Morgunblaðið - 30.05.1957, Page 12

Morgunblaðið - 30.05.1957, Page 12
12 MORGVNBLAfíir Flmmtudagur 30. maí 1957 otttnstMtaMb Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Aðþrengt stjórnorlið í eldhnsi ENGUM, sem hlustaði á eldhús- | dagsumræðurnar á Alþingi í þess- ari viku, gat dulizt það, að mjög þröngt var orðið itfn stjórnar- liðið og stefnu þess. Hver afglöp- in á fætur öðru voru sönnuð á það. Sú staðreynd blasir t.d. við al- þjóð, að vinstri stjórnin hefur gert varnar- og öryggismál þjóð • arinnar að hreinni verzlunar- vöru. Er því meira að segja lýst yfir af málgagni stærsta stjórn- arflokksins, kommúnista, eins og Bjarni Benediktsson benti á í ræðu sinni í fyrrakvöld. Stjórnar- flokkarnir hafa herjað út þau lán, sem þeir hafa fengið hjá Bandaríkjamönnum, sem b'-,int endurgjald fyrir að semja um áframhaldandi dvöl varnarliðsins í landinu. Með því svíkur það auðvitað það loforð sitt, sem það lagði hvað mesta áherzlu á fyrir kosningar, að reka herinn úr landi. Er þá orðið lítið úr hreysti- yrðum Hermanns Jónassonar um að betra sé að skorta brauð en að hafa erlendan her í landinu. Hækkun byggingar- kostnaðar Gunnar Thoroddsen benti á það í ræðu sinni, að fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefði bygging- arkostnaður nú hækkað um 10— 15%. Þýddi það 25—35% þúsund króna hækkun á byggingarkostn- aði meðalíbúðar. Þetta er aðeins eitt dæmi um það, hvernig vinstri stjórnin hef- ur svikið loforð sín. Hún lofaði að stórlækka byggingarkostnað og stórauka stuðning við íbúða- byggingar. Hvort tveggja hefur verið svikið. Úr veðlánunum hef- ur dregið stórkostlega og bygg- ingakostnaðurinn hefur verið hækkaður. Það er því miklum mun erfiðara fyrir efnalítið fólk að ráðast í íbúðabyggingar nú en í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar. Ingólfur Jónsson benti einn- ig á það í umræðunum, að vegna aðgerðar ríkisstjórnar- innar hefðu útgjöld meðal- bónda aukizt um 10—15 þús. kr. á ári. 9400 kr. byrði á hvert heimili Sigurður Bjarnason vakti at- hygli á því í sinni útvarpsræðu, að miðað við svipaða fjölskyldu- stærð og gert er ráð, fyrir við útreikning vísitölu framfærslu- kostnaðar næmi gjaldabyrðin vegna hinna nýju skatta og tolla vinstri stjórnarinnar um það bil 9400 kr. á hverja 5 manna fjöl- skyldu í landinu. Fyrir þessa upp hæð, sem ríkisstjórnin tekur af hverju einasta heimili af þessari stærð, væri hægt að kaupa allt það magn, sem 5 manna fjöl- skylda notar af kjöti, hvers kon- ar kjötvörum, mjólk, mjólkur- vörum og feitmeti á heilu ári. Þegar þetta er athugað, verður það ljóst hversu stór- kostlegt skarð hinar nýju skattaálögur hafa höggvið i tekjur hvers einasta heimiíis í landinu. En þrátt fyrir þessar augljósu staðreyndir, sem stjórnarliðar gátu ekki mótmælt í útvarpsum- ræðunum með neinum rökum, héldu ráðherrarnir þó áfram að berja höfðinu víð steininn og sögðu, að dýrtíðin hefði ekkert aukizt!! Þeir héldu þessari stað- hæfingu fram, eftir að Ingólfur Jónsson hafði nefnt fjölda dæma um einstakar vörutegundir, sem hækkað höfðu um 10—80%. Þeir, sem Eysteinn skammar Ummæli Jóns Pálmasonar í eldhúsdagsumræðunum um Ey- stein Jónsson fjármálaráðherra vöktu mikla athygli. Komst hann m.a. að orði um ráðherrann á þessa leið: „Sjálfur þykist þessi mað ur hafa ráðið mestu í öllum stjórnum. En þegar hann er í stjórn með Ólafi Thors, þá er allt ilft kommúnistum að kenna, en þegar hann er í stjórn með kommúnistum, þá telur hann allt illt Ólafi Thors að kenna. Síðasta afrek þessa herra er svo það, að hækka útgjöldin og álögurnar