Morgunblaðið - 28.08.1957, Side 9

Morgunblaðið - 28.08.1957, Side 9
Miðvíkudagur 28. ágúst 1957 MORCVISBLAÐIÐ 9 Rabb á fornum vegi Þetta er allt úr nælon — bráðum að fæðast börn Þaðfara úr næLon Þab er gott oð róa einn. Maður á Jbd Jboð sem maður nær i Heilsað upp á sjómenn í Hrísey EINN er að „pusa“ dekkið. Hinir standa og sitja í hóp í kringum hann, ýmist á „lúgarskappanum“ á bryggjunni stóð lengur eða fá fólk til þess að beita og vinna skemur endaði það með því að ég átti samtal við tvo sjómann- anna og umtalsefnið var trillu- bátaútgerð frá Hrísey. þar sem aðallega er byggt á handfæra-' veiðum. Það er rabbað um veiðiskapinn, fiskverðiff, gamla kunningja og helvítis bræluna. á litla mótorbátnum ,Rán‘ eða á „pollanum“ uppi á bryggjunni. í gærkvöldi kom Rán innan frá Akureyri frá því að sækja salt. Það er nú lokið við að skipa upp því af saltinu, sem á að fara í land. Menn ræða um veiðiskap- inn, fiskverðið, gamla kunningja, helvítis bræluna úti fyrir og jafnvel ber blaðamannalygi á góma. Menn spýta um tönn og bölva svona hæfilega mikið eins og sjómanna er siður. Landlega vegna brælu. Ég hafði gengið eftir hádegið niður á bryggjuna í Hrísey. Ég var vel mettur eftir steikina hjá hinni ágætu konu Þorsteins hreppstjóra. Skapið var ágætt og ekki spillti létt skrafið í sjó- mönnunum. Karlarnir tólru mér líka vel. Voru blátt áfram og vingjarnlegir eins og íslenzkum sjómönnum er lagið. Hægur norðanblær lék um okkur þarna á bryggjunni. Það var dumbungsveður, en hlýtt, allt annað en brælan úti á Gríms eyjarsundi, miðunum litlu fiski- bátanna í Hrísey. — Já, ég þarf að skamma hel- vítin þarna inni á Akureyri sem seldu mér nýja færahjólið mitt um daginn. Það var bara 25 kr. dýrara en hjólin, sem þeir fengu á Dalvík. Þetta voru þó alveg sams konar hjól. Það var Gísli Tryggvason, sem hafði orðið. Lítill, snaggaralegur náungi, sem lætur brandarana fjúka við og við svona með hæfi- legu millibili. Mér finnst ég kannast svo vel við ýmislegt í fari þessa náunga. Já, það er líka satt. Þetta er bróðir hans Árna Tryggva, hinnar landfrægu „Frænku Charles", grínleikarans okkar góðkunna. Nýjar aðferðir viff skakiff. En vel á minnzt. Færahjól. Handfæraveiðar. Skak. Það er fleira matur en feitt kjöt. Það er líka fleira veiðiskapur en tog- veiðar og síldveiðar. Hví ekki að athuga hvernig skakið er rekið í dág. Og þarna er nóg af fórnar- lömbum til þess að rekja úr garn- irnar. Ég hélt mig þó kannast við skakið. En færahjóli hafði ég enga þekkingu á, hafði aðeins heyrt það nefnt áður og séð það tilsýndar hjá Færeyingum, sem við sigldum fram hjá norður í hafi nú í sumar. En hvort sem rabbið þarna (Myndirnar tók vig). að þeirri útgerð í landi. Auk þess hefir verið tregur afli á línu. — En segðu mér eitt, Áslaug- ur. Finnst þér ekki dauflegt að róa svona einn? — Nei, blessaður vertu. Það er ágætt. Maður á þá þetta sem maður nær í og er ekki neinum háður eða upp á neinn kominn. Ég kann bara vel við þetta. Við göngum upp í verbúðir, sem byggðar hafa verið efst á bryggjunni. Hreppurinn hefir lát- ið reisa þarna myndarlegt hús með nokkrum verbúðum. Ás- laugur er einn þeirra, sem þar hefir aðsetur. Inni í búðinni er alls konar dót, sem tilheyrir út- gerðinni. Þar angar allt af tjöru. Þarna hanga línur í stokkum, stampar sitja hver ofan í öðrum í röðum og línurennan liggur ein og yfirgefin úti í horni. „Troll- bobbingur" liggur í öðru horn- inu, sem þeir Áslaugur og ein- hver kunningi hans höfðu fundið á miðunum. Það er líka veiði- skapur. Fyrir hann fá þeir um 300 