Morgunblaðið - 02.07.1957, Síða 19
Þriðjudagur 2. júlí 1957
MORCVNBLAÐIÐ
19
íslendingar unnu í 7 greinum af 10
og hafa 58 sfig gegn 47eftir 7. dag
ALDREI hefur nokkur landskeppni íslendinga byrjað eins vel og keppnin við Dani,
sem hófst í gser, Aldrei hefur eitt ísl. landshð frjálsíþróttamanna verið eins sam-
stillt til stórra átaka. Aldrei hafa ísl. íþróttaunnendur verið gripnir eins föstum tökum
hrifningar og spennings og í gærkvöldi og verið haldið í vímu sigurvona og ánægju allt
til síðustu stundar keppninnar. Það byrjaði með tvöföldum ísl. sigri í 100 m hlaupi og
samtímis stökk fyrirliði landsliðsins, Vilhjálmur Einarsson, 7,41 m í langstökki, eða 9 cm
lengra en íslandsmet Toorfa er og það afrek bætti hann síðaar í 7,46 m.
Vilhjálmur 7,46 í langsf.
- Krístján 14:56 í 5 km.
og fleirí glœsileg afrek
Hann og 100 m hlaupararnir gáfu fordœmið, sem leiðdi til hinna
óvæntu úrslita í grein eftir grein. Og þannig vann liðið þann sigur
itð hafa 58 stig gegn 47 stigum Dana eftir fyrra kvöld keppninnar.
I>eir, sem vit þóttust hafa á hlutunum, spáðu tapi fslands fyrri
ðaginn, en þó sigri í keppninni í heild. En þetta breyttist á undur-
samlegan hátt, ekki vegna lélcgra árangra Dana, heldur vegna
•tórbættra afreka landanna. En það getur fleira breytzt. Þó spáð
■é betrl degi íslands í kvöld, skal enginn ganga út frá því sem
fefnú, þó ísland hafi mjög glæsilegar sigurhorfur.
Glæsilegu móti var lokið — við Thögersen
Það var elns og Isl. liðið tví-
elfdst við árangur 100 m
hlauparanna og Vilhjálms.
Fétur gerði sér lítið fyrir og
vann örugglega í 110 m grinda
hlaupl. Þórir bættl tíma sinn
f 400 m hlaupl um 8/10 úr sek
og tryggðl sigur og litlu mun-
aði að Hilmar væri í öðru sætl,
þó hann kæmi svo til beint úr
100 m hlaupinu. Friðrik tók
forystuna í kringlukastinu og
hélt hennl örugglega.
Þarna voru komnar flmm
freinar, þar sem ísl. sigur var
tryggður. Og það var því ekki
fyrr en í 6. grein dagsins að
danskur sigur varð staðreynd.
1800 M HLAUP
Það var í 1500 m hlanpinu.
Svavar og Kristleifur kepptu þar
fyrir ísland. Svavar mætti veik-
ur til mótsins, með nær 38 stiga
hita. Hann virtist ætla að hlaupa
„upp á sæti og stig“ en ekki
tíma. Lengi fór hann síðastur en
600 m frá marki tók hann foryst-
una, en Stender fylgdi honum.
Um 200 m frá marki jókst hrað-
inn og Svavar gerði tilraun til
að hrista Danann af sér, en hann
fylgdi sem skuggi og á beinu
brautinni varð hann hinum
sjúka sterkari og vann á vel út-
færðu hlaupi. Kristleifur barð-
ist lengi við hinn Danann og þó
hann bætti sinn bezta tíma um
5 sek., þá varð Kristleifur að
láta sér nægja 4. sætið.
110 M GRINDAIÍLAUP
Grindahlaupið var sorglegt að
því leyti að Björgvin féll og
missti alla möguleika til tíma og
keppninnar. En Pétur gaf sig
hvergi, tók forystuna um mitt
blaupið og hélt henni.
er glæsileg sería“ og hlaupa svo
þess á milli til að hvetja hina og
aðstoða þá. Ekki aðeins íþrótta-
legur sigur Vilhjálms, heidur
einnig persónulegur sigur. Dan-
irnir voru óheppmr og sá hinn
betri gerði 3 ógild og var þar með
úr leik. Stig var tapað.
KRINGLUKAST
Þorsteinn Löwe komst um
tíma í 2. sætið í kringlukastinu,
en Munk Plum kastaði af öryggi
miklu — eins og Friðrik — og
kom í veg fyrir tvöfalda sigur-
inn. En til þess varð hann að
setja danskt met.
bíðum átekta og spenntir næsta
dags að sjá hvort ísl. landsliðið
heldur áfram þessari glæsileg-
ustu sigurgöngu sinni til þessa.
