Morgunblaðið - 28.08.1957, Side 12
12
MORGVNBIAÐIÐ
Miðvikudagur 28. ágúst 1957
Edens
eítir
John
Steinbeck
116 J
= I
lært þær. — Það er alltaf svipan,
reipið og riffillinn. Ég vildi að ég
hefði ekki farið að segja yður frá
þessu“.
„Hvers vegna hefðuð þér ekki
átt að gera það?“, spurði Adam.
„Ég get séð fyrir mér andlit föð
ur míns eins og það leit út, þegar
hann sagði mér þetta. Gamall
harmur og þjáning kemur aftur,
blæðandi og helsár. Þegar faðir
minn sagði mér frá þessu varð
hann að taka sér málhvíldir til að
ná stjórn á tilfinningum sinum
og þegar hann hóf frásögnina aft
ur, talaði hann hörkulega og með
sárbeittum orðum, líkast því sem
hann vildi skera sjálfan sig með
þeim.
Þessum tveimur ógæfusömu
manneskjum tókst að vera sam-
an, með því að segja að hún væri
bróðúrsonur föður míns. Mánuð-
irnir liðu og til allrar hamingju
fyrir þau gildnaði hún ekki áber-
andi mikið og hún lét aldrei
neinn bilbug á sér finna við vinn
una, hversu miklar þrautir sem
það kostaði hana. Faðir minn gat
hjálpað henni svolítið með pví að
segja: — „Bróðursonur minn er
ungur og bein hans óhörnuð".
FERÐAMENN
í í #
Ferðaskrifslofa ríkisins
skipuleggur ferðalög fyr
ir einstaklinga og hópa,
innan lands og utan. Sel-
ur flugfarseðla til allra
landa. Útvegar gistiher-
bergi.
■> í &
F erðaskrif stof an
hefur un.boð fyrir þekkt-
ar og viðurkenndar ferða
skr'fstofur erlendis og
miðlar þátttöku í skipu-
lögðum ferðum þeirra
víða um lönd.
í í í
Notið yður ókeypis aðstoð
og reynslu sérfróðs starfs-
fólks.
Ferðaskrifstofa ríkisins
Gimli við Lækjargötu
Sími 11540.
------------------□ •
Þýðing
Sverrii Haraldsson
□---------------------□
Þau höfðu engin áform á prjón-
unum. Þau vissu ekki hvað til
bragðs skyldi taka.
En svo loks datt föður mínum
ráð í hug. Þau skyldu fara inn á
milli fjallanna og lengra upp á
hásléttuna og þar nálægt ein-
hverri fjallatjörninni ætluðu þau
að búa til eitthvert skýli, til að
hafast við í, þar til fæðingin væri
um garð gengin. Og þegar móðir
mín væri orðin heil og barnið
fætt, ætlaði faðir minn að snúa
aftur og afplána refsinguna. Og
hann ætlaði að undirrita annan
fimm ára samning, til þess að
bæta fyrir brot bróðursonarins.
Þetta var að vísu óaðgengileg
lausn vandamálsins, en hún var
sú eina hugsanlega og það var að-
aðalatriðið. Áformið var undir
tvennu komið — að þau veldu
réttan tíma og að þeiin tækist að
afla nauðsynlegra matvæla".
Lee sagði: — „Foreldrar mínir“.
— Svo þagnaði hann og brosti
yfir því að hann skyldi nota þetta
orð. — „Foreldrar mínir hófu
þegar að undirbúa flóttatilraun
sína. Þau tóku alltaf dálítið af
hinum daglega rísskammti og
földu það undir svefnteppunum
sínum. Faðir minn fann alllang-
an snærisspotta og svo svarf
hann til öngul úr vírbút og með
þessu hugðist hann veiða silung
í fjállavötnunum. Hann hætti að
reykja, til þess að spara eld-
spýtnaskammtinn.
Og móðir mín safnaði saman
öllum tuskum og fataræflum sem
hún komst yfir og rakti úr jöðr- *
unum, til þess að fá þráðarspotta.
