Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 2
2
MORGVMBLAÐIÐ
Plmmtudagur 19. sept. 1951
Rynning skákmanna:
Gnðmundur S.
Guðmundsson
í KVÖLD verður 6. umferð Stór-
móts Taflfélagsins tefld í Lista-
mannaskálanum. Við kynnum í
dag Guðmund S. Guðmundsson.
Hann er fæddur árið 1918. —
Vann sig upp í meistaraflokk
1939 og hefur síðan verið í röð
okkar fremstu meistara. Guð-
mundur vann annan riðil meist-
araflokks á Norðurlandamótinu
í Kaupmannahöfn 1946 á móti
nafna sínum Agústssyni. Guð-
mundur náði þriðja sæti á sterku
Þýzku
haldið
kosningabaráttunni
áfram á íslandi!!
skákmóti í Hastings um áramót-
in 1946—47. Varð skákmeistari
Reykjavíkur 1946 og 1950. Náði
góðum árangri á mjög sterku
alþjóðlegu skákmóti í Hollandi
1950, og vann þar meðal annars
hinn fræga skákmeistara Rosso-
limo Auk þess hefur Guðmundur
teflt fyrir íslands hönd á skák-
þingi Norðurlanda 1947 og Ol-
ympíumótinu í Amsterdam 1954.
Guðmundur var skákmeistari ts-
lands árin 1954 og 1955. Hann
rekur nú heildverzluh í Reykja-
vík.
SIGURÐUR Benediktsson byrj-
ar innan tíðar að halda hin ár-
legu listmuna- og bókauppboð
sin. Verður fyrsta uppboðið í
næsta mánuði.
MÁLGÖGN sósíaldemókrata og
kommúnista hér á landi hafa
undarlega mikla samstöðu til
kosninganna í Þýzkalandi. Kom
þetta í Ijós í blöðunum í gær. þar
sem engu er líkara en að Alþýðu-
blaðið og Þjóðviljinn ætli að
halda þýzku kosningabaráttunni
áfram norður á íslandi, og það
meira að segja eftir kosningarn-
ar!!
Kommúnistablaðið skrifaði
langa grein um sigur Adenau-
ers og er hún aðeins bergmál
af hinum illyrta áróðri Krús-
jeffs og Ieppa hans í Austur-
Þýzkalandi. Þar tíðkaðist það
að kalla Adenauer nazista-
morðingja og glæpamann. —
Þeir, sem séð hafa austur-
þýzk blöð að undanförnu
kippa sér því ekki upp við
þótt nokkur hinna sömu ill~
yrða séu étin upp á síðum
kommúnistablaðsins á íslandi.
Hin austur-þýzku illyrði og
fasistanafngiftir hrinu ekki á
Adenauer í kosningunum,
enda vissi allur almenningur
betur, að þessi mikli stjórn-
málamaður hafði hrifið þjóð-
ina upp úr dýpstu niðurlæg-
ingu og leitt hana inn á braut
lýðræðis og frelsis.
Málgagn sósíaldemókrata reyn
ir líka í forustugrein sinni i gær
að halda þýzku kosningabarátt-
unni áfram hér heima. Reynir
blaðið að hnekkja þeirri stað-
reynd, að með kosningunum á
sunnudag höfnuðu Þjóðverjar
þjóðnýtingu og sósíalisma.
Það er mál kunnugra að í
þýzku kosningunum hafi sósial-
demókratar þar í landi, haldið
uppi óvenjuheiðarlegri baráttu.
Þeir hafi reynt mikið til að halda
sér við staðreyndir.
Því miður verður ekki sagt, að
málgagn sósialdemókrata hér
fylgi fordæmi þýzkra flokks-
bræðra sinna í þessu. Því að í
því eru staðreyndir annaðhvort
visvitandi falsaðar, eða greinin
er skrifuð af furðumikilli fá-
vizku um eitt meginatriði þýzku
kosningabaráttunnar, að þýzkir
sósíaldemókratar afneituðu þjóð-
nýtingunni bæði með þögninni
og með beinum yfirlýsingum.
Greinarhöfundi Alþýðublaðs-
þýzka Jafnaðarmannaflokks
ins, þar sem hann beinlínis
afneitar þjóðnýtinguni og scg-
ir, að slíkt þýði ekkert að bera
á borð fyrir þýzka kjósendur.
