Morgunblaðið - 28.08.1957, Side 2
2
MORGinVfíT * THÐ
Miðvikudagur 28. ágúst 1957
Því birtir Mbl. þessar myndir, sem í fyrstu virðast alveg eins,
en þaer eru teknar, er forsetinn gekk um borð í varðskipið
Albert, að er blaðið birti aðra þeirra á dögunum urðu mistök
við ljósmyndagerðina sjálfa. Urðu þá margir til þess að hringja
til blaðsins og biðjast skýringa. Með því að birta þessar myndir
báðar kemur fram hvað olli mistökunum við gerð myndarinnar
og í hverju þau mistök eru fólgin. Athugið nú báðar myndirnar
vel. Þeir sem hlut eiga að máli eru svo beðnir afsökunar á
mistökunum.
Pólsku flóttamemiimir af
„Batory44 voru 70 talsins
— Stjórnarstefnan
Frh. af bls. 1.
únista, höfðu lofað flokksfélögum
sínum í ríkisstjórn að reyna ekki
að þvinga fram kauphækkanir á
þessu ári“. Áður hafði ekki verið
sagt opinberlega frá þessu sam-
komulagi en síðan hefur það á
ýmsan hátt verið staðfest, t d.
með þessum ummælum Þjóðvilj-
ans í gær:
„----er það þó staðreynd, að
ein meginforsenda núverandi
stjórnarsamstarf er enn sem fyrr
sú, að kaupgjald og verðlag hald-
ist sem minnst breytt frá því sem
var“.
Þrátt fyrir þessa leynisamn-
inga hafa allt frá áramótum verið
látlausar kauphækkanir. Stjórn-
arblöðin hafa hvað eftir annað,
siðast nú um helgina, reynt að
villa um fyrir mönnum í þessum
efnum. Af þeim sökum skal það
rakið hér á eftir, hvað raunveru-
lega hefur skeð í kaupgjaldsmál-
unum frá áramótum.
Þessi verkalýðsfélög hafa feng-
ið kjarabætur til handa meðlim-
um sínum á árinu:
Sjómannafélag Reykjavíkur
Allar d eildir félagsins fengu
kjarabætur (farmenn, bátasjó-
menn og togarasjómenn). Kjara-
bæturnar taldar nema frá 7% 'Jg
allt upp í 35,7%. Meðlimatala fé-
lagsins um 1670. Sams konar
kjarabætur fengu sjómenn í öll-
um öðrum verstöðvum. Samtals
í um 31 verkalýðsfélagi, sem ým-
ist eru eingöngu sjómannafélög
eða almenn verkalýðsfélög. Með-
limatala h. u. b. 3000 manns mið-
að við vetrarvertíð. Á síldarver-
tið munu starfa nokkuð færri
sjómenn eða um 2000 menn. En
flest mun það vera sömu menn-
irnir og stunduðu vetrarvertíð.
.Gera má því ráð fyrir að 4500 til
4700 sjómenn hafi fengið veru-
legar kjarabætur á árinu.
ISja, félag verksmiðjufólks
Fékk 5 til 6% almenna kaup-
hækkun. Meðlimatala um 1370.
Hið íslenzka prentarafélag
2 til 3% kjarabætur. Meðlima-
tala um 320.
Trésmíðafélag Reykjavíkur
1% kjarabót. Meðlimatala 505.
Félag pípulagningarmanna
Smávægileg breyting á samn-
ingum. Meðlimatala 37.
Félag matreiðslumanna
3 til 4% kjarabætur. Meðlima-
tala 45.
Félag framreiðslumanna
2 til 3% kjarabætur nema á
kaupskipum um 12%. Meðlima-
tala 44.
Bókbindarafélag fslands
Ýmsar breytingar á samning-
um. Meðlimatala 118.
Félag prentmyndasmiða
Breytingar á samnmgum. Með-
limatala 13.
Félag starfsfólks í veitingahúsum
Um 2% kjarabætur. Meðlima-
tala 150.
Félag flugfreyja
3 til 8% kjarabót. Meðlima-
tala 42.
