Morgunblaðið - 02.07.1957, Page 16

Morgunblaðið - 02.07.1957, Page 16
16 MORGUNBL 4 ÐIÐ Þriðjudagur 2. júlí 1957 I Austan Ffjf eftir John É Steinbeck 1 70 i l 1 1 ) 1 1 1 í 1 um, eins og skammbyssu: — „Ég skal segja þér nokkuð. Hún hef- ur alveg óafvitandi töfrað mann sinn. Hann hangir þarna öllum stundum yfir henni og virðist ekki um annað hugsa. Ég held jafnvel, að hann hafi varla litið á tvíburana ennþá“. Samúel beið unz hún kom inn aftur: „Ef hún er nú löt og hann tæplega með fullu ráði, hver á þá að annast börnin? Svona tví- burar þarfnast nákvæmrar um- önnunar". Liza lét frá sér skjóluna og sópinn, ýtti stól til hans og sett- ist. Hún studdi höndum á kné sér: „Ef þú efast um það sem ég segi, þá skaltu minnast þess, að ennþá hefi ég aldrei farið kæruleysislega með sannleik- ann“. „Ég held að þú getir ekki ósatt orð talað, góða mín“, sagði hann og hún brosti og hélt að þetta væri hrós. „Jæja, en þú munt eiga erfitt með að trúa því, sem ég ætla nú að segja þér“. „Láttu það bara koma“. „Þú þekkir Kínverjann, Sam- úel, þennan með skásettu augun, sem talar útlenzku og gengur með fléttu?" „Hann Lee, já? Víst þekki ég hann“, „Myndir þú ekki halda að hann væri heiðingi?“ „Ég veit ekki“. „O, jú, Samúel, viðurkenndu i --□ Þýðing Sverrir Haraldsson □---------------------□ það bara. Það myndu allir halda. En svo er nú samt ekki“. Hún stóð aftur á fætur. „Nú hvað er hann þá?“ Hún potaði í handlegginn á honum með járnhörðum fingrin- um: „Hann er presbyteriani og vel lesinn í ritningunni — það finnur maður fyrst, þegar maður er farinn að skilja þetta hrogna- mál hans. Nú, hvernig lízt þér á þetta?“ Samúel átti erfitt með að verj- ast hiátri: — „Ja, mér þykir þú segja aldeilis fréttir", sagði hann. „Já, finnst þér ekki. Og hver heldurðu svo að það sé, sem ann- ast tvíburana? Ég myndi aldrei treysta heiðingja — en presbyter iana — hann lærði allt sem ég sagði honum". „Þá skal mig ekki furða þótt börnunum líði vel“, sagði Sam- úel. „Sannarlega er ástæða til að þakka og biðja“. „Já, látum oss bæði þakka og biðja", sagði Samúel. 5. Cathy lá rúmföst í eina viku og safnaði kröftum. Annan laugar- dag í október hélt hún sig í svefnherbergi sínu allt til hádeg- is. Adam tók í snerilinn, en upp- götvaði að dyrnar voru læstar. „Ég er dálítið vant við lát- in“, kallaði hún og hann fór leið- ar sinnar. — „Hún er sjálfsagt að taka til í kommóðunni sinni“, hugsaði hann með sér, því að hann heyrði að hún opnaði skúff- ur og lokaði þeim. Um nónbil kom Lee út til Adams, þar sem hann sat á tröppunum: „Missi segja, ég fara til King City og kaupa barnapela", sagði hann órólegur. „Jæja, þá gerið þér það“, sagði Adam: — „Hún er húsmóðir yð- ar“. „Missi segja ég ekki koma heim fyrr en á mánudag. En ef. . .“ Stillileg rödd Cathys heyrðist úr dyrunum: — „Hann hefur ekki fengið einn einasta frídag í háa herrans tíð. Honum veitir ekki af því að taka sér örlitla hvíld“. „Auðvitað", sagði Adam. — „Mér hafði bara aldrei dottið það í hug. Góða skemmtun, Lee. Ef ég þarf á einhverri hjálp að halda, þá kalla ég bara á einhvern smið inn“. „Þeir fara allir heim. Sunnu- daginn". „Þá sendi ég eftir indíánanum. Lopez hjálpar mér“. Lee fann augu Cathys hvíla á sér. — „Lopez drukkinn. Finna viskíflösku". Adam var orðinn óþolinmóður: „How to build up your English home library“ Erindi um þetta efni flytur MISS MURIEL JACKSON frá London í Tjarnarkaffi, uppi, í kvöld kl. 8,30. MISS JACKSON starfar við eitt af stærstu útgáfufyrirtækjum Eng- lands. Hún hefur lokið háskólaprófi í enskri tungu og enskum bókmenntum. Auk þess hefur hún um skeið numið íslenzku, bæði fornmálið og hið nýja, og hefur Eiríkur Benedikz verið kennari hennar í nútíma íslenzku. MISS JACKSON er stórgáfuð kona og vel að sér í enskum bókmenntum og er ekki vafi á, að íslenzkir bókakaupendur og lesendur geta sótt mikinn fróð- leik í erindi hennar. Erindið verður flutt á ensku. Aðgangur að erindinu er ókeypis. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. —• SniTbjornJónsspnSlohf THE ENGLISH BOOKSHOP — „Ég hefi einhver ráð, Lee“, sagði hann önugur. — „Hættið nú þessu þrefi“. Lee leit á Cathy, sem stóð í dyr unum. Svo lét hann augnalokin síga. — „Kannske ég koma aftur seint“, sagði hann og honum fannst hann sjá tvær dökkar hrukkur birtast á milli augna hennar og hverfa aftur nærri sam stundis. Hann snéri sér við. — „Verið þið sæl“, sagði hann. Þegar kvöldaði fór Cathy aft- ur inn í svefnherbergið sitt. Um klukkan hálfátta drap Adam á dyrnar: — „Ég er hérna með dálítinn kvöldmat handa þér, ást- in mín. Það er nú ekki mikið“. Hún opnaði dyrnar samstundis, eins og hún hefði staðið fyrir inn an og beðið. Hún var í fallegu ferðafötunum sínúm, jakka með svörtum bryddingum svötrtu flauelsslagi og stórum svörtum hnöppum. Á höfðinu hafði hún barðabreiðan stráhatt með litlum kolli og löngum svörtum hatt- prjóni. Hún beið þess ekki að hann ryfi þögnina: — „Ég er að fara héðan“. „Cathy, hvað áttu við?“ „Ég var búin að segja þér það“. „Nú, þú varst ekki búin að því“. „Þú vildir ekki hlusta á mig. Það skiptir heldur ekki neinu máli.“ „Ég trúi þér ekki“. Rödd hennar var köld og til- finningalaus: — „Mig varðar ekk ert um það hverju þú trúir. Ég er að fara“. „En börnin--------“. „Þú gfur fleygt þeim niður í einhvern brunninn þinn“. Hann hrópaði í örvæntingu: — „Cathy, þú ert veik. Þú getur ekki farið — ekki frá mér — ekki frá mér“. „Ég get gert allt sem ég vil, fyr ir þér. Hvaða kona sem er getur gert allt sem hún vill, fyrir þér. Þú ert aumingi, fífi“. Orð hennar skullu á honum með ægiþunga. Svo greip hann skyndilega um axlir hennar og ýtti henni aftur á bak. Þegar hún riðaði við kippti hann lyklinum úr skránni innanverðri, skellti hurðinni og flýtti sér að læsa Hann stóð másandi með eyrað við skráargatið og fann til ein- hvers undarlegs magnleysis í öll um líkamanum. Hann heyrði hana hreyfa sig hægt og hljóð- lega, inni í herberginu. Skúffa var opnuð og vonin vaknaði í brjósti hans — hún verður kyrr. Svo heyrði hann lágan smell, sem hann vissi ekki hvað var og hann þrýsti eyranu enn fastar að hurð- inni. Rödd hennar virtist svo nærri honum, að hann kippti höfðinu til baka. Hann heyrði hlýjuna í rómnum: — „Elskan mín“, sagði hún lágt og ástúðlega. — „Mig grunaði ekki, að þú mundir taka þetta svona nærri þér. Viltu fyr- irgefa mér, Adam“. Hann andaði ört og slitrótt. Hönd hans skalf, þegar hann reyndi að snúa lyklinum og hann féll á gólfið, þegar hann hafði snúið honum. Hann opnaði dyrn- ar. Hún stóð þrjú skref innan við þröskuldinn. í hægri hendinni MARKtJS Eftir Ed Dodd hélt hún á skammbyssunni hans og dökkt opið á byssuhlaupinu gein við honum. Hann steig eitt skref áfram og sá að bógurinn var spenntur. Hún hleypti af. Blýkúlan hitti hann í öxlina, flattist út og tætti sundur stykki af herðablaðinu. Blossinn og hvellurinn sviptu hann að mestu allri meðvitund, hann skjögraði aftur á bak og féll á gólfið. Hún gekk hægt til hans, gætilega, eins og um sært dýr væri að ræða. Hann starði upp, í augu hennar, sem hvíldu á honum, köld og miskunnarlaus. Svo fleygði hún skammbyssunni á gólfið við hlið hans og gekk út úr húsinu. 