Morgunblaðið - 28.08.1957, Side 16
192. tbl. — Miðvikudagur 28. ágúst 1957.
2-24-80
Mcsðicr frá Siglufirði
driakkncar í róðri
Lík hans fannsf rekið í Héðinsfirði og báfurinn
á sömu slóðum
SIGLUFIRÐI, 27. ágúst: — Það
sviplega slys vildi til sl. fimmtu
dag, að maður héðan úr kaup-
staðnum, Guðmundur K. Guð-
mundsson, Norðurgötu 17 B,
drukknaði. Hafði hann farið í
róður þann dag á trillubáti, sem
hann átti, og var einn. Fannst
lík hans rekið í Héðinsfirði á
föstudagsmorguninni.
Leit hafin.
Það var á fimmtudaginn, seinni
hluta dagsins, að Guðmundur
fór í róðurinn. Var hann
vanur að gera það, eftir vinnu.
Þegar hann kom ekki að landi
um kvöldið, á svipuðum tíma og
venjulega, var farið að undrast
um hann. Var þá mótorbáturinn
Þorsteinn á Siglufirði fenginn til
þess að svipast um eftir honum.
Talsverður sjór var á fimmtudags
kvöldið.
Fannst rekinn.
Bátsverjar á Þorsteini fundu
lík Guðmundar rekið snemma á
föstudagsmorgun í Héðinsfirði,
sem er næsti fjörður við Siglu-
fjörð að austan. Fundu þeir
einnig bát hans rekinn á sömu
slóðum.
Hafði drukknað.
Flutti Þorsteinn lík Guðmund-
ar til Siglufjarðar og hefur lækn-
ir kveðið upp þann úrskurð, að
dánarorsökin sé drukknun. Ekk-
ert er vitað nánar um tildrög
slyssins, en menn geta sér þess
til, að Guðmundur heitinn hafi
fallið útbyrðis. Guðmundur læt-
ur eftir sig konu, Valgerði Þor-
steinsdóttur og 9 börn, sum
þeirra ung.
Báts Guðmundar var ekki vitj-
að til Héðinsfjarðar fyrr en á
laugardaginn og var hann þá
orðinn brotinn og illa farinn.
—Fréttar.
Beðið eftir svori stjórnarinnar
Á raeðan heldur verkíallið ófrora
EKKI er ósennilegt talið að brátt
muni verða til lykta leitt lengsta
verkfall sem um getur hér á
landi: Vinnudeila bakarameistara
og sveina í bakaríum hér í Rvík.
Nú stendur á því, að viðurkenn-
ing ríkisstjórnarinnar fáist fyrir
samkomulaginu.
Sáttasemjari ríkisins Torfi
Hjartarson lagði fram um helg-
ina miðlunartillögu, sem bakara-
sveinar samþykktu, svo og bak-
arameistararnir. Þeir höfðu þó
þann fyrirvara á því samkomu-
lagi, að verðlagseftirlitið, ríkis-
stjórnin heimilaði hækkun á
brauðverði sem bakarameistarar
verða að fá til þess að geta mætt
hækkuðum launum til bakara-
sveinanna samkvæmt hinum nýja
samningi.
í gærkvöldi hafði ríkisstjórnin
ekki viðurkennt míðlunartillögu
sáttasemjara og því hafði ekki
fram farið undirskrift nýrra kaup
og kjarasamninga. En á meðan
svo er mun brauðagerð ekki
verða hafin á ný. í gærkvöldi
var þó talið að þess myndi
skammt að bíða að ríkisstjórnin
viðurkenndi samkomulagið.
Bridgemótið í Vín:
Islendingar töpuðu í 3
síðustu umferðunum
EFTIR að íslendingar á Evrópumeistaramótinu í bridge unnu hinn
athyglisverða sigur yfir Austurríki hefur þeim vegnað heldur
illa. í 8. umferð töpuðu þeir fyrir Englendingum. í 9. umferð
töpuðu þeir fyrir Hollandi og í hinni 10. töpuðu þeir fyrir Þjóð-
verjum. Það virðist eins og þeir hafi lagt allt sitt púður í sigurinn
yfir Austurríki.
Úrslit 8. umferðar urðu: ——————------
Austurríki vann Sviss 68:37.