Verkakvennafélagið Framsókn
Tilfærsla milli taxta. Allmikil
kjarabót. Meðlimatala rúmlega
1250.
Múrarafélag Reykjavíkur
Nokkrar breytingar á samning-
um. Meðlimatala 160.
*
Verkamannafélagið Þór, Selfossi
2 til 3% kjarabót. Meðlima-
tala h. u. b. 100.
Flugmenn
Hækkanir allt upp í 30— 40%.
Meðlimatala h. u. b. 50.
Bakarasveinafélagið
Félagið í verkfalli. Meðlima-
tala h. u. b. 50. Hækkanir eru nú
ráðgerðar.
Um nýja samninga hjá bif-
reiðastjórum og öðru starfsfólki
Mjólkursamsölunnar hefur blað-
inu ekki tekizt að afla upplýs-
inga.
Félög utan A.S.Í., sem fengið
hafa hækkanir, eru:
Verzlunarmannafélag
Reykjavíkur
Hækkanir 5%. Meðlimatala
2080. Auk þess fengu 11 önnur
verzlunarmannafélög sambæri-
legar hækkanir með samtals 1500
manns.
Yfirmenn á kaupskipaflotanum
Skipstjórar, stýrimenn, vél-
stjórar og loftskeytamenn. Með-
limatala þeirra um 220. Allt að
30% hækkanir. Hæstlaunuðu
verkfallsmennirnir, 1. vélstjórar,
fengu 12% hækkun.
Stéttarfélag verkfræðinga
Breytingar á samningum. Raun
verulegar kjarabætur allt að
9,2%. Meðlimatala h. u. b. 80.
Félag bryta
Enn ósamið. Meðlimatala h. u. b.
35.
Offset, prentarafélagið
Smábreytingar á samningum.
Félagatala 15.
Hækkanir til 14 þúsund
launþega.
Þegar allt er talið með er því
vafalaust óhætt að fullyrða, að á
14. þúsund launþegar hafa fengið
kauphækkanir eða samsvarandi
kjarabætur á þessu eina ári frá
setningu kaupbindingalaganna.
Vegna þeirrar leyndar, sem
stjórnarvöldin og stjórn Alþýðu-
sambands íslands reynir að hafa
á hinu raunverulega ástandi þess
ara mála, hefur verið erfitt að
afla hinna réttu upplýsinga, og
er hér sem ella skylt að hafa það,
er sannara reynist.
— Dulles
Frh. af bls. 1.
New York. Hann kvað atburðina
í Sýrlandi sem og tilkynningu
Rússa hafa gert það Ijósara en
nokkru sinni fyrr, að Bandarík-
in mættu ekki draga úr aðstoð
sinni við vestrænar þjóðir.
Ástandið í Sýrlandi
Þegar Dulles vék nánar að
ástandinu í Sýrlandi, sagði hann,
að það hefði af skiljanlegum
ástæðum valdið nágrannaríkjun-
um nokkrum ugg. Ilann bjóst við
að L.oy Henderson aðstoðarutan-
ríkisráðherra, sem nú er staddur
í Tyrklandi, mundi fara til Lí-
banons innan skamms til að ræða
ástandið í Sýrlandi við stjórnina
i Líbanon. Hins vegar kvaðst
hann efast um, að Henderson
kæmist í samband við opinbera
sýrlenzka og egypzka fulltrúa.
Kínverskir blaðamenn
Þá sagði Dulles, að umsóknir
kínverskra blaðamanna um leyfi
til að ferðast um Bandaríkin
mundu verða athugaðar í ljósi
bandarískra laga. Aftur á móti
gæti hann ekki fallizt á, að Banda
ríkin ættu að opna land sitt kín-
verskum blaðamönnum vegna
þess að 24 bandarískir blaðamenn
sem nú eru í Hong Kong, fá að
fara til Kína. A milli Bandaríkj-
anna og kínverska alþýðulýð-
veldisins eru engir samningar,
sem lúta að þessu, enda banna
innflytjendalög Bandaríkjanna,
að kommúnistum sé veitt land-
vistarleyfi, sagði hann. Hins veg-
ar getur dómsmálaráðuneytið
veitt undanþágur, og bandaríska
stjórnin hefur aldrei aftekið það,
að kínverskir blaðamenn kunm
að fá að koma til Bandaríkjanna.
