Morgunblaðið - 28.08.1957, Side 1

Morgunblaðið - 28.08.1957, Side 1
Ársafmæli kaupbindingar og verbfestingar: Á14. þús. launþegar hafa fengið kauphækkanir eða kjarahætur" og stórfelldar verðhækkanir hafa orðið «■------—----------------- Malenkov var skuggi Beria Stjórnarstefnan i framkvæmd HINN 28. ágúst 1956 eða fyrir réttu ári setti ríkisstjórnin bráða- birgðalög um festingu kaup- gjalds og verðlags i landinu. í greinargerð þeirri, sem stjórnin samdi fyrir forseta íslands sagði: „Félagsmálaráðherra hefur tjáð mér, að vegna atvinnuör- yggis í landinu beri nauðsyn íil að koma í veg fyrir áframhald- andi hækkun verðlags og kaup- gjalds, á meðan athugun fer fram á varanlegri lausn efna- hagsvandamálanna“. Menn vita nú, hvernig fór um hina „varanlegu lausn“. Um ára- mótin og síðan hafa verið gerðar meiri bráðabirgðaráðtsafanir en nokkru sinni fyrr. Á voru lagðir a. m. k. 300 millj. króna í nýjum sköttum. Reynt var að haga álagningu þeirra svo, að ekki lenti á vísi- töluvörum. Þrátt fyrir það hefur vísitalan hækkað um 5 stig frá áramótum, og voru menn þó sviptir fyrir fullt og allt þeirri 6 stiga hækkun, sem tekin var af þeim til bráðabirgða með lög- unum 28. ágúst 1956. Hækkun vísitölunnar um 5 stig gefur þó enga hugmynd um hina raunverulegu verðlags- hækkun í landinu, eins og hver einasti maður finnur af sínum eigin útgjöldum. Enda hafði ríkis stjórnin sjálf forystu um stór- kostlegar verðlagshækkanir svo sem með okurfarmgjöldunum til Hamrafellsins. Forysta S.f.S. Á sama veg hafði ríkisstjórnin forystu um kauphækkanir, jafn- vel á meðan kaupbindingarlögin frá 28. ágúst voru í gildi. Þar reið SÍS á vaðið undir forystu sjálfs fjármálaráðherrans með 8% kauphækkun til starfsmanna sinna í desember. Hér í Reykjavík munu vinna hjá S.Í.S. h.u.b. 250 manns. Næstir komu blaðamenn, einn- ig í desember, með h. u. b. 10% kauphækkun. Sú hækkun mun ná til h.u.b. 40 manna. Kaupbindingarlögin gengu úr gildi um áramótin, og skýrði bandaríska auðmannablaðið Wall Street Journal hinn 17. apríl sl. frá því, að þau hefðu verið látin falla úr gildi „eftir að verkalýðs- samtökin, sem lúta stjórn komm- Frh. á bls. 2. Rússar senda Sýrlandi vopn fyrir gífurlegar fjárhæðir Fréttir i stuttu máli MINNESOTA, 27. ágúst. — Tíu daga þingi Lútherska heimssam- bandsins er lokið. Þingið sóttu fulltrúar um 50 milljóna Lúthers trúarmanna, en alls eru þeir um 70 milljónir í öllum heiminum og þannig fjórða stærsta kirkju- félag heims. Þingið sótti biskup íslands og tveir prestar íslenzku þjóðkirkjunnar. HELSINKI, 27. ágúst. — 60 ára gamall flutningaverkstjóri skaut í dag fráskilda konu sína til bana á skrifstofu lögfræðingsins, sem ganga átti frá skilnaðinum, en þau höfðu ekki búið saman í tvö ár. Maðurinn var handtek- inn, þegar hann var á leið út úr byggingunni. AMMAN, 27. ágúst. — Liðþjálfi nokkur í Jórdaníu sagði í dag, að fyrrverandi hernaðarfulltrúi Egypta í Amman hefði beðið sig um að myrða konungsmóðurina, Zein, og ýmsa áhrifamenn í stjórn Jórdaníu. Liðþjálfinn er vitni í réttarhöldum gegn 21 liðsforingja úr Jórdaníuher og einum ráð- herra, sem sakaðir eru um þátt- töku í samsæri til að drepa Hussein kónung og steypa stjórn- inni. Liðþjálfinn og annar her- maður héldu því fram, að Serraj foringi