Morgunblaðið - 30.05.1957, Side 6
MORCVNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 3ð. maí 1957
Pierre Wlendés-Jt
rctnce
— Fölnandi dýrðarljómi —
eftir JÖrgen Sehleimann
PIERRE MENDES-FRANCE er
vafalaust sá af frönskum
stjórnmálamönnum, sem mesta
athygli hefur vakið erlendis, eft-
ii styrjöldina. AS vísu hafa skoð-
anirnar alltaf verið skiptari um
hann í heimalandi hans, en út i
frá, en samt er það vafalaust að
nafn hans varð eins konar tákn
fyrir vonir tiltekinna þjóðernis-
sinnaðra hópa í Frakklandi og
hefur enginn komiz'’. fram úr hon
um í því efni nema de Gaulle
hershöfðingi.
Dýrkunin á Mendés-France
náði sennilega hámarki sínu, þeg-
£ir rithöfundurinn André Mal-
reux skrifaði hið fræga viðtal sitt
í stjórnmálavikublaðið L’Express
hinn 25. des. 1954. Það var í þetta
skipti, sem Malraux taldi að nú
væri að opnast möguleiki fyrir
því að ný vinstri fylking væri
að safnast saman í kringum
Mendés-France. En það var í þá
daga, sem menn dreymdi um nýja
vinstri samsteypu, að „new deel“
fyrirmynd, sem næði allt frá
Mendés-France til de Gaulle og
frá Maulraux til Mauriac.
Síðan hefur margt gengið önd-
vert fyrir Mendés og það er ein-
mitt í ljósi hinna nýjustu atburða,
sem gerzt hafa innan þess rót-
tæka flokksbrots, sem honum
tilheyrir, sem gefa tilefni til þess
að athuga hvernig á því stendur
að dýrðarljómi sá, sem stóð um
nafn Mendés France hefur fölnað
svo mjög. Orsökin er, að minni
hyggju, fyrst og fremst sú, að
sá dýrðarljómi og sú sagnamynd-
un, sem átti sér stað í sambandi
við Mendés-France, hafði ekki
raetur í veruleikanum. Stjórn-
málalegur dýrðarljómi getur auð-
vitað verið í fullu samræmi við
raunveruleikann, eins og til dæm
is var með de Gaulle, sem var
eins og hann sagði, sjálft Frakk-
land, þegar verst stóð á í stríð-
inu. En það ber einnig við að
pólitískur dýrðarljómi stendur í
svo öfugu hlutfalli við raunveru-
leikann, að hann hlýtur að fölna
fyrir atburðanna rás og það er
emmitt það, sem gerzt hefur varð
andi Mendés-France.
Sá Ijómi, sem Mendés-France
fékk á sig var fólginn í því, að
það varð útbreidd skoðun utan
Frakklands, að nú hefði komið
fram afburða stjórnmálamaður,
sem tæki nýjum tökum á við-
fangsefnunum, sem hefði kjark
til að horfast í augu við raun-
veruleikann og væri flestum
öðrum betur fallinn til þess að
leysa eða höggva hnúta hinna
alþjóðlegu stjómmála. Sönnun-
io átti svo að vera sú, að þessi
maður hefði leyst deiluna í Indó-
kína og átti þá ekki framar að
þurfa vitnanna við.
Spurningin er svo aftur sú,
hve mikið af heiðrinum af lausn
Indókína-deilunnar ber Mendés-
France með réttu. Þegar á allt
er litið, var það ef til vill sú
staðreynd, að Bandaríkin vildu
hætta við að halda áfram að beita
afli í Indókína sem mestu réði
og hvað Sovét-ríkjunum viðvík-
ur, þá hafði Pravda þegar í apríl
1953 látið í ljós hvað væri tak-
mark Rússlands. Það sem Mend-
és-France gerði var í rauninni
ekki annað en það en gera upp
þetta þrotabú í Indókína, á þann
hátt sem stórveldin samþykktu,
en allt um það sýndi Mendés-
France þó að hann var maður
sem að þorði að ganga fram og
horfast í augu við viðfangsefnin
eins og þau voru. Mandés-France
varð þess vegna stjórnmálamað-
ur á alþjóðamælikvarða miklu
fremur vegna rásar atburða, sem
hann ekki sjálfur réði yfir, held-
ur en vegna eigin áhrifa. Hann
var maður hinna miklu mögu-
leika í Frakklandi í gær, eins
og Pietro Nenni gæti orðið í
ítalíu á morgun.
