Morgunblaðið - 28.08.1957, Side 15

Morgunblaðið - 28.08.1957, Side 15
Miðvikudagur 28. ágúst 1957 MORGVNBL4Ð1Ð 15 „Alhert er ekki einn af 11 beztu knattspyrnumönnum íslands" GnnoL Lórnsson fom. Svavar sefti glœsilegf met í míluhlaupi — Sagði londsliðsnefndnr KSÍ er lnndslið íslnnds við Frnbbn vor tilbynnt Á SUNNUDAGINN kemur gengur ísl. landsliðið til landsleiks við eitt af sterkustu landsliðum Evrópu — lið Frakka. Leikurinn fer fram í Laugardalnum og er liður í undankeppni heimsmeistara- keppninnar. Á miðvikudag í næstu viku fer fram sams konar leikur við landslið Belgíu, en íslandi, Frakklandi og Belgíu var skipað saman í 1 af 9 riðlum Evrópulanda í heimsmeistarakeppn- inni. ísland tapaði sem kunnugt er fyrir Frökkum og Belgíumönn- um í júnímánuði með 8:0 og 8 gegn 3. •jk Koma á fimmtudag Stjórn KSÍ kvaddi blaðamenn á sinn fund í gærdag til að skýra frá vali í liðin og undirbúningi fyrir leikana. Björgvin Schram hafði orð fyrir stjórninni. Kvað hann franska liðið koma á fimmtudagskvöld. Það var val- N ið á mánudaginn. Sagði Björg- leik sem úrslitakeppnin verður. vin að reynt yrði að taka á móti þeim á sem beztan hátt, enda ari mönnum á erl. velli en heima fyrir. Vinni Frakkar ísland, sem flestir munu gera ráð fyrir, þá nægir þeim jafntefli við Belgíu- menn í Brússel til að komast í úr- •slitakeppnina næsta ár, en þeir eru taldir líklegastir Evrópuþjóða til að komast langt í þeim hildar- hefðu Frakkar tekið framúrskar- andi vel á móti íslenzka liðinu er það fór utan í júní. Sennilega verður farið til Þingvalla með lið ið og menntamálaráðuneytið hef- ur móttöku fyrir það í ráðherra- bústaðnum. 14 leikmenn franskir koma og 8 „fararstjórar" þ.e.a.s. þjálfari, landsliðsnefndarmaður og venjulegir fararstjórar. Belgíumenn velja lið sitt á miðvikudag ( í dag). Þeir koma með sérstakri flugvél á mánu- dagskvöld, sama dag og Frakk- arnir fara. Flugvélin bíður eftir þeim hér, enda hafa þeir aðeins 48 stunda viðdvöl. ★ Liðin Síðan skýrði Björgvin Schram frá franska liðinu. Það er þanig skipað: Markvörður: Colonna. Bakverðir: Kaelbel, sem á 9 landsleiki að baki og Boucher. hafa Albert með í framlínu hins isl. landsliðs. Það virðist og svo að innan KSl-stjórnarinnar hafi þetta mál vakið einhverja óþægi- Iega tilfinningu, því form. KSl sagði, eins og áður segir, að KSÍ bæri enga ábyrgð á vali liðsins. Albert er í hópi varamanna, en þeirra hlutverk er næsta lítil- fjörlegt, því eftir að leikur er hafinn, má enginn koma inn á þótt einhver meiðist. Orð formanns landsliðsnefndar vekja vafalaust mikinn ugg í Frakklandi. Þar þekkja menn og kunna að meta þá knattspyrnu sem Albert sýnir, og það veldur vafalaust nokkrum skjálfta í franska landsliðinu að hann sé ekki talinn meðal 11 beztu knatt spyrnumanna fslands — en finnst þó í hópi varamanna!!! ★ Um aðrar stöður orkar og tví- mælis. Sveini er „kastað fyrir borð“, sem sýnt hefur nokkuð FR J ÁLSÍÞRÓTT AMENN KR kepptu í annað sinn í utanför sinni á mánudag og þá í Gauta- borg. Svavar setti nýtt ísl. met í míluhlaupi. Hljóp han á 4:10,7 sek, en gamla metið er hann átti sjálfur var 4:13,8. Svavar var 6. í hlaupinu aú. Sigurvegari var Svíinn Waern sem hljóp „draumamilu“ 3:59,6 min. Guðjón Guðmundsson hljóp 440 yarda grindahlaup á 56,1 sek. Kristleifur keppti í 800 m hl. og náði sínum