KAUPMANNAHÖFN, 27. ágúst:
Pólska farþegaskipuð „Batory“
kom í dag til Kaupmannahafnar
í fyrstu ferð sinni á hinni nýju
áæflunarleið milli pólsku borgar
innar Gdansk (Danzig) og Mont-
real í Kanada. Skipið sigldi frá
Höfn án nokkurra viðburða. Á
skipinu voru plóskir, danskir og
enskir innflytjendur til Kanada.
Enn hafa 3 farþeganna, sem
flýðu frá „Batory“ þegar það var
í Kaupmannahöfn í síðustu viku,
gefið sig fram við lögregluna.
Alls hafa þá 63 af þeim 70 Pól-
verjum, sem leituði. hælis í
Höfn, gefið sig fram. Lögreglan
gerir ráð fyrir, að hinir muni
gefa sig fram innan skamms.
Þegar skipið fór frá Höfn á
föstudagskvöld, höfðu aðeins fáir
flóttamanna gefið sig fram. Hinir
óttuðust, að þeir yrðu þvingaðir
til að fara um borð í skipið aftur,
og biðu þess vegna, þangað til
það var farið úr höfn. Síðan
hafa þeir smátt og smátt verið
að koma í leitirnar.
Sérstakar búðir fyrir þá.
Nú mun vera í ráði að koma
upp sérstökum búðum fyrir flötta
mennina á Sjálandi, en til bráða
birgða hefir þeim verið komið
fyrir í fangelsi í Kaupmanna-
höfn. Pólsk yfirvöld höfðu var-
að farþegana á „Batory" við
flóttatilraunum, þar sem danska
lögreglan mundi skila öllum
flóttamönnum aftur í hendur Pól
verja, skýringin á því, hve tregir
flóttamennirnir voru að gefa sig
fram. Margir þeirra höfðu undir
búið flóttann vandlega áður en
þeir komu til Hafnar. Meðal
þeirra voru hjón, sem höfðu skil-
ið börn sín eftir hjá ættingjun-
um, og kváðust þau mundu
reyna að skapa sér svo góð kjör,
að þau gætu tekið börnin til sín
síðar meir. Margir flóttamann-
anna hafa látið í ljós vonir um
að komast til Bandaríkjanna,
Kanada eða Ástralíu.
Dómsmálaráðuneytið ákveður
örlög þeirra.
Danska lögreglan vinnur nú að
því að yfirheyra flóttafólkið og
kynna sér orsakir þess, að það
leitar hælis sem pólitískir flótta-
menn, Allt er fólkið sáróánægt
með kjörin í heimalandi sínu,
en kveður það þó hafa verið erf-
itt að slíta sig frá ættingjum og
átthögum. Reynt verður að búa
sem bezt að fólkinu, meðan yfir-
heyrslur fara fram. Niðurstöður
þeirra verða síðan sendar danska
dómsmálaráðuneytinu, sem kveð
ur upp úrskurð í máli hvers ein-
staks flóttamanns. NTB
Tass rauf
ræðu Zorins
MOSKVU, 27. ágúst. — í dag
var allt í einu stöðvuð sending
á ræðu rússneska fulltrúans,
Zorins, á afvopnunarráðstefnunni
í London, frá Tass-fréttastofunni
í Moskvu. Hlustendur voru beðn
ir að gleyma því, sem sagt hefði
verið, en engin skýring gefin á
stöðvuninni. Zorin sagði i ræðu
sinni, að það væri ósatt, að af-
vopnúnarviðræðurnar gengju
með eðlilegum hætti. Hervæð-
ingarkapphlaupið er í fullum
gangi, og Vesturveldin hafa stór-
aukið vopnabirgðir sínar, sagði
hann. Nú er ekkert land lengur
öruggt. Tillögur Vesturveldanna
eru ekki annað en sýndartillögur,
því þau vilja ekki afvopnun.
