Morgunblaðið - 26.06.1957, Side 2
2
MORCVWRL 4&1Ð
Miðvlkudagur 25. júní 1957
Farmannadeilan
VEGNA villandi fréttatilkynn-
ingar frá samninganefnd far-
manna í dagblöðunum í dag, varð
andi samningsuppsagnir, viljum
vér undirrituð samtök taka fram
eftirfarandi:
Kjarasamningar stéttarfélaga
þeirra yfirmanna á farskipum,
3em nú eiga í verkfalli voru upp-
segjanlegir tvisvar á ári 1. júní
og 1. des. og þá með 3 mán. upp-
sagnarfrestL
Til þess að samningarnir gætu
fallið úr gildi 1. des. s.l. þurfti
því að segja þeim upp fyrir lok
ágústmánaðar sl. „Uppsögn" fór
ekki fram fyrr en með bréfi dags.
29. sept. sl., og þá miðað við 1.
jan- en ekki 1. des. Þrátt fyrir að
uppsögnin væri miðuð við annan
dag en ákveðið var í samningn-
imi töldu útgerðirnar ekki rétt að
neita að taka uppsögnina gilda og
kusu nefnd til viðræðna við far-
menn og óskuðu eftir að fá kröf-
ur farmanna í hendur
Á fundi 19. des. eða 11 dögum
fyrr en farmenn ætluðust til, að
samningar féllu úr gildi höfðu
þeir ekki enn tilbúnar kröfur sín-
ar til breytinga á samningum.
Fyrrgreind viðræðunefnd út-
gerðanna skrifaði 19. des. sl., svo
hljóðandi bréf til Farmanna- og
fiskimannasambands íslands:
„15. nóv. sl., vorum við undir-
ritaðir á fundi fyrirsvarsmanna
Hí. Eimskipafélags íslands, Skipa
útgerðar ríkisins, Skipadeildar
S.Í.S., Jökla hf. og Eimskipafé-
lags Reykjavíkur hf. kosnir í
nefnd, til þess að annast viðræð-
ur við fulltrúa Vélstjórafélags ís-
lands, Stýrimannafélags íslands
og Félags ísl. loftskeytamanna
um viðhorf í sambandi við fram
komna uppsögn kjarasamninga
þessara aðila.
19. nóv. sl. komu aðilar saman
á sinn fyrsta fund að frumkvæði
okkar. Á þessum fundi kom fram
Onassis vill
flugvélar
AÞENU, 25. júní: — Gríski skipa
kóngurinn Aristoteles Onassis,
sem nýlega tók við flugfélaginu
TAE og nefndi það „Olympic Air-
ways“, er nú með áætlanir um að
gera það að stærsta einka-flug-
félagi heims. 1 ráði er, að „Olym-
pi<f Airways" haldi uppi daglegum
ferðum á Ieiðinni Aþena-Róma-
borg-París-London. Ennfremur
tekur það upp flug til Þýzkalands,
Svisslands, Suður-Afríku og
Bandaríkjanna. Auk þess er gert
t&6 fyrir því, að flugfélag On-
assis hafi samvinnu við rússneska
flugfélagið „Aeroflot".
sú skoðun okkar, sem ekki var
mótmælt af hálfu gagnaðila, að
framkomin uppsögn sé andstæð
ákvæðum kjarasamninganna.
Hins vegar létum við þess getið,
að svar skipsfélaganna um það,
hvort uppsögnin yrði tekin gild,
þrátt fyrir allt, kynni að vera
undir því komið, hvaða breyting-
um yfirmenn hugsuðu sér að
að koma fram á gildandi samn-
ingum.
Fulltrúar yfirmanna tóku fram
að félög þeirra létu nú fara fram
athugun á því, hverjar kröfur
þessar ættu að vera, og myndi
greinargerð um það efni væntan-
lega geta legið fyrir eftir svo sem
vikutíma, og myndi þá verða
hægt að skýra skipafélögunum
frá þvi, hverjar kröfurnar yrðu.
