Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.1957, Blaðsíða 6
6 MORCUlVTilAÐIÐ Miðvikudagur 22. maí 1957 Úkyrrð i frönskum stjórnmálum IT'INS og nú stendur er talsverð " ókyrrð í stjórnmál- unum frönsku, líkt og raunar oft áður. Það er tvennt sem veld- ur: í fyrsta lagi stendur fyrir dyrum að þingið taki afstöðu til þess hvort stjórn Mollet á að halda áfram eða ekki og í öðru lagi er það mjög knýjandi að þingið og stjórnin geri ráðstaf- anir til þess að stemma stigu fyr- ir yfirvofandi gjaldeyrisskorti og styrkja gengi frankans. Það hefur lengi borið á hreyf- ingu í þá átt að fella stjórn Mollet eins konar úrslitakosti, sjónarmið orðið ofan á, sem mælt hafa gegn þessu og óvissan um, hvað tæki við, hefur verið mikil. En nú virðist nokkur stefnu- breyting að þessu leyti vera í aðsigi. Aðalágreiningurinn er um Alzír-málið. Flokkur Mendez- France hefur nýlega sent stjórn Mollet eins konar úrslitakosti, þar sem þess er krafizt að stjórn- in breyti um aðferð í Alzír-mál- inu. í þessum kröfum er einung- is talað um breytingu á aðferð, en þessi hluti vinstri-flokkanna frönsku heldur fast við §ð Alzír sé óaðskiljanlegur hluti Frakka- veldis. Kröfurnar eru um það, að Mollet og ráherra hans í Alzír- málum, Robert Lacoste, geri sig óháða frönskum landnemum í Alzír og hætti að nota „nýlendu- aðferðir“ í hernaði sínum þar í landi, eins og það er orðað. Verði ekki gengið að þessu hótar flokk- urinn því að draga 13 ráðherra sína út úr ríkisstjórninni. En ef svo færi, að Mollet gengi inn á þessa kröfu og breytti stefnu sinni gagnvart Alzír, þá mundi hann örugglega missa þann stuðn ing, sem hann hingað til hefur haft frá öllum hægri flokkunum og auk þess meðal lýðræðis- sinnaða þjóðflokksins. Hættan á þessu væri því meiri vegna þess að hægri menn líta Mollet ekki hýru auga vegna fyrirætlana hans í fjármálum. En það er ekki eingöngu þessi deila um Alzír, sem veldur Mollet áhyggjum, heldur er ekki síður. um að ræða mikið fjár- hagslegt vandamál ríkisins sem leysa þarf úr. Gull- og gjaldeyrisforði Frakka hefur minnkað frá mánuði til mánaðar og með þeim hraða að trúlegt er að stjórnin muni bráð- lega neyðast til að leita hjálpar út í frá, til að jafna hallann á greiðslujöfnuðinum. Frakkiand hefur þegar notað verulegan hluta af því fé, sem það á aðgang að í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og þess má vænta að ef farið verð ur fram á frekari aðstoð þaðan, þá mun það gert með því skilyrði að frönsk yfirvöld sam- þykki að færa gengi frankans til „samræmis við veruleikann“, eins og það hefur verið orðað. Fránkinn er alltof hátt skráður, eins og kemur fram í því, að Frakkar nota miklar útflutnings- uppbætur og hafa mikil gjöld á innfluttum vörum. Af hálfu Efnahagssamvinnustofnunar Ev- rópu hefur verið á það bent, að þó Frakkar telji sig hafa leyst 82% af viðskiptum úr höftum, þá sé raunverulega aðeins um 55% að ræða, þegar litið sé á það fyrir komulag, sem Frakkar hafi á innflutningi sínum. Þar sé um grímuklædd höft að ræða eða ráðstafanir, sem hafi sömu verk- anir, þó þær heiti ekki því nafni. Það er talið vafalaust, að Frakk ar geti ekki dregið það lengi að gera róttækar ráðstafanir til bjargar í efnahagsmálum sínum, en um leiðir í því efni eru hinir mörgu stjórnmálaflokkar mjög ósammála. Á það er bent að varla geti komið til stórfellds niðurskurðar, sem áhrif geti haft