krónur. Það beygir sig ein- hver fyrir minna. Þannig lítur þetta nú út. Allt úr næloni. Gísli er meff færiff. Svona raffar maff'ur önglunum á borffstokkinn, tekur svo sökk- una og hendir öllu fyrir borff. — Svo tekur maffur báffum höndum um sveifarnar á hjólinu og dregur upp. Áslaugur situr aftur í skut. Rær einn á báti Áslaugur Jóhannesson er að- eins 28 ára að aldri. Hann á konu og tvö börn auk móður fyrir að sjó. Mér er sagt að hann hafi „gert það gott“ á handfæraveið- um. Hann var einn á báti sínum, sem er trilla 3—4 tonn og hann á sjálfur. Áslaugur segir mér að þeir á stærri bátunum stundi róðrana lengur en á trillunum. Hafa þeir jafnvel nokkuð langa úti- vist á stundum og salta fiskinn um borð. Þessir bátar stunda línuveiðar á vorin frá því í marz og fram á sumar, en handfæra- veiðar yfir júlí, ágúst og fram í september. En á haustin er svo línan tekin fram á ný og nú lagt fyrir ýsu.Er þessum bátum haldið út fram í desember ef vel viðr- ar. Mið stærri bátanna eru að sjálfsögðu nokkuð önnur en hinna minni. Þeir stur.da skakið nú í sumar frammi við Grímsey. Annars eru handfæramið Hrís- eyjarbátanna aðallega frá Vest- urkanti, sem kallaður er, en hann liggur fram hjá Gjögri og allt austur á Austurkant, sem liggur austur og fram af Flateý, en á milli þessara staða nefna menn Grímseyjarsund. Erfitt meff fólk til Iinuvinnu Þeir á trillunum gera lítið að því að stunda línuveiðar. Kvað Áslaugur það fyrst og fremst stafa af því hve erfitt væri að að fjölga þeim ofurlítið. Það er gott að hafa eitthvað að dútla við þegar ekki gefur á sjóinn. í þessu kemur Gísli aðvífandi. — Það er heldur stutt vertíðin hjá ykkur á trillunum — Hvað gerir þú á veturna, Gísli? Ás- laugur sagði mér að hann færi á togara. — Blessaður vertu. Ég fer suð- ur til Reykjavíkur á veturna og eyði því sem ég hef aflað hér yfir sumarið. — Hvað segir þú annars um færaveiðina? Vill finna tilþrif fisksins. — Mér hefur alltaf þótt það skemmtilegasta veiðiaðferðin. — Það er eins og með laxveiði- manninn. Hann hefir ekkert gam- an af að veiða í net. Eins er það með okkur. Við viljum finna til- þrif fisksins. Svo er líka svo mikið í kringum línuveiðina. Það þarf að stokka upp og beita, þeg- ar maður kemur að landi. Venju- lega er maður búinn að fá nóg eftir róðurinn. Og fólk er ekki að fá til þess að vinna við lín- una í landi. Maður verður að gera allt sjálfur. Þegar við erum á færi förum út um kl. 4 á nótt- unni og komum að þetta frá 8— 10 á kvöldin, en þá er maður líka laus þangað til farið er næst. — En hvað segirðu nú um að sýna mér úthaldið þitt Gísli, með nýja hjólinu, sem þú varst að tala um áðan? — Það er alveg sjálfsagt. Við Aslaugur getum skotizt með þér út í trilluna mína. Hún liggur þarna úti á legunni. Við tökum nú litla skektu sem Gísli á, og róum út á leg- una. Svona er nú úthaldiff. — Hvað er þetta. Er stýris- taumurinn líka úr næloni? — Já, blessaður vertu. Þetta er allt úr næloni. Það fara bráð- um að fæðast börn úr næloni. En bíddu nú við. Hérna er þeita nú allt saman, hjólið hér. Svona setjum við það á borðstökkinn. A því er færið. Þar er vanalega haft úr tveggja millimetra sveru næloni og s\ o náttúrlega mis- munandi langt eftir því hvað maður veiðir á djúpu vatni. Við erum oft þetta á 70—80 föðmum. Oft erum við með þríkrók neðst, en þó ekki alltaf. Síðan höfum við þetta 6—8 aukakróka með um metra millibili á svonefnd- um slóða, en svo er neðsti hluti færisins nefndur. Er hann oftast úr nokkru grennra næloni. Slóð- inn er festur við aðalfærið með sigurnagla