Grunur Mbl. er að fáfræði Al-
þýðublaðsins sé svo hyldjúpt,
Shawcross lögiræðingur varð
að snúa aftur til Nigeriu
Alvarleg skerðing Ghana-stjórnar á grund-
vallar-mannréttindum
BREZKA lögfræðingnum Christopher Shawcross var í dag neitað
um leýfi til að fara inn í Ghana. Var þar með framkvæmd yfir-
lýsing Edusels innanríkisráðherra í fyrradag.
Lögfræðingafélag Ghana hefur mótmælt harðlega aðgerðum
ríkisstjórnarinnar í þessu fnáli, telur þær brot á frumstæðustu
mannréttindum.
Samveldismálaráðunyeti Breta hefur sent ríkisstjórn Ghana orð-
sendingu út af þessum atburðum og óskar eftir ýtarlegum skýr-
ingum á því hvers vegna brezkum lögfræðingi sé meinaður að-
gangur að Ghana. —
Shawcross lögfræðingur, sem
Ghanastjórn hefur gert útlægan
fyrir frækilega vörn blaðamanns-
ins Ian Colvin, h'afði farið um
helgina í skemmtiferð til Nigeríu.
Skömmu eftir brottför hans til-
kynnti Edusel innanríkisráðherra
Ghana, að hann fengi ekki að
koma aftur til landsins til að ann-
ast vöm blaðamannsins fyrir
öðrum rétti.
Þar sem hér er um alvar-
lega skerðingu á grundvallar-
reglum vildi Shawgross ekki
trúa því að stjórn Nukrumahs
héldi fast við bannið. Snemma
í morgun tók hann sér far
með flugvél frá Nigeríu tii
Accra, höfuðborgar Ghana. Er
hann gekk út úr fiugvélinni,
inn í flugstöðvarbygginguna,
tilkynntu tollverðir honum, að
hann fengi ekki að koma inn
í Ghana. Varð Shawcross þvi
að snúa aftur til Nigeríu
seinni hiuta dagsins.
Aðgerðir Nukrumah-stjórnar-
innar í þessu máli hafa fyllt
marga íbúana óhug. Þeir óttast
að næsta skrefið verði að Nukr-
umah-stjórnin afnemi sjálfstæði
ins virðist t.d. ekki kunnugt um
þá ólgu sem varð meðal forustu-
manna þýzkra sósíaldemókrata,
þegar flokksforingjanum Ollen-
hauer varð það eitt sinn á af ó-
gætni, að nefna möguleika á
þjóðnýtingu.
Það Iýsir einnig furðulegri
fáfræði hjá sama greinarhöf-
undi að hann hefur ekki b ,'g-
mynd um margítrekaðar yfir-
lýsingar dr. Heinrich Deist,
efnahagsmáiasérfræðings
að það viti ekki einu sinni að
dr. Deist sé til, þótt hunn sé
einn helzti foringi Jafnaðar-
mannaflokksins i Þýzkalandi.
En þá væri betra fyrir Alþýðu-
blaðið að koma ekki svo hrapal-
lega upp um fáfræði sína, með
því að vera að skrifa um hluti
sem það skortir alla þekkingu á.
Alþýðublaðinu er heldur ekki
kunnugt um hinn mikla kosninga
ósigur skoðanabræðra sinna sl.
sunnudag.
Ávarp: Kirkjubygging
Óhóða saf naðarins
dómstólanna og ógnaröld hefjist
í landinu.
Lögfræðingafélag Accra kom
saman í gær, til að ræða þá stað-
reynd að Christopher Shawcross,
sem fyrir nokkrum dögum fékk
löglega inngöngu í félagið hefur
verið útilokaður frá að vinna að
lögmætri vörn fyrir dómstólum.
í félaginu er meirihlutinn svert-
ingjar, en á fundinum voru allir
á einu máli um það, að ríkis-
stjórnin hefði þegar gengið feti
of langt. Með því að meina Shaw
cross að koma aftur til landsins
sé hún að brjóta þá þýðingar-
miklu grundvallarreglu, að sak-
borningur megi sjálfur velja
hver eigi að verja mál hans fyrir
dómstóli. Var samþykkt á fund-
inum að mótmæla þessum brot-
um stjórnarinnar.
