Morgunblaðið - 28.08.1957, Side 6
(
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 28. ágúst 1957
193 cm. risi tekur við yfir-
stjórn landvurno Bandnríkjnnnn
NÝLEGA hafa orðið manna-
skipti í ráðuneyti Eisen-
howers í Bandaríkjun-
um, og snerta þau eitt þýðingar-
mesta ráðherraembættið, eða
meðferð landvarna.
Af starfi lætur eftir nær 5 ára
þjónustu Charles E. Wilson. —
Hann fékk orð á sig fyrir að vera
þurr og þjösnalegur, en svo mik-
ill dugnaðarforkur, að hann var
almennt kallaður „Eimreiðin“.
Wilson hafði áður stjórnað risa-
fyrirtækinu General Motors. —
Sætti það nokkurri gagnrýni á
sínum tíma að Eisenhower skyldi
skipa í embættið mann úr
„milljónafyrirtæki", en hann
svaraði: — Landvarnaráðuneyt-
ið er eins og gríðarstórt milljóna-
fyrirtæki. Til þess að stjórna því
þarf ég að fá mann sem hefur
bein í nefinu og hefur sýnt og
sannað að hann kann að fara með
yfirstjórn risafyrirtækis.
★
í stað Wilsons kemur nú mað-
ur að nafni Neil Hosler McElroy.
Hann kemur einnig úr hópi hinna
stærstu atvinnurekenda og- hef-
ur í 12 ár stjórnað Procter &
Gamble fyrirtækinu. Það er
stærsta sápugerð Bandaríkjanna,
sem hefur verksmiðjur í öllum
landshlutum og 30 þúsund starfs-
menn. En síðustu ár hefur hann
einnig lagt hönd að opinberum
málum með góðum árangri.
★
McElroy er 52 ára. Hann
fæddist í smábænum Berea (15
þús. íbúar) í Ohio-ríki. Ungur
sannfærðist hann um gildi máls-
háttarins, að „guð hjálpar þeim,
sem hjálpa sér sjálfir". — Hann
vann að hinum margvíslegustu
störfum, mokaði snjó, starfaði í
þvottahúsi og í niðursuðuverk-
smiðjum. Þegar hann lauk gagn-
fræðaskólanámi hafði þessi þilt-
ur safnað sér með dugnaði 1000
dollurum, sem urðu höfuðstóli að
háskólanámi. Hann gekk í há-
skólann í Cincinnati, þar sem
hann hefur búið síðan. Hann
varð forustumaður í félagahóp,
formaður skólafélaga, baseball-
kappi og stjórnandi danshljóm-
sveitar. Var hann fær í að leika
danslög á píanó.
Eftir háskólanámið gerðist
hann einfaldur skrifstofuþræll
hjá sápufyrirtækinu Procter &
Gamble, en hækkaði stöðugt í
tign hjá fyrirtækinu, þangað til
eftir 23 ár, eða 1948, að hann var
kjörinn forseti þessa risavaxna
sápufyrirtækis.
★
McElroy hefur um langt árabil
verið áhrifamikill í málefnum
heimaborgar sinnar, Cincinnati
í Ohio. Meðal annars var hann
formaður nefndar sem tók að sér
endurskipulagningu borgarinnar
og hann var formaður Rauða
kross deildar borgarinnar og tók
sæti í háskólaráði Cincinnati. —
Þegar Eisenhower forseti kom
fram á stjórnmálasviðið varð
hann hrifinn af kenningum hans
um endurfæðingu Repúblikana-
flokksins og stefnu hans í frjáls-
lyndisátt. Árið 1955 leitaði Eisen-
hower til hans um samningu
nýrrar skólalöggjafar. Var Mc-
Elroy formaður nefndar sem
vann að þessu verki. Þar voru(
og fulltrúar frá hinum ólíkustu
skólum og spáðu menn ekki vei
fyrir starfi þeirrar nefndar, því
að svo ólík sjónarmið ríktu þar,
meðal sérvitra prófessora. Töldu
menn að illt yrði að sætta allar
þær mismunandi stefnur.