um nærri 400 millj. króna, siðan núverandi ríkisstjórn tók við“. Mörgum mun finnast þessi um- mæli réttmæt. Það er rétt að Ey- steinn Jónsson taldi fyrir rúmu ári síðan, þegar hann sat í ríkis- stjórn undir forsæti Ólafs Thors, að allir erfiðleikar í íslenzkum efnahagsmálum væru fyrst og fremst kommúnistum að kenna. Nokkrum mánuðum síðan tók hann hins vegar undir þá skoðun Hermanns Jónassonar, að ekki væri hægt að leysa vanda efna- hagsmálanna með Sjálfstæðis- mönnum. Örfáum mánuðum enn síðar myndaði hann svo ríkisstjórn með kommúnistum, til þess að leysa með þeim vandkvæði efnahagsmálanna. Og síðan hefur ailt illt á íslandi verið Sjálfstæðismönnum að kenna, að áliti Eysteins Jónssonar og samkvæmt ræðum hans utan þings og innan. Bugaðir menn Það vakti mikla athygli í lok útvarpsumræðnanna að tveir af þróttmestu baráttumönnum stjórnarinnar, þeir Eysteinn Jóns son og Lúðvík Jósefsson, töluðu í síðustu umferð eins og bugaðir menn. Lúðvík Jósefsson notaði aðeins hálfan ræðutíma sirm og Eysteinn sá ekkert nema svart- nætti allt í kringum sig. Virtist mörgum sem und- irtónn ræðu hans væri sá, að honum virtist allt vera í upplausn og á hraðri leið niður á við. Og hver láir mann inum þá skoðun? Alþýðublaðið er líka ákaflega framlágt í gær ,enda var mál- flutningur ræðumanna Alþýðu- flokksins lélegur og bragðlítill. Blaðið tekur þess vegna þann kost að ráðast með offorsi að Ól- afi Thors og saka hann um skiln- ingsleysi á hagsmunum sjávarút- vegsins. Mun það lítt saka for- rnann Sjálfstæðisflokksins, sem meira gagn hefur unmð íslenzk- um sjávarútvegi en nokkur stjórnmálamaður þessarar þjóð- ar. UTAN UR HEIMI öl |cl/00 Mig hefur langað til þess rUulVClv að flýja land allt frá 1949 Puskas með dóttur sína. I síðustu viku birtust í Kaupmannahafnarblaðinu B. T. fjórar greinar eftir ungverska knattspyrnukappann Puskas, sem allir knattspyrnuunnendur kann- ast við. Hann er talinn einn snjall asti knattspyrnumaður í heimi og dáður af milljónum manna. Nú er Púskas landflótta og í greinum sínum skýrir hann ástæðurnar til þess. Hér birtist útdráttur úr síðustu greininni, sem fjallar m.a. um flótta konu hans og dóttur frá Ungverjalandi eftir að Rauði herinn hefði brot- ið alla mótspyrnu ungversku þjóðarinnar á bak í lok síðasta árs. Við gefum Puskasi orðið. v ið sátum í notalegri dagstofu í æfingabúðum okkar í Tata um 70 km fyrir utan Buda- pest. Það var 23. október árið 1956. Við vorum í góðu skapi, margir íþróttamenn, spiluðum og gerðum að gamni okkar, því að ýmislegt benti til þess að járn- greipar stalinistanna um land okkar væru að losa tökin. í fyrsta skipti í sögu kommúnistastjórnar- innar hafði æskan fengið leyfi til þess að stofna jþróttaklúbba, sem ekki voru undir eftirliti íþrótta- málaráðuneytisins. Á stjórnmála- sviðinu var einnig kom;n hreyf- ing á æskuna, sem hafði krafizt þess, að Rakosi, tákn ótta og fá- tæktar færi frá. Enginn bjóst við nein- um sérstökum tíðindum. Kl. 17 tilkynnti útvarpið í (Budapest) að komið hefði til „smávægilegra mótmælagangna". En þegar Gerö kom að hljóðnemanum kl. 20 og flutti eina af þessum sígildu stalinistaræðum þar sem hann sagði, eins og venja var, að frelsi Ungverjalands væri ógnað af „hinum vestrænu heimsvaldasinn um“ vorum við vissir um að vald hafarnir ætluðu ekki lengur að láta undan síga. Skömmu síðar þagnaði útvarpið, en síðar um kvöldið var lesin í útvarpið áskor un í nafni íþróttamanna til æsk- unnar að hætta bardögum Þá vissum við hvað var á seyði og við vorum sárir vegna þess að nöfn okkar voru misnotuð á þenn