Morgunblaðið - 28.08.1957, Side 10
10
Jón Ólafsson frá
— minning
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 28. ágúst 1957
Einarslóni
ÞÓTT níræður öldungur hverfi
úr tölu okkar hér, þykir það litl-
um tíðindum sæta sem vert sé
að minnast.
En einn er þeirra manna sem
mér finnst skylt að minnast þótt
nokkuð sé liðið síðan. Það er Jón
Ólafsson frá Einarslóni, við þann
stað var hann ávallt kenndur,
enda honum kærastur, enda mun
hann hafa dvalið þar um 79 ár
ævinnar.
Jón var fæddur að Hellnum
á Snæfellsnesi 29. sept. 1864. —
Foreldrar hans voru Ólafur
Kristjánsson og kona hans Guð-
björg Eiríksdóttir. Á fyrsta
ári missti Jón föður sinn, sem
drukknaði frá Hellnum, þá var
móðirin eftir með 4 börn sitt
á hverju árinu. Þá voru engar
líftryggingar né ekknastyrkur og
því varð missirinn tvöfaldur að
verða að láta taka börnin sín
frá sér á eftir. Ein þeirra ekkna
var Guðbjörg. Fyrsta árið var
Jón á Hellnum en snemma var
lánið með Jóni. Tveggja ára var
hann tekinn af ágætishjónum í
Einarslóni, Gísla Magnússyni og
konu hans Ingveldi Jóhannes-
dóttur, sem reyndust honum sem
væru þau hans eigin foreldrar,
enda minntist hann þeirra oft
með miklu þakklæti, hvað þau
hefðu verið sér góð.
Hjá þeim hjónum dvaldi Jón
þar til hann gekk að eiga heit-
mey sína árið 1885, Asgerði Vig-
fúsdóttur frá Arnarstapa í sömu
sveit. Þau byrjuðu búskap í Ein-
arslóni á Klungurbrekku, smákoti
sem Gísli fóstri hans leigði hon-
um.
Ungu hjónin í Einarslóni voru
full af lífskrafti og fjöri, börnin
fæddust hvert af öðru og allt lék
í lyndi. Þótt efnin væru lítil var
lífsgleðin nóg. En snemma fór að
draga ský fyrir sólu. Börnin voru
orðin 4. — Þá veiktist elzta barn-
ið og móðirin varð að leggja
nótt við dag og vaka yfir litla
barninu sínu, en engin lækning
dugði. Það hefir verið sárt fyrir
ungu hjónin að verða að horfa
á barnið sitt í 6 sólarhringa, þar
til dauðinn hreif það úr örmum
þeirra, en snemma var Jón full-
viss þess, að guð myndi eiga
frjálst að gefa og taka. Ari síð-
ar fæddist þeim sonur, sem þau
létu heita Ólaf (en svo hét hinn).
Einhverntímann átti ég tal við
Jón um þetta löngu seinna ásamt
mörgu fleiru, þá íéllu honum
þessi orð:
Ástarfaðir, blessað blómið mitt
bar í dýra náðarskautið sitt.
Þar ei amar þraut né mótgangs-
kíf,
þar er sæla dýrð og eilíft líf.
Nú tóku ungu hjónin í Lóni
gleði sína aftur, þau þurftu að
starfa fyrir börnin sín, enda mjög
samhent. Jón var mikil skytta
og mun enga stund hafa látið
ónotaða til að afla sér einhvers
til bjargar í búið handa konu
sinni og börnum.
Mikið stundaði Jón dýraveið-
ar. Hann sagði mér að flest dýr
hefði hann skotið 21 yfir vetur-
inn, en þá var hæsta verð fyrir
gott tófuskinn 12 kr. Ekki lét
kona hans sitt eftir liggja að
vinna með manni sínum. Oft
hafði klukkan ekki verið nema 5,
þegar hjónin í Lóni voru komin
út að slá, meðan náttfall var,
því í Lóni er harður jarðvegur
Þá voru hvorki sláttuvélar né
önnur áhöld, allt unnið meí
handafli.
Sama var með allar samgöng-
ur, allt flutt á hestum og jafn-
vel mest á baki á vetrum, því
þá var lítið lánað og oft lítið
til að kaupa fyrir. Sagði Jón mér
að hann hefði einhvem tímann
skroppið suður á Stapa með kúta,
sem ráku (því í Lóni er reki),
til Guðlaugs Halldórssonar,
sem þá rak verzlun þar og hann
vissi að myndi kaupa þessa kúta.
