Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 20
....*■ ■ VEÐRIÐ Hægviðri og bjartviðri. 211. tbl. — Fimmtudagtir 19. september 1957. SUS.síða á bls. 8. Tvísöngur Lúðvíks: Nœgur gjaldeyrir — niðurskurður fjár- festingar Fleira fólk til fram- leiðslusfarfa — fjólgað um hundruð manna í varnarliðsvinnu VIÐSKIPTAMÁLARÁÐHERRA vinstri stjórnarinn- ar, Lúðvík Jósefsson, hefur undanfarna daga ritað þrjár greinar um gjaldeyrismál í kommúnistablaðið. Iíitsmíðar þessar eiga að hnekkja þeim staðreyndum. sem stjórnarandstæðingar hafa skýrt frá, að núver- andi ríkisstjórn hefur leitt algert öngþveiti í gjald- eyris- og viðskiptamálum yfir þjóðina. Viðskiptamálaráðherra kommúnista heldur því blá- kalt fram í greinum sínum að frásagnir Mbl. um gjald- eyriserfiðleikana séu „staðlausar“. Kemst hann síðan að orði á þessa leið: NÆGUR GJALDEYRIR — EN NIÐURSKURÐUR FJÁRFESTINGAR NAUÐSYNLEGUR „Gjaldeyristekjurnar eru þrátt fyrir allt miklar og veita aðstöðu til þess að tryggja allan þann innflutn- ing, sem nauðsynlegur er til góðra lífskjara og mik- illa framfara“. Fstuttu máli sagt: Viðskiptamálaráðherrann staðhæfir að nægur gjald- eyrir sé til til þess „að tryggja allan þann innflutning, sem nauðsynlegur er —“. í sömu grein kemst Lúðvík svo að orði á þessa leið: „En þar til okkur hefur tckizt að auka framleiðsl- una og þar með gjaldeyristekjurnar, verðum við að horfast í augu við þá staðreynd að fara verður hægar í ýmsar fjárfestingarframkvæmdir eða draga úr ýmis konar gjaldeyriseyðslu.“ Menn athugi samræmið í málflutningi viðskipta- málaráðherra kommúnista: í öðru orðinu segir hann að gjaldeyristekjurnar séu nægar til þess að „tryggja allan innflutning, sem nauðsynlegur er.“ í hinu orðinu boðar hann niðurskurð á fjárfestingu eða að „draga verði úr ýmiskonar gjaldeyriseyðslu“. FLEIRA FÓLK í VARNARLIÐSVINNU Hámark tvöfeldninnar og hræsninnar birtist svo i þessum orðum Lúðvíks Jósefssonar: „Og það sem þó skiptir mestu máli er að fá fleiri menn til starfa við útflutningsframleiðsluna“. Þetta segir viðskiptamálaráðherra kommúnista í sömu andránni og hann og samstarfsmenn hans í ríkisstjórninni hafa samið við yfirmenn hins amer- íska varnarliðs í landinu um að fjölga um mörg hundruð manna í varnarliðsvinnunni á Keflavíkur- flugvelli. Ætlast sá maður, sem þannig hagar málflutningi sínum til þess að hann verði talinn ábyrgur orða sinna eða að nokkur einasti maður taki yfirleitt mark á honum? Nær 1200 bílaórekstror og slys STÖÐUGT stækkar stafli sá aff bílaárekstraskýrslum, sem rann- sóknarlögreglan þarf að taka varðandi rannsókn slíkra ó- happa og slysa. Voru í gærmorg- un komnar til lögreglunnar til- kynningar um 1185 bílaárekstra, sem allir hafa orðið á þessu ári. í gærdag urðu svo þrír meiri- háttar bílaárekstrar, þar af eitt umferðarslys, sem skýrt er frá á öðrum stað hér í blaðinu. Hinir árekstrarnir voru allharðir, og bílarnir meira og minna skemmd- ir. Var annar þessara árekstra á horni. Barónsstígs og Eiríksgötu, en hinn á horni Grettisgötu og Klapparstígs. Þurfti „Vökubíl“ til að flytja hina skemmdu bíla á verkstæðL Notuðu steypu» járni*stoIið SIGURGEIR Steindórsson sjó- maður, Hrísateigi 14, hafði safnað nokkru af steypustyrktarjárni úti í örfirsey, en nú hefur