an hátt. á segir Puskas frá því að hann hélt til Budapest með járnbrautarlest og höfðu frelsis- sveitirnar náð nær allri borginni á sitt vald, er hann kom þangað. Segir hann þá: í fyrsta skipti í 13 ár var mitt ástkæra föðurland frjálst. Ég hef aldrei fyrr eða síðar verið jafnhamingjusamur... Það koma tár í augun á mér, þegar ég hugsa til þessara ógleymanlegu frelsis- daga, sem bundinn var endi á með hinni lymskulegu og grimmd arfullu endurkomu Rússanna. Kona Puskas og dóttir höfðust við í kjallara í húsi því, er þau bjuggu í Budapest á meðan á átökunum stóð. Dag einn sagðist Puskas heyra í útvarpsstöðinni „Radio Free Europa", að hann hefði fallið í bardögunum. Hann fór að speglinum til þess að sjá hvernig hann liti út, fallinn. H inn 31. október hélt Puskas með knattspyrnuliði sinu, Honved, í keppnisför til Spánar. Kona hans og dóttir urðu eí'tir í Budapest. „En þá hélt ég, eins og allir aðrir, að bardaginn væri unninn og, að Rússarnir væru hraktir á burt til eilífðar". „Yið skröltum í gömlum diesel- vagni út úr Ungverjalandi. Með nær kilometra millibili vor- um við stöðvaðir af frelsishetj um, sem voru frá sér numdar af hrifningu. Við höfðum það ekki á tilfinningunni, að þá nálgaðist örlagaríkasti dagur eftir stríðs- árln, hlnn 4. nðvember. Þann dag beittu þeir járnhnefunum á fruntalegan hátt gegn hugdjörf- um, örmagna ungverskum ætt- jarðarvinum.... Mér flaug þaS ekki í hug að ég væri landflótta“. Og áður en varði reiS ógæfan yfir. Honved ferðaðist um Evrópu og lék marga leiki samkvæmt Sætlun. Liðsmenn voru milli vonar og ótta um af- drif ættingjanna. Þeir reyndu stöðugt að ná símasambandi við skyldfólkið, en árangurslaust. Ura nætur vöktu þeir við útvarps- tækið og fylgdust gaumgæfilega með fréttunum. „Ég vildi ekkl fyrir neinn mun Iifa þessar viltiur á ný“. , . Ég gleymi aldrel örvæntingu minnt þegar ég sá, að ekkert gaí komið veslings samlöndum mínum til hjálpar. Skyndilega nótt eina, tókst mér að ná símsambandi við konu mína. Ég vonaði, að í allri ringul reiðinni myndi enginn hlusta á samtal okkar og sagði við hana, að hún yrði að reyna að komazt úr landi. Síðan var sambandið slitið. En kona mín og dóttir voru samt á lífi...“ Puskas fór til S-Ame- ríku og, þegar hann kom þaðan, hafði konu hans tekizt að fiýja. Þau hittust í Milano. Fyrsta flótta tilraun hennar hafði mistekizt. Hún ásamt eiginkonum nokkúrra annarra knattspyrnumanna,, höfðu borgað leigubílstjóra ríf- lega fyrir að aka þeim til austur- rísku landamæranna. Þegar 50 km voru ófarnir að landamærun- um þorði bílstjórinn ekki að fara lengra. Konurnar með börnin sín fóru því úr bílnum og ætluðu að halda áfram. En leiðin var of löng. Einskis var annars úrkosta en að fara með járnbrautarlest aftur til Budapest. Nokkru síðar hringdi læknir Honved (knattspyrnuliðsins) til konu Puskas og sagði henni að hún gæti reynt að komast undan með ákveðinni lest. Enn héldu mæðgurnar af stað, nú í fylgd með einni vinkonu. 20 km frá Iandamærunum stigu þær af lest inni og þessa 20 km urðu þær að skríða í skjóli myrkursins og bleytu og ófærð til þess að vekja ekki athygli landamæravarðanna. Það var erfitt, stúlkan grét og konurnar voru aðframkomnar, er nokkrir austurrískir bændur fundu þær. Flóttin hafði heppn- azt. Þær voru frjálsar. „L oksins var öll fjöl- skyldan óhult. Ekkert gat fengið okkur til þess að hverfa til baka“ — segir Puskas. ,,En ef til vill einhvern tíma í framtíðinni, ef Framh. á bls. 14 ,0 km í náttmyrkri og ófærð á flótta frá Kau„.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.