Morgunblaðið - 28.08.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.08.1957, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 28. ágúst 1957 MORGVNBLAÐIÐ 3 Á sjöunda hundrað manns á samkom- um Sjálfstœðismanna á Patreksfirði Félag ungra Sjálfstæðismanna stofnab* HÉRAÐSMÓT Sjálfstaeðismanna í Barðastrandarsýslu var haldið á Patreksfirði um' síðustu helgi. Mótið sótti fjöldi manna hvaðan- æva að úr sýslunni, enda stóðu hátíðahöldin bæði á laugardag og sunnudag. A laugardagskvöldið var hald- Jóhannes Árnason inn dansleikur, og hafði hljóm- sveit frá ísafirði verið fengin til að leika fyrir dansinum. Kl. 2 á sunnudag hófst stofn- fundur Félags ungra Sjálfstæðis- manna í Vestur-Barðastrandar- sýslu. Stofnendur voru alls 55 að tölu. Á fundinum mætti Friðjón Þórðarson alþingismaður, en hann á sæti í stjórn S.U.S. svo og Birgir ísi. Gunnarsson stud. jur., en hann hefur af hálfu stjórn ar S.U.S. unnið að undirbúningi félagsstofnunarinnar. Formaður var kjörinn Jóhannes Árnason, stud. jur., en félagsstofnunarinn- ar verður nánar getið á æskulýðs síðu blaðsins innan skamms. Kl. 4 hófust hátíðahöldin að nýju. Ásmundur B. Ólsen, for- maður félags Sjálfstæðismanna á Patreksfirði setti mótið og stjórn- aði samkomunni. • Því næst tók til máls Birgir Kjaran hagfræðingur. Hann rakti feril ríkisstjórnarinnar það ár, sem hún hefur setið að völdum, hvernig hún hafi svikið öll gefin loforð og í raun og veru gefizt upp við lausn þeirra vandamála, sem að steðjuðu. Næsti ræðumaður var Friðjón Þórðarson alþingismaður. Hann lýsti undirstöðum ríkisstjórnar- innar, þ. e. Alþýðubandalaginu, en það væri nýtt nafn á komm- únistaflokknum, og Hræðslu- bandalaginu, sem byggt hefði kosningabaráttu sína upp á mis- notkun stjórnarskrárinnar og með broti á kosningalögum. For- ystumenn Hræðslubandalagsins hefðu lýst þvi yfir i hverju kjör- dæmi að samvinna við kommún- ista kæmi ekki til greina, enda hefðu þeir vitað að slíkt yrði ekki vel liðið í sveitakjördæmum landsins. Fyrsta verk þeirra eftir kosningar hefði verið að ganga til stjórnarsamstarfs við komm- únista þrátt fyrir gefxn loforð. Slíkt atferli væri fordæmingar- vert. Að lokum tók til máls Ari Kristinsson sýslumaður Barð- strendinga. Hann gat þess í upp- hafi máls síns, að stjórnmálin væru orðin snar þáttur í lífi hvers einstaklings og stjórnmálabarátt- an ákvarðaði lífsafkomu hvers manns í landinu. Hver einstak- lingur yrði því að kynna sér sem ,bezt þær stjórnmálastefnur, sem barizt væri um á hverjum tíma. Að öðrum kosti væri hætta á því að menn létu glepjast af of- beldis- og öfgastefnum, sem boð- aðar væru af pólitískum lýð- skrumurum. Ari ræddi síðan helztu megin- einkenni Sjálfstæðisstefnunnar, og gat helztu grundvallarstefnu- mála Sjálfstæðisflokksins. Hann gat því næst ríkisstjórn- arinnar, vandræða hennar og úr- ræðaleysis á hverju sviði og enn- fremur svika hennar, sem ræðu- maður taldi grafa undan póli- tísku siðgæði og trú manna á lýð- ræðisskipulagið í landinu. Hann fordæmdi ennfremur þá heift sem núverandi stjórnarflokkar hefðu notað í baráttu sinni og hvatti menn til að ganga drengilega til leiks hvar sem væri. Var mjög góður rómur gerður að máli ræðu manna. Því næst var flutt óperettan „Ást og andstreymi" með tónlist eftir Offenbach. Flytjendur voru