Það er aðeins þessi dýrðar-
ljómi og þessar sagnir, sem mynd
uðust um Mendés-France, sem
skýra það, af hverju hann nýtur
svo útbreiddrar hylli meðal
stjórnmálamanna í Evrópu og
Bandaríkjunum. Því ef litið er á
stjórnmálastörf Mendés-France,
þá er augljóst, að þau réttlæta
ekki þessa hylli. Samstarf At-
lantshafsríkjanna átti ekki upp
á pallborðið hjá Mendés-France,
erda sat hann hjá við atkvæða-
greiðslu í franska þinginu um
samþykkt Atlantshafssáttmálans
og þannig hefur hann einnig
komið fram gagnvart sameiningu
Evrópu. Hann hefur verið henni
andstæður, sem franskur þjóð-
ernissinni, allt frá því að hann
á sínum tíma gerði út af við á-
ætlanimar um Evrópu-her, og
þar til nú síðast, að hann hefur
reynt allt hvað hann getur, til
þess að hindra hina evrópsku
atómsamsteypu og áætlanirnar
um sameiginlegan markað Ev-
rópu. Ekki ætti það heldur að
vera til þess að auka traust á
honum innan lýðræðisríkjanna
að hann reyndi á stjómartíma
sínum að koma aftur á fót hinu
gamla fransk-rússneska sam-
bandi og er enginn, sem til þess
veit að hann sé fallinn frá þeirri
hugsun sinni. Þetta gæti verið
því hættulegra, þegar á það er
litið að ekki þyrfti nema dálítið
meiri stjórnmálaleg áhrif til
handa Herbert Wehner í Þýzka-
landi, Pietro Nenni í Ítalíu og
Aneurin Bevan í Englandi, til
þess að Sovétríkin hefðu opinn
möguleika til þess að koma á fót
hernaðarlegu og stjórnmálalegu
hlutleysi í Evrópu. Þegar svo
langt væri komið, þá þyrfti eng-
inn að vera hissa á því að sjá
Pierre Mendés-France sem eins
konar Nehru Evrópu.
En allar þessar dýrðarsagnir
um Mendés-France snúast ekki
um það eitt að gera úr honum
afburða stjórnmálamann, sem allt
heppnaðist, heldur er hann einn-
Pierre Mendés France
ig leiddur fram á sjónarsviðið
sem arftaki de Gaulle, eins kon-
ar nýr frelsari Frakklands, enda
er síst hægt að gera lítið úr því
að þegar Mendés-France kom til
valda, virtist sem Frakkar hefðu
hina mestu þörf fyrir nýjan frels-
ara. Allt lá þá kyrrt og stirðnað
og það var orðin útbreidd skoð-
un og eins konar trúarbrögð að
það væri enginn vegur að koma
til leiðar neinni lækningu á
stjórnmálalifi Frakka.
En þá kom Mendés-France til
sögunnar. Hann virtist vera við-
bragðsfljótur, fullur af lífskrafti,
fullur af hugmyndum, þróttmikr
ill til átaka og til þess hæfur
að blása tiltrú og lífsanda í fólk-
ið. Um hann söfnuðust álitlegir
hæfileikamenn á sviði stjórn-
mála og tækni og hann greiddi
götu þeirra og þeir urðu hans
menn. Mendés-France var eftir-
læti æskunnar og þá var hann
auðvitað „á framtíðar vegi.“ Það
virtist svo sem eins konar endur-
nýjun stæði fyrir dyrum í Frakk-
landi.