En þetta tókst McElroy þó með
slíkum ágætum, að þegar skóla-
nefndarálitið kom fram heyrðist
varla nokkur óánægjurödd. En
mesta kraftaverkið var þó að
nefndin skyldi skila einu sam-
þykku áliti, ágreiningslaust. —
Þetta starf varð undirstaðan að
hinni merku skólalöggjöf Eisen-
howers. En sagan segir að eftir
þetta hafi Eisenhower skráð
nafn McElroys á lista yfir hina
frábærustu famkvæmdamenn,
sem stjórnin ætti völ á til þýð-
ingarmestu embætta.
★
McElroy er risi að 'vexti, eða
193 sm og vegur yfir 100 kíló.
Hann er félagslyndur maður og
í Chrysler-bílasmiðjunum og
General Electric-rafmagns- og
vélafyrirtækinu, þar sem þau
bæði framleiða tæki fyrir her-
inn. Hins vegar má hann halda
hlutabréfum í sápufyrirtækinu,
þar sem skipti þess’ við herinn
eru sáralítil eða engin.
★
McElroy tekur við Pentagon
(landvarnaráðuneytinu) í bezta
ásigkomulagi. Wilson annaðist
skipulag þess með hinni mestu
prýði. Að vísu verður örðugt að
fækka verulega í landvarnaráðu-
neytinu í sambandi við lækkað
fjárframlag frá þinginu, en Wil-
son var jafnvel búinn að leggja
drögin að nauðsynlegum upp-
sögnum og gera áætlun um á
hvaða þætti landvarnanna sparn
aðurinn skyldi leggjast.
Og þrátt fyrir sparnað mun
landvarnaráðuneytið ráðstafa
meira fé en nokkur önnur stofn-
un í Bandaríkjunum eða 33
milljörðum dollara á yfirstand-
andi ári. Og mörg vandamál þarf
að leysa vegna þess að breytirig-
ar og þróun landvarna er mjög
ör um þessar mundir.
McElroy landvarnaráðherra.
unir sér í samkvæmum. — Til
dægrastyttingar hefur hann gam
an af tennis, stangaveiðum og
spilar bæði póker og bridge af
mestu leikni. Kona hans heitir
Kamilla og eiga þau 21 árs dótt-
ur og 14 ára son.
Þegar hann gerist nú land-
varnaráðherra verður hann að
selja hlutabréf sem hann á bæði
Sönglagatextar
NÝLEGA er komin út lítil bók,
„Það gefur á bátinn“, sem er með
38 sönglagatextum eftir Kristján
frá Djúpalæk. Bókin er gefin út
af Heimskringlu og prentuð í
prentsmiðjunni Hólum hf. Á for-
síðunni er smekkleg teikning eft-
ir Atla Má.
Kristján frá Djúpalæk er nú
orðinn þekktur textahöfundur
hérlendis og munu margir kann-
ast við texta hans, eins og t. d.
Eyjan hvíta, Nótt í Atlavík, Á
baujuvakt, Togararnir talast við
o. m. fl. —
Pálmi Einarsson
landnámsstjóri 60
ÞANN 22. þ. m. átti Pálmi Ein-
arsson landnámsstjóri 60 ára af-
mæli. Hann er fæddur á Sval-
barði í Miðdölum 22. ágúst 1897.
Hann stundaði nám í Hólaskóla
og útskrifaðist þaðan 1918. Síðan
sigldi hann til Danmerkur til
búnaðarnáms og útskrifaðist frá
Búnaðarháskóla Dana 1923. Síðan
yar hann eitt ár við framhalds-
nám í Þýzkalandi og Danmörku.