15. þ.m. hefur Farmanna- og
fiskimannasamband íslands, f.h.
nefndra þriggja félaga, skrifað
skipafélögunum bréf, þar sem ó-
skað er eftir ákveðnu svari um
það, hvort margnefnd uppsögn
yrði viðurkennd. Hafa skipafélög
in falið okkur, að svara þessu
bréfi, með því, að enn sé ekki
lokið þeim viðræðum, sem okk-
ur var falið að annast við yfir-
mennina. Viljum við hér með
ítreka þær yfirlýsingar, sem fram
komu af okkar hálfu á áðurnefnd
um fundi 19. nóv. sl., að svar við
spurningunni í bréfi yðar kann
að vera undir því komið, hvaða
kröfur eru fyrirhugaðar. Sjáum
við okkur því ekki fært að gefa
ákveðið svar fyrr en yfirmenn
Lafa skýrt frá kröfum sínum eins
og heitið var af þeirra hálfu á
margnefndum fundi.
Virðingarfyllst,
Björgvin Sigurðsson (sign)
Guðmundur Ásmundsson (sign)
Ingólfur Jónsson (sign)
Guðjón Einarsson (sign).“
Hinn 15. febr. sl. skrifaði
Vinnuveitendasambandið Far-
manna- og fiskimannasamband-
inu eftirfarandi bréf:
„Vér leyfum oss hér með að
vísa til bréfs fulltrúa Hf. Eim-
skipafélags íslands, Skipaútgerð-
ar ríkisins, Skipadeildar SÍS.,
Jökla hf. og Eimskipafélags
Reykjavíkur hf., til yðar dags. 19.
des. 1956 varðandi kröfur Vél-
stjórafélags íslands, Stýrimanna-
félags íslands og Félags ísL loft-
skeytamanna til breytinga á
kjarasamningum þessara aðila.
Þar sem oss hafa enn ekki bor-
izt kröfur þessar, eru það vin-
samlega tilmæli vor, að oss verði
sendar þær svo fljótt sem verða
má, til þess að viðræður um þær
, geti hafizt sem fyrst.
Eins og yður er kunnugt standa
nú yfir samningar við Sjómanna-
félag Reykjavíkur um kaup og
kjör háseta og kyndara, og telj-
um vér æskilegt, ef unnt er, að
— Nauðungarflutningar
Framh. af bls 1
staðreynd, að vinnuskilyrði
„brautryðjendanna" verði
mjög erfið, og þess vegna sé
þörf hraustra, samvizkusamra
og „verðugra" sjálfboðaliða.
Jafnframt er skýrt frá því, að
1300 Búlgarar verði sendir til
Tékkóslóvakíu til að vinna að
byggingum.
1* EÐA 15 ÞÚS. TII. SÍBERÍU
Það er haft eftir áreiðanleg-
um heimlidum í Berlín, að 10
þús. Búlgarar á aldrinum 18 til
30 ára verði sendir til Siberíu á
næstunni, en hins vegar þykir
líklegt að talan verði hærri, ekki
sízt þar sem búlgörsk blöð hafa
gefið í skyn, að „sjálfboðalið-
arnir“ verði 15 þús. Það er talið
fullvíst, að leitað verði út fyrir
raðir kommúnistaæskunnar, og
verða þá fyrst og fremst teknir
bændur og landbúnaðarverka-
menn, sem leitað hafa til borg-
anna.
UNGVERJALAND í BAKSÝN
Ekki þykir leika vafi á því,
að þessir „frjálsu nauðungar-
flutningar" frá Búlgaríu standi í
sambandi við atburðina í Ung-
verjalandi. Margir af þeim æsku-
mönnum, sem sendir verða til
Síberíu, hafa verið stimplaðir
„óáreiðanlegir“ og verið vísað
burt frá Sofia eftir uppreisnina
í Ungverjalandi. Margir stúdent-
ar hafa af sömu ástæðum verið
reknir úr háskólum og öðrum
æðri skólum.
ATVINNULEYSIÐ MEGIN-
VANDAMÁL
Atvinnuleysið hefur orðið
eitt af höfuðvandamálum rúss
nesku leppríkjanna síðan efna
hagsáætlanir þeirra fóru út
um þúfur á árunum 1954 og
1955. Eina leppríki Rússa, sem
hefur nokkurn veginn heil-
brigt atvinnulíf, er Tékkó-
slóvakia.
samningar yfirmanna á skipun-
um yrðu endurskoðaðir á sama
sama tíma.
Virðingarfyllst**.