Það var mikill fjöldi af mönn-
um, sem höfðu áhuga fyrir stjórn
málum, bæði innan Frakklands
og utan, sem létu blekkjast af
hinum mikla yfirborðsljóma, sem
stóð um Mendés-France, þegar
hann gekk á sínum tíma einn
fram á sviðið og allir horfðu á.
in þeir sem skyggndust dýpra
að baki þess sem var að gerast,
en létu áróðurinn og glæsilega
sviðsetningu minni áhrif hafa á
sig, þeir komust fljótlega að því,
að þó Pierre Mendés-France væri
maður sem léti sér margt detta
í hug og hefði ýmsar hugsjónir,
þá lagði hann það sjaldan á sig
að berjast til þrautar til þess að
koma hugmyndum sínum I fram-
kvæmd. Þær voru frekar til þess
að kasta auknum glæsibrag á
hann, heldur en að hann vildi
standa og fálla með þeim.
Hér verður að athuga að það,
sem á bak við lá var að Mendés-
France hafði gert alls konar sam-
bönd til allra hliða, hann hafði
beitt fyrir vagn sinn alls konar
sundurleitum mönnum, allt frá
gömlum Pétain-sinnum og til
manna, sem höfðu fylgilag með
kommúnistum. Þessi sambönd
lögðu ekki mikil bönd á tungu
hans, en auðvitað hlutu þau að
binda hendur hans á stjórnmála-
sviðinu á margan hátt. Það var
auðvitað mjög erfitt að finna
sameiginlegan hugmyndagrund-
völl eða stefnuskrá fyrir hinn
ósamstæða flokk Pierre Mendés-
France, þar sem voru gamlir fas-
istar, lýðræðissinnaðir menn af
allsk. litum, kommúnistavinlr
og hinir og aðrir pólitískir söfn-
uðir. Það eina, sem batt saman
menn eins og Francois Mitterand,
Chaban-Delmas og Jean Berthoin
var óskin um að geta neytt valda
sinna á stjórnmálasviðinu undir
stjórnMendés-France.
Það var aðeins á tveim svið-
um, sem Mendés-France hafði ó-
bundnar hendur. Annað voru al-
þjóðastjórnmálin og hitt var per-
sónulegur áróður Sá áróður, sem
hann hafði um sig skapaði dýrð-
arljómann um nafn hans. Það
var áróður, sem ekki gaf Holly-
wood-auglýsingum eftir og þess-
um áróðri var haldið uppi með
öllum nútímans ráðum, í blöð-
um, útvarpi o. s. frv. Svo mán-
uðum skipti, var almenningur í
öðrum löndum, dag frá degi, lát-
inn vita um allt, sem Mendés-
France sagði eða gerði eða hugs-
aði.
I febrúar 1955 féll stjórn
Mendés-France og þá byrjaði
ljóminn um nafn hans að fölna.
Að vísu fór það svo, eins og
Malraux hafði sagt fyrir, að
vinstri menn liópuðust í flokk í
kringum Mendés-France, en það
sÞrifar ur
dagleqa lifinu
NÝLEGA var frá því skýrt í
fréttum hér í blaðinu, að nú
stæðu yfir miklar framkvæmdir
á Skeiðvellinum inni við Elliða-
ár.
Mannvirki rísa
ÞAR starfa félagar úr hesta-
mannafélaginu Fák af mikl-
um dugnaði í sjálfboðavinnu
á hverju kvöldi við að koma upp
miklum mannvirkjum. Með starfi
þeirra má segja, að hér á landi
rísi nú fyrsti skeiðvöllurinn, sem
raunverulega má kalla því nafni
vegna þess, að þeir skeiðveliir,
sem hingað til hafa verið notað-
ir hér í bænum og úti um land
hafa verið grasvellir, árbakkar
eða malarvellir.