langbezta tíma og mjög athyglisverðum eða 1:56,3 mín. Beztu þakkir til allra þeirra sem minntust mín á átt- ræðisafmæli mínu 15. ágúst sl. Stefán Þorláksson, Arnardrangi, Landbroti. Þá vék Björgvin Schram að ísl. liðinu. Það er þannig skipað gegn Frökkum: (Liðið gegn Belgíu verður valið strax að loknum leiknum við Frakka). Þórður Jónsson Þórður Þórðarson Halldór Sigurbj.son Gunnar Gunnarsson Ríkharður Jónsson Guðjón Finnb.son Halldór Halldórsson Reynir Karlsson Kristinn Gunnlaugsson Árni Njálsson Helgi Daníelsson Varamenn: Björgvin Hermannsson, Guðm. Guðmundsson, Páll Aronsson, Albert Guðmundsson og Skúli Nielsen. Björgvín Schram tók það jafna leiki, en Guðjón valinn, Jonquet miðframvörður liðsins (t. v.) á 42 landsleiki að baki. Piantoni vinstri innherji. Hann á 20 landsleiki að baki og var eins og Jonquet í liðinu á móti íslandi í júní. Framverðir: Penverne, sem á 20 landsleiki að baki, Jonquet sem á 42 landsleiki að baki og Marcel sem á 20 landsleiki að baki. Framherjar: Bliard, Piantoni, sem á 20 landsleiki að baki, Cis- owski, Wisnieski og Ujlaki, sem á 14 landsleiki að baki. Varamenn eru Bernard (mark- vörður) Siatka og Oliver. Kaelbel bakvörður, Penverne framvörður, Jonquet miðfram- vörður, Marcel framvörður, Pian- toni framherji voru allir í liðinu sem lék gegn íslandi í Nantes, svo og Oliver sem er varamaður. Aðeins varðandi þá menn liggja nú fyrir upplýsingar um hve marga landsleiki þeir eiga að baki. Hvort hinir „nýju“ menn í franska liðinu eru betri er ekki vitað, nema að því er snertir markvörðin og Colonna mun vera þeirra bezti markvörður. Má ætla að þeir tefli fram reynd- skýrt fram að stjórn KSÍ bæri enga ábyrgö á vali liðsins. — Valið og allur undirbúningur liðsins væri í höndum lands- liðsnefndar og hún hefði í þeim málum alræðisvald. Landsliðsnefnd KSl skipa: Gunnlaugur Lárusson form., Sæ- mundur Gíslason, Lárus Arnason, Akranesi, Sigurður Ólafsson og Haraldur Gíslason. Þeirri spurningu var beint til form. nefndarinnar, hvers vegna Albert væri ekki meðal liðs- manna og hver væri afstaða henn ar gagnvart honum. Svar formannsins var stutt og skýrt: „Albert er að dómi nefnd- arinnar ekki í þjálfun og hann er að okkar dómi ekki meðal 11 beztu knattspyrnumanna Islands“. ■jk Hvað er að gerast? Svarið er skýrt, en vafalaust munu margir furða sig á því. Er á heíur liðið sumarið hefur Al- bert Guðmundsson sýnt að hann er korninn í meiri og betri þjálf- un en hann hefur áður verið í hér heima frá því að hann hætti keppni ytra. Að dómi margra hefur Albert í sumar sýnt meiri getu og kunnáttu á vellinum en aðrir knattspyrnumenn, erlendir ekki undanskildir. Því getur og enginn neitað (jafnvel ekki landsliðsnefndin með alræðisvaldið) að hann þekk ir franska knattspyrnu og suma af leikmönnunum betur en nokk- ur ísl. knattspyrnumaður. Það hefur kannske ekkert að segja? Sumir af framherjum hins ísl. liðs hafa ef til vill meiri yfirferð á vellinum en Albert, en hver byggir betur upp, hver skapar samherjum sínum og sjálfum sér betri tækifæri en hann? Það er kannske yfirferðin ein sem hefur eitthvað að segja? Nú er það svo að það verður matsatriði hverju sinni hver á heima í landsliði. En ég efast um, eftir leiki sumarsins, að hægt væri að finna margar fimm manna nefndir, sem myndu ekki sem sýnt hefur mjög misjafna leiki. En