sýrlenzku leyniþjónust- unnar og einn voldugasti maður Sýrlands hefði haft áform um að drepa Hussein í apríl. segir Krúsjeff MOSKVU, 27. ágúst. — Krúsjeff foringi rússneska kommúnista- flokksins hefur sakað Malenkov Beria fyrrverandi forsætisráðherra Sov étríkjanna um að hafa verið alger lega undir áhrifavaldi Bería, for- ingja rússnesku leynilögreglunn- ar, sem skotinn var fyrir landráð. Moskvu-útvarpið skýrði svo fra, að þessi ásökun hafi komið fram í ræðum, sem Krúsjeff hefur haldið undanfarið. Flutti það glefsur úr ræðunum, en þær birt- ust í tímaritinu „Kommunist“, sem er málgagn miðstjórnar kömmúnistaflokksins. í ræðum sínum ræddi Krúsjeff einnig víxl sporin, sem Stalin heitinn steig. Harmleikur Stalins átti að miklu leyti rætur í alvarlegum veilum hans, sem ágerðust undir lokin, segir Krúsjeff. Hann leyfði það, að grundvallaratriði Lenin- ismans væru brotin og tók sjálfur ákvarðanir í ýmsum þeim mál- um, sem hin sameiginlega for- usta flokksins hefði átt að fjalla um. Jafnframt slitnuðu böndin milli hans og fólksins. Malenkov ber ábyrgð á stórum hluta þess tjóns, sem flokkurinn varð fyr- ir á þessum árum, segir Krúsjeff. Hann var algerlega undir áhrifa- valdi Bería. Hann var skuggi Bería, verkfæri 1 hendi hans; þrátt fyrir það að hann Skipaði virðulegan sess í flokknum, var hann sérstaklega laginn við að hagnýta sér veikleika Stalíns, enda hvatti hann Stalín oft til að gera hluti, sem verðskulduðu stranga gagnrýni, segir ICrúsjeff í þessum ræðum sínum. Wm Malenkov Dulles efar að russneskar eldflaugar raski jafnvœginu í heiminum Washington, 27. ágúst. Frá Reuter-NTB. Á FUNDI sinum við fréttamenn í dag sagði John Foster Dulles utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að tilkynning Rússa um nýja eld- flaug, sem skjóta megi milli meg- inlanda heimsins, kynni að vera sönn, en þessi staðreynd hefði ekki í för með sér, að Rússar væru orðnir sterkari Vesturveld tillögu á afvopnunarráðstefnunni í London, sem miðaði að því að tryggja það, að háloftin, sem langdrægar eldflaugar fara um, yrðu ekki notuð í hernaðarlegum tilgangi, heldur eingöngu í þágu friðarins. Hingað til hefðu Rúss- ar ekki sagt neitt um þessa til- lögu. Dulles kvað tilkynningu Rússneskar eldflaugar fara milli meginlanda Damaskus, 27. ágúst. Frá Reuter-NTB. SÝRLENZK þriggja manna sendi nefnd undir forsæti Sayed Hass- an Jibara, sem er formaður efna- hagsráðs ríkisins, fór í dag frá Damaskus áleiðis til Moskvu, þar sem hún mun ræða við fulltrúa rússnesku stjórnarinnar um ein- stök atriði í efnahagshjálp Rússa við Sýrlendinga. í samningi, sem nýlega var gerður um þessa efna- hagshjálp, hétu Rússar að veita Sýrlendingum 140 milljón doll- ara lán með mjög hagkvæmum greiðsluskilmálum, Féð verður notað til að koma fótum undir KAUPMANNAHÖFN, 27. ágúst: Danska blaðið „Information“ seg ir, að lögreglan í Kaupmanna- höfn telji sig hafa góðar lieim- ildir fyrir því, að níu farþeganna, sem létu lífið, þegar rússneska flugvélin fórst á Kastrup-flug- velli á dögunum, hafi verið hern aðarsérfræðingar á leið til Sýr- lands með viðkomu í Höfn. Með rússnesku farþegaflugvél- inni, sem kom til Kastrup næst á eftir þeirri, sem fórst, komu 5 aðrir sérfræðingar sem einnig voru á leið til Sýrlands. Þegar iðnaðinn, byggja járnbrautanet og áveitur. 