Nú vinna félagsmennirnir úr
Fák að því að breikka brautina
um helming og setja þarna upp
áhorfendapalla, sem rúma munu
„þúsundir áhorfenda“ eins og
einn áhugasamasti hestamaðui’-
inn komst að orði, þegar ég átti
tal við hann nýlega. Frá þessum
pöllum verða upphækkaðar raðir,
rétt eins og á skeiðvöllum erlend
is, og á þaðan að vera unnt
fyrir áhorfendur að fylgjast með
öllu hlaupinu frá upphafi til
enda. Við þessar breytingar og
hið nýja mannvirki batna allar
aðstæður til muna til þess að
horfa á veðreiðarnar í bænum.
Með því má segja að kominn sé
á sá háttur, sem hafður er á skeið
völlum alls staðar erlendis. Hing-
að til hafa áhorfendur orðið að
standa á sléttri grundinni við girð
inguna um brautina en á því voru
ýmis vandkvæði. Bæði er það að
þá þyrlaðist moldrykið undan
hófum hestanna framan í áhorf-
endur og svo hitt að í rauninni
er ómögulegt að sjá frá einum
stað á jafnsléttu hvernig hlaupið
stendur, nema rétt í þann mund
sem fákarnir rena framhjá.
Verða hestaveðmálin
vinsæl?
ÞVÍ er rétt að fagna því, að nú
skuli vera svo málum komið,
að unnt sé prýðilega að fylgjast
með hlaupinu frá einum stað á
vellinum.
Við því má búast að með hin-
um batnandi aðstæðum aukist
vinsældir hinnar ágætu íþróttar,
veðreiðanna. Hingað til hafa
þær ekki verið sérlega vinsælar
af almenningi hér á landi heldur
einkum af þeim sem sjálf-
ir hafa verið hestamenn og
veðreiðarnar líka stundað. En nú
má ætla að breyting verði til
batnaðar. í öðrum löndum eru
veðreiðar gífurlega vinsæl íþrótt,
og einn meginviðburðurinn á
hverju ári. Og líklega verður
þess ekki langt að bíða, að hesta-
veðhlaupin komist hér í algleym-
ing, með bættum aðstæðum, og
fregnir af getu gæðinganna og
sigurmöguleikum verði eitt af
meginíþróttaefni dagblaðanna.
Virðingarleysi fyrir
þeim látnu
UNGUR guðfræðinemi kom ný-
lega að máli við Velvakanda
og sagði honum frá máli einu sem
honum lá sérstaklega á hjarta.
Hann var staddur í prófi í skóla
einum við Hringbrautina og sat
við gluggann. Sér hann þá hvar
líkfylgd fer um veginn, líkvagn-
inn fremstur og röð syrgjenda á
eftir. En aftastir fóru nokkrir
leigubílar og það voru þeir, sem
drógu athygli hins unga stúdcnts
sérstaklega að sér. Leigubílarnir
þeyttu flautur sinar í mesta ákafa
svo hjáróma blísturshvinur mynd
aðist, og reyndu um leið að
þröngva sér fram hjá líkfylgd-
inni. Þetta stakk stúdentinn unga
mjög illa. Var nú svo komið að
erill'manna var orðinn svo mikill,
ákafinn við það að böðlast áfram,
víkja öðrum frá og troða þá und-
ir, að þeim látnu var engin virð-
ing lengur sýnd? Og hugkvæmd-
ist þeim sem röskuðu þannig
grafarónni ekki, að sorgbitnum
aðstandendum þætti slíkt fram-
ferði ef til vill sárt á stund sem
Svarið er því miður játandi.
Voru þeir sem á sóttu gjörsam-
lega sneyddir þeirri sjálfsögðu
nærgætni og kurteisi að víkja úv
vegi fyrir líkfylgd eða hafa hægt
um sig meðan á för henar stóð?
var sósíalistinn Guy Mollet, sem
varð til þess að mynda stjórn
lýðræðissinna eftir kosningarnar
en Mendés-France varð að láta
sér nægja annað sæti. En slíkt
er hættulegt fyrir dýrðarljóma
sérhvers foringja, þegar til lengd
ar lætur.