Eftir heimkomuna var hann um
skeið kennari við Bændaskólann
á Hvanneyri, en gerðist jarð-
ræktarráðunautur Búnaðarfélags
íslands árið 1925. Því starfi
gegndi hann full 22 ár, eSa þar til
hann var ráðinn landnámsstjóri
snemma árs 1947. Því starfi hef-
ur hann síðan gegnt við vaxandi
vinsældir og traust.
Margvíslegum aukastörfum
hefur hann unnið að á undan-
förnum áratugum. Var búnaðar-
þingsfulltrúi 1938—’42, í milli-
þinganefnd í tilraunamálum land
búnaðarins 1949—’50 og milli-
þinganefnd í landbúnaðarmálum
1956. í nefnd til eftirlits með
prestssetrum hefur hann starfað
um margra ára skeið og margt
fleira hefur hann haft með hönd-
um.
Að stjórnmálum gaf Pálmi sig
nokkuð á tímabili aðallega sem
einn af forystumönnum Bænda-
flokksins. En hin síðari ár hefur
hann verið hlutlaus á því sviði,
og gefið sig allan að sínu starfi.
Meðan Pálmi Einarsson var
ráðunautur Búnaðarfélags ís-
lands hafði ég af honum og hans
störfum nokkur kynni, er öll
studdu að vissunni um áhuga
hans á auknum jarðræktarum-
bótum í landi voru.
ara
sbrifar úr
daglega lifinu
Skemmdarverk
í strætisvögnum
STRÆTISVAGNAR Reykjavík-
ur hafa að undanförnu orðið
fyrir allþungum búsifjum vegna
skemmdarverka, sem unnin hafa
verið á sætunum í bílum þeirra.
Einhverjir krakkar leggja það
nú í vana sinn að skera á áklæðið
á sætunum, og þarf ekki mörg-
um orðum í það að eyða, hvert
tjón hlýzt af. Hinir ungu farþeg-
ar ættu að leita annarra ráða til
að fá athafnaþrá sinni svalað og
væri vel, ef foreldrar og forraða-
menn bentu þeim á að leggja nið-
ur þennan ljóta ósið.
Sama er að segja um aðra
tízku, sem veldur starfsmönnum
strætisvagnanna áhyggjum. Það
er nú orðið nokkuð síðan skilti
með nýju sniði voru sett upp á
viðkomustöðum vagnanna. Skilt-
in eru þannig gerð, að á enda all-
hárrar járnstangar er málmplata
með stöfunum SVR. Nokkuð ber
á að plötur þessar séu brotnar,
og er það vægast sagt ósköp
kjánalegur leikur.
f fyrra settu strætisvagnarnir
upp biðskýli rétt hjá Laugarnesi.
Skýlið varð fyrir nokkrum
skemmdum á sl. vetri, er bíll ók
á það, og hefur nú verið tekið
til viðgerðar. En viðgerð hefði
þurft að fara fram, þó að til þessa
'óhapps hefði ekki komið, því að
umgengnin í skýlinu var fyrir
neðan allar hellur. Alls kyns
glósur og óþverraorð höfðu verið
krotuð og rist á veggina, og verð-
ur nú að endurnýja þá.
Upplýsingar um framangreind
atriði eru fengnar hjá Eiríki Ás-
geirssyni forstjóra strætisvagn-
anna. Velvakandi spurði hann
einnig um mál, sem hann hafði
verið beðinn að koma á fram-
færi. Kona hér í bæ þarf oft að
fara úr Hlíðahverfinu inn í
Kleppsholt. Til þess verður hún
að taka strætisvagn niður á
Lækjartorg og stíga þar upp í
annan, sem flytur hana á áfanga-
stað. Fyrir þetta er nú tekið tvö-
falt fargjald. Konan hefur áhuga
fyrir því, að tekið verði upp
sama fyrirkomulag og er t. d. 1
Kaupmannahöfn, en þar má fá
farmiða, sem gilda fyrir ferð, sem
farin er með tveim vögnum. —
Kosta þessir miðar litlu meira en
einn venjulegur farmiði. For-
stjórinn sagði að þetta mál hefði
verið athugað. Ef farið væri að
tillögu konunnar, þyrfti mjög
aukinn mannafla — sérstakan eft
irlitsmann í hvern bíl auk vagn-
stjórans, og væri þessi háttur því
að leggjast niður víða erlendis.
