Morgunblaðið - 30.05.1957, Side 24
Veðrið
ÞykkMr npp með vMUHdi
SA-átt.
Kaupmannahafnarbréf
Sjá bls. 11.
120. tbl. — Fimmtudagur 30. maí 1957.
DAS hlýtur nafnið ,,Hrafnista" og verð-
ur fekið í notkun á sjómannadaginn
Hátíðahöld með svipuðu sniði og áður
ASUNNUDAG n. k., sjómannadaginn, verður Dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna formlega tekið í notkun við hátíðlega athöfn,
sem verður liður í hátíðahöldum sjómannadagsins, hins 20. í röðinni.
Hornsteinn að Dvalarheimilinu var lagður á sjómannadaginn 1954
og eru nú fullgerðir % hlutar hyggingarinnar. Þegar hefur 11%
milljón króna verið varið til framkvæmdanna.
HÁTIÐAHÖLDIN
Henry Hálfdánarson, form. sjó-
mannadagsráðsins, kvaddi ásamt
öðrum meðlimum ráðsins, blaða-
menn á fund sinn í gær til þess að
skýra frá hátíðahöldum dagsins
svo og framkvæmdum við dval-
arheimilið. Geir Ólafsson, fram-
kvæmdastj. hátíðahaldanna,
kvað þennan sjámannadag verða
svipaðan hinum fyrri. Á sunnu-
dagsmorgun verður keppt í í-
þróttum, en aðalhátíðahöldin
fara fram við Dvalarheimilið
eftir hádegið.
Guðmundur Jónsson, óperu-
söngvari, syngur og sr. Bjarni
Jónsson, vígslubiskup, minnist
drukknaðra sjómanna. Þá lýsir
Henry Hálfdánarson opnun Dval
arheimilisins og afhendir það ný-
ráðnum framkvæmdastjóra þess,
Sigurjóni Einarssyni skipstjóra
úr Hafnarfirði.
Þá flytja ávörp Forseti fslands
hr. Ásgeir Ásgeirsson, Gunnar
Thoroddsen borgarstjóri, full-
trúi ríkisstjórnairinnar, Lúðvík
Jósefsson sjávarútvegsmálaráð-
herra, fulltrúi útgerðarmanna
Ólafur Thors, fyrrv. forsætisráð-
herra og fulltrúi sjómanna, Rík-
harð Jónsson, stýrimaður.
Henrý Hálfdánarson afhendir
afreksverðlaun dagsins svo og í-
þróttaverðlaun.
ENN VERÐUR BYGGT
Að lokum verður Dvalarheim-
ilið síðan opið almenningi til
sýnis. Er Henry Hálfdánarson
ræddi við blaðamenn í gær,
skýrði hann frá því að fullgerð
væru 70 herbergi, eins og tveggja
manna fyrir vistmenn á heimil-
inu, auk vistarvera starfsfólks.
Brátt verður og lögð síðasta hönd
á sjúkrastofur, sem rúma eiga 44
sjúkrarúm. Rúmgóðir vinnu-
salir fyrir vistmenn eru í heim-
ilinu. Allar sameiginlegar vist-
arverur, eldhús, vinnusalir og
slíkt, eru það stórar, að þær geta
rúmað a.m.k. 300 vistmenn, en í
framtíðinni er ætlunin að stækka
heimilið svo, að það rúmi þann
fjölda. Þegar hafa borizt milli
30 og 40 beiðnir um vist, en
nokkrir eru þegar fluttir inn.
REKSTUR
Um rekstur heimilisins er það
að segja, að vistargjöld verða
sennilega svipuð og á öðrum hlið
stæðum dvalarheimilum. Þó mun
ágóði af rekstri kvikmyndahúss-
ins minnka hann nokkuð. Kvik-
myndasýningar eru nú hafðar í
aðalbyggingunni, en þegar er full
gerður grunnur að kvikmynda-
húsi á lóð heimilisins og er þess
vænzt, að það verði komið undir
þak í haust.
„HRAFNISTA"
Opnun dvalarheimilisins er
vissulega merkur viðburður.
Margir hafa hér lagt hönd á plóg-
inn. Fyrstu fjárframlögin til
byggingarinnar tóku að berast
árið 1942, en nú munu frjáls fram
lög nema um 2 millj. króna. —■
Happdrætti Dvalarheimilisins
hefur verið drýgsti tekjustofn og
mun einnig verða það við áfram-
haldandi byggingaframkvæmdir.
Sennilegt er, að bráðlega fari
aldnir sjómenn að flykkjast til
dvalarheimilisins. Henrý Hálf-
dánarson sagði að lokum, að vist-
menn heimilisins mundu nefnast
„Hrafnistumenn", því að Dvalar-
heimilinu mun verða gefið nafn-
ið „Hrafnista".
