Morgunblaðið - 28.08.1957, Side 8
MORGUWRT 4Ð1Ð
Miðvikudagur 28. ágúst 195T
t
jntwgmfrfafeffr
Ctg.: H.f. Arvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsia: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
MIKILSVERÐIR
AÐ vakti mikla eftirtekt
fyrir tíu árum, þegar 49
skólastjórar danskra lýð-
háskóla sendu dönsku ríkisstjórn-
inni áskorun um að skila íslandi
handritunum. Askoruninni var
fylgt eftir með opnu bréfi í aðal-
málgagni lýðskólanna, ,,Höj-
skolebladet“. Þetta bréf var löng
og ýtarleg greinargerð fyrir sið-
ferðislegri, sögulegri, lögfræði-
legri og þjóðlegri afstöðu máls-
ins. Var ritgerð þessi svo vel
samin, að hún markaði stefnu
þúsunda danskra manna í hand-
ritamálinu, enda eiga lýðháskól-
arnir miklu fylgi að fagna meðal
dönsku þjóðarinnar.
Bjarni M. Gíslason rithöfund-
ur, sem hefur náin kynni af þess-
um skólum, sagði í útvarpsræðu,
sem birtist í Morgunblaðinu 14.
okt. 1954: „íslenzka þjóðin getur
fagnað því, að hugsjónamenn
lýðskólahreyfingarinnar dönsku
hafa tekið málið að sér. Þótt
mest hafi borið á afturhaldssöm-
um háskólaprófessorum hingað
til, er ég ekki eitt augnablik í
vafa um það, að lýðskólamenn-
irnir að síðustu ráða úrslitum,
því hugsjónir þeirra eru í nán-
ustu tengslum við hjartalag
dönsku þjóðarinnar.4*
★
Það er engum vafa bundið, að
Bjarni hafði rétt fyrir sér. —
Dönskum röddum um að skila
handritunum fjölgar stöðugt, og
eru það oftast menn eða félags-
BANDAMENN
samtök, sem eru undir áhrifum
lýðháskólanna, sem þar eru að
verki. Nýlega sendu dönsku ung-
mennafélögin danska þjóðþing-
inu áskorun um að skila íslandi
handritunum, og fyrir fáum dög-
um birti Morgunblaðið útdrátt
úr grein eins snjallasta rithöf-
undar Dana, dr. Jens Kruuse, en
hann var einmitt kennari við lýð-
háskólann í Askov, áður en hann
tók við ritstörfum við þriðja
stærsta blað Dana, „Jyllands-
posten“.
Hin drengilega liðveizla dönsku
lýðháskólamannanna birtist þó
fyrst og fremst í hinni nýút-
komnu bók þeirra „Island —
Danmark og Haandskriftsagen."
í eftirmála bókarinnar er þess
getið, að andstæðingum íslands í
handritamálinu hafi líka verið
gefinn kostur á því, að bera fram
skoðanir sínar í ritinu, en að þeir
hafi færzt undan því. Það er
stefna lýðháskólanna, að öll mál
séu rædd hreinskilnislega á op-
inberum vettvangi og það er trú
þeirra, að slíkar umræður leiði
til þess, að sannleikurinn sigri.
Það er mikils virði fyrir
okkur íslendinga, að danskir
menn trúa á sigur okkar í hand-
ritamálinu, og það er ennþá
meira virði fyrir sambúð Dan-
merkur og íslands í framtíðinni,
að einmitt hugsjónir þessara
manna „eru í nánustu tengslum
við hjartalag dönsku þjóðarinn-
ar“, eins og Bjarni M Gíslason
á sínum tíma komst að orði.
HVAÐ HÖFÐINGJARNIR HAFAST AD
IVOR bar það við, að einn
af fjármálamönnum
þjóðarinnar flutti skel-
egga ádrepu í útvarpinu gegn
ýmsu því, sem hann taldi miður
fara í fjármálum þjóðarinnar.
Margt var þar vel mælt og skyn-
samlegt. Nokkuð þótti það þó
draga úr gildi þess, sem hann
sagði um óhóflegar utanferðir Is-
lendinga, þegar upp komst, að er-
indi hans var flutt af stálþræði
af þvi, að hann var sjálfur stadd-
ur erlendis, þegar að flutnings-
deginum kom.