A. St.
100 m hlaup:
1. Hilmar Þorbjörnsson 10,5 sek
2. Höskuldur Karlsson . 10,8 sek
3. Vagn K. Jensen .... 10,8 sek
4. Jörgen Fengel .... 10,9 sek
Stig: ísl 8 — Danm. 3.
110 m grindahlaup:
1. Pétur Rögnvaldsson . 15,1 sek
2. Erik Nissen.........15,2 sek
3. H. Anderson.........15,3 sek
4. Björgvin Hólm .... 17,5 sek
Stig: ísl. 6 — Danm. 5.
400 m hlaup:
1. Þórir Þorsteinsson . . 49,3 sek
2. Kjeld Roholm........49,6 sek
3. Hilmar Þorbjörnsson 49,7 sek
4. Ole Jachumsen .... 51,6 sek
Stig: ísl. 7 — Danm. 4.
ICringlukast:
1. Friðrik Guðmundsson 50,20 m
2. Jörgen Munk Plum . . 49,64 m
Danskt met.
3. Þorsteinn Löwe .... 49,39 m
4. P. Schlichter....... 37,74 m
Stig: ísl. 7 — Danm. 4.
1500 m hlaup:
1. Benny Stender . . . 3:57,0 mín
2. Svavar Markúss. . . 3:57,6 mín
3. C. Andersen .... 3:58,8 mín
4. Kristl. Guðbjörnss. 3:59,8 mín
Stig: ísl. 4 — Danm. 7.
Langstökk:
1. Vilhj. Einarson .... 7,46 m
2. Helgi Björnsson .... 6,99 m
3 H. Anderson...........6,75 m
Ove Thomsen, öll stökkin ógild
Stig: ísl. 8 — Danm. 2.
5000 m hlaup:
. . . 14:39,6 mín
2. Michaelson......14:51,8 min
3. Kristján Jóhannss. 14:56,2 mín
ísl. met.
4. Sig. Guðnason . . . 15:31,8 mín
Stig: ísl. 3 — Danm. 8.
Sleggjukast:
1. S. Aage Frederiksson 53,90 m
2. Poul Cederquist . . . 51,55 m
3. Þórður B. Sigurðss. . . 48,64 m
4. Einar Ingimundarsson 47,97 m
Stig: ísl. 3 — Danm. 8.
4x100 m boðhlaup:
1. ísland (Hilmar, Vilhj., Guðjón
Höskuldur)..........43,0 sek
2. Danmörk (Fengel, Jensen,
Larsen, Rasmussen). 43,2 sek
Stig: ísl. 5 — Danm. 2.
Hástökk:
1. Ingólfur Bárðason . . . 1,80 m
2. Jörn Dörig..........1,83 m
3. Sigurður Lárusson . . . 1,80 m
4. J. Christensen......1,70 m
Stig: fsl. 7 — Danm. 4.
AKRANESI 29. júní — Sextíu
manns fóru héðan í morgun frá
Fiskiveri h.f. og Heimaskaga h.f.
norður til Siglufjarðar til starfa
á síldarplani Steindórs Hjaltalíns.
Hér er norskt skip sem er að lesta
saltfisk frá Fiskiveri h.f.
— Oddur.
100 M HLAUP
Hilmar var í sérflokki og
glæsilegum spretti jafnaði hann
Isl. metið og kom 3 m á undan
næsta manni í márk. Öllum á ó-
vart var það Höskuldur Karls-
son. Hann náði mjög góðu við-
bragði og þó Jensen drægi á,
tryggði Höskuldur hinn eftir-
sótta tvöfalda sigur.
LANGSTÖKKIÐ
Vilhjálmur var ekki einn um
■tórafrekin í langstökki. Helgi
Björnsson, lítt þekktur hmgað
til, vann þarna glæsiiegt afrek.
Það var ekki nóg með að hann
í fyrstu landskeppni sinni næði
sínu bezta afreki, heldur bætti
hann það í 6,99 m. Vilhjálmur
hélt áfram sínum öruggu stökk-
um, 7,41; 7.46; 7,41, óg.; 7,40. Það
400 M HLAUP
Hilmar fór of geyst af stað í
400 m hlaupinu, en það var þrek
raun að hefja það svona stuttu
eftir 100 m sprettinn. Er um 250
m voru af hlaupinu voru Þórir
og Hilmar í forystu og henni
héldu þeir þar til um 50 m voru
eftir að Roholm kom að hlið
Hilmars og tókst að komast fram
fyrir á síðustu metrunum. Þórir
vann þarna hið óvænta afrek og
átti stórglæsilegt hlaup. Keppn-
isskap hans er óbrigðuit.
* 5000 M
5000 metrarnir voru hin
„danska grein“. Thögersen tók
snemma um 40—50 m forskot og
hélt því. En Kristján elti Micha-
elson og það var ekki gefið eftir
fyrr en í fulla hnefana. Kristján
bætti ísl. metið sitt um 11 sek-
úndur, og nú hefur hann bætt
hið gamalfræga met Kaldals um
27 sek.! Þetta er afrek sem vert
er að minnast, þó það nægði að-
eins til þriðju verðlauna.