England vann ísland 70:40. Hol-
land og Pólland gerðu jafntefli
52:51. Þýzkaland og Svíþjóð
gerðu jafntefli 43:46. Belgía vann
Noreg 62:49. Ítalía vann Lebanon
82:27. frland vann Spán 58:26.
Finnland vann Danmörku 64:35.
Úrslit 9. umferðar:
Danmörk vann írland 66:42.
ltalía vann Noreg 52:34. Belgía
vann Svíþjóð 55:48. Þýzkaland
vann Pólland 59:49. Holland vanr.
ísland 79:48. England vann Sviss
82:37. Austurríki vann Frakk-
land 69:54. Lebanon vann Sþán
52:33.
Úrslit 10. umferðar:
England vann Frakkland 60:37.
Holland vann Sviss 60:27. Þýzka-
land vann ísland 70:47. Belgía
og Pólland jafntefli 51:51. Ítalía
vann Svíþjóð 74:29. Noregur
vann Spán 76:63. Danmörk vann
Lebanon 66:47. Finnland vann
írland 70:31.
í frásögn af 7. umferð féll nið-
ur að Pólland og England gerðu
jafntefli 63:67.
Brolizt inn í frystihús
á Akranesi
AKRANESI, 27. ágúst. — Síðast
liðna nótt var brotizt inn í Hrað-
frystihús Haraldar Böðvarssonar
& Co. og stolið 4.700 kr. Kaup
er greitt út á mánudögum hjá
fyrirtækinu og í gær var útbcrg-
unardagur.
Nokkrir sem átti að borga út
mættu ekki í gærkveldi til þess
að taka við kaupi sínu og voru
þáð peningarnir sem þeim voru
ætlaðir, sem stolið var.
Peningarnir voru geymdir í
skrifborðsskáp. Þetta er annað
innbrotið hér á þremur sólar-
hringum. í fyrrinótt var brotizt
in í Kaupfélagið hér. Ekki er vit-
að hvort þarna var einn eða fleiri
að verki og er málið í rannsókn.
— Oddur.
Þróttur sættir sig við úrskurð
inn til að firra vandræðum
Hver var Stalín!
EFTIRFARANDI klausa birtist
í Þjóðviljanum í gær, með þess-
ari sömu fyrirsögn.
„í haust verður tekin í notkun
í austurþýzkum skólum ný
kennslubók í nútímasögu, nánar
tiltekið saga eftirstríðsáranna.
Það vekur athygli að nafn
Stalíns er ekki nefnt í þessari
bók; og þykir þetta þeim mun
merkilegra, sem stærsta gatan í
Austurberlín er kennd við þenn-
an mann, svo og heil borg, sem
reist hefur verið frá grunni eftir
stríðið.
Hver var Stalín?“
Bæjarbúar fagna
hinum sigursælu
Akurnesingum
Á fundl í stjórn og trúnaðar-
mannaráði Þróttar í gærkvöldi
var einróma samþykkt að mót-
mæla úrskurði Landssambands
vörubílstjóra, að félaginai beri að
láta af hendi 1/5 af vöruflutn-
ingi, sem því ber samkvæmt lög-
legum samningi. Þrátt fyrir það,
var samþykkt að Þróttur skyldi
af eftirtöldum ástæðum sætta sig
við úrskurðinn.
1. Til að forðast að verktaki
við Efra Sog, sem er samnings-
aðili Þróttar verði fyrir tjóni og
óþægindum við framkvæmd
verksins vegna ólöglegra aðgerða
Mjölnis, sem ekki virðist hægt
að fyrirbyggja nema Þróttur
fórni þar einhverju til.
2. Til að forða saklausum veg-
farendum frá því ofbeldi Mjöln-
is að loka fyrir þeim þjóðvegi.
3. Til að sýna og sanna, að
Þróttarmenn eru löghlýðnir
menn sem virða og halda lög
Landsambands vörubílstjóra á
meðan þeir eru meðlimir þeirra
samtaka.
4. Til að öðlast rétt til að
Landssamband vörubílstjóra úr-
skurði Þrótti það af vinnu Mjöln-
ismanna sem þeir hafa af honum
haft með og án samninga við
vinnuveitendur.
Stjórn og trúnaðarmannaráð
Þróttar skipa 9 menn og var
þessi málsniðurstaða samþykkt
samhljóða.