og stundum eru líka 1—2 sigurnaglar á slóðanum sjálfum. Oft kemur það fyrir aff við fáum fisk á hvern krók. ViS sleppum færinu oft niður aftur þótt við finnum að komnir séu einn til tveir fiskar á það og fáum þá gjarna meira á það. Bezta beitan held ég að sé þess- ar gúmmíbeitur, sem þú sérð hér á krókunum. Þær eru allavega litar, grænar, gular. rauðar og svartar, eins og þú sérð. Aður en við köstum út færinu röðum við öllum önglunum hérna á borðstokkinn og síðan tökum við sökkuna og hendum henni út og þá fljúga önglarnir á eftir. Svona. Þá bölvar maffur og drcgur upp aftur. En svo kemur fyrix að allt festist í botninum og þá verðum við fyrir veiðarfæratjóni, því allt slitnar og verður eftir. En þá bara bölvar maður, dregur upp það sem eftir er og hnýtir nýju neðan í. — Já, þetta er mikið breytt frá því sem áður var. — Það hafa orðið straumhvörf í færafiskiríinu, með þessum tækjum, sem við höfum núna, vindunum og önglunum með gervibeitunum. Pabbi gamli fór með mér einu sinni. Hann hélt að það væri nú ekki meira en svo að marka þetta raus olckar um þessar nýmóðins aðferðir. En það fór svo að honum fannst þetta heldur annað en gamla draslið. Sjálfur hef ég stundað þetta allt frá því 1939 meira og minna, alltaf á þessum bát. Ég hét því að fyrstu peningarnir, sem ég kæmist yfir skyldu fara til þess að kaupa bát. Og ég stóð við það. Ég hef átt hann síðan. — En nú er ekki alltaf logn og straumlaust þar sem þið eruð að veiða. Er þetta þá ekki óþægilegt fyrir ykkur þegar þið eruð ein- ir? — Nei. Við notum vélarnar til þess að andæfa og kippa á ef við verðum varir við torfur á litlu svæði. Stundum tökum við nokk- ur rek á sama stað og getum haft gott. Svo fáum við líka væn- an ufsa stundum. Ég fékk t. d. einu sinni 6 slíka í einum drætti. Voru þeir um 1 m á lengd hver. Slíka gripi köllum við hér grað- hesta. — Já, já. Eftir að við höfum setið góða stund úti í bátnum höldum við að landi á ný. Það liggur vel á okkur og við Áslaugur hlæjum að bröndurunum hans Gísla á leið- inni. vig. Þessar verbúffír hefir Hríseyjarhreppur látiff byggja og Ieigir þær síffan sjómönnum viff vægu verffi. Við tökum sinn stampinn hvor og hvolfum þeim uppi á verbúð- arloftinu og tökum okkur sæti. Hafffi eina vikuna um 5000 kr. — Segja skattayfirvöldin nokk- uð við því þótt ég spyrji þig hvað þú hefir haft það skást í sum- ar? — Nei, ætli það. Bezta vikan mín í sumar gerði um 5000 kr. Svo er þetta náttúrlega stundum minna. En það er hægt að hafa það gott yfir miðsumarið, ef þetta er vel stundað. — Ég sá í morgun að þú varst að slá hérna uppi hjá kirkjunni. Stundarðu heyskap líka? — Já, svolítið, svona í landleg- um. Ég á nokkrar kindur, sem gefa af sér kjöt sem nægir mér til heimilisins. Ég hef í hyggju Hrafnsunginn var frá Ferjukoti AKRANESI, 27. ágúst. — Það var svo sem auðvitað að hrafnsung- inn sem sagt var frá í blaðinu um daginn hefði ekki dottið fyrir varalaust af himnum ofan eða sprottið sjálfkrafa upp úr jörð- inni. Nú er komið á daginn aff rétt áður en ungans var vart hér kom Akranesbíll á leið hingað við í Ferjukoti til þess að taka benzín. Þegar bílstjórinn kom heim fann hann hrafnsunga sem kúrði undir aftursætinu. Rann þá upp ljós fyrir bílstjór- anum. Hann hafði séð þennan unga standa á öxl aígreiðslu- drengsins í Ferjukoti og gat sér til að unginn hefði fiogið inn um bílgluggann. . — Oddur. Hér sjáum við kröftugar sjómannshendur velta nýrri tegund öngla. Hendurnar eru eign 28 ára gamals sjómanns.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.