Þuríður Pálsdóttir, Guðmunda Elíasdóttir, Guðmundur Jónsson og Fritz Weisshappel. Hlutu þau ágætar undirtektir áhorfenda. Þessa samkomu sóttu um 260 manns, og var skipað í hvert saéti, en alls sóttu þessi hátíða- höld á sjöunda hundrað manns, en þau fóru fram í samkomu- húsinu Skjaldborg á Patreksfirði, sem er eign Sjálfstæðismanna þar. Síðastliðinn vetur fóru fram gagngerar endurbætur á húsinu. Var það málað hátt og lágt, sett í það nýtt hitakerfi og ný ljósa- tæki. Ennfremur var gerður mjög vistlegur salur á efri hæð húss- ins, en þar hefur hússtjórnin rek- ið matsölu í sumár. Húsið er nú hið glæsilegasta og ber vott um stórhug og styrk Sjálfstæðis- manna á Patreksfirði. í stjórn Skjaldar félags Sjálf- stæðismanna eru: FYRIR um 44 árum eða 1913 var Jóhann Þ. Jósefsson á ferð í Þýzkalandi til að leita sér við- skiptasambanda. Þá kynntist hann þýzkum útgerðarmanni Lud Ludwig Janssen eldri sem stofnaði til góðra kynna við tslendinga. wig Janssen í Bremerhaven og hófust þar með áratuga löng við- skipti og vinátta milli þeirra, er síðar dugaði Jóhanni vel, er hann þurfti að reka erindi íslands í Þýzkalandi Alllöngu síðar, eða árið 1930, gerðu íslendingar fyrst tilraun með að sigla togara til Bremer- haven og selja þar ísfisk. Þýzkir útgerðarmenn veittu þessum söl- um mótspyrnu, en að minnsta kosti 1 þeirra var svo víðsýnn að hann studdi tilraun íslendinga af fullum drengskap og einbeitni. Þetta var Ludwig Janssen, sem síðar var skipaður ræðismaður íslands og Danmerkur, Og þessi viðskipti við Þýzkaland jukust svo mjög á næstu árum báðum löndunum til hagsbóta, að árið áður en síðari heimsstyrjöldin brauzt út var Þýzkaland orðið annað mesta viðskiptalánd ís- lands. Um þessar mundir hefur dval- izt hér á landi í hálfsmánaðar heimsókn Ludwig Janssen, sem Ásmundur B. Olsen, formaður; Ari Kristinsson, sýslumaður; Að- alsteinn P. Ólafsson; Þórunn Sig- urðardóttir og Gísli Bjarnason. f hússtjórn eru: Guðjón Jó- hannesson, Dagbjartur Gíslason, Helga Guðmundsdóttir, Friðþjóf- ur O. Jóhannesson, Ólafur Krist- Stendur Sjálfstæðisflokkurinn í mikilli þakklætisskuld við þetta dugmikla og áhugasama fólk og er starfsemi flokksins á Patreks firði til mikillar fyrirmyndar. er sonur hins gamla Ludwigs en við fráfall hans, tók han við stjórn fyrirtækja hans, bæði verzl unarfyrirtæki og togaraútgerð. Gerir hann m.a. út fimm togara frá Bremerhaven og er einn þeirra, Helgoland alveg nýr. íslenzkir sjómenn sem til Brern erhaven koma kannast vel við fyrirtækið Janssen, sem annast fyrirgreiðslu margra ísl. togar- anna þar í borg og þeir kannast einnig við Ludwig Janssen sjálf- an, sem hefur verið valinn eftir- maður föður síns sem vararæðis- maður íslands í Bremerhaven og annast það embætti með mesta sóma. Fréttamaður Mbl. hitti Lud- wig Janssen, konu hans Klöru og son Carsten sem snöggvast að máli í setustofunni á Hótel Borg. Þau hjónin kváðu þetta vera í fyrsta skipti, sem þau kæmu til íslands og hefði förin orðið þeim bæði tækifæri til að kynnast þessu stórbrotna og fagra landi og einnig til að heilsa upp á svo ótalmarga íslenzka kunningja og vini, sem þau hafa eignazt á und- anförnum árum. Því miður var tíminn bara svo stuttur, að þeim gafst ekki einu sinni tæki- færi til að hitta þá alla. — Við höfum að vísu lengi (ætlað