„Þá var kaffilaust hjá blessun-
inni minni heima, en hún ein
með börnin.“ Þá hafði honum
fallið þessi staka af vörum:
Kútana mína kem ég með,
kaffið má ég til að fá,
því konan mín með kærleiks-
geð
klappar mér og vermir þá.
Alltaf var sama gleðin og á-
nægjan hjá Jóni, hvenær sem
maður átti tal við hann og um-
hyggjan um konuna og börnin.
Alltaf hafði Jón fyrir sið að láta
börnin sín lesa, þegar hann kom
inn að drekka kaffið, þótt slátt-
ur væri. Ekki máttu blessuð
börnin týna niður lestrinum,
sagði hann við mig.
Nú var Jón kominn á stærri
jörð, sem hann hugði að kaupa
með hjálp sona sinna, sem voru
uppkomnir og tók nú til að slétta
jörðina og stækka, því af því
hafði hann mikið yndi, því þetta
var staður, sem hann unni mjög.
Nú lék allt í lyndi, börnin
voru orðin 7, flest uppkomin
og farin að hjálpa föður sínum
til sjós og lands. Hann reri með
sonum sínum og sótti björg í bú,
því í Lóni er stutt á fiskimið og
var það oft mikið, sem Jón dró
í bú á þeim árum. Svo fóru börn-
in að fara heiman til að leita sér
atvinnu. Einn skugga bsir þó á
hjá þeim hjónum. Einn sonur
þeirra, Matthías, var heilsulaus
frá fæðingu og enga hjálp hægt
að fá handa honum. Því tóku
þau með stillingu og treystu því
að guð myndi hjálpa honum.
Árið 1915 andaðist hann 14 ára.
Oft lofuðu þau guð fyrir þann
létti.
Nú skein sól í heiði, allt lék
í lyndi, en brátt brá ský fyrir
sólu. Árið 1919 missa þau tvo
efnilega syni sína, Friðrik og
Ólaf, 21. janúar, með mótortrill-
unni „Valtý“, sem hvarf í hafið
og enginn vissi meir um afdrif
hans. Þetta varð Jóni þungt áfall,
því við þessa syni sína var hann
búinn að binda svo miklar fram-
tíðarvonir, sem allar hrundu. Þá J
lagðist hann í rúmið og lá í 8
vikur en alltaf var sama ástríkið
hjá þessum hjónum. Þau vissu að
eftir var eitthvað til að lifa fyrir
og gleðjast með. Alltaf trúði Jón
og treysti á guð, að hann myndi
lána þeim styrk.
Þá mun Jón hafa ort margt og
þar af er þetta vers:
Ég vil glaður æfi mína þreyja
oft þótt mótgangsbáran hrynji
vond.
Þegar loksins þrautirnar út deyja,
þú, minn drottinn, friðar mína
önd.
Nú var margt, sem kallaði þau
hjón til starfa, því máske hafa
þau þurft að leggja dóttur sinni,
Hansborgu, hjálparhönd, sem
missti unnusta sinn af sama skipi
(Valtý).
En skammt var á milli skúra.
Eftir tæp 2 ár missa þau dóttur
sína, Guðrúnu, búsetta í Reykja-
vík, frá stúlku á öðru ári. Þá
fannst þeim sem fyrr að þau
yrðu að rétta sína hjálparhönd.
Kristján sonur þeirra fer suður
og sækir litlu stúlkuna, Frið-
björgu Ólafíu, en eftir bræðr-
um sínum hafði móðir hennar
látið hana heita.
Nú var komið nýtt starf fyrir
hjónin í Einarslóni. Þetta varð
þeirra sólargeisli, sem þau urðu
að -lifa fyrir og fyllti þau lifi
og fjöri og fyrir litlu stúlkuna
sína þurftu þau svo margt að
gjöra.
Hún varð þeim svo mikil gleði
eftir þá miklu sorg að það veitti
peim nýjan þrótt og minnist ég
þess, er ég sá Jón með hana
Fríðu sína (svo nefndi hann
íana) sér í hönd, hversu mikil
gleði skein úr augum hans. Frið-
björg ólst upp hjá þeim og fór
ekki frá þeim, fyrr en hún reisti
sitt eigið heimili.