Hann minnti hins vegar á, að
fyrir 2 árum hefðu verið gerðar
tilraunir með nýja strætisvagna-
leið, sem ætti að gera mönnum
auðveldara að komast á milli út-
hýerfanna. Hefði verið ætlunin
að taka upp fastar ferðir á þess-
ari leið í haust, en það væri því
skilyrði bundið, að 4 nýir vagn-
ar fengjust. Leyfi fyrir þeim öll-
um hefur hins vegar ekki verið
veitt enn. Leið sú, sem farin yrði,
liggur úr Langholti um Voga,
Smáíbúðahverfi, Bústaðahverfi,
vestur Miklubraut og Hring-
braut, um Melana og Hagana og
til baka um Hringbraut og Miklu
braut, norður Lönguhlíð, niður í
Höfðahverfi og þaðan um Laugar
nes og Laugarás yfir í Langholt
á ný.
Girðingin nm Hnitbjörg
GUÐLAUGUR Einarsson mál-
flutningsmaður hefur sent
Velvakanda eftirfarandi pistil:
„Hnitbjörg, húsið sem geymir
listaverk Einars Jónssonar, er
með sérkennilegustu og fegurstu
húsum bæjarins og svo vel stað-
sett á Skólavörðuholtinu, að
reisn er meiri yfir því og virðu-
leiki en flestum húsum öðrum.
Um margra ára skeið, meðan ís-
lendingar voru að venja sig af
kotungshætti og fjárgötuspássér-
ingum og á menningarháttu og
malbik, taldi listamaðurinn nauð
synlegt að girða með mannheldri
möskvagirðingu utan um garð
sinn og höll. Girðing þéssi var
aldrei neinn fegurðarauki eða
listasmíð, heldur ill nauðsyn til
verndar gróðri og friði. Ekki er
mér fyllilega kunnugt um, hver
skilyrði listamaðurinn setti, er
hann ánafnaði íslenzka ríkinu
verk sín með safnhúsi og lóð, en
mér sýnist ugglaust, að hann
hefði ekki verið fýsandi þess,
sem nú er verið að vinna við lóð-
ina. Gerður hefur verið steyptur
veggur, jafnhár garðinum, sem
er talsvert hært-i en Freyjugatan.
Þessi steingarður er því nauð-
synlegur, en það er meira, sem
stendur til. Nú síðustu dagana
hafa sendiboðar ríkisins verið að
draga heljarmiklar fangagrindur
að steingarðinum, og mun ætlun-
in að tylla þessari smekkleysu
ofan á vegginn. Slíkur ósómi má
alls ekki eiga sér stað. íslend-
ingar eru nú vaxnir upp úr því
menningarleysi að ganga illa um
almenningsgarða. í garðinum við
Hnitbjörg eiga að vera gangstígir
og bekkir fyrir fólk að sitja á,
en ekki járngrindur, sem minna
mann á fangabúðir. Fangarnir,
sem búa eiga við Skólavörðustíg-
inn, leika nú lausum hala vegna
skorts á járngrindum og halda
jafnvel „veizlur" í fangahúsinu
að fornmannasið við mikinn öl-
krúsaglaum. Getur ekki verið, að
verkamenn ríkisins hafi farið of
langt upp eftir Skólavörðustígn-
um með járngrindurnar? Þær
eiga mun betur heima að Skóla-
vörðustíg 9. Hitt væri öfug-
streymi að halda mönnum frá
almenningsgörðum með fanga-
búðagrindum".