Af svipuðum orsökum hefur Ey
steini Jónssyni orðið sorglega
lítið ágengt um sparnað alla sina
löngu fjármálaráðherratíð. Hef-
ur hann þó stundum krafizt sparn
aðar í orði af öðrum. En í sín-
um eigin embættisrekstri hefur
hann aldrei fylgt þeim lögmál-
um, er hann hefur öðru hverju
sett undirmönnum sínum.
★
Minnzt hefur verið á afskipti
Eysteins Jónssonar af samein-
ingu Tóbakseinkasölu ríkisins og
Áfengisverzlunarinnar. Enn hef-
ur hann í hendi að koma þeirri
sameiningu á og bæta þannig
fyrir fyrri vanrækslu. Kunnugir
segja, að það muni honum sízt
í huga.
Málsvarar hans við Tímann og
Alþýðublaðið fjandskapast og
mjög gegn þeirri hugmynd, er
Bjarni Benediktsson hreyfði,
þegar þau mál heyrðu undir
hann, að sameina menntamála-
ráðuneytið á ný dómsmálaráðu-
neytinu. Þá hefði og verið hæg-
urinn á að sleppa við sérstakan
ráðuneytisstjóra í forsætisráðu-
neytinu, enda er það beinlínis
óheppilegt fyrirkomulag.
Þótt í smáu væri, lýsti hugur
fjármálaráðherrans sér í því,
þegar hann fékk einn mætasta
embættismann þjóðarinnar,
Magnús Gíslason, til að hverfa
úr embætti fyrir aldur fram í
því skyni að fá sér við hlið ein-
dreginn flokksbróður sinn, að
vísu gegnan og góðan mann. En
hvernig færi, ef allir hefðu sömu
aðferð og Eysteinn hafði þá?
★
Hin sama einsýni lýsti sér í
varnarmálunum. Meðan þau
heyrðu undir Sjálfstæðismenn
var Eysteinr. Jónsson á móti
nauðsynlegustu útgjöldum. En
jafnskjótt og dr. Kristinn Guð-
mundsson tók við stjórn þeirra
mála, var eins og ótæmandi upp-
spretta hefði opnazt, sem ausa
mætti fé úr til hinna fáránlegustu
hluta.
í Morgunblaðinu í gær var
prentuð tilvitnun í tvö stjórnar-
stuðningsblöð, Þjóðviljann og
Tímann. Með lestri þeirra til-
vitnana fæst fullkomin geinar-
gerð fyrir því að allur sá fjár-
austur varð til einskis. Þar sést,
hvernig Guðmundur í. Guð-
mundsson lét hætta við girðing-
una frægu, þegar hún var nærri
fullgerð. Þar kemur einnig fram,
að vonlaust var að ná nokkurn
tímann fyrirhuguðum tilgangi
með girðingunni að dómi blaða-
manns Tímans.
Til að framfylgja þeirti stefnu,
sem V-stjórnin hefur nú yfir-
gefið í verki, og fordæmd er í orð
um blaðamanns Tímans, vantaði
aldrei fé, þó að óhjákvæmilegar
umbætur í fangelsismálum þjóð-
arinnar yrðu t. d. að bíða vegna
andstöðu fjármálarájSherra.
Þannig má stöðugt lengja list-
ann um það, hvernig Eysteinn
Jónsson með einsýni sinni hefur
að óþörfu sóað fé og aldrei skil-
ið hvað þurfti til raunverulegs
sparnaðar.
UTAN UR HEIMI
Nokkur brot úr uppbyggingar-
starfsemi SP.
Árið 1956 voru byggðar sam-
tals 3,9 milljónir íbúða í Evrópu-
löndum. Árið þar áður var tala
nýrra íbúða 3,7 milljónir. Aukn-
ingin frá 1955 til 1956 nam 4%,
en hafði numið 8% á árunum
1954—1955. Tölur þessar eru birt-
ar í yfirliti, sem nefnist á ensku
„European Housing, Trends and
Policies in 1956“. Útgefandi er
Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóð-
anna fyrir Evrópu (ECE). í yfir-
litinu er þess getið, að þótt hag-
skýrslur sýni aukningu í bygg-
ingarframkvæmdum í Evrópu
sem heild þá sé sannleikurinn sá,
að talsvert hafi dregið úr ný-
byggingum í einstökum löndum.
