Morgunblaðið - 25.05.1957, Qupperneq 3
Laugardagur 25. maí 1957
MOnCVTSBl AÐJÐ
s
Lýðræðislegl irelsi og þingræði
mega liia og daino í framtíðinni
Forseti sameinaðs Alþingis ávarpar
finnska þjóðþingið og fœrir því gjöf
Frá skrifstofu Alþingis.
DAGANA 22.-25. þ.m. eru há-
tíðahöld í Helsingfors í tilefni af
50 ára afmæli finnska þjóðþings-
ins 23. þ.m. Forsetar finnska
þingsins buðu Alþingi íslendinga
að senda fulltrúa til að vera við-
staddir hátíðahöld í tilefni af því
að þann dag eru liðin 50 ár frá
því, að finnska þingið var gert að
einni málstofu. Forsetar Alþing-
is samþykktu einróma að Emil
Jónsson skyldi vera fulltrúi Al-
þingis á þessari hátíð og færa
finnska þinginu að gjöf af þessu
tilefni fundarhamar eftir Rík
harð Jónsson, myndlistarmann.
Forseti sameinaðs Alþingis
koms m.a. svo að orði í ræðu, er
hann flutti:
„íslenzka þjóðin hefur með að-
jafnan fúsir að leggja lífið í söl-
urnar til varðveizlu frelsisins.
íslenzka þjóðin skilur þá einn-
ig vel, hve hátt Finnar meta rík-
isþing sitt sem hið ytra tákn lýð-
ræðislegs frelsins og þingræðis,
en þessu þingi sínu hafa þeir bú-
ið stað í hinu fegursta umhverfi
í einu tignarlegasta þinghúsi
Iheims.
Hátíðarkveðja vor íslendinga
nnnsKU pjooarumar, pu au laugi, til finnsku þjóðarinnar á þessum
sé á milli og lönd og höf skilji.
Hún hefur skilið svo vel frelsis-
ást Finna, sem þrátt fyrir það, þó
að þeir séu í tölu hinna smóu
þjóða, unni friði og vilji lifa í
sátt og samlyndi við alla, eru
degi verður því fyrst og fremst
óskin um, að þetta lýðræðislega
frelsi og þingræði megi lifa og
dafna í framtíðinni, til hagsbóta
og blessunar fyrir hina finnsku
Þjóð.“
Um skipulag skrúBgarða
Eftir Jón H. Björnsson
Tíminn svívirðir sjóher
Dana og Breta og gerir
grín að bœndum
DÖNSKUM sjóliða verður það á
að „missa af“ skipi sínu er það
lætur úr höfn hér í Reykjavík.
Ósagt skal látið hvort hér er um
ásetningssynd að ræða eða glöp
dátans eru óviliaverk, það skeð-
ur svo margt þegar sjómenn fá
landleyfi. Vafalaust er pilturinn
ekki búinn að bíta úr nálinni
með þetta, hann á eftir að gera
upp við sína húsbændur sam-
kvæmt reglum um heraga. En
óþarft er okkur, sem ekkert höf-
um af herþjónustu né heraga að
segja, að vera að gera hlut pilts-
ins verri en efni standa til, og
í þessu máli er ekki Tímans að
dæma.
Það gerir blaðið samt í dag á
hinn lúalegasta hátt í gleiðgosa-
legri grein um mál sjóliðans.
Tíminn segir að pilturinn sé „orð-
inn vinnumaður í sveit, annað
hvort á bæ hjá Akranesi eða suð-
ur með sjó“, — greinilegt er það!
Hið rétta er að hann réði sig
að Hvítárbakka í Borgarfirði.
Þá segir Tíminn að sjóliðinn
hafi „nú alveg lagt sjóliðabúning
sinn á hilluna, nema ef vera
skyldi að hann færi í honum í
fjósið“.
Með þessum ummælum gerir
blaðið tvennt £ senn að óvirða
danska sjóherinn og með dylgj-
um að auka sekt piltsins. Danir
kunna vel að meta fjósverk, en
þeir virða sjálfa sig og land sitt
meira en svo að þeir teldu það
svívirðulaust að ætla mönnum
að ganga að störfum í fjósi í ein-
kennisbúníngi hers eða flota. Er
óþarft að ætla hinum danska
pilti slíka hegðun, þótt brotlegur
sé hann orðin við lög síns lands.