Ekki draugur —
í þetta sinn
JAPANSKUR nútímamálari
opnar hér sýningu“, segir
Þjóðviljinn í gær. Ég er feginn,
að það skyldi þó vera nútíma
málari. Hugsið ykkur bara, ef
japanskur 17. aldar málari hefði
nú komið hingað til að halda
sýningu í galleríinu við Hverfis-
götu!
En okkar samvinna hófst þó
eigi verulega fyr en 1947, þegar
hann gerðist framkvæmdastjóri
„Nýbýlastjórnar ríkisins" sem
hann hefur verið síðan. Þar sem
ég hef verið formaður nýbýla-
stjórnar á þessu tímabili, leiðir
af sjálfu sér, að á margvíslegan
hátt hefur reynt á okkar sam-
vinnu. En þar hefur aldrei kom-
ið til neinna árekstra, enda er
Pálmi mjög geðfelldur maður í
allri samvinnu. Hann hefur þá
kosti til að bera, sem gera alla
samvinnu auðvelda og geðfellda.
Starfsmaður er hann ágætur,
áhugasamur og sívakandi. Hann
lætur sér annt um að fylgjast
sem bezt með aðstöðunni á hverj-
um stað og taka hvert mál sem
réttustum tökum. Á svo víðtæku
og umfangsmiklu staríssviði s’em
nýbýlastjórn hefur haft og hefur
til yfirstjórnar, er það mjög þýð-
ingarmikið og hefur reynzt happa
sælt að hafa svo áhugasaman og
starfsfúsan forystumann eins og
Pálmi Einarsson er. Hann er
sanngjarn og þrautseigur samn-
ingamaður, og hefur það oft
komið sér vel í þeim margvís-
legu og viðkvæmu samninga- og
deilumálum, félagslegum og per-
sónulegum, sem hann hefur þurft
að ráða fram úr á því rúmlega
10 ára tímabili, sem hann hefur
verið landnámsstjóri. Árangurinn
hefur líka orðið mikill, þó hér
verði engin skýrsla um hann
gefin.
Pálmi Einarsson er bjartsýnn
maður og hefur sterka trú á batn-
andi hag okkar bændastéttar,
enda þótt honum séu ljósir þeir
miklu örðugleikar, sem nú er við
að etja með gífurlegum stofn-
kostnaði og byggingarkostnaði
samfara fólkseklu og lánsfjár-
skorti.
Ég flyt Pálma Einarssyni mín-
ar beztu þakkir bæði persónu-
lega og fyrir hönd Nýbýlastjórn-
ar ríkisins fyrir ágæta samvinnu,
og fyrir áhuga hans og dugnað
í starfi sínu.
Pálmi Einarsson kvæntist árið
1923 Soffíu Sigurhjartardóttur
frá Urðum í Svarfaðardal, mikil-
hæfri konu. Eiga þau sex upp-
komin og efnileg börn og mynd-
arlegt heimili.
Á þessum tímamótum í lífi
Pálma Einarssonar óska ég hon-
um allrar hamingju á komandi
árum. Einnig konu hans og börn-
um. Megi þau öll lengi lifa við
velgengni og góða heilsu. Gætu
þá íslenzkir bændur og þjóðin öll
lengi enn fengið að njóta starfs-
krafta hins áhugasama landnáms-
stjóra.
Jón Pálmason.
Finnar nota sína
reyndu menn
HELSINGFOR, 26. ágúst: — Á
sunnudaginn kemur leika Nor-
egur og Finnland landsleik í
knattspyrnu og fer leikurinn
fram í Helsingfors.
Það vekur athygli að Finnar
stilla upp í liði sínu þeim tveim-
ur knattspyrnumönnum sínum,
sem verið hafa atvinnumenn í
Frakklandi, en hafa nú hætt og
fengið áhugamannarettindi sín á
ný. Menn þessir eru Nils Rik-
berg, sem verður miðframherji
og Kalevi Lehtovira, sem verður
vinstri innherji.