þó hér sé hart deilt á þessa ráðstöfun þá skal þó það vonað, að orð landsliðsnefndarformanns- ins reynist sönn: að við eigum 11 betri menn en Albert Guðmunds- son. Þá þurfum við reyndar engu að kvíða og væru stærri þjóðir en við hreyknar af okkar lands- liði. _ A. St. Hvernig landslið- ið eræft Á FUNDI KSÍ með blaðamönnum í gær skýrði Gunnl. Lárusson form. landsliðsnefndar frá því hvernig landsliðið hefur verið æft í ár. Sú frásögn verður að bíða til morguns vegna rúmleysis. KR vann Þrótt með 13:1 í FYRRAKVÖLD kepptu KR og Þróttur í haustmóti meistara- flokks. Unnu KR-ingar með 13 mörkum gegn 1 og sýndu mjög góðan leik, fallegan samleik og virkan. Sérstaka athygli vakti Þórólfur Beck í KR-liðinu, en hann er ungur leikmaður, „gull- drengur“ (þ.e.a.s. hefur loldð hæfnisþrautum KSÍ). Hann skor- aði 6 markanna, sum mjög glæsi- lega. Hinir yngri menn KR lofa mjög góðu um framtíðina. Áður hefur Valur unnið Þrótt í haustmótinu með 4:1. f kvöld mætast Víkingur og Valur. Það er í síðasta sinn á ár- inu sem þau mætast. Er þau mættust fyrst í vor unnu Víking ar með 3:2. Leikurinn í kvöld hefst kl. 7. Samkðmur Kristniboðshúsið Letanía, Laufásvegi 13 Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. Sigursteinn Hersveinsson talar. Allir velkomnir. Móðir mín HELGA JÓNSDÓTTIR frá Sveinsstöðum, andaðist 25. ágúst sl. að heimili minu Snorrabraut 35, Reykjavík. Jarðað verður frá Ingjaldshólskirkju, miðvikudaginn 4. sept. kl. 3. Fyrir hönd okkar systkinanna og annarra vandamanna Guðrún Guðbjörnsdóttir. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma GUÐNÝ GUNNARSDÓTTIR Höfðaborg 46, verður jarðsungin föstudaginn 30. þ.m. frá Fossvogskapellu kl. 1,30 e.h. F.h. aðstandenda. Guðjón Jónsson. Utfór móður okkar og tengdamóður ELÍNAR GUÐMUNDSDÓTTUR, sem lézt 21. þ. m. fer fram föstudaginn 30. þ. m. frá Frí- kirkjunni og hefst kl. 2 e. h. — Blóm vinsamlegast af- beðin, en þeim sem vildu minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Steinþór Eiríksson, Guðm. Eiríksson, Guðríður Steindórsdóttir, Þuríður Markúsdóttir. Eiginmaður minn JÓNAS TH. SIGURGEIRSSON sem lézt 21. þ.m., verður jarðsunginn fimmtudaginn 29. þ. m. Athöfnin hefst með bæn að heimili hans Skólabraut 13, Akranesi, kl. 2 e.h. — Blóm afbeðin. Helga Þórðardóttir. Móðir mín INGIBJÖRG BACHMANN JÓNSDÓTTIR sem lézt 21. þ.m. verður jarðsungin í Fossvogskirkju fimmtudaginn 29. þ.m. kl. 1,30 e.h. Karl Sigurðsson. Alúðar þökk fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför HELGU GUÐMUNDSDÓTTUR Framnesvegi 1 Sigurður Guðmundsson, Ingólfur Guðmundsson, Guðfinna Jónsdóttir, Ásta Þorsteinsdóttir og sonarsynir. Einlægar hjartans þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför ástkærrar eiginkonu og móður INGIBJARGAR SIGRÍÐAR JENSDÓTTUR Magnússkógum, Dalasýslu. Fyrir hönd barna okkar, fóstursonar, tengdabarna og annarra ástvina. Halldór Guðmundsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för sonar og bróður okkar ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR frá Hesteyri. En sérstaklega þökkum við sjúkralækni, hjúkrunarkonum og starfsfólki við sjúkrahús ísafjarðar fyrir góða hjúkrun og umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ketilríður Veturliðadóttir og systkini.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.