Morgunblaðið - 25.05.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.1957, Blaðsíða 12
MORCVNBLAÐ1Ð Laugardagur 25. maí 1957 12 I A ustan Edens eftir John Steinbeck 43 i □- —□ „Þú ert konan mín“, sagði hann blíðlega. „Og ég vil að þú komir með mér“. Hún þagnaði og beindi svo tal- inu í aðra átt. Þau heyrðu að Charles fór út og skellti hurðinni á eftir sér og Adam sagði: „Nú fer hann í krána og drekkur sig fullan. Hann hef- ur bara gott af því“. Cathy leit niður fyrir sig og varð vandræðaleg á svipinn: — „Adam, ég get ekki rækt eiginkonu skyldur mínar við þig — þú veizt hvað ég á við — ekki fyrr en ég er orðin frísk“. „Ég veit hvað þú átt við“, sagði hann. „Ég skal bíða“. „En ég vil að þú sért hjá mér. Ég er hrædd við Charles. Hann hatar mig“. „Já, ég skal flytja rúmið mitt hingað inn. Þá geturðu talað til mín, ef þú verður hrædd. Þú get- ur meira að segja náð til mín með hendinni“. „Þú ert svo góður", sagði hún. Svo brosti hún. „Ég held bara að mig langi í tesopa. Er það ekki til ?“ „Jú, áreiðanlega. Ég hefði líka lyst á einum bolla“. Adam fór og kom aftur að vörmu spori með rjúkandi bollana. Svo sótti hann sykurkerið. Hann settist á stól við rúmið. „Það er Þýðing Sverrir Haraldsson □---------------------□ vel sterkt. Er það kannske of sterkt fyrir þig?“ „Nei, nei. Mér finnst sterkt te langbezt“. Hann tæmdi bollann: „Mér finnst eitthvað svo undarlegt bragð að því. Finnurðu það ekki?“ Hún greip hendinni fyrir munn- inn. „Ó, leyfðu mér að smakka á þínu“. Svo sötraði hún dreggjarn- ar. — „Adam!“ hrópaði hún. „Þú hefur tekið skakkan bolla. Þetta var bollinn minn. Meðalið mitt var í honurn". • Hann vætti varirnar með tung- unni: „Vonandi gerir það mér ekki neitt m ln“. „Nei, það held ég að komi ekki til mála“. Svo hló hún mjúklega. „Ég vona bara að ég þurfi ekki að kalla í þig í nótt!“ „Hvað áttu við?“ „Þú drakkst nefnilega svefn- meðalið mitt. — Mér gengi kannske dálítið illa að vekja þig“. Adam var þegar að falla í þungt ópíum-mók, enda þótt hann neytti allrar orku til að halda sér vak- andi. „Sagði læknirinn þér að hafa það svona sterkt?“ spurði hann syfjulega. „Það er ekki neitt sterkt. Þú ert bara svo óvanur því“. Klukkan var orðin ellefu, þegar Charles kom heim frá kránni. Cathy heyrði að hann var reikull í spori. Hann fór rakleiðis inn í herbergið sitt, reif af sér flíkurn- ar og hlammaði sér í rúmið. Svo bylti hann sér umlandi og reyndi að koma sér þægilega fyrir. — Og svo opnaði hann augun. Cathy stóð við rúm hans. „Hvað viltu?“ „Ja, hvað heldur þú? Færðu þig dálítið ofar í rúminu". „Hvar er Adam?“ „Hann drakk svefnlyfið mitt, alveg óviljandi. Færðu þig nú svo lítið ofar, svo að ég geti komið upp í til þín“. Hann dró andann slitrótt, en gat ekki haft augun af henni: „Ég er búinn að vera hjá einni hóru í allt kvöld, svo að ég þarf ekki aðra“. „Þú ert nú bara verulega stór og sterklegur strákur! Svona, færðu þig ofurlítið". „En hvað með brotna handlegg inn?“ „Ég skal sjá um hann. Þú hefur annað aC gera“. Allt í einu fór Charl að hlæja, er honum varð hugsað til bróður síns: „Vesalings ræfillinn!“ sagði hann. Svo brá hann ullarteppinu til hliðar og kippti henni upp í rúmið til sín. ANNAR KAFLI. 