á fjármála- ástandið, meðan Frakkar hafi þá stefnu að hafa 400,000 manna her í Alzír. En hermálaráðherr- ann Bourges-Maunoury hefur einmitt gert ráð fyrir því í víg- búnaðaráætlun sinni, að þessum mikla her verði haldið framvegis uppi. Nokkrum sparnaði hefur þó verið komið fram í hernaðar- útgjöldum, þannig að til þeirra er ætlaðir 15 hundruð milljarðar franka, en það er um 70 milljarða franka sparnaður, miðað við hina upprunalegu áætlun. Það er talið að ekki geti verið um neitt jafnvægi í greiðsl- um landsins eða lækningu á fjármálum ríkisins að ræða, fyrri heldur en búið sé að leysa Afríkumálin. En þegar rætt er um gengislækkun þar í landi, þá 'er mótbáran jafnan sú að eins og ástandið sé, þá mundi lækkun gengisins aðeins verða bráða- birgðaráðstöfun, en allt sæki aftur í sama horf, ef ekki sé grafið fyrir rætur meinsins. En jafnframt er á það bent, að vel megi vera að Frakkar neyðist þó til þess að grípa til þessarar bráðbirgðaráðstöfunar, vegna þess að lausn Afríku-málsins og annarra þeirra mála, sem eru í nánum tengslum við fjármála- vandræðin, muni láta bíða all- lengi eftir sér. Fyrir viku síðan gerði Mollet það sem meðal franskra stjórn- málamanna var kallaður meist- aralegur skákleikur. Dagana á undan hafði það verið eina um- ræðuefni meðal stjórnmálamann- anna, hvort hinir 13 stuðnings- menn Mendes-France mundu segja sig úr stjórninni, og hvort hún yrði felld í næstu viku á eftir ef hún þá lifði svo lengi. Útlitið hafði mjög versnað fyrir Mollet eftir að fjármála- nefnd þingsins hafði með öllum atkvæðum gegn atkvæðum flokksmanna hans fellt tillögur stjórnarinnar um nýjar skatta- álögur. Stuttu þar á eftir var haldinn ráðherrafundur og sat Coty forseti í forsæti. Þá stóð Mollet upp og lýsti hátíðlega yfir: „Herrar mínir! Frakkland er nú algerlega einangrað í Súez- málinu og á sér þar enga sam- ferðamenn. Gagnvart þessari staðreynd bið ég yður, herra for- seti lýðveldisins, að taka á móti afsögn ráðuneytis míns“. Coty forseti svaraði að for- sætisráðherrann gæti ekki ein- faldlega boðið þannig fram af- sögn ráðuneytisins, meðan það hefði ennþá traust þingsins og þegar stæði fyrir dyrum mjög erfið en nauðsynleg umræða um fjármál landsins. í sambandi við það skipti ekki máli, þó að meðal ráðherranna hefði komið fram „minni háttar ágreiningur". Allir horfðu nú á flokksmenn Mendes-France, en tveir af þeim höfðu þá þegar lofað foringja sínum að segja sig úr stjórninni. Enginn af ráðherrunum treystist til þess að mæla á móti áliti Coty forseta, var nú samþykkt einróma að vísa Súez-málinu til Öryggisráðsins. Meðal stjómmálamanna heyrð- ist sagt út af þessum atburði: „Mollet hefur þvingað flokk Mendes- France til þess að velja á milli sín og Nassers." Bráðlega mun það nú sjást hvað verður um stjórn Mollet, því næstu daga má búast við að til úrslita dragi um það, hvort hún heldur velli eða ekki. 1 gær hófust umræður um 34. vantrauststillöguna, sem borin hefur verið fram á stjórnina, og er ýmsum getum að því leitt, hvernig atkvæðagreiðslan muni fara að þessu sinnL Mý stjórn á Ítalíu undir forsæti Adone Zolis Rómaborg, 20. maí. Frá Reuter. ★ NÝ STJÓRN liefur verið mynduð á ítalíu. Er það minni hlutastjórn Kristilega flokks- ins undir forsæti Adone Zolis, en hann var fjármálaráðherra í fráfarandi stjórn Antonio Segnis. ★ Ein meginástæðan til þess að Kristilegi flokkurinn