Svo saumaði hún þessar pjötlur
saman, til þess að eiga einhverjar
réifar handa frumburðinum. Ég
vildi óska að ég hefði þekkt hana“.
„Það vildi ég líka“, sagði Adam.
„Sögðuð þér nokkurn tíma Sam
Hamilton frá þessu?“
„Nei, ég sagði honum það
aldrei. Ég vildi óska að ég hefði
gert það. Hann kunni að meta
mannlega stærð og mannlegar
þjáningar. Slíkir hlutir voru hon-
um sem persónulegir sigrar“.
„Ég vona að þau hafi komizt
upp til f jallavatnsins", sagði
Adam.
„Ég veit hvernig yður er inn-
anbrjósts. Og þegar faðir minn
sagði mér frá þessu, var ég van-
ur að segja í barnslegij einfeldni:
„Nú skaltu komast alla leið til
vatnsins — nú skaltu koma
mömmu minni þangað. —- Láttu
það ekki ske einu sinni enn. Ekki
í þetta skiptið. Ó, segðu mér bara
í þetta eina skipti að þið hafið
komizt alla leið og byggt hús úr
furugreinum". — Þá varð faðir
minn mjög kínverskur. — Hann
sagði: — „Þa; er meiri fegurð í
sannleikanum, jafnvel þótt það sé
hræðileg fegurð. Sögumennirnir
við borgarhliðin rangfæra lífið,
svo að það verður fallegt í aug-
um hinna lötu, hinna heimsku og
hinna máttvana, en það eykur
einungis vanmátt þeirra og kenn-
ir ekkert, læknar ekkert og örvar
ekki hjartslátt í neins manns
brjósti".
„Haldið áfram — haldið áfran.“
sagði Adarn óþolinmóður.
Lee reis á fætur og gekk út að
glugganum og á meðan hann lauk
sögunni, hoi-fði hann á stjömurn-
ar, sem blikuðu og tindruðu á
skærum himni marz-kvöldsins.
„Lítill hnullungur valt niður
hlíðina og braut fótinn á föður
Góð ibúð
2—3 herbergi, helzt á hæð óskast til leigu STRAX.
Upplýsingar í síma 10779. — Fyrirframgreiðsla.
Keilavík
Ungmennafélagshúsið í Keflavík óskar eftir að ráða
5 manna danshljómsveit, minnst eitt kvöld í viku, vetur-
inn 1957—58.
Tiiboð ásamt upplýsingum og nánari óskum um fyrir-
komulag sendist ritara U.M.F.K., Margeir Sigurbjörns-
syni, Túngötu 15, Keflavík fyrir 10. september n.k.
Stjórn U.M.F.K.
mínur. Þeir settu spelk við brot-
ið og létu hann vinna þau verk
sem hver örkumla maður hefði get
að leyst af hendi — að rétta gamla
notaða nagla, með hamri. Og
hvort sem það stafaði af hræðslu
eða ofþreytu — það skiptir heldur
ekki miklu máli — þá tók móðir
mín léttasóttina fyrir tímann. Og
þá komust hinir hálf-trylltu menh
að sannleikanum og urðu alveg
trylltir. Þeir æstu hverir aðra
upp og eitt afbrotið máði út hið
næsta á undan og allar hinar
minni háttar mótgerðir við þessa
hungruðu menn loguðu nú upp í
villidýrslegt, samvizkulaust of-
beldi við varnarlausa konu.
Faðir minn heyrði hrópin: —
Kvenmaður. Kvenmaður. „Og
hann vissi óðar hvað orðið var.
Hann reyndi að hlaupa og fótur-
inn brotnaði aftur undir honum.
Og hann skrcið upp eftir grýttri
hlíðinni, upp á brúnina, þar sem
harmleikunnn var að gerast.
Þegar hann kom þangað, hafði
eins konar kyrrð harms og blygð-
unar lagzt yfir menn og umhverfi.
