Morgunblaðið - 02.07.1957, Side 11

Morgunblaðið - 02.07.1957, Side 11
ÞriSjudagur 2. júlí 1957 MORVVNBLAfíin 11 forsetaritari og frú, Þorkell Jó- hannesson háskólrektor og frú, Birgir Thorlacius ráðuneytisstj. og frú, Geir Zöega fyrrver. vega- málastjóri og frú, Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri og frú, Gunnlaugur Briem póst- og síma- málastjóri og frú, Hörður Bjarna son húsameistari ríkisins og frú, Hermann Jónsson lögfræðingur og frú, Auður Auðuns forseti bæjarstjórnar, Guðlaugur Rósin- kranz Þjóðleikhússtjóri og frú, Guðmundur Hlíðdal fyrrver. póst og símamálastjóri, Agnar Kofoed Hansen, flugv.st. og frú, Einar Ól. Sveinsson prófessor og frú, Sigur- jón Sigurðsson lögreglustjóri og frú, Kristján Eldjárn þjóðminja- vörður og frú, Magnús Kjaran ræðismaður og frú, Sigurður Haf- stað dgildarstjóri og frú, Pétur Sigurðsson forstjóri og frú, Dr. Páll ísólfsson og frú, frú Evy Tibell óperusöngkona, Sven Backlund skrifstofustjóri, Nils Gustav Gottschalk sölustjóri, Euler-Chelpin sendiherra og frú, Gunnar Rocksén vararæðismað- ur, hirðstallari Wetter og Starck skipherre. Forseti bæjarstjórnar, forsetafrúin, drottning Svía og borgarstjórafrúin í Melaskólanum. Gestir sænsku konungslijón- anna í veizlu i Þjóðleikhúss- kjallaranum í gærkvöldi voru uni 70. FYRIR miðju háborðinu sátu konungshjónin og forsetahjónin, og aðrir við háborðið voru utan- ríkisráðherra Guðmundur f. Guð- mundsson og frú, Hermann Jón- asson og frú, östen Udén utan- ríkisráðherra, Eysteinn Jónsson fjármálaráðherra og frú, Mennta málaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason og frú, Lúðvík Jósefsson ráðherra og frú, frú Georgía Björnsson. Aðrir veizlugestir voru þessir: Emil Jónsson forseti sam. þings og frú, Vilhjálmur Þór banka- stjóri og frú, Ólafur Thors, fyrr- ver. forsætisráðherra og frú, Magnús V. Magnússon sendiherra og frú, Hannibal Valdimarsson ráðherra og frú, Halldór K. Lax- ness rithöfundur og frú, Gunnar Thoroddsen borgarstjóri og frú, Bernharð Stefánsson, forseti Efri deildar Alþ. og frú, Ásmundur Guðmundss., biskup og frú, Brita Steuch hirðmær, Árni Tryggva- son hæstréttardómari og frú, Hendrik Sv. Björnsson ráðuneyt- isstjóri og frú, Haraldur Kröyer VirBuleg móttaka bæjar- stjórnar i Melaskóla F-relsið er svo gróib i sænskri þjóðarsál, að Jbví fær enginn mannlegur máttur haggað, sagði borgarstjóri i ávarpi sinu til Sviakonungs SÍÐDEGIS á sunnud. hafði bæj- arstjórn Reykjavíkur boð inni til heiðurs konungi og drottningu Svíþjóðar í Melaskólanum. Laust fyrir kl. 4 voru margir boðsgestir komnir í Melaskólann og tóku borgarstjóri og frú hans ásamt með forseta bæjarstjórn- ar, frú Auði Auðuns, á móti gest- um í anddyri skólahússins. Tóku boðsgestir sér stöðu í vestur hluta salsins, en á gólfinu frammi voru 4 stólar, ætlaðir konungs- hjónunum og forsetahjónunum, en gegnt þeim hafði bæjarstjórn Reykjavíkur tekið sér stöðu. Laust fyrir kl. 4 gekk bæjar- stjórn ásamt borgarstjóra út og fagnaði konungi, en fyrir utan húsið lék lúðrasveit sænska kon- ungssönginn. Gengu nú konungs- hjónin og forsetahjónin inn í salinn og tóku sér sæti, en borgar stjóri ávarpaði hina tignu gesti með ræðu þeirri, sem hér fer á eftir: Yðar hátignir Gústav konungur Adolf og Louise drottning! Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson og virðulega fbrseta- frú Dóra Þórhallsdóttir! Góðir gestir! Vegna þess að ráðhús Reykja- víkur svífur enn í lausu lofti og hefir ekki náð að tylla sér á jörðina ennþá, hefur bæj- arstjórn Reykjavíkur leyft sér að velja í staðinn skóla, musteri æskunnar, til móttöku hinna tignu, konunglegu fulltrúa frá frændþjóð vorri, Svíum. I þessu andrúmslofti æskunnar, í þessum heimi vona og framtíðardrauma, væntum vér að hinir kærkomnu gestir uni sér vel um stund. Þau börn og unglingar, sem þennan skóla sækja, læra hér um land og þjóð í austurátt, þar sem höfðingi ásanna, Óðinn, tók sér bústað, að sögn Heimskringlu, og bjó við Löginn, þar sem nú eru kallaðar fornu Sigtúnir. — Gðinn, sem var svo fagur og göfuglegur álitum, þá er hann sat með sínum vinum, að öllum hló hugur við, og sem talaði svo snjallt og slétt að öllum, er á heyrðu, þótti þat eina satt. Skólabörnin íslenzku geta lesið hinar fornu frásagnir um fyrstu sænsku konunga af Ynglingaætt á því máli, sem Snorri Sturlu- son ritaði Heimskringlu, því að það sama tungumál tölum vér enn í dag. í rauninni eru kon- ungar Svía gamlir, góðir kunn- ingjar vorir, því að íslendingar hafa mann fram af manni lesið í Ynglingasögu ævisögur hinna þrjátíu sænsku konunga allt frá Yngva-Frey, sem gerði Uppsali að höfuðborg sinni. Síðan hefir mikið vatn runnið til sjávar. Samskipti Svía og ís- lendinga hafa jafnan.verið nokk- ur, en misjafnlega mikil á ýms- um tímum. Frá Svíþjóð höfum vér fengið ýmsar sendingar og gjafir um dagana, flestar góðar og kærkomnar. Svíinn Garðar Svávarsson átti fyrstur norrænna manna vetur- setu á íslandi. Ein sú kona, sem hugrökkust er og geðþekkust úr íslendingasögum, er Helga Jarls- dóttir frá Gautlandi. Sænskur var fyrsti skólastjórinn á Hólum. Sænskur var fyrsti prentarinn, sem til íslands kom. Gagnmerk- ir Svíar hafa fyrr og síðar heim- sótt ísland, ferðast um og rann- sakað það og ritað frægar bækur um land og þjóð. En mestar og merkastar eru þær bókmenntalegu sendingar og andans afrek, sem hingað hafa borizt frá Svíþjóð. Mörg sænsk öndvegisrit hafa verið þýdd á ísienzka tungu og mikið lesin af alþýðu manna, og fjöldi sænskra snilldarverka einnig lesinn á frummálinu. Mestra vinsælda hafa notið Friðþjófs saga frækna eftir Tegnér og skáldsögur Selmu Lagerlöfs, að ógleymdum Glúnt- unum eftir Wennerberg. Nú er þess skemmst að minn- ast, að hin sænsku Nóbelsverð- laun voru veitt til íslands, skáld- inu Halldóri Kiljan Laxness til verðugrar og maklegrar viður- kenningar, og til sæmdar og djúprar gleði fyrir íslenzka þjóð. Samband og samskipti Svía og íslendinga fara vaxandi á mörg- um sviðum. Milli höfuðborganna hefur skapazt vináttusamband. Bæjarfulltrúar Stokkhólms og Reykjavíkur hafa þegið gagn- kvæm heimboð til málefnalegrar og persónulegrar kynningar og m, a. hafa