myndar nú einlita minnihlutastjórn, er að ýmsir helztu foringjar flokksins hafa verið á önd- verðum meiði við utanríkis- stefnu Gaetano Martinos. Er nú ekkert samstarf við Frjáls lynda flokkinn sem hann til- heyrði. Það er aðalíega fylgi Martinos við Breta og Frakka í Súez-málinu, sem óánægj- unni veldur. Æícntjisneyzla tckur að tninnka aftur í Svíþjóð Löngun fólks mettuð við frjdlsa sölu Á FENGISNEYZLA hefur nú aftur minnkað verulega í Svíþjóð eftir að þjóðin er farin að venjast frjálsræði í áfengissölu. — Frá þessu skýrði Daniel Wiklund, formaður bindindissambands Sví- þjóðar, á norræna bindindisþinginu, sem nú er haldið í Helsingfors. NÝJABRUMIÐ Wiklund sagði, að eftir að áfengi var gefið frjálst í Sví- þjóð 1955, hafi neyzla sterkra drykkja aukizt á skömmum tíma um 30—35%. Þetta var þó aðeins meðan nýjabrumið var á frjálsri áfengissölu. Nú hefur neyzla sterkra drykkja minnkað svo að hún er ekki nema um 15% meiri en hún var fyrir frjálsræðið. — Heldur neyzlan enn áfram að minnka og vonast Svíar til þess að samfara nýjum þáttum í bind- indisstarfseminni muni neyzlan verða minni en hún var á skömmtunartímanum. Adone Zolis ★ Hinn nýi utanríkisráðhem verður Giuseppe Pella, sem áður var forsætisráðherra ítala, skamma stund. Zoli er talinn úr vinstra armi Kristl- lega flokksins, en Pella úr hægri arminum. Búizt er við að nýja stjórnin standi við allar skuldbinding- ar Martinos varðandi Evrópu- samstarfið. ic Nýi forsætisráðherrann seglr það rangt að þetta elgl aðeina að vera bráðabirgðastjórn fram að næstu. kosningum. — Kveðst hann vonast til að ná samkomulagi við aðra flokka um einstök málefni. Til dæmia væntir hann þess að Frjáls- lyndi flokkurinn muni áfram styðja samninginn um Evrópu markað. Ein lélegasta verfíð sem menn muna í Ólafsvík ÓLAFSVÍK, 18. maí: — Allir bátar eru hættir róðrum héðan nema tveir og er búizt við að þeir taki upp net sín næstu daga. Vertíð þessi er ein sú lélegasta, sem menn muna eftir hér og mesta misfiski á bátum, sérstak- lega á netjavertíð. Meðalafli af fiski upp úr sjó er um 400 lestir á bát. Engin vorvertíð verður stund- uð héðan, en einn bátur er byrj- aður á síldveiðum í reknet, er það Þórður Ólafsson frá Ólafa- vík. Fleiri bátar munu byrja síld- veiðar héðan um leið og ákveðið verður um síldarvertíð. —Einar. VERÐHÆKKUN OG AUKIN TÆKNI í ræðu sirini gat Wiklund nokkurra ástæðna fyrir minnk- andi neyzlu sterkra drykkja. — Það væri í fyrsta lagi, að áfeng- islöngun þjóðarinnar hefði mett- azt eftir að skömmtun var af- létt. Þá hefði það einnig nokkur áhrif að nýlega hækkaði brenni- vínsflaskan um 5 sænskar krón- ur. Var minnkunar áfengis- neyzlunnar þó farið að gæta fyrr. í þriðja lagi sagði Wik- lund að ástæðan væri breytt- ir þjóðfélagshættir í Sví- þjóð, þ.e. aukin tæknimenn- ing. En eftir því sem sjálf- virk tæki eru tekin upp á fleiri sviðum í atvinnulífi þjóðanna, verður að gera stærri kröfur til þeirra sem stjórna slíkum tækjum. — Menn sem slíka atvinnu vilja hljóta að gera upp við sig, hvort þeir vilja stjóma ná- kvæmum tækjum eða elska brennivínsflöskuna. — Það tvennt getur ekki farið sam an. sferifar úr daglega lífínu HÉR kemur pistill um þrifnað- inn við Fossvogskirkjugarð. Þrifnaðarverk ÞANN 17. maí ók ég Hafnar- fjarðarveg sem oft endranær. Við veginn frá Öskjuhlíðarhæð- inni og niður með kirkjugarðivar þá víða verið að hreinsa til