1 Lundúnum sagði formælandi utanríkisráðuneytisins, að Rússar mundu hafa látið Sýrlendinga hafa vopn og annan herbúnað fyrir fjárhæð, sem næmi um 50 milljónum sterlingspunda (rúm- um þremur milljörðum króna), áður en Khaled el Azem land- varnaráðherra Sýrlands heimsótti Moskvu fyrir skömmu, Meðal annars hefðu Sýrlendingar feng- ið um 200 skriðdreka af gerðinni T-34, 34 orrustuflugvélar af gerð- inni MIG-15 og 70 af gerðinni MIG-17. til Hafnar kom, létu þeir í ljós ánægju sína yfir því, að þeir hefðu ekki lent í flugvélinni, sem fórst. Sögðu þeir, að vegabréf þeirra til Tyrklands, sem þeir urðu að ferðast yfir, hefðu ekki verið reiðubúin í tæka tíð, og þess vegna urðu þeir seinni fyrir en félagar þeirra, sem fórust, segir í fregn í Information. — Blaðið bendir ennfremur á það, að enn sé stöðugur straumur tækni- og hernaðarsérfræðinga frá Sovétríkjunum til Sýrlands, Líbanons og Egyptalands, og fari flestir þeirra um Kastrup. NTB unum. Sagði hann bandaríska hernaðarsérfræðinga vera þeirr- ar skoðunar, að hinar nýju eld- flaugar mundu ekki gera flug- herinn úreltan eða einskis virði. Dulles vakti athygli á því, að tilkynning Rússa um eldflaugina væri orðuð af mikilli varfærni, þannig að túlka mætti efni henn- ar á ýmsan veg. Hann kvað Bandaríkjamenn mundu fylgjast mjög náið með því, hve langt Rússar væru komnir í fram- leiðslu langdrægra eldflauga. — Hann kvaðst efast um, að Rússar hefðu gert nokkra stórkostlega nýja uppgötvun. Bæði Rússar og Bandaríkjamenn hefðu gert víð- tækar rannsóknir á þessu sviði, og mundu þeir haldá því áfram, þangað til samkomulag næðist um að binda endi á framleiðslu „nýrra manndrápstækja“ eins og hann orðaði það. Dulles sagði, að Bandarikin hefðu komið fram með sérstaka MOSKVU, 27. ágúst: — Tass fréttastofan hefir skýrt frá þvi, að fyrir nokkrum dögum hafi verið gerð tilraun með langdræg- ar eldflaugar í Sovétríkjunum, og nú sé ljóst orðið, að rúss- neskar eldflaugar geti farið milli meginlanda. Sagði í fréttinni, að tilraunin hefði borið ágætan ár- angur og allir útreikningar verið réttir. Eldflaugin, sem reynd var, fór með gifurlegum hraða og náði mciri hæð en dæmi eru til áður, sagði fréttastofan, og nú leikur enginn vafi á því, að senda má slíkar flaugar til hvaða stað- ar á jörðinni, sem vera skal. Rússa um eldflaugina, sem fram kom á mánudagskvöld, hafa aug- ljósan pólitískan tilgang. Hún hefði komið, meðan afvopnunar- viðræðurnar í London stæðu sem hæst, meðan ástandið í Sýrlandi væri tvísýnt og rétt áður en Alls- herjarþing S. Þ. kemur saman í Frh. á b’ . 2. Þá birti Tass-fréttastofan yfir- lýsingu frá rússnesku stjórninni, þar sem segir, að Rússar hafi alli tíð barizt fyrir afvopnun og banni á kjarnorkutilráunum. Til- boð Rússa hafi verið virt af vett- ugi af Vesturveldunum, og þá einkanlega Bandaríkjamönnum. Nú hafi Rússar orðið að fram- leiða hinar langdrægu eldflaug- ar til að tryggja öryggi sitt. Bendir rússneska stjórnin á það, að nú séu herstöðvar* og flug- stöðvar víðs vegar um heiminn gagnslausar, þar sem þær verði naumast varðar eftir að hin nýju vopn hafa verið tekin í notkun. Rússarnir sem fórust í Höfn voru á leið til Sýrlands >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.