Farmanna- og fiskimannasam-
bandið svaraði þessu 20. febr. sl.
þannig:
„Vér viðurkennum móttöku
heiðraðs bréfs yðar dags. 15. þ.m.
varðandi tilmæli yðar um að
Vélstjórafélag íslands, Stýri-
mannafélag íslands og Félag ísL
loftskeytamanna sendi yður kröf-
ur sínar um breytingu á gildandi
kaup- og kjarasamningum þeirra
við útgerðarfélög farskipanna.
Vér höfum komið þessum til-
mælum yðar á framfæri hjá
stjómum nefndra sambandsfél-
aga og hafa svör þeirra verið
samhljóða á þá leið að með því
að uppsögn þeirra á samningun-
um á sl. hausti, miðað við 1. jan.
1957, hafi af yður og viðkomandi
útgerðarfélögum ekki verið talin
lögleg og mundi ekki tekin gild,
ef um ágreining yrði að ræða, þá
telji félögin tilgangslaust að setj-
ast að samningaborðinu.
Á félaga- og stjórnarfundum
téðra sambandsfélaga hefir ver-
ið samþykkt að segja upp gild-
andi kaup- og kjarasamningum
miðað við 1. júní þ.á., með þeim
fyrirvara, sem enginn ágreining-
ur getur risið út af, og geta þau
því eigi breytt þeirri ákvörðun úr
þessu“.
Öllum ætti því að vera Ijóst, að
það var á farmönnum en ekki á
útgerðarmönnum sem strandaði,
að kröfur farmanna fengjust
ræddar, þar sem útgerðimar
fengu kröfurnar ekki i hendur,
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og
óskir, enda er það mála sannast,
að kröfurnar voru ekki tilbúnar
fyrr en um mánaðamótin apríl-
maí sl. og bárust útgerðunum
ekki fyrr en 3. maí.
Reykjavík, 25. júní 1957.
Vinnuveitendasamband felands,
Vinnumálasamband samvinnu-
félaganna."
— ,,Gullna hSiðið"
//
Frh. af bls. 1.
leiksýningin hafi verið „áhrifa-
rík kynning á nútíma leikritun
íslenzkri og leik“.
Rekur hann síðan efni leikrits-
ins og segir svo:
„Þjóðleikhúsið túlkar þetta
leikrit í samræmi við efni þess
og anda. Leikurinn var einfaldur
en djarfur. Yfir honum hvíldi
kátínubragur, en einnig hlýr og
rólegur blær. Fyrstu tveir þætt-
irnir eru rammíslenzkir, bera
vitni stórbrotinni náttúru og erf-
iðum lífskjörum. Tveir síðari
þættimir túlka þrána, dag-
drauma og innilega guðrækni.
Vart er hægt að hugsa sér leik-
ritið betur túlkað á sviði en hér
átti sér stað.“
Síðan segir hann, að Arndís
Björnsdóttir beri hita og þunga
leikritsins og hrósar túlkun henn
ar á hlutverkinu, sannri og ó-
gleymanlegri. Leik Brynjólfs Jó-
hannessonar kveður hann sann-
an í hverju smáatriði. Hann leik-
ur Jón af skaphörku, ósvífni og
mikilli lífsorku en í síðasta þætti
verði umskiptin þó hin sannverð-
ugustu. Lárus Pálsson leysi hlut-
verk djöfulsins prýðilega af
hendi og Valur Gíslason og Jón
Aðils leiki þá Pétur og Pál af
miklum virðuleik. Þá nefnir hann
og þá Harald Björnsson, Önnu
Guðrnundsdóttir og Bryndísi Pét-
ursdóttur sérstaklega, þá hina
síðustu sem sérlega fríða og blíða
jómfrú Maríu.
★
Gunnar Larsen segir í Dag-
bladet:
„Aldrei fyrr hefir manni þótt
eins leitt að skilja ekki íslenzku
sem í gærkveldi. Aheyrendur í
leikhúsinu fögnuðu hrifnir þess-
um leikflokki, en meðferð hans
á Gullna hliðinu er þegar orðin
sígild. Það var góður viðburður
að fá að sjá leikrit Davíðs Stef-
ánssonar, ýmist trúar eða alvöru-
fullt eða létt og leikandL
Síðan hrósar leikdómandinn
sviðsetningu Lárusar Pálss., og
segir að hann hafi einnig sýnt
að hann sé ágætis leikari, er
hann lék djöfulinn af miklum
eldmóði.