Strokuf anginn ætlaði heim til f orehlra
sinna en kom að brunarústum einurn
Hafði ekki haff fregniraf að brunnið hafði ofan
af fjölikyidu hans
AKRANESI, 26. ágúst: — Kl.
rúmlega 8 í gærkvöldi lagði ms.
Akraborg hér að hafnargarðin-
um. Var auðséð að eitthvað mik-
ið var um að vera, því að 8—900
manns höfðu safnazt saman á
bryggjunni. Svo var og, því að
knattspyrnumennirnir okkar
voru að koma, sem íslandsmeist-
arar úr Reykjavík í 4. sinn. Voru
þeir sigrihrósandi með verð-
launabikarinn úr skíru silfri í
höndunum.
Um leið og skipið hafði slegið
landfestar hóf karlakórinn Svan-
ur upp „raust“ sína og söng þrjú
lög til heiðurs þessum knáu
drengjum. Síðan flutti Guðmund-
ur Sveinbjörnsson ræðu, fyrir
hönd bæjafstjórnar og þakkaði
knattspyrnumönnunum afrekin.
Að því loknu fylgdi mannfjöld-
inn íþróttamönnunum upp hafn-
argarðinn í skrúðgöngu.
Það lofar nokkru í framtíðinni
að knattspyrnudrengir af Akra-
nesi í III. fl. urðu íslandsmeist-
arar í ár, og sigruðu alla keppi-
nauta sína. — Oddur.
Leiðrétting
MYND sú er birt var á öftustu
síðu Morgunblaðsins í gær var af
Melunum í Reykjavík, en ekki af
Hlíðahverfinu, eins og sagt var
i blaðinu.
AKRANESI, 27. ágúst. — í dag
komu fimm reknetjabátar inn.
Aflahæstir voru Böðvar með 120
tunnur og Bjarni Jóhannesson
með 35 tunnur en hinir voru með
niður í 20 tunnur á bát.
Akurey er væntanleg I nótt
með fullfermi af karfa frá Vest-
ur-Grænlandi. — Oddur.
AKUREYRI, 27. ágúst. — Fang-
inn Jóhann Víglundsson frá Ak-
ureyri, sem strauk úr fangahús-
inu í Reykjavík á sunnudags-
kvöMið, kom til Akureyrar i
gærmorgun með bifreið kl. 5,30.
Hugðist hann þá þegar fara heim
til foreldra sinna, sem búsett
voru að Staðarhóli, en kom þá
að brunarústum einum, því hús-
ið brann nýlega ofan af f jölskyldu
hans. Hafði hann ekki haft nein-
ar fréttir af því.
Beið hann þá hjá Ullarverk-
smiðjunni Gefjuni þar til kl. að
verða sjö um morguninn, en þang
að vænti hann bróður síns, sem
vinnur í verksmiðjunni. Fær
hann þær upplýsingar hjá bróð-
ur sínum, að fjölskyldan sé flutt
í bragga á Gleráreyrum. Fór
hann þangað.
Að sögn móður hans var hann
heima, þar til hún fór út um kl.
12,30 þann dag. Um það bil kom
tilkynning um hvarf hans í út-
varpinu. Var formanni barna-
verndarnefndar falið að tilkynna
foreldrum um hvárf drengsins.
Fór hann heim til þeirra — og
hitti þar Jóhann fyrir. Sagði
hann honum að fara og gefa sig
fram við lögregluna, en Jóhann
neitaði því. Biður hann þá mann,
sem þar var skammt frá að fara
1 og tilkynna lögreglunni, að
drengurinn sé þarna kominn, en
sá neitaði því.
Fór formaður barnaverndar-
nefndar þá sjálfur til þess að til-
kynna lögreglunni um drenginn
símleiðis úr húsi þar skammt frá,
En á meðan komst Jóhann und-
an. Sást til hans þar sem hann
hljóp upp í gegnum bæinn og
hvarf inn í hálfbyggt hús uppi
í Kringlumýri, serri er ofarlega
í bænum. Þar leitaði lögreglan
hans og fann hann um tvöleytið
í gær. Hafði hann falið sig á
bak við hitadunk í kjallara hins
hálfbyggða húss.