50 fulltrúar á aðalfundi
Solumiðsföðvarinnar
Aðalfundur Sölumiðstöðvar
Hraðfrystihúsanna hófst í
gær. Er hann haldinn í Tjarn-
arkaffi og eru mættir á hon-
um um 50 fulltrúar hraðfrysti
húsa hvaðanæva að af land-
inu.
Elías Þorsteinsson, form. S.
H. setti fundinn, ræddi um
síðasta starfsár, greindi frá
því hver framleiðslan hefði
verið á síðasta ári og það sem
af er þessu ári.
Þá las Björn Halldórsson,
framkvæmdastjóri skýrslu
stjórnarinnar og reikninga.
Kosið var í nefndir, fjárhags-
nefnd og allsherjarnefnd.
Að lokum gaf Jón Gunnars-
son framkvæmdastj. skýrslu
um fisksölur til einstakra
landa á sl. ári og markaðsvið-
horfin.
í dag munu nefndir starfa,
en fundur hefst aftur á föstu-
dag kl. 10 árdegis.
KIRKJA HÁTEIGSSAFNAÐAR.
Á aðalsafnaðarfundi Háteigssókn
ar, sunnudaginn 19. þ. m. var
sýnt líkan ásamt teikningum af
fyrirhugaðri kirkju safnaðarins.
Teikningu gerði Halldór H. Jóns-
son, arkitekt. — Mikil ánægja
ríkti á fundinum með teikning-
una og áhugi á því að hef ja fram-
kvæmdir við kirkjubygginguna
sem fyrst.
□-
AKRANESI, 29. maí. — Níu
reknetjabátar komu hingað í dag
með samtals 525 tunnur af síld.
Aflahæstu bátarnir voru: Svanur
135 tn., Keilir 86 tn., og Sveinn
Guðmundsson með 74 tn.
Sjö trillubátar reru í gær. Flest
ir þeirra fiskuðu um 500 kg. Einn
fékk 1000 kg. — Oddur.
□------------------------□
ðþekktur koparhlutur fundinn i
gömlum husgrunni á Þingvölhim
Tveir húsgrunnar fundnir þar sem ekki
var vifað um býli áður
FYRIR SKÖMMU fundust fornminjar í túni Þingvallabæjar,
svokölluðu Miðmundatúni, er verið var að grafa fyrir jarð-
streng, sem leggja á yfir í Valhöll frá vélarhúsi við Þingvallabæinn.
Það mun hafa verið séra Jóhann Hannesson, þjóðgarðsvörður, er
fyrstur manna komst að raun um að hér væri um fornminjafund
að ræða, en þarna í túninu nærri bakka öxarár, eru tveir hús-
grunnar og fundust nokkrir hlutir í þeim, þar á meðal hlutur úr
kopar, sem enn er ekki vitað hvað er, þar sem enginn annar er til
sambærilegur á Þjóðminjasafninu.
Myndirnar eru af líkani af
kirkjunni
Sjúklingor sem snún heim og
smiðir til nð gern sjúkrnhús
★ Snemma í gærmorgun
kom fl'ugvélin Sólfaxi við á
Reykjavíkurflugvelii. Var hún
á leið frá Kaupmannahöfn til
Narsarssuak á Vestur-Græn-
landi og hafði 65 farþega inn-
Dregið í hnppdrætti
Sjúlistæðisílokksins
eftir fún dngn
Æskiíegt að allir geri skil fyrir helgi
INNAN fárra daga fer fram dráttur í hinu glæsilega happdrætti
Sjálfstæðisflokksins. Nokkrir hafa þó enn ekki gert skil fyrir
þá miða, sem þeim hafa verið sendir og er áríðandi að þeir dragi
ekki lengur úr þessu, þar sem svo stutt er þar til dráttur fer fram.
Er þess vænzt að þeir sem enn hafa ekki gert skil, geri það nú
fyrir helgina, og til þess að greiða fyrir því verður afgreiðsla happ-
drættisins í Sjálfstæðishúsinu opin til kl. 10 annað kvöld, föstudag,
og til kl. 5 á laugardag.
Það skal tekið fram, að aðeins verður dregið úr þeim miðum,
sem greiddir hafa verið þegar dráttur fer fram.