Á það einkum við um lönd, þar
sem mest var byggt á árunum
strax eftir styrjöldina.
Enn reyndist fjöldi nýbygginga
miðað við hverja 1000 íbúa hæst-
ur í Vestur-Þýzkalandi og síðan
í þessari röð: Noregi, Svíþjóð,
Svisslandi og Sovétríkjunum.
í skýrslunni er birt tafla, sem
sýnir nýbyggingafjöldann í ein-
stökum löndum 1954—1956. Töl-
urnar frá Norðurlöndunum fara
hér á eftir, (ísland er ekki talið
með):
Danmörk, 1954: 23,300 nýjar
íbúðir; 1955: 24.000 (5,4 fyrir
hverja 1000 íbúa) og 1956: 19.800
(4,5).
Finnland. 1954: 31.000 nýjar í-
búðir; 1955: 33.200 (7,8) og 1956:
27.300 (7,5).
Noregur. 1954: 35.400 nýjar í-
búðir; 1955: 32.100 (9.4 á hvern
íbúa landsins) og 1956: 27.300
(8,0).
Svíþjóð. 1954: 58.900; 1955:
57.700 (7,9 á hvern íbúa) og 1956:
57.600 (7,9);
í flestum Evrópulöndum full-
nægja nýbyggingarnar ekki eftir-
spurn eftir nýjum íbúðum, segir
í skýrslu ECE. Verst er ástandið
í fátækum löndum, þar sem menn
hafa ekki ráð á að afla sér nýj-
ustu byggingavéla og hagnýta sér
nýjustu tækni í byggingafram-
kvæmdum. En aðalástæðan fyrir
því, að dregið hefir úr byggingar-
framkvæmdum víða í Evrópu-
löndum, er skortur á lánsfé og
svo hitt, að byggingakostnaður
eykst jafnt og þétt alls staðar.
Jafnvel í löndum eins og Finn-
landi, írlandi, Hollandi og, Vest
ur-Þýzkalandi, þar sem áður var
tiltölulega auðvelt að fá bygginga
lán, hefir nú verið lokað fyrir
veðdeildir, svo tilfinnanlegt er
fyrir einstaklinga, sem vilja
bvggja sér þak yfir höfuðuð.
Alþióðle" kiarnorku-
málastofnun
Á alþjóðaráðstefnu, sem hald-
in var í aðalstöðvum Sameinuðu
þjóðanna í október-mánuði í
fyrrahaust, var samþykkt að
setja á laggirnar Alþjóðlega
kjarnorkumálastofnun. Hlutverk
þessarar stofnunar skyldi vera,
„að stuðla að og auka hlut kjarn-
orkunnar í þágu friðar, heilbrigði
og velgengni í heiminum“.
70 þjóðir undirrituðu stofnskrá
stofnunarinnar, sem átti að taka
gildi þegar, a.m.k. 18 þjóðir hefðu
gert fullnaðarsamþykkt um aðild
að stofnuninni. Af þessum 18 þjóð
um var ennfremur áskilið, að
ekki færri en þrjár eftirtaldra
þjóða væru aðilar að stofnuninni:
Bandaríkjamenn, Bretar, Frakk-
ar, Kanadamenn og Rússar.
Þessum skilyrðum var full-
nægt þegar í lok júlímánaðar í
sumar. Höfðu þá t.d. öll fimm
löndin, sem talin eru hér að fram
an, sent fullnaðarsamþykktir sín-
ar að stofnskránni til Sameinuðu
þjóðanna. Auk þess hafði fjöldi
annarra þjóða sent fullnaðarsam-
þykktir, þ.á.m. þrjú Norðurland-
anna, Danmörk, Noregur og Sví-
þjóð, en 10 þjóðir í viðbót við
hinar 70, er upphaflega undir-
rituðu stofnskrána, höfðu bætzt
við.