Nefnd úr lögfræðingafélag-
inu gekk á fund Edusels inn-
anríkisráðherra og bar fram
við hann mótmælasamþykkt-
ina. En innanríkisráðherrann
svaraði, að hann væri ósveigj-
anlegur í þessu máli. Shaw-
cross skyldi ekki fá að koma
aftur til Ghana.
VÉR viljum vekja sérstaka at-
hygli safnaðarfólks og annarra á
því, að kirkjubygging vor er að
komast undir þak og félagsheim-
ilið í henni að verða fullgert þó
ekki sé nema ár liðið síðan bygg-
ingarframkvæmdir hófust.
í því sambandi leyfum vér oss
að benda á það, sem er aðalefni
þessa ávarps, að nú hefur safn-
aðarfólkið með sérstökum hætti
færi á að lyfta þessu brýna hags-
munamáli og áhugamáli sínu yfir
örðugasta hjallann með sam-
stilltu átaki, það er að segja með
því að kaupa skuldabréí kirkj-
unnar, sem safnaðarstjórnin hef-
ur nú látið gefa út og tryggt með
veði í félagsheimilinu.
Hér er ekki verið að fara fram
á neinar gjafir heldur aðeins lán
með 7% vöxtum, sem eru hærri
vextir en fólk fær af sparifé sínu
í bönkum. Nöfn þeirra sem kaupa
skuldabréfin eru ekki skráð
nema þeir vilji það sérstaklega.
Bréfin endurgreiðast á 15 árum.
Þau hljóða á 250,00 og 500,00
krónur og geta menn keypt eitt
eða fleiri eftir vild. Landsbank-
inn hefur teSið að sér að sjá um
árlegan útdrátt bréfanna og
vaxtagreiðslur. Bréfin eru seld
á þremur stöðum, í Landsbank-
anum, hjá Andrési Andréssyni,
safnaðarformanni, Laugavegi 3,
og hjá Boga Sigurðssyni, safnað-
argjaldkera, Laufásvegi 36.
Nú eru það einlæg tilmæli 'c:
að þeir sem á undanförnum ár-
um hafa hugsað sér að Ijá kirkju-
byggingarmáli voru einhvern
tíma lið, gefi því gaum, að þörf-
in verður naumast meiri í annan
tíma en einmitt nú þegar fram-
kvæmdir byggingarinnar standa
sem hæst.
Töluvert hefur þegar selzt af
skuldabréfum kirkjunnar. Mark-
miðið er að þau verði öll seld
um kirkjudag safnaðarins, sem
ekki mun verða haldinn fyrr en í
næsta mánuði vegna seinkunar á
ýmsu, sem þurft hefur að útvega
frá öðrum löndum til nýja félags-
heimilisins.
Göngur að hef jasl
AKUREYRI, 18. sept. — Göngur
eru að hefjast víða á Norður-
landi, og sums staðar eru gangna-
menn þegar á leið aftur til
byggða. Fyrstu réttir, í S-Þing.,
voru fyrrihluta þessarar viku. í
þeirri næstu verður réttað all-
viða, m. a. Stafnsrétt í Húna-
vatnssýslu, sem er ein .-i^rsta
rétt hér á Norðurlandi. Fé og
hross úr austanverðri Húna-
vatnssýslu og fé úr vestanverð-
um Skagafirði kemur þangað. —
Verður stóðrétt þar nk. miðviku-
dag, en fjárrétt á fimmtudaginn.
Kalt er til fjalla og nokkur
snjór fallinn, en hann er -i inni
inn til öræfa en í úthéruðum. —
Talsverður snjór er nú kominn á
hinn hrikalega fjallgarð nilli
Eyj afjarðar og Skagafjarðar. —
Nokkurt fé mun þegar vera kom-
ið af afréttarlöndum vegna hinn-
ar köldu hausttíðar. — vig.
Jafntefli: Pilnik Guðm. P.
Pilnik og Guðmundur Pálma-
son gerðu jafntefli í 5. umferð
sem tefld var í gærkvöldi. —
Aðrar skákir fóru í bið. 6. um-
ferð er tefld í kvöld.
Gjöf til Skálliolts
SÉRA Gísli Brynjólfsson, prófast
ur að Kirkjubæjarklaustri, af-
henti mér undirrituðum í dag,
sem formanni Skálholtsfélagsins
sparisjóðsbók nr. 30790 í Búnað-
arbanka íslands, er hefur að
geyma kr. 4123.62 — en sú upp-
hæð er framlag frá Vestur-Skaft-
fellingum í viðreisnarsjóð Skál-
holts.