18. KAFLI. 1. Horace Quinn hafði verið skip- aður vara-héraðsfógeti, til að hafa eftirlit með héraðinu um- hverfis King City. Hann kvart- aði yfir því, að starfið krefðist allt of mikils tíma af sér, svo að það bitnaði á búskapnum heima fyrir. Konan hans kvartaði jafn- vel sínu meira, en sannleikur. inn var hinsv egar sá, að mjög lít- ið hafði verið um afbrot þar um slóðir, síðan Horace gerðist vörður laga og réttar. Hann hafði vonazt eftir því að geta aflað sér frægðar og orðið héraðsfógeti. Héraðsfógetinn var alltaf virðu- iegur og virtur. Starf hans var ekki jafnótryggt og erfitt og starf fulltrúans, heldur fast og veglegt. Horace hafði enga löng. un til þes að dveljast þarna á bú. jörð sinni til æviloka og kona hans vildi um fram allt flytja bú- ferlum til Salinas, þar sem hún átti ættingja. Þegar Horace barst sú lausa- fregn, bæði með indíánanum Lopez og smiðunum, að Adam Trask hefði orðið fyrir skoti, söðlaði hann óðar hest sinn og fól konu sinni að sundra svíninu, er hann hafði slátrað þá um morguninn. Skammt fyrir norðan stóru mórberjatrén, þar sem vegurinn beygir til vinstri, mætti Horaca Juliusi Euskadi. Julius var ekki búinn að ákveða það fyllilega hvort hann ætti heldur að fara á kornhænuveiðar, eða ríða til King City, taka sér þar far með lestinni til Salinas og kaupa þar ástir kvenna. Euskadi- fjölskyldan var efnað og myndar legt fólk af spönskum uppruna. Julius sagði: — „Ef þú slæst í förina, þá höldum við beint til Salinas. Mér er sagt að þar sé bú- ið að opna nýtt hóruhús, rétt við hliðina á Jenny og mjög skammt frá Long Green. Forstöðukonan hvað heita Faye. Þetta er vist skolli fínn staður, næstum ein« og í San Francisco. Með píanó. leikara og öllu því“. SHtltvarpiö Þriðjudagur 2. júlí. Fastir liðir eins og venjulega. j 19,00 Hús í smíðum: XVI: j Marteinn Björnsson verkfræðing- I ur svarar spurningum hlustenda. ’ 19,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). 20.30 Tónleikar Smet- ana-kvartettinn leikur. — 20,55 Frá hálfrar aldar afmælishátíð Ungmennafél. íslands á Þingvöll- um. — 21,45 Kórsöngur: Útvarps- kórinn syngur (plötur). — 22,10 „Þriðjudagsþátturinn". — 23,00 Frá landskeppni Dana og íslend- inga. — 23,20 Dagskrárlok. to — Konan mín stofnaði lífi sínu í hættu mín vegna . . . hvað áttu við? - Ég segi þér það, þegar þú hefir lesið bréfið. 2) — Lestu það fyrir mig, Markús. Ég er ekki með gler- augun með mér. — „Elsku Hallur, ég reyndi að ná til lögreglunnar . . . Jordan er að leita að þér . . . Hann hefir svarið þess eið að drepa þig . . . 3) . . . Ég reyni að halda hita a Petu litlu. Hjálpin hlýtur að berast fljótt. Ef ég skyldi aldrei sjá þig aftur . . . 4) . . . vil ég biðja þig að minnast þess, að ég elska þig af öllu hjarta. — Marta.“ Miðvikudagur 3. júlí: Fastir liðir eins og venjulega. 12.50—-14.00 Við vinnuna: Tón- leikar af plötum. 19.30 Lög úr ó- • perum (plötur). 20.30 Erindi: Sannleiksleitin (Grétar Fells rit- höfundur). 20.55 Tónleikar (plöt- ur). 21.20 íþróttir (Sigurður Sig- urðsson). 21.40 Tónleikar (plöt- ur. 22.10 Upplestur: „Forspá“, smásaga eftir Kristján Bender (Valdimar Lárusson leikari). 22, 20 Létt lög (plötur): 23.00 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.