því öllu verið stolið. Er hér um að ræða 70 stykki af 5 m löngum járn- bútum 199 millimetra og nokkuð af mjórra járni. Þetta járn var allt notað og því bogið og aflag- að. Rannsóknarlögreglan óskar eftir því ef einhverjir gætu gefið uppl. um hvar járn þetta sé nú niður komið, að þeir geri henni viðvart 5 þús. ónothæfar síldar- tunnur frá A-Þýzkalandi liggja norður á Siglufirði SIGLUFIRÐI, 16. sept. — Hér við höfnina hafa legið um nokkurt skeið í stórum stafla 5000 síldartunnur, sem viðskiptamála- ráðuneytið lagði fyrir að keyptar yrðu frá A-Þýzkalandi. Eru þess- ar tunnur allar óhæfar fyrir síld. Það var í ágústmánuði síðast- liðnum, sem þessar tunnur bárust hingað með skipi, í einum farmi. Var hér um að ræða helming af því magni af síldartunnum, sem kaupa átti í A-Þýzkalandi. Þegar kunnáttumenn tóku við þessum 5000 tunnum, kom brátt í Ijós, að ekki var allt með felldu hvað þeim við vék, Reyndust þær með öllu óhæfar til síldar- söltunar og að auki var tunnu- viðurinn í þeim maðksmoginn. Síldarútvegsnefnd, sem hé- var gert að taka við þessum tunnu- farmi, neitaði að veita honum viðtöku. í kjölfar þessa fylgdi að frekari tunnukaup frá A-Þýzka- landi voru eðlilega stöðvuð. — Sem kunnugt er, er vöruskipta- samningur milli íslands og A- Þýzkalands ,og voru þessi eftir- minnilegu tunnukaup liður í Jón Kjartansson, for- sljóri Áfengisverzi- unarinnar HINN 18. þ.m. skipaðí fjármála- ráðherra Jón Kjartansson, bæj- arstjóra á Siglufirði, forstjóra Áfengisverzlunar ríkisins frá 1. nóvember 1957 að telja. (Frá fjármálaráðuneytinu). Leikhúss Heimdallar Eins og kunnugt er hefur Leik- hús Heimdallar haft sýningar í Sjálfstæðishúsinu að undan- förnu á gamanleiknum Sápu- kúlum eftir bandaríska rithöf- undinn George Kelly. Síðustu sýningar verða í kvöld og ann- að kvöld, og er því ekki seinna vænna fyrir þá, sem vilja hlæja að vandræðalegum eigin mönnum, að fá sér miða í að- göngumiðasölunni í Sjálfstæð- ishúsinu (sími 12339). Myndin sýnir Róbert Arnfinnsson, sem Ieikur eiginmannsmyndina. þeim viðskiptum. Hér liggja tunnurnar enn og er ekki vitað hvaða örlög bíða staflans mikla í vetur. Tunnukaup er vandasamt verk. Af gjaldeyrisástæðum vildi við- skiptamálaráðherra láta tunnu- kaupin fara fram í A-Þýzkalandi, í stað þess að kaupa tunnurnar frá Noregi eða Svíþjóð. Tunnu- viður er beztur frá þessum lönd- um, en síldartunnur munu sjaldn- ast vera keyptar frá meginlandi Evrópu. Þannig kaupa Skotar t.d. síldartunnuvið frá Svíþjóð. — Stefán. Fallegt veður um land allt EINSTAKLEGA fagurt haustveð- ur er nú víða um land, og hefur Veðurstofan getað spáð fyrir allt landið í einu: hægviðri, sumstað- ar skýjað. Hér í bænum hefur verið yndislega fagurt að horfa til fjallanna, en þau eru nú aft- ur orðin snjólaus, eða svo að segja. Skarðsheiðin að sunnan- verðu er snjólaus orðin, en í hana féll þó nokkur snjór á dög- unum. Ekki var búizt við að neinar lægðir myndu í dag spilla veðri. HÁSKÓLINN hefur nýlega fest kaup á einni hæð í stórhýsi Sveins Egilssonar að Laugavegi 105 fyrir Náttúrugripasafníð. Eins og kunnugt er hefur hús- bygging fyrir safnið íengi verið á döfinni. Teikningar hafa verið gerðar að sérstöku safnhúsi, og er því ætlaður staður á lóð Há- skólans. Fjárfestingarleyfi