Þegar um 1000 orð af ræðu Zorins
höfðu verið send út, stöðvaði
Tass sendinguua án nokkurra
i skýringa.
Bezt fiskast
í grœn net
STOKKHÓLMI, 27. ágúst. —
Græn net gefa langbezt raun þeg-
ar veitt er í vötnum, samkvæmt
niðurstöðum ransókna, sem gerð
ar hafa verið að tilhlutan sænsku
fiskimálastjórnarinnar. Voru
þessar tilraunir gerðar í Lossen-
vatni í Harjedal. Hafa sex menn
verið þar í sumar og gert tilraun-
ir með alls konar net í sex mis-
munandi litum. Kom þá í ljós,
að mest fiskaðist í grænu netin,
en þar næst komu blá net. Hvít,
brún, svört og rauð net voru
ekki nærri eins fengsæl, og voru
hvítu netin stórum verst. Ætlun-
in er halda tilraunum þessum
áfram að ári og reyna netin í
fimm stöðuvötnum víðs vegar
um Svíþjóð. — NTB.
Bréf Maemillans
bráðlega tilbáið
LONDON, 27. ágúst. — Svarbréf
Macmillans forsætisráðherra
Breta við síðasta bréfi Búlgan-
ins forsætisráðherra Rússa verð-
ur bráðlega sent, segja áreiðan-
legar heimildir í London. í svari
sínu mun Macmillan leggja
ríka áherzlu á ábyrgðina, sem
Rússar bera á þróun og niður-
stöðum afvopnunarviðræðnanna,
og ítreka sjónarmið Vesturveld-
anna varðandi sameiningu Þýzka
lands og öryggi Vestur-Evrópii,
sem fram komu í yfirlýsingu,
sem gefin var í Berlín ekki alls
fyrir löngu.
Bréf Búlganins frá 20. júlí
fjallaði fyrst og fremst um af-
vopnun, öryggi Evrópu, viðskipti
Breta og Rússa við austanvert
Miðjarðarhaf og menningarsam-
band ríkjanna. Reuter — NTB.
Norðmenn og Svíar
áfram í öryggissveáium
S.Þ.
OSLÓ, 27. ágúst. — Norski land-
varnaráðherrann Nils Handal
sagði í dag, að Norðmenn hefðu
ekki en verið spurðir um það
hvort þeir geti haldið áfram að
senda norska hermenn í öryggis.
sveitir Sameinuðu þjóðanna fyrir
botni Miðjarðarhafs. Hins vegar
kvaðst hann búast við, að Norð-
menn mundu endurnýja samning
inn um dvöl norskra hermanna
á þessu svæði til næstu 6 mán-
aða.
Sænska stjórnin hefur ákveðið
að senda nýja herdeild til land-
anna við austanvert Miðjarðar-
haf til að leysa af hólmi her-
deildina, sem er þar nú á veg-
um S.Þ. — NTB.
Benkö 09 Friðrik
tefla í kvöld
HAFNARFIRÐI. — Ein biðskák
var tefld á skákmótinu í gær-
kvöldi og eru þá ekki fleiri eftir
ótefldar. Var hún milli Sigurgeirs
og Stígs og lauk með sigri hins
fyrrnefnda.
Nú hafa verið tefldar 6 um-
ferðir og eru fjórir efstu menn-
irnir þessir: Benkö 5(4, Friðrik 5,
Ingi R. 4(4 og Pilnik 4%.
Þrjár umferðir eru nú eftir og
verður sú 7. tefld i kvöld. Eigast
þá við Benkö og Friðrik, Jón
Pálsson og Stígur, Kári og Ingi
R., Sigurgeir og Pilnik, Jón Kr.
og Arni.
Teflt er í Góðtemplarahúsina
og er hægt að fylgjast með skák-
unum af sýningarspjöldum. —
Keppnin hefst eins og áður kl. 8.
— G. E.
<