Það sést núna að gæfan sneri
bakinu við Mendés-France, þeg-
ar hann fór hinar venjulegu leið-
ir flokksstjómmálanna og gekk
inn í stjóm Mollet í staðinn fyrir
að safna saman mönnum úr öll-
um flokkum utan um nýja stefnu
skrá, sem hefði ef til vill veitt
honum möguleika til þess að
koma því til leiðar til vinstri við
miðflokkana, sem de Gaulle hafði
misheppnazt, fyrir fáum árum, til
hægri.
Mendés-France virtist vinna
sigra, þegar hann ruddi Martin-
aud-Déplat úr flokksforustunni,
lét reka Edgar Faure burt og
þegar flokkurinn klofnaði í okt.
1956, sem leiddi af sér stofnun
hins gamals-róttæka flokks und-
ir forustu Henri Queuille og
André Morice. En jafnframt því,
sem þetta voru persónulegir sigr-
ar fyrir Mendés-France þýddi
þetta hrun flokksins. Síðan hafa
atburðirnir skeð með miklum
hraða sem loks hefur endað með
því að Mendés-France hefur nú
fyrir stuttu sagt af sér því
forustustarfi, sem hann hafði
áður.
En þá er von að spurt sé: —
Hvað er eftir af öllum ljóman-
um í kringum Mendés-France?
Það má orða svarið þannig, að I
rauninni sé nafnið Mendés-
France að mestu horfið en hugs-
unin, sem tengd var við nafn
hans, hún lifir. Það var hugs-
unin um sameiningu hinna svo-
kölluðu vinstri afla í Frakklandi.
En eftir að persónan er horfin,
sem þessi hugsun skapaðist um,
er eins og hún verði máttlaus,
rétt eins og þegar flokkur de
Gaulle klofnaði í marga parta,
þegar forustumannsins naut ekki
lengur við. Það mun heldur ekki
hjálpa Mendés-France, þó að
hann mundi reyna að taka eina
kollsteypuna til að reyna að
safna yngri mönnunum saman í
eins konar krossferð vinstri
manna, því það er augljóst, að
hver hreyfing í þá átt, sem ekki
byggir á verkalýðsfélögunum og
sem ekki er alþjóðleg 1 hugsun,
hún á sér engan hljómgrunn
innan þeirra stétta, sem vinstri
hreyfing í Frakklandi byggist á.
Þegar litið er á ferii Mendés-
France, þá má segja, að menn
eins og hann eigi helzt von á
miklum framgangi, þegar það
þjóðfélag, sem þeir eru í þarf á
að halda eins konar skiptaráð-
anda í þrotabúi sínu. Það er ein-
ungis óskandi að rás atburðanna
verði ekki sú að franska þjóðin
þurfi á að halda slíkum skipta-
ráðanda.
RAF8KIIMNA
í glugganum
RAFSKINNA er komin í Skemmn
gluggann við Austurstræti og
flettir blöðum sínum éins og svo
oft áður.
Glugginn er smekklegur að
vanda og alltaf hefur þessi frum-
lega auglýsingaaðferð furðumikið
aðdráttarafl fyrir unga og gamla,
Rafskinna hefur nú verið „les-
in“ af Reykvíkingum um 25 ára
skeið og trúlega þætti borgarbúura
eitthvað vanta ef hún hætti að
sjást, því óneitanlega hefur Raf-
skinna sett svip á strætið hverju
sinni, en aldrei svo lengi í einu
að fólk yrði leitt á henni. Gunnar
heitinn Bachmann, höfundur Raf-
skinnu kunni líka skil á að út-
búa smekklegar auglýsingar, sem
oft hittu ágætlega í mark. Væri
eitt ef Rafskinna hætti nú starf-
semi sinni, en allt mun óráðið uia
það.