Mikið orti Jón, t. d. um alla
bændur og konur í sveitinni,
sömuleiðis formannavísur og
margt fleira. Enginn mun hafa
komið svo í Lón og reynt við
steinatökin, að Jón hafi ekki ort
um hann vísu, ef hann lét Full-
sterk í stall og um margt fleira,
sem of langt yrði að telja hér.
Margan sálminn orti Jón og ég
tel mér það mikinn fróðleik að
kynnast honum og vera í nábýli
við hann í 20 ár.
Þeir munu margir, sem komu
til Jóns og Ásgerðar í Einars-
lóni og mér er óhætt að segja, að
þau tóku öllum með sama glaða
brosinu og enginn mátti frá þeim
fara, án þess að þiggja einhverj-
ar velgjörðir, þótt oft væri af
litlu að taka.
í Einarslóni bjuggu þau til árs-
ins 1942, síðustu árin með aðstoð
sona sinna, Kristjáns og Kristó-
fers, er bjuggu þar. Þá fóru
þau að Laxhóli til Friðbjargar og
manns hennar en eftir 2ja ára
skeið missti maður hennar heils-
una. Þá fóru þau þaðan og voru
þá hjá sonum sínum til ársins
1947 að þau fóru til Hansborgar
og Annels á Grund á Sandi og
þau reyndust þeim af prýði þar
til yfir lauk.
Konu sína missti Jón árið 1951.
Tók hann því sem öðru og vék
ekki frá beði hennar þar til yfir
lauk og jafnvel taldi kjark í aðra
og eftir hana orti hann erfiljóð.
Alltaf var sama rósemin til
hinztu stundar. 3 síðustu árin lá
Jón alveg í rúminu en aldrei
heyrðist Jón nefna að það væri
langt og mátti hann þó marga
erfiðleika líða í sambandi við
sjúkdóm sinn. Þá hjúkraði Hans-
borg dóttir hans honum með
þeirri frábæru snilld, sem ekki
hefði verið betur gjört þótt á
sjúkrahúsi hefði verið. Hún taldi
pabba sinn eiga meira skilið. —
Svona átti hann mikið inni hjá
börnunum og barnabörnunum
fyrir allan þann unað, er hann
kvað í sálir þeirra.
Eg tel það gott veganesti allra
þeirra banabarna sem fengu að
vera í návist hans og hlustuðu
á hans góðu áminningar, því
betri læriföður tel ég að þau
hefðu tæplega getað fengið.
Jón andaðist að Grund á Hell-
issandi 5. desember, þá 92 ára.
Ég kveð þig að síðustu og
þakka þér allt það góða, sem þú
kenndir börnunum mínum. —
Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég
veit að við hittumst á ströndinni
fögru handan við hafið, þar sem
þú kvaðst um að væri sæla, dýrð
og eilíft líf. — Vertu blessaður
vinur.
Þú lékst ávallt við börnin, þú
sagðir þeim oft sögur,
er sólin hné að ægi, var dýrleg
rökkurstundin;
þú kenndir þeim oft bænir, þín
kristna trú var fögur
þinn kærleikur var aldrei við
stað né tíma bundinn.
J. J.
Jón Ólafsson frá Einarslóni,
Breiffavíkurhreppi.
Hinzta kveðja frá sonarðætrum
hans.
Ég man það við undum oft, afi,
hjá þér,
þú ortir mörg kvæði og ljóð,
og allar þær sögur, er sagðir
þú mér,
í sál minni kyntir þú glóð.
Við þökkum þér, afi, öll þín
indælu ljóð
um ást guðs, um von þína og trú.
Þú söngst þinum drottni svo
dýrlegan óð;
svo dásamleg orð kunnir þú.
Við kveðjum þig, afi, í síðasta
sinn;
nú sál þin er flogin á braut
til englanna herskara í himinninn
inn
og herrans er leysti frá þraut.
Ragnar
Ástráðsson
— minning
RAGNAR var vestfirzkur að ætt,
fæddur á ísafirði hinn 4. apríl
1928. Foreldrar hans voru Guð-
laug Kjartansdóttir og Ástráður
Guðmundsson.
Hann ólst upp hjá afa sinum
og ömmu til 14 ára aldurs, en þá
lézt Eunma hans. Ragnar fluttist
þá til Reykjavíkur og hafði dval-
izt þar að mestu leyti síðan.
Kæri vinur! Það er erfitt að
skilja, að þú, þyrftir frá okkur
að hverfa svona skyndilega í
blóma lífsins. Þú, sem alltaf
varst hrókur alls fagnaðar og
vinur sem í raunum reyndist.