og raka saman alls konar rusli. Þetta er gleðileg vorhreingerning og lofsverð. En þetta gefur líka til- efni til þess að minna á það sem ógert er, en auðgert til þrifnaðar við þessa heimreið höfuðborgar- innar. Á milli útfararkapellunnar og kirkjugarðsins að vestan og þjóð vegarins að austan er aflöng spilda tiltölulega fárra metra breið. Þessi spilda er yfirleitt mjög óhrjáleg og stingur í stúf við hina velumgengnu lóð kap- ellunnar og kirkjugarðsins. Þessa ræmu þarf að laga, og það er auðvelt að gera það með mjög litlum tilkostnaði. Mesta grjótið — stærstu steinana — er hand- hægt að fjarlægja í sambandi við flutning á grjóti til hafnarinnar, sem alltaf á sér stað. Þannig framkvæmt kostar þetta engin aukafjárútlát .Svo þarf að aka nokkru af mold og jafna yfir spilduna. Mér skilst að það sé einnig hægt að gera fyrir lítinn pening. Alltaf er verið að aka mold sem til fellst í hina miklu moldarfyllingu á Háskólavöllum sunnan tjarnarinnar. Væri nokkr um tugum bílhlassa af því efni beint suður að kirkjugarði feng- ist hin umrædda spilda þar jöfn og tilbúin til græðingar.Og gróð- ur kæmi þarna á 2-3 árum jafnv. þó engu væri sáð. Hms vegar viðráðanlegt að sá í spilduna og bera á hana 1—2 sinnum. Meira þarf ekki til að gera þetta leiðin- lega svæði að grænum reit. veg- farendum til hugarbóta og stofn- ununum kirkjugarði og kapellu til sóma. Vilja ekki forráðamenri þessara stofnana taka þetta til athugun- ar? Hin prýðilega umgengni hjá útfararkapellunni og kirkjugarð- inum setur mikið ofanviðótræðið sem er á „hlaðinu“ við þessar stofnanir, en það er hin umrædda spilda á milli þeirra og þjóðveg- arins. 19. maí 1957. Á. G. E. Ljóðlist á hljómplötum FYRIR nokkru var minnzt á það hér í pistlunum að æskilegt væri að einhverjir tækju sig fram um það hefja þá starfsemi hér á landi sem tíðkast með öðrum þjóðum og taka upp á plötur lestur skálda og rith. úr verkum sínum. Á þann hátt geymdust raddir þeirra, margra þeirra manna sem þjóðin ann hvað mest og hljóta að teljast hennar höfuðsnillingar. Hver vildi nú ekki eiga rödd Jónasar á hljóm- plötu er hann færi með nokkur kvæði sín, Matthíasar eða Einara Benediktssonar?Slíkar hljómplöt ur eru verðmiklar strax í upphafi sökum þeirra manna sem inn á þær tala og þess efnis sem þeir flytja, en hálfu meiri gersimar verða þær er fram líða stundir, og verkin verða sígild. Nokkru eftir að þessu máli var hreyft hér í dálkunum var til- kynnt að Fálkinn hefði haft þessa hugmynd til athugunar og væntaleg væri á markaðinn innan skamms hljómplata með kvæða- lestri Davíðs Stefánssonar. Það er ástæða til þess að vekja at- hygli manna á þessarri ágætu nýj ung þessa framtakssariia fyrir- tækis. Fálkinn fylgist óvenjuvel með tímanum, bæði því sem er- lendar hljómplötur varðar og ís- lenzkar og hefir unnið íslenzkri tónlist þarft starf með útgáfu- starfsemi sinni. Ekki er að efa að þessi hljómplata Davíðs á eftir að verða mönnum kærkom- in, enda er hann snillingur að lesa ljóð sín. Stundum er því haldið fram að þjóðin sé hætt að lesa og meta kvæði, sérstaklega yngri kynslóðin. En mig grunar að hér sé einmitt fundið ráð til þess að tengja æskuna ljóðlist- inni, með því að auðvelda kynn- ingu hennar með nútímatæknL Við vonumst eftir fleiri slíkum úrvals-hljómplötum á næstunnL Megi sú útgáfa verða mikil og góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.