Sumardvöl fyrir hafnfirzkar mæður
HAFNARFIRÐI: — Nú er í ráði
að gefa hafnfirzkum mæðrum —
með eða án bama — kost á ókeyp-
is dvöl um nokkurn tíma hérna
suður í hraunum, eða nánar tiltek-
ið í Straumi, en því húsi hefir nú
verið breytt í dvalarheimili. Er
ráðgert að þær konur, sem hefðu
hug á að dveljast á þeasum kyrr-
láta og fagra stað um nokkurt
tímabil, fari þangað þriðjudaginn
2. júlí. Eru þær beðnar um að
geifa sig fram á skrifstofu verka-
kvennafélagsins í Alþýðuhúsinu á
fimmtudags- og föstudagskvöld
kl. 8—10.
Svo sem kunnugt er, dvöldust
konur í fyrra í Kaldárseli um
nokkurn tíma og gafst það með
ágætum. En tilgangurinn með
þessu boði er að gefa hafnfirzkum
mæðrum og börnum þeirra kost á
nokkurra daga dvöl á góðum stað
fyrir utan bæinn, þar sem kon-
urnar geta notið hvíldar frá dag-
legum önnum. — G.E.
Dulles er ehki vonlons nm lnnsn
Washington, 25. júlí. — Frá Reuter-NTB.
DULLES utanrikisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi við
fréttamenn í dag, að árás Gromykós utanríkisráðherra Rússa
á Norstad hershöfðingja, yfirmann herafla NATO, væri augljóst
áróðursbragð. Gromykó hafði sagt fyrr í dag, að Norstad vildi
aukin hernaðarútgjöld Vesturveldanna, tU að geta haldið uppi
árásarstefnu gangvart Sovétríkjunum. Norstad ynni í rauninni gegn
tilgangi afvopnunarráðstefnunnar í London.
Dulles sagði í dag, að erfitt
væri um það að segja, hvers
vegna þessi árás Gromykós
kæmi einmitt nú, en eitthvað
byggi undir henni. Hann kvaðst
hvorki bjartsýnn né bölsýnn
varðandi horfurnar á afvopnun,
en það gæfi ástæðu til bjartsýni,
að Rússar virtust nú hafa meiri
hug á ^ð semja en áður, og að
þeir notuðu fundarhöldin mun
minna en áður til áróðurs. Hann
sagði að niðurskurður á vopna-
framleiðslu og bann við kjarn-
orkusprengingum væri nátengd
verið rætt. Hann kvað flest á
huldu um afstöðu Rússa til
þessara mála enn sem komið
værL
Arbeiderbladet segir að leikrit-
ið hafi verið listræn heild í með-
förum íslenzku leikaranna. Leik-
dómari þess Paul Gjesdahl seg-
ir að Lárus Pálsson hafi skapað
með sviðsetningu sinni kimna,
formfasta og undir lokin, hríf-
andi sýningu, og þar hafi hin
skemmtilega tónlist dr. Páls ís-
ólfssonar átt þátt L Hann kveður
leik þeirra Arndísar Björnsdótt-
ur og önnu Guðmundsdóttur sem
íslenzkra bændakvenna góðaa
og Jón bóndi hafi það sem Pét-
ur Gaut skorti — kjarnannl Leik-
ur Vals Gíslasonar hafi verið blæ
brigðaríkur og mjög mannlegur
og Lárus Ingólfsson hafi hrifið
áhorfendur í litlu atriði sem
drykkjurúturinn. Leiktjöld Lár-
usar hafi einnig verið skemmti-
leg og kátleg.
Morgenposten kveður eins og
mörg hinna blaðanna forspjall
skáldsins Daviðs Stefánssonar
hafa verið snjallt og áhrifaríkt
og íslenzkan einkar hljómfögur 1
i munni hans.