hefur hins vegar ekki fengizt, og ..efur því verið horfið að því ráði að festa kaup á 3. hæð Laugavegs 105. Safnið er nú til húsa í Þjóð- minjasafnsbyggingunni á Melun- um, og eru þar geymslur og vinnuherbergi. Sýningarsalurinn í safnhúsinu við Hverfisgötu er hins vegar enn í notkun. Hús- næði það, sem Náttúrugripasafn- Til skamms tíma hafa þessar yfirfærslur fengizt tregðulaust, en nú mun farið eftir þeim regl- um, að erlendur gjaldeyrir fæst ekki til að hefja nám, sem Inn- flutningskrifstofan telur, að stunda megi hér á landi. Enn sem komið er munu þessar takmark- Olíu-bílstjóri slasast AKRANESI, 18. sept. — Snemma á sl. laugardagskvöldi varð það slys að olíubíll frá Seljungi hf. í Reykjavík ók á brúarstólpa rétt neðan við Dalsmynni í Norð- urárdal. Var bíllinn á suðurleið er slysið varð, og valt hann á hliðina út af veginum við á. ekst- urinn, en hann mun ekki hafa verið á mikilli ferð. Bílstjórinn, Guðni Ásgeirsson, Njálsgötu 81 í Reykjavík, meiddist fyrir brjósti við áreksturinn. Eggert héraðslæknir Einarsson í Borgar- nesi kom á slysstaðinn, en jíðan var Guðni fluttur í fólksbíl hing- að til bæjarins og lagður í sjúkra húsið hér. Var Guðni illa haldinn er hann kom og það er fyrst nú, sem hægt er að rannsaka til hlít- ar meiðsli hans. Læknar telja að rif hafi brotnað efst í brjóstkass- anum, en ekki séu meiðslin alvar leg og líður Guðna nú vonum betur. — Oddur. Maður verður fyr- ir bíl á Skólabrú VIÐ EITT mesta umferðarhorn Miðbæjarins varð í gærmorgun slys. Bíll ók þar á fullorðinn mann, Jón Heiðberg, kauþmann, Laufásvegi 2A hér í bæ. Fékk Jón slæma byltu og brotnaði um 8x1. Slys þetta varð með þeim hætti að Jón var að fara yfir gatna- mót Skólabrúar, er bíll kom úr Pósthússtrætinu, og segist bíl- stjórinn ekki hafa séð Jón fyrr en um seinan, svo bíllinn skellti honum á götuna. ið hefur á Melunum, mun vera nokkuð á þriðja hundrað fermetr ar, en nýja húsnæðið er rúmlega 600 m2, svo að vinnuskilyi ðin munu batna að mun. Þó er hér aðeins um að ræða neyðarúrræði til bráðabirgða að sögn forráða- manna Háskólans og safnsins, t.d. mun vart gerlegt að koma því við að hafa sýningarsal í hinu nýja húsnæði. Ekki er enn vitað, hve- nær safnið flytur, en hæðin að Laugavegi 105 er ófrágengin að öðru leyti en því, að veggir eru múrhúðaðir. Verður því að kosta miklu til, svo að sæmilega verði búið að safninu, en fjárfestingar- leyfi til þeirra framkvæmda er ófengið. Þó standa vonir til, að það fáist og ljúka megi fram- kvæmdunum fyrir næsta vor. anir þó ekki ná til háskólastúd- enta, en blaðið hefur fregnað, að ætlunin sé að endurskoða egiu'n ar um gjaldeyrisyfirfærslur til námsmanna í heild á næstunni og að komið hafi til orða, að há- skólanám erlendis verði þá einnig takmarkað að einhverju leyti. Náttúrugripasafnið flytur á Laugaveg 105 H áskól i n n hefur keypt 3. hœð hussins fyrir safnið Takmarkanir á yfir- fœrsium til námsmanna MORGUNBLAÐIÐ sagði í gær frá erfiðleikum á yfirfærslum til áhafna á íslenzkum skipum og til kaupa á bókum og blöðum. Það hefur nú frétt að í haust hafi verið teknar upp nokkuð aðrar að- ferðir en áður hafa tíðkazt í sambandi við yfirfærslur til íslenzkra námsmanna erlendis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.