Á héraðsfundi Vestur-Skafta-
fellsprófastdæmis haustið 1955
var að tillögu prófasts samþykkt
að senda öllum hreppsnefndar-
oddvitum sýslunnar skrifleg til-
mæli um það, að þeir hlutuðust
til um, að eitthvað væri lagt af
mörkum úr hreppssjóðum til
styrktar endurreisn Skálholts. —•
Allar hreppsnefndirnar urðu hið
bezta við þessari málaleitun og
lögðu fram fé sem hér segir:
Hörgslandshreppur kr. 500.00
Kirkjubæjarhreppur kr. 500.00
Leiðvallarhreppur kr. 500.00
Skaftártunguhreppur kr. 500.00
Álftavershreppur kr. 500.00
Hvammshreppur kr.1000.00
Dyrhólahreppur kr. 500.00
Þetta verða samtals kr. 4000.00,
en bankavextir eru kr. 123.62.
Um leið og viðtaka þessa fjár
er viðurkennd f. h. Skálholtsfé-
lagsins, eru héraðsfundi og
hreppsnefndum Vestur-Skaftfell-
inga færðar alúðarþakkir fyrir
myndarlega forgöngu og undir-
tektir.
Sigurbjörn Einarsson.
I menn brennast
ÓVENJULEGT slys varð hér 1
bænum í gærmorgun. Tveir
menn brenndust í andliti, er
skammhlaup varð í rafmagnsjarð
streng vestur við elliheimilið
Grund.
Byggingaframkvæmdir standa
yfir við elliheimilið og í því sam-
bandi hefur þurft að moka ofan
af jarðstreng sem liggur í elli-
heimilið.
Strengurinn hefur orðið fyrir
hnjaski. Hefur haki lent á hon-
um eða eitthvert annað verk-
færi. — Verkamennirnir, sem
brenndust í gærmorgun, munu
hafa komið eitthvað við streng.
inn um leið og þeir bogruðu yfir
hann, en þá myndaðist skamm-
hlaup og feiknaneisti, en við það
brenndust mennirnir í andliti. —
Skaddaðist hornhimnan í auga
annars mannsins. Menn þessir
heita Ólafur Brandsson og Kjart-
an Kjartansson.
Bændur í N-Þingeyjarsýslu
eiga ennþá eflir að slá
KÓPASKERI, 18. sept. — Hér
hefur rignt svo að segja stöðugt
í mánaðartíma þar til í dag að
veður er bjart og gott. Mikið er
úti af heyjum ennþá, eða allur
seinnisláttur bænda. Þennan
Úrslif þýzku kosninganna
Nú hafa borizt lokaúrslit í þýzku þingkosningunum á sunnudaginn.
Birtist hér tafla yfir þau og til samanburðar úrslitin í kosningun-
um 1953:
1957 1953
Atkv. % Þings. Atkv. % Þings.
Kristilegi fl. 14,998,754 50,2 270 12,443,981 45,2 244
Jafnaðarmenn 9,490,726 31,7 169 7,944,943 28,8 151
Frjálslyndi fl. 2,304,846 7,7 41 2,629,163 9,5 48
Þýzki flokkurinn 1,006,350 3,4 17 896,128 3,3 15
Flóttamannafl. 1,373,001 4,6 0 1,616,953 5,9 27
Þýzki ríkisfl. 307,310 1,0 0 295,739 1.1 0
mánuð hefur ekki tugga komið
í hlöður.
Enn eftir að slá
Ótíðin hófst um það leyti sem
bændur voru að byrja að ná heyj
um sínum upp. Útlitið er þess
vegna ekki gott, en bjargar þó
mikið, að töðufengurinn nýttist
vel. Víða er eftir að slá mikið af
seinnislætti vegna rigninganna
og það sem slegið er er talsvert
hrakið.
Erfiðar aðstæður
Bændur eiga mjög annríkt um
þetta leyti, þar sem allt rekst á,
heyskapur, kartöfluupptekt, göng
ur og slátrun. Byrjað verður að
slátra hér á laugardaginn og mun
20 þúsund fjár verða slátrað hér
alls í haust. Dilkar líta út fyrir
að verða betri en í fyrra. Þyngsti
dilkurinn sem komið hefur ennþá
í haust vó 22% kg. Var það hrút-
lamb. — Jósep.