola 18° frost. Regnsvuntur (hvítar) Sjópils, hagstætt verð. Cúmmífafagerðin VOPNI Þjóðkirkjan stofnar til sumarbúða að Löngumýri ÞJÓÐKIRKJAN hefur ákveðið að opna sumarbúðir fyrir börn og unglinga um tveggja mánaða skeið í sumar að Löngumýri í Skagafirði. Verður hér um að ræða svipaðar sumarbúðir og KFUM og K hafa rekið í Vatnaskógi og Vindáshlíð. Ýmsir prestar, kennarar og annað áhugafólk hafa undirbúið þetta starf og munu veita sumarbúðunum forstöðu, en frk. Ingibjörg Jóhannsdóttir, for- stöðukona Húsmæðraskólans að Löngumýri, hefur lánað húsakynni staðarins fyrir starfið og sýnt því mikinn áhuga. Þeir, sem kunnugir eru stað- háttum, vita að Löngumýri er vel í sveit sett og umhverfið sérlega fagurt, ræktun mikil og grösugt,' góðar aðstæður til íþrótta og ágæt sundlaug skammt frá, í Varmahlíð. 4 FLOKKAR Ráðgert er að 4 flokkar dvelj- ist að Löngumýri í sumar, 10 daga hver. Tveir þeirra verða fyrir drengi og tveir fyrir stúlkur. Dvalartíminn verður sem hér segir: 2.—12. júlí fyrir telpur 10—12 ára. 17—27. júlí fyrir drengi 10—12 ára. 31. júlí — 9. ágúst fyrir stúlk- ur 12 ára og eldri. 12.—22. ágúst fyrir pilta 12 ára og eldri. ÖLLUM HEIMIL ÞÁTTTAKA Börnum og unglingum hvaðan- æva af landinu er heimil þátttaka í sumarbústöðum þessum, en gert er ráð fyrir 40—50 hverju sinni. Foreldrar eða aðrir aðstandendur eru beðnir að sækja um dvöl fyrir börnin til sóknarpresta MetsÖlu- plotur Ný glœsileg sending! Rock’n’RolI Dægurlög Jazz i s s } s s s s s s s s s s s s s s Kynnið ykkur plötulistona • í Vesturveri. — Ennfremur s öil nýjustu metsölulögin á ■ S S s notum. Hljóðfæraverzlun ! SiyríSíðr Helgadéttur í Vesturveri. — Sími 1815. IWKOMEÐ Lakktíglaplötur — 122x122 cm — finnskar — ýmsir litir Serpofix-lím — m.a. hentugt á lakktíglaplötur. KrossviðUr — finnskur og spænskur — m.a. í hurðarstær ðum Olíusoðið Masonite — 4x12” Hljóðeinangrunarplötur (gataplötur) — í stærðunum: 40x40 cm 60x60 cm 30x120 cm 122x275 cm. Einnig fyrirliggjandi nokkrar birgðir af saum á gamla verðinu. Timbtirverzlunin Völundur hf. Sími 81430 sinna, en þeir síðan beðnir að senda umsóknir til biskupsskrif- stofunnar í Reykjavík. Umsókn- arfrestur er til 15. júní. Umsækj- endum verður öllum skrifað og skýrt frá undirbúningi, ferðalög- um, útbúnaði og öðru er við- kemur dvölinni. Það skal tekið fram fyrir börn og unglinga í Reykjavík, að Æskulýðsráð Reykjavíkur styrkir þau til ferða lagsins norður, ef óskað verður. KOSTNAÐUR Dvalarkostnaður verður kr. 350.00 fyrir hvern þátttakanda í þessa 10 daga, og er þar með talinn kostnaður af ferða lögum sem farin verða um ná- grennið, t.d. heim að Hólum. Fargjaldi til og frá Löngumýri verður stillt mjög í hóf. FJÖLBREYTNI OG FRJÁLSRÆÐI í sumarbúðunum fá þátttak- endur tækfæri til leika og náms jöfnum höndum. Þeim verða kennd kristin fræði, söngur, garð rækt og jurtasöfnun, föndur ým- iss konar, íþróttir og leikir, t.d. sund, þjóðdansar o. fl. Verður leitazt við að gefa þátttakendum sem mest frjálsræði um val leika og viðfangsefna. Val kenn- ara hefur tekizt vel. Er þar um að ræða áhugafólk, sem flest vinnur kauplaust að undirbúningi búðanna og uppfræðslu barnanna í sumar. LOKASKEMMTUN I lok hvers námskeiðs munu börnin hafa undirbúið dagskrá með ýmsum skemmtiatriðum, sem verður opin öllum sem hlýða vilja, t.d. foreldrum eða ættfólki þátttakenda, sem kynnu að eiga leið hjá Löngumýri um þær mundir. Er þess að vænta, að for- eldrar um land allt gefi börnum sínum tækifæri til að taka þátt í þessari nýju og þroskandi starf- semi Þjóðkirkjunnar. verzlun með allt er garðrcektendur þarfnast Sölufélag garðyrkjumanna rekur hana ¥ VISTLEGUM, fögrum og skemmtilegum húsakynnum sínum vi𠥕 Reykjanesbraut hefur Sölufélag garðyrkjumanna opnað verzlun, þar sem garðeigendum og öðrum er gert kleift að kaupa í smáum eða stórum skömmtum allt það er þeir þurfa til garðræktar sinnar. Þar er á boðstólum fræ, jurtalyf og áhöld. Er með verzlun þessari leyst úr brynni þörf fyrir garðræktendur en erfitt hefur verið um útvegun á ýmsu af þessu tagi nema í stórum skömmtum. Sölufélag garðyrkjumanna er eins og nafnið bendir til sam- tök framleiðanda. Hefur sölumið- stöðin í Reykjavík, sem stjórnað er af Þorvaldi Þorsteinssyni, haft það verkefni auk sölu afurðanna, að útvega félagsmönnum ýmsar nauðsynjavörur er til framleiðsl- unnar þurfti. Fólk gekk á það lagið að fá ýmislegt til garðahjá þeim og því var ákveðið að opna verzlunina. Afgreiðslumað- ur er þar reyndur garðyrkjumað- ur Páll Marteinsson, danskur að ætt en nú ísl. ríkisborgari. Veitir hann fólki ýmsar upplýsingar eftir því, sem við verður komið. ★ Hús Sölufélagsins við Reykja- nesbraut er myndarlegt. Þar eru auk starfsemi félagsins skrifstof- ur Loftleiða. s S TIL SOLU ERU Mnlnings og hörpunartæki sem eru á gúmmíhjólum og auðvelt er að flytja slað úr stað. Hringsigti, sigtar í þrjár stærðir. — Tækjunum fylgir dieselvél, þrjú færibönd með raf- magnsmótor og matari. International jarðýta TD-9 með ámoksturstækjum og ýtublaði. Quick-way vélkrani á vörubifreið International vörubifreið 1942. Upplýsingar gefa: Málflutningsskrifstofa Harðar Ólafssonar, Smiðju- stíg 4, sími 80332 og Sigurður Sveinsson, Hf. Steðji, sími 4108. Nýkomið Kvenblússur 3 litir, gott verð. □ DYRI M A R KAÐ U R I NN Templarasundi 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.