þeir fengið gagn- kvæma fræðslu um það hvernig á að fara með samborgarana sem skattborgara. Sameiginleg saga og menning- ararfur tengja saman sænska og íslenzka þjóð, en fyrst og fremst er það hinn frjálsi norræni andi lýðfrelsis og lýðræðis, mann- helgi og mannréttinda, persónu- frelsis og frjálsrar hugsunar. þenna örugga og einlæga frelsis og friðarins manna, má segja eins og um Yngva-Frey, að hann er svo vinsæll og ársæll, að ár og friður bregzt ekki um hans daga. Styrjaldir, ófrelsi, kúgun geta aldrei gert mennina annað en óhamingjusama. Stöndum trúan, traustan vörð um frið og frelsj, — „och den ljusnande framtid ar vár!“ Yðar hátignar! Verið hjartanlega velkomin til Reykjavíkur. Að lokinni ræðu borgarstjóra tók Gústav Svíakonungur tii máls. Hann er alkunnur mælsku- maður, enda talaði hann blaða- laust. Kvað hann það sérstak- lega gleðja sig að vera staddur húsa og annarra mannvirkja í höfuðstaðnum síðan, og sagði að þetta væru miklar framfarir og mikið átak, sem vafalaust hefði það í för með sér, að bæjarstjórn höfuðstaðarins þyrfti að leysa úr mörgum vanda. Svo ör þróun, sem hér væri, hlyti að leiða af sér, að upp kæmu ýmis vandamál sem stjórn slíks höfuðstaðar þyrfti að ráða fram úr. — Nú væri Reykjavík að verða stór borg, það hefði þeim hjónum orð- ið ljóst, þegar þau hefðu flogið yfir bæinn, áður en vél þeirra hefði setzt. Að ræðunum loknum gekk borgarstjóri ásamt með þeim konungshjónunum og forsetahjón unum upp í sal á annarri þæð hússins, þar sem veitingar voru fram bornar. Á leiðinni virti kon- ungur fyrir sér ýmsar skólastof- Börnin, konungur og borgarstjóri við móttökuna hjá Melaskólanum. „Friboren ár jag och jag tánker fritt“, kvað Runeberg. Sameig- inlegar hugsjónir binda saman þjóðir vorar órjúfandi böndum, — ekki böndum þvingunar, nauð- ungar, heldur þeim ósýnilegu, ljúfu böndum, sem aðeins ást, vinátta og andlegur skyldleiki eiga til. — Friður og frelsi auðkenna feril sænsku þjóðarinnar á 19. og 20. cld. Frelsið í öllum sínum beztu myndum er svo gróið og rótfast í sænskri þjóðarsál, að því fær enginn mannlegur máttur hagg- að. Friður hefur haldizt svo vel í Svíþjóð undir stjórn síðustu Svíakonunga, að Svíþjóð hefur aldrei átt í styrjöld í hálfa aðra öld. Og um núverandi konung, í einu af skólahúsum bæjarins, í einu af „musterum æskunnar", eins og borgarstjórinn hafði komizt að orði. Hann kvað ferð- ina hingað til íslands 1930, vera sér mjög minnisstæða. Þá hefði hann séð höfuðstaðinn, en sér væri ljóst, að miklar breytingar í framfaraátt hefðu orðið síðan. Nefndi hann allmörg dæmi þess, sem gerzt hefði um byggingu ur og var auðséð að hann vildi kynna sér sem bezt hvernig um- horfs væði í skólahúsinu. Á efri hæðinni voru svo bornar fram veitingar, eins og áður seg- ir, handa gestum, bæði í salnum og eins á göngunum og í skóla- stofum sunnar við aðalganginn. Voru margir boðsgestir, einkum starfsmenn Reykjavíkurbæjar kynntir fyrir konungshjónunum. Gestir í konungsveizlu í Þjóðleikhúskjallaranum I gœrkveldi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.