12. kafli. Og nú hefur bók þessi náð mikl- um tímamótum, sem nefndust 1900. Enn einni öld var lokið og atburðir hennar báru þann svip, sem fól'k vildi að þeir bæru. Því lengra sem liðið var frá þeim, þeim mun ágætari og þýðingar- meiri voru þeir. 1 sumum minn- ingabókum var þetta bezti tíminn sem nokkru sinni hafði liðið á þess ari jörð — hinir gömlu, góðu dag- ar, skuggalausir og bjartir, þegar allt lífið var ungt og áhyggjulaust. Gamlir menn, sem ekki vissu hvort þeim myndi auðnast að staulast yfir þessi miklu tímamót, hugsuðu til þeirra með óbeit og lítilsvirð- ingu. Því að heimurinn var að breytast, fegurðin og yndisleikinn horfin og sömuleiðis dáðir og drengskapur. Eirðarleysi og á- hyggjur fóru sífellt í vöxt og hvað hafði svo glatazt? — Góðir siðir, fegurð og hamingja. Hefðarkonur voru ekki lengur hefðarkonur og orðum heldri manna varð ekki treyst framar. Jafnvel æskan — bernskuárin — var ekki lengur yndisleg. Ekki eins og áður hafði verið. Þá var heitasta óskin sú, að finna góðan stein, ekki alveg hnöttóttan, held- ur örlítið flatan og sléttan, sem passað gæti í slöngvuna, er búin hafði verið til úr ónýtum skóm. Hvað var orðið af öllum þessum góðu steinum og sakleysi æskunn- ar? Endurminningarnar verða óljós- ar og þokukenndar þegar tímar liðu, því að hvernig getur maður munað það, hvernig tilfinningar gleði eða sársauka eða viðkvæmni, eru? Maður man það eitt, að mað- ur hafði þær. Kiðaldra maður get- ur eflaust minnzt sinna nákvæmu „lækniskoðana" á litlum telpum, en slíkur maður_ gleymir og vill gleyma hinni örvæntingarfullu hryggð og máttvana reiði, sem knúðu drenginn til að þrýsta and litinu niður í grassvöi'ðinn, berja litlu hnefunum í jörðina og snökta: — „Guð minn góður! Ö, guð minn góður!" Slíkur maður myndi að öllum líkindum segja: „Hvers vegna liggur strákkjáninn þarna í grasinu? Hann getur of- kælzt og fengið kvef!“ Ó, jarðarberin hafa ekki sama bragðið og áður og mjaðmir kon- unnar veita engan unað lengur. Við verðum að komast út úr þessari lúbörðu öld — sagði ein- hver — út úr þessari svikulu, morð óðu öld, þar sem upphlaup og laun víg tíðkast, þar sem allir hugsa einungis um það að auðgast, hvað sem það kann að kosta. Hugsaðu um hið liðna. Minnstu þess hvernig hin litla þjóð okkar háði lífsbaráttu sína á ströndum úthafanna, tvístruð og sundruð af andstæðum, varla risin úr rústum, þegar Bretarnir byrjuðu aftur. — Við sigruðum bá, en það kom okk- ur ekki að miklu haldi. Hvíta Hús- ið var brunnið til grunna og við sátum uppi með tíu þúsund ekkjur sem þörfnuðust opinberrar fram- færslu. Svo fóru hermennirnir til Mexi- eo og það varð eins konar þjáninga full gönguferð. Enginn veit hvers vegna maður fer í leiðinlegar gönguferðir, þegar hægt er að njóta svo mikils næðis og ánægju heima. Það var tvennt sem leiddi af mexícanska stríðinu: Við hlutum stór landsvæði í vestri og þar að auki fengu hershöfðingjar okkar þá þjálfun, er nægði þeim til að geta gert manndrápin tilhlýðilega taumlaus og hryllileg, þegar borg arastyrjöldin skall á. Og svo deilurnar og rökræðurn- ar: Má maður hafa þræla? Ja, hafi maður keypt þá í grandaleysi, hvers vegna ekki? Næst verður manni bannað að eiga hest. Hver hefur vald til þess að taka af mér eigur mínar? En