Þá eru það vinsamleg tilmæli til þeirra, sem styrkja vilja starf-
semi flokksins með því að kaupa miða, að þeir snúi sér til af-
greiðslu happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu eða hringi í síma 7100
og verða þeim, er þess óska, þá sendir miðar.
anborðs. Viðstaðan í Reykja-
vík var aðeins nokkrar klst.
jr Meðal farþeganna voru
nokkrir Grænlendingar, sem
dvalizt hafa á heilsuhælum og
sjúkrahúsum í Danmörku, m.
a. vegna berkla, en hafa nú
fengið bata. Dudvig Storr,
ræðismaður sagði Mbl. að fyr-
ir nokkrum árum hefðu far-
sóttir gengið í Grænlandi og
sjúkrahúsakostur þá verið
takmarkaður, svo að flytja
varð marga Grænlendinga í
sjúkrahús í Danmörku.
Nú hafa hins vegar verið
reist stór sjúkrahús í landinu,
svo sem sjúkrahúsið í Godt-
haab, sem tekur. nokkur
hundruð sjúklinga. Er nú unn-
ið af miklum krafti að smíði
sjúkrahúsa, skóla o.fl. bygg-
inga. En með Sólfaxa var
fjöldi smiða, sem munu dreif-
ast út um landið og vinna að
þessum byggingaframkvæmd-
um. M. a. fer nú að hefjast
smíði sjúkrahúsa í Scoresby-
sund, en vegna sjúkrahús-
skortsins varð fyrir nokkru að
flytja veika konu þaðan til
Reykjavíkiur, eins og lands-
mönnum er kunnugt um.
ÞYKK GÓLFSKÁN
I öðrum húsgrunninum er þykk
gólfskán, sem bendir til þess að
þarna hafi fólk hafzt við. Er sá
grunnur inni í miðju túninu. í
hinum grunninum, sem er rétt
við bakka árinnar, er gólfskánin
þynnri og óreglulegri. Ennþá
hefur ekki verið grafið í grunn-
inn og er Mbl. sneri sér í gær
tiJ dr. Kristjáns Eldjárns, þjóð-
minjavarðar, kvaðst hann ekki
geta sagt um hvenær það yrði
gert. Kristján Eldjárn er nýlega
kominn heim frá útlöndum, og
kvaðst ekki hafa kynnt sér málið
til hlítar.
ÓÞEKKTUR
KOPARHLUTUR
Munir þeir er í rústunum
fundust, voru brýni, leirplata,
tundursteinn og hlutur úr kopar,
sem ekki er vitað ennþá hvað er.
Þjóðminjavörður kvað hann ekki
ólíkan því, að hann gæti verið
ofan af helgigöngumerki. Einnig
kvað hann hlutinn í 11. aldar stíl.
Ekki væri hægt að segja ennþá
með vissu hvaða hlutur þetta
væri, þar sem enginn sambæri-
legur væri á Þjóðminjasafninu.
Munir þessir fundust í húsgrunni
þeim sem nær er ánni.
Skjaldbreiðarferð
í DAG verður farin ferð á Skjald
breið á vegum Ferðafélags Is-
lands. Lagt verður af stað frá
Austurvelli á venjulegum brott-
farartíma kl. 9. Um helgina, 2.
júní verður gengið á Botnssúlur
á vegum félagsins.
EKKI VITAÐ UM
BÝLI ÞARNA
Munir þeir, sem fundust I
grunninum, eru nú þegar komnir
til Þjóðminjasafnsins. Sótti Gísli
Gestsson, safnvörður, þá austur,
strax og tilkynnt var um fund-
inn. Þjóðminjavörður kvað fund
þennan koma nokkuð á óvart,
þar sem ekki hafi verið vitað um
híbýli á þessum stað, áður.
þýzkur vélaverk*
fræðingur í
heimsókn
HÉR ER staddur vélaverkfræð-
ingur, Erick Ude, frá þýzku verk-
smiðjunni Klöckner Humboldt
Deutz A. G., í Köln, en sú verk-
smiðja framleióir báta- og skipa-
dieselvélar, ennfremur loftkældar
dieseldráttarvélar, dieselrafstöðv-
ar og dieselvörubifreiðir.
Þessi verksmiðja er ein sú
stærsta í sinni grein í Evrópu og
smíðaði hún fyrsta mótorinn, sem
smíðaður var í heiminum.
Hingað til landsins hefur verk-
smiðjan selt um 300 loftkældar
dieseldráttarvélar, ennfremur
báta- og skipavélar, þar á meðal
1000 hestafla dieselvél í dráttar-
bátinn Magna, og er það stærsta
dieselvél, sem sett hefir verið I
skip hér á landi.
Umboðsmenn fyrir Klöckner
Humboldt Deutz A.G. hér á landl
er Hlutafélagið Hamar 1 Reykja-
vík.