Sleggjukastið var einnig „dönsk
grein“. Kast eftir kast áttu ís-
lendingarnir um 50 m köst, Þórð-
ur á að gizka 51—52 m, en allt
var ógilt. Danirnir unnu auðveld-
a lega, en þó ekki nálægt sínum
beztu afrekum.
Olympíustjarnan okkar, Vil-
hjálmur Einarsson, var
„stjama" kvöldsins. Hann
bætti met Torfa um 14 sm!
og tryggði öðrum fremur
sigur í boðhlaupinu. Hann
gaf liðsmönnum sínum fag-
urt fordæmi og þeir brugð-
ust ekki.
ekki eins og þetta væri bezti 100
m hlaupari Dana sem þristökkv-
arinn okkar var að keppa móti,
því svo glæsilega vann hann af
honum og skilaði örugglega til
Guðjóns Guðmundssonar, sem
hljóp móti stangarstökkvaranum
Larsen. Bilið hélzt líkt, minnkaði
ef til vill aðeins og þegar keflið
kom á undan í hendur Höskuld-
ar, þá var sigurinn tryggður, þó
Rasmussen hlypi vel.
if HÁSTÖKK
Hástökkið var hin óvissa grein.
Christensen féll fljótt úr, en hin-
ir fóru í 1. tilraun yfir 1,80. Allir
felldu 1,83 í fyrstu, en í öðru
stökki fór Ingólfur yfir, en Dör-
ig í þriðja. Sigurður féll úr.
Hvorugur fór 1,86 m og Ingólfur
tiyggði því ísl. sigur á meira ör-
yggi en Daninn.
★ BOÐHLAUPIÐ
Síðasta greinin var 4x100 m.
Hilmar byrjaði og hljóp móti
Fengel. Þeir skiluðu mjög svip-
sð. Vilhjálmur tók við af Hilm-
arLog hljóp á móti Jensen sem
náð hafði 10,8 sek. En það var
Kaup-Sala
Sporthúfur og leðurhúfur
í boði frá verksmiðju
Brdr. Kviatkowsky
Agnetevej 4, Köbenhavn S
Vinna
Hreingerningar
Sími 2173. Vanir og liðlegir
I. O. G. T.
St. verðandi nr. 9.
Fundur í kvöid kl. 8,30.
1. Inntaka nýliða.
2. Skýrsla frá Stórstúkuþingi.
3. Kosning og innsetning embætt
ismanna.
IV. Önnur mál. — Æt.
Félagslíi
Frá Sundfélagi Hafnarfjarðar
Á kveðið er að fara í skemmti-
ferð að Gullíossi og Geysi, sunnu-
daginn 7. júlí. Þátttakendur skrái
nöfn sín ». lista, sem liggur
frammi í Sundhöll Hafnarfjarðar
fyrir fimmtudaginn 4. júlí, n.k.
— Stjórnin.
Móðir okkar og tengdamóðir,
GUÐRÚN ÁSGEIRSDÓTTIR
andaðist að heimili sínu, Snorrabraut 30, 29. júní.
Börn og tengdabörn.
Faðir minn
LÁRUS VIGFÚSSON
Skúlaskeiði 4, Hafnarfirði, lézt 28. f.m.
lézt 28. þ.m.
Jón Lárusson.
Faðir minn
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
frá Siglufirði, andaðist að Elliheimilinu Grund 1. þ.m.
Fyrir hönd vandamanna.
Steinn Kristjánsson.
Systir okkar
GUÐLAUG JÓHANNESDÓTTIR
Tjarnargötu 10 A, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
kl. 2 e.h. Athöfninni í kirkjunni verður útvarpað. — Blóm
eru vinsamlega afbeðin.
Fyrir hönd okkar systranna og aðstandenda.
Kristín Jóhannesdóttir.
Útför móður okkar
RÓSU KRIST JÁNSDÓTTUR
Stórholti 20, sem andaðist 27. f.m., fer fram frá Fossvogs-
kirkju miðvikud. 3. júlí kl. 10.30 f.h.
Kristín Kristjánsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir,
Kristján Kristjánsson.
Útför
ODDGEIRS GUÐMUNDSSONAR
frá Múlastöðum er andaðist 27. júní, fer fram frá Foss-
vogskirkju föstudaginn 5. júlí kl. 1.30 e.h.
Vandamenn.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sém auðsýndu
okkur samúð við andlát og jarðarför
VALGERÐAR JÓNSDÓTTUR
Birnustöðum, Skeiðum.
Kristbjörn IlafliSason, börn, tengdabörn og barnabörn.