Það er fullkomin Tímablaða-
mennska að gera slíkt að fífl-
skaparmáli á kostnað Dana.
Ekki er framkoma blaðsins
hetri gagnvart bændunum, en
það er nú heimamál þó að Bretar
fái þar svívirðingu um leið.
Tíminn segist vita, að bændur
séu vanhaldnir með vinnuafl, og
telur það nú vænlegast til úr-
bóta, að sjóliðar muni strjúka af
brezku herskipi sem er væntan-
legt hingað, gerast fjósamenn, og
nota búning brezka sjóhersins,
sem einkennisbúning við fjós-
verkin.
Hún er ekkert smáræði um-
hyggja Tímans fyrir bændunum
nú sem fyrr, og ekki skortir úr-
ræðin.
23/5.
Bóndi.
„Gróttd” starfar áfram
FUNDUR var haldinn í Skip-
stjóra- og stýrimannafélaginu
Gróttu s.l. sunnudag í Tjarnar-
kaffi. Valgarður Þorkelsson setti
fundinn og tilnefndi til fundar-
stjóra Gísla Jónsson. Skýrði Val-
garður m. a. frá því, af hvaða
ástæðum fundir og starf félags-
ins hefðu legið niðri um langt
skeið. Ennfremur gát hann þess,
að þessi fundur væri haldinn
samkvæmt ósk stofnenda félags-
ins og nokkurra félagsmanna, sem
óskuðu eftir því að félagið starf-
aði áfram.
Þá lagði hann til að stjórn yrði
kosin í félaginu á þessum fundi.
Voru kosnir í stjórnina með öll-
um greiddum atkvæðum: form.
Agnar Hreinsson, Rvík, ritari
Agúst Snæbjörnsson, Rvík,
gjaldkeri Gísli Jónsson, Rvík. —
Meðstjórnendur Jón S. Kristjáns-
son, Rvík og Sigurjón Júlíusson,
Hafnarfirði. Varaform. Magnús
Magnússon, Hafnarfirði, vararit-
ari Jóhannes Guðjónsson, Rvík,
varagj. Guðm. Ó. Bæringsson,
Rvík.
Verkfall á Kýpur?
Nikósía, 23. maí.
EOKA hefir hvatt Kýpurbúa til
að gera 24 klst. verkfall í mót-
mælaskyni við þá ákvörðun Breta,
að láta hernaðarástand ríkja
áfram á eyjunni. Einnig hvetur
EOKA til þessa verkfalls í því
skyni að knýja Breta til að láta
pólitíska fanga lausa. — NTB.
Voru miklar umræður á fund-
inum um félagið og framtíð þess,
og einróma álit félagsmanna að
félagsins væri full þörf í fram-
tíðinni til að vinna að hags-
munamálum skipstjóra og stýri-
manna, efla samvinnu og við-
kynningu þeirra og vernda rétt
þeirra. Þá var þess getið að fé-
lagið væri 15 ára í næsta mán-
uði. — 15 skipstjórar og stýri-
menn gengu í félagið á fundin-
um.
TJARNIR auka fjölbreytni garða
og eiga tilverurétt bæði í stór-
um görðum og minnstu baklóð-
um. Vatn úti í náttúrunni hefur
mikið aðdráttarafl. Við þörfn-
umst vatns í einhverri mynd, og
er því ekki nema eðlilegt, að við
viljum hafa vatn í görðum okk-
ar. „Hljóðfall rennandi vatns og
endurspeglun kyrra tjarna eyk-
ur stórum yndisarð garðsins“
(Skrúðgarðar 1937).
Lögun og staðsetning tjarnar í
garði verður að vera með tilliti
til skipulags garðsins. Ef tjörnin
er miðdepill (þungamiðja) garðs
ins, má gjarna kosta nokkru til
hennar. Annars geta tjarnir verið
mjög einfaldar og ótrúlega ódýr-
ar. í reglulegum görðum á tjörn
in að vera einföld í lögun og í stíl
við húsið. Hringmyndaðar tjarn-
ir geta gengið hvar sem er. f
náttúrulegum görðum fer lögun
tjarnarinnar eftir umhverfinu.