Raggi minn. Ég þakka þér allar
þær ánægjustundir, sem við höf-
um átt saman og aila þá vináttu
sem þú hefur sýnt mér og lít ég
yfir farinn veg með hlýjan hug
til þeirra góðu kynna.
Enn í dag sé ég þig fyrir mér
og á bágt með að trúa að þú sért
horfinn. Horfinn og kemur ekki
til baka. En enginn stöðvar tim-
ans rás og allir koma til að fara,
þegar drottins kall kemur. Þá
veit ég, að blessun guðs er mikil
og mun hún fylgja þér á hinum
nýju vegum þínum. Þó að mér og
öðrum vinum þínum þyki skiln-
aðurinn sár, þá kveðjum við þig
í trú á guð og blessun hans.
Vertu sæll, Raggi minn, og
guð fylgi þér að eilífu.
Vinur.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 8
álit þeirra á bólusetningu gegn
lömunarveiki. Fleiri og fleiri
þjóðir hafa nú látið bólusetja í
stórum stíl gegn lömunarveiki,
eða ráðgera slíka bólusetningu
Sérfræðingarnir urðu sammála
um, að bólusetning gegn lömunar
veiki með bóluefni Dr. Salks
hins bandaríska, eða bóluefni,
sem unnið er eftir forskrift hans,
hafi gefizt vel. í Svíþjóð hefir t.
d. enginn, sem bólusettur hefir
verið, tekið lömunarveiki.
Læknavísindin leita stöðugt að
nýju bóluefni gegn lömunarveik-
inni, því þótt Salkbóluefnið hafi
gefizt vel, þá er það svo, að menn
vita ekki ennþá, hve langt það
nær, eða hve lengi það veitir lík-
amanum ónæmi fyrir veikinni.
Á læknaráðstefnu WHO í Genf
gaf dr. Gard frá Karolinksa Insit-
itutet í Stokkhólmi skýrslu um til
raunir, sem gerðar hafa verið
með bóluefni, sem framleitt er
með lifandi veirum, en Salk-bólu-
efnið er framleitt með dauðum
veirum. Gera læknar sér miklar
vonir um þetta nýja bóluefni,
sem er þó ekki það langt komið
ennþá, að það geti komið í stað
Salk-efnisins.
Félagslíf
FARFUGLAR
Berjaferð í Þjórsárdal, um helg
ina. Skrifstofan er á Lindargötu
50. Opin kl. 8—10 í kvöld.
Knaltspyrnumenr. K.R.
Æfingar í kvöld á félagssvæff-
inu: kl. 7 M.fl., I. fL, kl. 8,30 3.
flokkur. — Þjálfari.
LYFTUR
Sérfræðingur frá
fa. Thomas B. Thrige Odense
er nú staddur hér á landi.
Þeir sem hafa í hug að
kaupa:
Eólkslyftur
VÖrulyttur
Eldhúslyftur e#c.,
og kynnu að óska eftir sér-
fræðilegri aðstoð, eru vin-
samlegast beðnir að hafa
samband við skrifstofu vora
sem fyrst.
Ludvig Storr & Co.,
Simi 24455 — 3 línur
gengst fyrir skemmtiferð til Grundarfjarðar og skemmt-
un í barnaskólahúsinu í Grafarnesi laugard. 31. ág. n.k.
Skemmtunin hefst kl. 9 um kvöldið.
Skemmtiatriði:
1. Ræða. Séra Árelíus Níelsson.
2. Gamanþættir. Hjálmar Gíslason.
3. Dans. Hljómsveit úr Reykjavík leikur.
Upplýsingar og farmiðasala í verzlun Ólafs Jóhann-
essonar, Grundarstíg 2, sími 14974 og hjá Þórarni Sigurðs-
syni (Ljósmyndastofan Filman), Bergstaðastræti 12, sími
11367. Farseðlar sækist fyrir hádegi á föstudag. Lagt
verður af stað frá B.S.Í. kl. 9 f.h. á laugardag.
Allur ágóði af skemmtuninni rennur til kirkjubygg-
ingar í Grafarnesi.
Kl. 2 á sunnudag messar séra Árelíus Níelsson í Set-
bergskirkju.
Mjög ódýr skemmtiferð. — Ollum heimil þátttaka.
Ferðanefndin.