Fyrsta ráðstefna hinnar nýju
Alþjóðlegu kjarnorkumálastofn-
unar hefir verið boðuð í Vínar-
borg þann 1. október í haust. Ráð
stefnan mun ganga frá fjárhags-
áætlun fyrir stofnunina, ókveða
starfsmannahald og hvaða sam-
band stofnunin eigi að hafa við
Sameinuðu þjóðirnar sjálfar og
við sérstofnanir þeirra. Talið er
víst, að aðalbækistöðvar kjarn-
orkumálastofnunarinnar verði í
Vínarborg.
Meðal meðlima í framkvæmda
ráði stofnunarinnar eru Banda-
ríkin, Kanada, Indland, Japan,
Sovétríkin, Bretland og Svíþjóð.
Flest lán Altvóðabank-
ans t»l raforkuvera
Frá því að Alþjóðabankinn tók
til starfa árið 1946 og þar til síð-
asta fjárhagsári bankans lauk 1.
júlí sl., hefir hann veitt samtals
176 lán að upphæð 3.219 milljónir
dollara. (Bankinn hefir veitt lán
í öðrum gjaldeyri en dollurum, en
í þessari frásögn er miðað við
dollara til samræmis).
Þegar athugað er, í hvaða til-
gangi lán bankans hafa verið
veitt, kemur í ljós, að stærsta
samanlagaða lánsupphæðin hefir
runnið til raforkuframkvæmda,
bæði til að byggja ný raforku-
ver og til þess að auka við eldri
ver. Nemur upphæðin, er bank-
inn hefir lánað í pessum tilgangi,
863 milljónum dollara. Næst
koma samgöngubætur, vegagei ð
og jáinbrautalagning (805 millj-
ónir dollara). Þá hafa verið lán-
aðar 500 milljónir dollara til end-
urbyggingar á eyðilögðum mann-
virkjum, aðallega vegna styrjald
artjóns. 461 milljón dollara hef-
ir bankinn lánað til landbúnaðar-
framkvæmda og skógræktar.
Alls hafa Norðurlöndin tekið
lán hjá Alþjóðabankanum, sem
nema samtals 185 milljónum doll
ara. Skiptast lánin þannig: Dan-
ir hafa fengið eitt lán að upphæð
40 milljóoir dc-llara. Finnland sex
lán, samtals 65.279,464 doliara.
ísland hefur tekið fimm lán sam-
tals að upphæð 5.914.000 og Nor-
egur þrjú lán að upphæð 75 þús.
dollara.
Svíþjóð hefir ekkert lán tekið
hjá bankanum.
Ef deilt er niður á heimsálfur
hafa lán Alþjóðabankans verið
veitt sem hér segir:
Evrópulönd hafa fengið að láni
1.099.921,464 dollara; Suður-
Ameríkuríki 745.805.000 dollara,
Asíulönd 689.320.000; Afríkuríki
367.000.000 og Ástralíu-lönd 317.
730.000 dollara.
Góður áranwur af bólu-
setningu «epn lömunar-
veiki
Alþjóðaheilbrigðismálastofnun-
in (WHO) boðaði nýlega sérfræð-
inga á sviði lömunarveiki (polio)
til fundar í Genf til þess að heyra
Frh. á bls. 10
Myndin er frá fundi i öryggisráði S. Þ. í því eiga sæti timiu fastameðlimir (Bandaríkin, Bret-
land, Kína, Frakkland og Sovétríkin), sem hafa neitunarvald og 6 meðlimir, sem kosnir eru til
tveggja ára í senn. Öryggisráðið mæíir með upptöku nýrra meðlima við Allsherjarþingið og get-
ur jafnframt beitt neitunarvaldi gegn upptöku nýrra mcðlima. Árið 1955 mælti ráðið með upp-
töku 16 nýrra meðlima, en árið 1956 með upptöku 3 meðlima: Súdans, Marokkó og Túnis. I ár
fékk Japan upptöku, og eru meðlimaríkin nú orðin 80 talsins.
Salur öryggisráðsins í aðalstöðvum S Þ. í New York er gerður af Norðmönnum, og veggmyndin
til vinstri er eftir norska málarann Per Krogh.