Kantonarnir laumuðust í burtu, til
þess að fela sig og til þess að
gleyma því að slíkar skepnur geta
mennirnir orðið. Faðir minn kom
að henni, þar sem hún lá á grjót-
hrúgunni. Hún hafði jafnvel ekki
lengur augu til að sjá með, en
varir hennar bærðust enn og hún
sagði honum hvað hann ætti að
gera. Faðir minn losaði mig frá
hinum svívii'ta og misþyrmda
likama móður minnar. Og þarna
á steinhrúgunni andaðist hún síð-
ar um kvöldið".
Adam sat hreyfingarlaus og
andaði ört. Lee hélt áfram, með
tilbreytingarlausri röddu:
„Áður en þér fordæmið þessa
menn og hatið, verðið þér að vita
eitt. Faðir minn lauk ávallt frá-
sögninni með því að segja, að
aldrei hefði neinu barni verið sýnd
jafnmikil umhyggja og mér. —
Allur þessi mannmargi hópur
varð móðir mín. Það er fegurð —
að vísu hryllileg tegund fegurðar.
Og nú er víst kominn tími til þess
fyrir mig að bjóða góða nótt. Ég
get ekki ta'.að öllu meira í bili“.
3.
Adam opnaði skúffur, leitaði á
hillunum og tók lokið af hverjum
stauk og hverjum kassa og loks
neyddist hann til að kalla á Lee:
„Hvar er blek og skriffæri?"
„Þér eigið ekkert slíkt til í
eigu yðar“, sagði Lee. — „Þér
hafið ekki skrifað svo mikið sem
einn staf ' mörg ár. Ég skal lána
yður mín skriffæri, ef þér kærið
yður um“.
Hann fór inn í herbergið sitt og
kom þaðan aftur um hæl með fer-
kantaða blekbyttu, pennastöng,
pappír og umslag og lagði á borð-
iö hjá Adam.
„Hvernig vitið þér að ég ætla
að skrifa bréf?“ spurði Adam, dá-
lítið hissa.
„Þér ætlið að reyna að skrifa
bróður yðar, er það ekki?“
„Jú, rétt er nú það“.
„Það verður erfitt verk, eft'r
svo langan tíma“, sagði Lee alvar
lega.
Og það var vissulega erfitt
verk. Adam beit og nagaði end-
ann á pennastönginni og hrukk-
aði ennið. Hann skrifaði nokkrar
setningar, bögglaði svo saman
örkina og byrjaði á nýrri. Svmklór
aði hann sér í höfðinu með penna-
M A R K Ú S Eftir Ed Dodd
WHY, MISS DAVIS...WHAT A
NICE SURFRISE/ ARE YOU
ENTERINS A HORSE IN i—
Wl the show?
HOW
UTTERLY
RIDICULOUS
VES, I'M ENTERING THE L-T
TRICK COLT CLASS WITH
FRITZ, THE BLIND COLT YOU
WERE GOING TO SHOOT /—d
1) — Ég ætla að fara niður í
bæ og greiða þátttökugjaldið fyrir
Freyfaxa.
— Það er ágætt, því að nú fer
að nálgast keppnina.
2) Á meðan.
— Komdu sæl, Sirrí. En hvað
þetta var óvænt. Ætlar þú að
senda hest til þátttöku í keppn-
inni?
— Já, ég ætla að láta skrá
blinda folaldið, sem þú ætlaðir að
láta skjóta.
3) Það er fáránlegt.
haldinu. — „Lee, ef mér dytti í
hug að far ■ í stutta ferð austur,
mynduð þér þá vilja vera hérna
hjá drengjunum, þangað til ég
kæmi aftur?"
„Það er auðveldara að fara
þangað en að skrifa bréf“, sagði
Lee rólega. — „Auðvitað yrði ég
hjá þeim á rneðan".
„Nei, bað er bezt að ég skrifi“.
„Hvers vegna biðjið þér ekki
bróður yðar að koma hingað í
stutta heimsókn?“
„Já, Lee. — Þetta var góð hug-
mynd. Mér hafði bara aldrei dott-
ið slíkt í hug“.
„Þá hafið þér líka gott tilefni
til að skrifa og það er út af fyrir
sig ágætt“.