Var Jóhann nú fluttur í fanga-
húsið á Akureyri og síðan tekinn
til yfirheyrslu. Neitaði hann þar
að gefa nokkrar upplýsingar um
ferðalag sitt, eða játa á sig af-
brot er honum voru ætluð. Þenn-
an morgun hafði verið brotizt
inn í Gufupressunina á Akureyri
og þaðan stolið fötum og reynd-
ust þau vera sömu fötin og Jó-
hann klæddist.
Við rannsókn á Akureyri fund-
ust peningar kr. 2 þúsund sem
Jóhann hafði sett bak við bita
við hitadunk þann sem hann
faldi sig bak við í húsinu í
Kringlumýri. Einnig fundust út-
lendir peningar á bak við mynd
á heimili foreldra hans.
Héðan frá Akureyri var Jó-
hann fluttur í gærkvöldi með
flugvél til Reykjavíkur undir
eftirliti.
Húseigendur óánœgðir
HÚSEIGENDAFÉLAG Reykja-
víkur hefur sent ríkisstjórninni
svofellt bréf:
„Á s.l. sumri voru gefin út
bráðabirgðalög af hæstvirtri rík-
isstjórn, er lögðu bann við því,
að íbúðarhúsnæði væri tekið til
notkunar fyrir atvinnurekstur
eða annarra nota en íbúðar, að
viðlögðum allt að 1 milljón króna
sektum. Bráðabirgðalög þessi
voru staðfest sem lög frá Alþingi
á s.l. vetri. Bannið er alveg for-
takslaust og virðist ekki vera
heimild til þess að gera neinar
undanþágur frá því.
Húseigendafélag Reykjavíkur
lítur svo á, að lög þessi eigi eng-
an rétt á sér. Töluvert framboð
virðist vera á leiguhúsnæði í bæn
um, og fer vaxandi ef dæma skal
eftir auglýsingum dagblaðanna.
Einkanlega virðist bannið með
öllu óþarft, að því er snertir ein-
stök herbergi, en mikið framboð
er á þeim um þessar mundir.
Lögin virðast ganga svo langt,
að þau ieyfa ekki húseiganda að
taka eitt eða tvö herbergi af íbúð
sinni til eigin atvinnurekstrar.
Lækni, verkfræðingi eða kaup-
sýslumanni virðist óheimilt að
taka eitt af herbergjum íbúðar
sinnar fyrir læknastofu eða skrif-
stofu, ef það hefur ekki verið
nefnt því nafni á teikningu.
Nú er vitað að mikil þörf er á
því, sökum sívaxandi viðskipta-
lífs við helztu aðalgötur bæjar-
ins, að hús við þessar götur séu
notuð í þágu atvinnurekstrar og
viðskipta, en ekki til íbúðar, enda
er óhentugt að búa í húsum á
þessum stöðum.
Það eru eindregin tilmæli fé-
lags vors, að lög þessi verði úr
gildi felld hið allra fyrsta. Ef
ekki verður talið fært að afnema
lögin með öllu á þessu stigi máls-
ins, er það ósk Húseigendafélags
Reykjavíkur að slakað sé á hinu
stranga bannorði laganna, t. d. á
þann hátt, að húseiganda sé heim
ilt að nota einstök herbergi af
íbúð þeirri, er hann býr sjálfur
í, til eigin atvinnunota."
Við yfirheyrslu í Reykjavík við
urkenndi Jóhann að hafa verið
valdur að innbrotinu í skrifstofu
Loftleiða en þar stal hann bæði
erlendum og innlendum pening-
um. — vig.
Þjófarnir skiluðu
þýfinu aftur
SAGT var frá því hér í blaðinu
fyrir helgina, að innbrot hefði
verið framið í íbúð sem er ekki
fullgerð og hefði þar verið stol-
ið rafmagnseldavél, bökunarofni,
og ýmis konar flísum á gólf.
Mál þetta er nú upplýst cg er
þýfið komið í hendur hins rétta
eiganda.
Tveir fulltiða menn áttu hér
hlut að máli. Gáfu þeir sig fram
við rannsóknarlögregluna og
skýrðu frá því að hér hefði verið
um að ræða verknað sem þeir
hefðu framið í ölæði og hefði
annar þeirra ekið þýfinu drukk-
inn.