að lokum var þetta afstaðið og við risum hægt upp úr blóðug- um valnum og héldum í vestur. Það komu uppgangstímar og kreppur, gjaldþrot og hnignun. Þjófar óðu uppi og tæmdu vasa hvers manns, er nokkra vasa hafði. Til fjandans með þessa rotnu, spilltu öld! Segjum skilið við hana og lokum dyrunum milli okkar og hennar. Flettum blaði við og les- um áfram. Nýr kafli. Nýtt lif. Skellum bara lokinu aftur á lík- kistu þessarar daunillu aldar og hendur okkar eru hreinar. Fram undan er birta og fegurð. Nýja öldin er hrein og óflekkuð. Og guð hjálpi þeim þorpara, sem reynir að hafa rangt við eða beita brögð- um! — Við munum krossfesta hann og láta höfuðið snúa niður. 0, en jarðarberin munu aldrei verða jafn lostæt aftur og lendar konunnar veita engan unað fram- ar! 13. KAFLI. 1. Stundum lýsir einhvers konar hrifning upp huga manns. Slíkt hendir nánast hvern mann. Maður finnur það vaxa eða nálgast, eins og þegar eldur á sprengjuþræði nálgast tundur. Það er tilfinning í maganum, unaður í taugunum, í frámhandleggjunum. Hörundið skynjar og nýtur snertingu lofts- ins og hver djúpur andardráttur er ferskur og áfengur. Þaö byrjar eins og sú vellíðan, er fylgir því að teygja sig og geispa vel og lengi,.það leiftrar í huganum og öll veröldin ljómar og skín fyrir augum manns. Maður kann að hafa lifað allt sitt líf í gráum hversdagsleika og allt umhverfið verið myrkt og ömurlegt. Atburðirnir, jafnvel hinir stóru og þýðingarmiklu, kunna að hafa liðið hjá, bleikir og sviplausir. Og svo allt í einu birt- ist honum öll heimsins dýr, þann- ig, að hafgýgjarsöngur verður tónlist í eyrum hans, ilmur jarð- arinnar stígur syngjandi að vitum haris og mislit birtan undir ti'é bldfesar augu hans. Þá eys mað- urinn af gnægð sinni, það fossar og streymir frá honum, en samt minnkar hann ekki. Ég held að- mikilvægi manns í heiminum fari eftir því, hversu oft og algerlega þessi ummyndun hefur orðið innra með honum. Það er nokkuð sem maður á einn, en það tengir mann heiminum. Það er móðir alls sköp unarmáttar og skilur hvern ein- stakling fx'á öllum öðrum mönn- um. Ég veit ekki hvernig það verð- ur á komandi árum. Stðrkostlegar ItlASH Rambltr Suburban TIL SÖLU Nash Rambler Suburban model ’55, lítið kcyrður. Til sýnis Hringbraut 121 í dag frá kl. 6—7 og kl. 11—12 á morgun. Heildsölubirgðir: EGGERT KRIST3ANSSON & CO. H.F. IVK* •> ♦> *>•!**> v o •>< MARKÚS Eftir Ed Dodd ;• v v %• %• •;• w •> 1) — Farðu til Markúsar, hróp ar Peta og Andi tekur undir sig stökk. 2) Hann kippir taumnum úr hendi gamla mai»nsins og hleypur rakleiðis heim að bænum. 3) — Fyrirgefðu mér, pabbi minn, að ég gerði þetta, en Andi er ekki okkar hundur. — Þú hefur nú í fyrsta skipti snúizt gegn mér, Peta. 1 fyrsta skipti. SUtltvarpiö Laugardagur 25. maí: Fastir liðir eins og venjulega, 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 19,00 Tómstunda þáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 19,30 Einsöngur: Joel Berglund syngur (plötur). 20,30 Upplestur: Steindór Hjöi-leifsson leikari les smásögu. 20,50 Tónleik- ar (plötur). 21,15 Leikrit: „Ótrú- leg saga“ eftir Claude Aveline. — Leikstjóri: Þorsteinn ö. Stephen- sen. 22,10 Uanslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.