Stærð og lögun garðsins, tilhög-
un gangstíga og hæð gróðurs hef
ur áhrif á stærð og lögun tjarn-
arinnar. Ef um grýtta lóð er að
ræða er sjálfsagt að varðveita
og halda eftir fallegum steinum
eða klöppum. Við náttúrulegar
tjarnir má nota steina til þess að
mynda vatnsföll. Vatn og steinar
gefa tækifæri til plöntunar vatna
og steinhæða gróðurs. Vatn,
steinn og gróður er ákjósanleg
samsetning í garði.
Tjarnir eru oftast gerðar úr
steinsteypu. Einföldustu tjarnir
má gera með því að grafa holu
í þeirri lögun, sem tjörnin á að
vera, setja vel af grjóti og sandi
undir, móta vírnet með hliðum
holunnar og draga síðan stein-
steypuhrærú upp í netið. Á þenn-
an hátt er auðvelt að gera tjöm
sem er óregluleg í lögun og timb-
urmót eru óþörf. Vatnslagnir
geta verið allt frá notkun garð-
slöngunnar til margbreytilegra
rörlagna undir yfirborði.
Vill fá að vita
meira um borinn
Á FUNDI bæjarráðs Hafnarfjarð
ar hinn 20. maí sl. var lögð fram
eftirfarandi tillaga:
„Þar sem meirihluti bæjarráðs
leggur ríka áherzlu á, að nú
þegar verði hafin fullnaðarrann-
sókn jarðhitasvæðisins í Krýsu-
vík, en til þessa hefur skort nógu
stórvirk tæki, og jafnframt því
sem vitað er, að jarðboranadeild
ríkisins og Reykjavíkurbær eru
sameiginlega að fá til landsins
stórvirkan jarðbor, þá felur bæj-
arráð bæjarstjóra að afla upplýs-
inga um með hvaða kjörum og
hvenær hægt væri að fá borinn
tií borunarframkvæmda í Krýsu-
\ík“.
Tillaga þessi var samþykkt og
jafnframt óskað að þessari athug
un yrði hraðað svo sem kostur
væri.
(Frá bæjarstjóranum
í Hafnarfirði).
Félag islenzkra
leikara
Blaðamannafélag
Isíands
Hér og í Danmörku
1 FORUSTUGREIN Social-
Demokraten — málgagni danska
jafnaðarmannaflokksins — hinn
18. þ. m. er því haldið fram, að
ekki sé unnt að stjórna landinu
án þátttöku jafnaðarmanna, sem
hafi að baki sér 40% kjósenda.
En hvernig er þessu varið hér?
Eftir kosningarnar í fyrra höfðu
Sjálfstæðismenn enn meira kjós-
endafylgi á bak við sig, eða
42,4% kjósenda og unnu stórlega
á, hlutfallslega, en jafnaðarmenn
í Danmörku töpuðu.
Sjálfstæðisflokkurinn var því
mun sterkari eftir kosningarnar
í fyrra en danski jafnaðarmanna-
flokkurinn er nú.
Danskir jafnaðarmenn segja
að ekki sé hægt að stjórna án
þeirra. Hvað mætti þá segja um
Sjálfstæðisflokkinn hér?
Það er vafalaust erfitt að
stjórna án stærsta flokksins í
Danmörku og það er jafn erfitt
að stjórna til lengdar án stærsta
flokksins hér. Og ekki síst þegar
stjórnað er gegn honum af fjand-
skap — með ofsóknum Og hatri.
Iþ róttarevyan 1957
hefst á íþróttavellinum á morgun kl 3. — Skrúðganga leikara
og blaðamamia í litklæðum og leikgerfum leggur af stað frá
Þjóðleikhúsinu kl, 2.30.
Á íþróttavellinmu verður fjölbreytt íþrótta
keppni, gamanvísur og gamanþættir.
Somtaka nú!
140 leikarar og hlaðamenn koma fram í
revýunni. — Fjölbreyttasta skemmtun ársins
Forsala aðgöngumiSa heldur áfram við Lækjartorg
í dag kl. 10—12 f.h. og 5—7. Einnig á íþróttaveU-
inum eftir kl. 10 í fyrramálið.
Allir d völliiui!
/jbróttarevyan