IGestaleikur þessi var leiklist-
arviðburður, segir blaðið. Leik-
ritið sjálft sé dæmigert ísL leik-
rit, frumstæður „realismi“ komi
fram í því, sem reyndar sé I ætt
við gamlar altaristöflur og kvæðl
Péturs Dass. Þar blandist alvara
og gaman, virðing og virðingar-
leysi, sérstæð samfella, sem að
lokum hafi staðið áhorfendum
fyrir hugskotssjónum sem lifandi
trúarsaga, milli spjalda gamallar
guðsor/ðabókar. Leikurinn hafi
borið vott um léttleik og fjör i
hreyfingum leikenda, hann hafl
verið eðlilegur og sannur. Blaðið
hrósar mjög, jafnt og hin blöðin,
leik einstakra leikenda, og segir
þá hafa skilið hlutverk sín eink-
ar vel.
„Leiksýningin vakti óvenju-
mikla hrifningu, og fagnaðarlát.
unum ætlaði aldrei að linna. Það
er sjaldan sem leiksýning vekur
slíka hjartanlega gleði í brjóstum
áhorfendanna. Þjóðleikhúsið get-
ur óhrætt komið í leikför með
annað leikrit hingað til Osló“.
Aftenposten birtir grein eftir
Finn Bö, en hann leggur áherzlu
á, að mestum áhrifum verði ein-
mitt náð með því að leika á svo
einfaldan, en sannan máta, þegar
um gamla þjóðsögu í leikrits-
formi sé að ræða sem Gullna hlið
ið. Það hafi hinum íslenzku leik-
urum afbragðsvel tekizt imdir
stjórn Lárusar Pálssonar. Brynj
ólfur Jóhannesson sé einstæður
og blæbrigðaríkur gamanleikari
og leikur Arndísar sé tær og
gæddur heillandi undirstraumL
Tónlist dr. Páls ísólfssonar kveð-
ur Finn Bö falla vel að leikritinu
og haíi hljómsveitinni verið
stjórnað með næmri tónlistar-
hæfni af dr. Urbancic. Ævintýra-
bragur hafi og verið yfir leik-
tjöldum Lárusar Ingólfssonar.
Islenzku leikurunum var sýnd-
ur margvíslegur sómi meðan þeir
dvöldust í Noregi, m.a. hafði
norska Þjóðleikhúsið og bæjar-
stjórn Osló boð inni fyrir þá.
Norðurlandafréttir í stuttu máli
OSLÓ, 25. júní. — Sameiginleg
norsk-tássnesk nefnd, sem á að
ganga frá samningum um marka-
línuna milli Noregs og Rússlands
og verður undirbúningur hafinn i
júlí.
STOKKHÖLMI, 25. júnt. Fljúg
á hafinu, hélt fyrsta fund sinn » andi eftirlitsmenn útbúnir nýju
Kvrkenes í gser.
OSLÓ, 25. júní.
Formælandi
tæki, sem nefnt er „drunkometer"
munu framvegis hafa eftirlit með
því, hvort starfsmenn ssenslcu
vandamál en þó mætti banna norska utawríkisráðuneytisins jámbrautanna fá sér i staupinu
\ ■ t J — M ... A D a%i r* L/i a/Wm i / /iii/M-vi 11 L/wi rs /í '-M Al f /i # n* L - T . . —
sprengingar áður en vopnafram-
leiðsla væri stöðvuð, ef Rússar
heimtuðu það.
Dulles sagði, að Rússar hefðu
nú í fyrsta sinn gefið í skyn,
að þeir væru fúsir til að sam-
þykkja eftirlit með kjarnorku
tiiraunum, en eðli og víðtæki
sagði í dag, að Bandarikjastjóm jf vinnutima. Ennfremur hefur
hefði ekki spurzt fyrir um það Iveriö hafinn öflug herferð gegn
hjá Norðmönnum, að hve miklu rnisnotkun áfengis á vinnustaö
leyti þeir væru reiðubúnir að neð auglýsingum, flugmiðum og
minnka herafla sinn, ef stórveldin fyrirlestrum. Ástxðan er sú, að
ákvæðu að draga úr vígbúnaði. vart hefur orðið stóraukinnar mis
—o—o— notkunar á áfengi meðal sænskra
OSLÓ, 25. júnl. — Norska þjóð- jám. brautars tarfsmanna, og þyk-
þingið hefur samþykkt að taka j ir það alvarlegt mál sökum ábyrgð
siíks eftirlits hefði enn ekki I upp sjónvwrpssendingar í Noregi, \ arinnar sem á þeim hvilir.