að koma til íslands sagði > Klárchen, en það sem loks reið baggamuninn núna var að Carst- en sonur okkar fór upp til íslands hús Ingvars Vilhjálmssonar til ■ að kynnast meðferð á hraðfryst- um fiski. Og frúin heldur áfram: — Svo skrifaði hann okkur bréf, þar sem hann lýsti ánægju sinni yfir dvölinni hérna, og landi og þjóð lýsti hann með fögrum orð- um. Þá gátum við ekki lengur á okkur setið. Svo bætir hún við, eins og móður er lagið: — Og við eigum Ingvari Vilhjálmssyni þakkir að gjalda fyrir það, hve vel hann hefur gert til sonar okk- ar. Ég spyr Carsten, hví hann hafi haft svbna mikinn áhuga á frysti- húsum og hann greinir mér frá því, að hann hafi hug á því í fram tíðinni, að reyna fyrir sér með innflutning og sölu á hraðfrystum fiski til Þýzkalands. Þar séu hugs anleg mikil viðskipti. En báðir synir þeirra hjóna, Carsten og Ludwig yngri hafa búið sig undir starf við fyrirtæki föður síns. Síðan fór ég að ræða við Lud- wig Janssen. Hann hefur nú með höndum fyrirgreiðslu margra þeirra íslenzku togara sem koma til Bremerhaven. Kvaðst hann vera fylgjandi því að fiskverzlun- in sé sem frjálsust og bendir m.a. á að það komi sér vel fyrir Þjóðverja, þegar togarafloti þeirra er að síldveiðum á Noi’ður sjó, að geta þá flutt inn fisk til daglegra þarfa. Fyrsti íslenzki togarinn eftir síðari heimsstyrj- öld kom til Bremerhaven 1948 og nú koma margir árlega, aðallega á haustin og fram eftir vetri. Hann getur þess að þeir fimm togarar , sem hann rekur séu af þeirri venjulegu stærð sem nú tíðkast, 600—700 smálestir en í framtíðinni telur hann líklegt að togararnir skiptist aðallega í tvo flokka. Annað eru stór verk- smiðjuskip 2000—3000 tonn sem verða búin botnvörpuútbúnaði en verka aflann sjálf, frysta hann. Hins vegar verða togararn- ir sem fiska í ís minni. Ludwig Janssen kveðst minn- ast margra íslendinga, sem sigldu til Bremerhaven fyrr á árum, eða komu þangað einhverra erinda. Hér gafst honum m.a. tækifæri til að hitta gamla vini ems og Jóhann Þ. Jósefsson, sem tók á móti þeim, og t.d. Sigurjón Ein- arsson skipstjóra, sem sýndi hon- um dvalarheimili aldraðra sjó- manna, en slík fyrirmyndarstofn un segir Janssen að þekkist hvergi í Þýzkalandi. Annan sinna beztu vina, Guðmund Markússon gat hann ekki hitt. Þeim hjónum var boðið til for- seta íslands og rifjaðist það þá upp að Ásgeir Ásgeirsson var utanríkisráðherra í þann mund sem togarasiglingar voru að hefj ast til Þýzkalands og vann að þeim málum. Meðal annara sem þau hittu var Hafsteinn Bergþórs son, Jón Axel Pétursson, Ólafur H. Jónsson, Jónas Jónsson vex:k- smiðjustjóri, Björn Thors, fram- kvæmdastjóra F.Í.B., Friðþjófur Jóhannesson, Páll Oddgeirsson og sonur hans ísleifur Pálsson og Tryggvi Ófeigsson; í Hafnarfirði þeir Loítur Bjarnason og Ólafur Einarsson og á Akureyri hittu þau Guðmund Guðmundsson og Guðmund Jörundsson. Þau Janssen-hjónin lofa mjög þá gestrisni, sem þau hafa mætt hvarvetna og segja, að þessi ís- landsferð verði þeim ógleyman- leg. Þau hafa dáðst að fram- kvæmdum og framförum m.a. hér í Reykjavík og hrifizt af fegurð náttúrunnar bæði sunnan Ludwig Janssen í Bremer- r haven í heimsókn á Islandi Góður og gegn fulltrúi íslands, er annast fyrirgreiðslur togaranna. tilaðstarfa við ísbjörninn, frysti og norðanlands. Þ.Th. Ludwig Janssen