Eftir þetta reyndist það létt
verk að skrifa bréfið og svo var
það leiðrétt og skrifað upp aftur.
Adam las það háegt og með eftir-
tekt yfir, áður en hann setti það
í umslagið.
„Kæri bróðir Charles", stóð þar.
„Þú verður sjálfsagt hissa þegar
þú færð þetta bréf frá mér, eftir
svo langa þögn. Ég hef oft ætlað
mér að skrifa þér, en þú veizt
hvað slíkt getur oft farizt fyrir.
En hvernig líður þér? Ég vona
að þú sért hress og heilbrigður.
Þú gætir hafa eignazt fimm
jafnvel tíu börn án þess að ég
hefði frétt það. Ha. Ég á tvo syni
og þeir eru tvíburar. Móðir þeirra
er ekki hér. Svtitalífið átti ekki
við hana. Húr á heima í borg
hérna skammt frá og ég sé hana
öðru hverju.
Ég á góða jörð, en ég verð að
viðurkenna það, þótt skammarlegt
sé, að ég hef ekki hirt um hana
sem skyldi. Kannske geri ég það
betur hér eftir. Ég hef alltaf haft
góðan ásetning. En ég hef ekki
verið með sjálfum mér í mörg
undanfarin ár. Nú er ég samt kom
inn yfir það að mestu. Og hvernig
kemst þú svo af? Mig er farið að
langa svo innilega að sjá þig. —
Hvers vegna kemurðu ekki í heim
sókn hingað? Þetta er mesta
kostaland og kannske gætirðu
fundið stað, þar sem þú vildir
taka þér bólfestu. Hér þekkjast
engir kaldir vetrar. Það er gott
fyrir gamla karla eins ög okkur.
Ha. Ha. —
Jæja, Charles. Ég vona nú að
þú takir þetta til íhugunar og lát-
ir mig vita að hvaða niðurstöðu
þú kemst. Þú hefðir áreiðanlega
gott af slíku ferðalagi. Mig lang-
SPlltvarpiö
Miðvikudagur 28. ágúst.
Fastir liðir eins og venjulega.
12.50—14.00 Við vinnuna: Tón-
leikar af plötum. 19.30 Lög úr ó-
perum (plötur). 20.30 Erindi: Um
fornmenningu Hepíta (Hendrik
Ottósson fréttamaður). 20.55 Tón
leikar (plötur): Strengjakvartett
í B-dúr (K458) eftir Mozart (Len
er-kvartettinn leikur). 21.20 Upp
lestur og söngur með gítarleik:
Ellen Malberg leikkona frá Kaup
mannahöfn les dönsk ljóð og syng
ur (Hljóðritað hér í október í
fyrra). 21.40 Tónleikar (plötur):
Sellókonsert nr. 1 í a-moll op. 33
eftir Saint-Saéns (Mstislav Rost-
ropovitch og hljómsveitin Phil-
harmonia í Lundúnum leika; Sir
Malcolm Sargent stjórnar). 22.10
Kvöldsagan: „ívar hlújárn" eftir
Walter Scott; XXIX. (Þorsteinn
Hannesson). 22.30 Létt lög (plöt-
ur): a) Bing Crosby syngur. b)
Armando Sciascia og hljómsveit
hans leika. 23.00 Dagskrárlok.
Fimmtudagur 29. ágúst:
Fastir hðir eins og venjulega.
12,50—14,00 „Á frívaktinni", sjó-
mannaþáttur (Finnborg Örnólfs-
dóttir). 19,30 Harmonikulög
(plötur). 20,30 Erindi: Dönsku
lýðháskólarnir og handritamálið
(Bjarni M. Gíslason rithöfund-
ur). 20,55 Tónleikar (plötur). —
21,30 Útvarpssagan: „Hetjulund"
eftir Láru Goodman Salverson;
XI. (Sigríður Thorlacius). 22,10
kvöldsagan: „ívar hlújárn" eftir
Walter Scott; XXX. (Þorsteinn
Hannesson). 22,30 Sinfónískir tón
leikar (plötur). 23,10 Dagskrár-
lok. —