yngri, Klara kona hans og Carsten sonur þeirra. STAKSTEIhlAR „Fékk bitling“ Fæstir muna lengur eftir Þjóð- varnarmönnum. ööru hverju fá þeir þó kveðjur frá vinum sínum í hinum „vinstri fIokkunum“. — í Þjóðviljanum 16. ágúst sl. birt- ist t.d. eftirfarandi bréf undir fyrirsögninni: „Fékk bitling“: „Fyrrverandi meðlimur Þjóð- varnarflokksins“ skrifar: Síðast- liðinn föstudag birtir dagblaðið Tíminn stóra frétt um það, að Mjólkursamlag K.E.A. á Akur- eyri hafi byrjað að meta osta- framleiðslu þá, sem flytja á til út landa og Mjólkursamlagið þar framleiðir. í þessari sömu grein segir einnig, að Mjólkursamlagið sé þegar búið að ráða mann í þann starfa, sem mætti með réttu kalla Smakkarastarf og þarf því sá maður að vera sér- staklega bragðnæmur, sem tekur að sér þennan nýja bitling. Fram sóknarmenn sáu, að hér væri til- valinn bitlingur fyrir Þjóðvarn- armanninn Þórhall Halldórsson, mjólkurfræðing, þeir buðu hon- um hann og beit hann þegar á agnið. Tíminn birtir mynd af Þórhalli ásamt mjólkursamlags- stjóranum, Jónasi Kristjánssyni, sem er einn af forustumönnum Framsóknarflokksins á Akur- eyri, en upplitið á Jónasi er ekki eins háleitt og á Þórhalli, eftir myndinni að dæma, enda ekki eðlilegt, því Jónas átti í mikilli höggorustu við Þjóðvarnarmann- inn, ráðunautinn í Eyjarfjarðar- sýslu, fyrir nokkrum mánuðum, og það sár er ekki gróið. En áber- andi er, að blað frjálsþýðinga, Frjáls þjóð, minnist ekki einu orði á þennan Framsóknarbitling Þórhalls, enda í sjálfu sér eðli- legt, þar sem það blað hefur haldið uppi látlausum áróðri og gagnrýni á alla stjórnmálaflokka landsins fyrir klíkuskap og alls kohar bitlinga. Hvað er að gerast í Þjóðvarnarflokknum, er þar orðin stefnubreyting eða er búið að sparka Þórhalli? Vonandi fá- um við svar við þessu í næsta blaði Frjálsrar þjóðar. Við bíð- um. — Já, svona fór með sjóferð þá---------. Með þakklæti fyrir birtinguna — Fyrrverandi með- limur Þjóðvarnarflokksins". Hið eftirtektarverðasta við þetta bréf er sá hugsunarháttur, að ómögulegt sé, að nokkur fái stöðu hjá V-stjórninni, nema hann sé þar með keyptur til stuðnings við hana. Lýsir það vel ástandinu, að málgagn eins „umbótaflokksins“ skuli telja sjálfsagt, að þannig sé farið að. „Fargjaldið ódýra“ í Tímanum 25. þ.m. sagði: „Meðal þeirra íslendinga, sem leita siðvæðingar á Mackinaceyju í Michiganvatni um þessar mund ir er Bárður Daníelsson bæjar- fulltrúi þjóðvarnar í Reykjavík ;------• Háttsettur foringi flokks ins heitins lét svo ummælt, að ekki mundi af veita, eftir at- kvæðagreiðsluna um útsvarsmál- ið í bæjarráði ------. Ætlað er þó, að „mórölsk oprustning" hafi ekki verið aðalerindi bæjarfull- trúans vestur um haf, heldur business í Chicago fyrir nagla- verksmiðjuna — fargjaldið var ódýrara með siðvæðingarhópn- um heldur en með áætlunarflug- vélinni-------.” Til frekari glöggvúnar er rétt að geta þess, að Tíminn hefur lát- ið sér svo títt um þetta ferðalag, að hann hefur þegar birt a. m. k. eina fréttagrein af því frá ein- hverjum þátttakendanna. Þar er öllu fagurlega lýst og auðvitað ekki getið um annað en sátt og samlyndi samferðamannanna. —- Strax á eftir er svo fyrsta tæki- færi notað til að taka einn úr hópnum út úr og bera lxann æru- leysis sökum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.