Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 1
20 síðuc Maunoury afstýrir stjórnar- kreppu í Frakklandi Makaríos erkibiskup og leiðtogi frelsishreyfingarinnar á Kýpur er kominn til New York til að flytja mál Kýpur-búa á 12. Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, sem hófst á þriðjudaginn. — Á myndinni sést Makaríos með formælendum Grikkjg á þinginu, Kristianosi Palamas aðalfulltrúa Grikkja hjá S. Þ. (t. v.) og E. A. Tossizza utanrík isráðherra Grikkja. Faubus fyrir réft á föstudag Frétfir i stuttu máli BONN, 18. sept. — Adenauer, for sætisráðherra Vestur-Þýzkalands getur ekki þegið boð sænska for- sætisráðherrans um að koma í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í byrjun október, samkvæmt góðum heimildum í Bonn. Hins vegar er ekki ólíklegt að hann feri í opinberar heimsóknir bæði til Svíþjóðar og Danmerkur síð- ar á árinu. Adenauer fer í einka- heimsókn til Svíþjóðar 5. okt., en þá mun sonur hans, George, ganga að eiga sænska stúlku, Ulla-Britt Jeansson í Kalmar. NEW York, 18. sept. — Belgískl fulltrúinn á Allsherjarþingi S.Þ. lagði tU í dag, að tekið yrði til athugunar, hvort S.Þ. gætu ekki hafið upplýsingaherferð til þess að vara íbúa heimsins við liætt- unum, sem stafa af vígbúnaðar- kapphlaupinu, og þá einkum af kjarnorkuvopnum. Fór hann þess á leit, að þetta mál yrði tekið á dagskrá þingsins. Hann kom einn ig fram með drög að tillögu um, að afvopnunarnefndin leggi fram álit sitt og uppástungur um það, hvaða upplýsingum þyrfti helzt að koma á framfæri við almenn- ing. BONN, 18. sept. — Vestur-þýzkir Jafnaðarmenn telja ekki ástæðu til að gera neinar breytingar á f lokksst j órninni vegna úrslit- anna í kosningunum á sunnudag- inn. Þetta kom fram á fundi ílokksstjórnarinnar í dag. NEW YORK, 18. sept. — Alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna kaus í dag formenn nefndanna sjö, sem skipta með sér störfum, meðan þingið situr. Formaður fyrstu eða pólitísku nefndarinnar var kosinn Djalal Abboh frá íran; formaður sérstöku pólitísku nefnd arinnar Emilio Arenales Catalan frá Guatemala; formaður efna- hagsnefndarinnar Jiri Nosek frá Tékkóslóvakíu; formaður félags- LITTLE ROCK, 18. sept. — Dóms málaráðherra Bandaríkjanna stefndi í dag 200 manns fyrir rétt, sem bera eiga vitni gegn Faubus fylkisstjóra í væntanlegum rétt- arhöldum. Meðal þessara manna var fræðslumálastjórinn í Arkans as og leiðtogar samtaka hvítra manna, sem hafa unnið að því að útiloka börn blökkumanna frá Skip sekkur KAÍRÓ, 18. sept. — Egypzka far- þegaskipið „Aida“ sökk á Rauða- hafi í gærkvöldi um 200 sjómílur suður af Súez. öllum 70 farþeg- um og eigum þeirra var bjargað í land á sunnudag af norska olíu- flutningaskipinu „Bergehus". — „Aida“ rakst á blindsker við „Bræðraeyjar" fyrir nokkrum dögum, en bjargaðist ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir áhafn- arinnar. í gærkvöldi var áhöfn- in, 41 maður, tekin um borð í ind- verskt skip, og tveim stundum síðar sökk skipið. BONN, 38. sept. — Bankavextir i Vcstur-Þýzkalandi hafa verið lækkaðir úr 41,-2% í 4% til að koma í veg fyrir fjárflótta frá öðrum ríkjum Vestur-Evrópu til Vestur-Þýzkalands í gróðabralls skyni, en gullstraumurinn þang að hefur valdið ýmsum ríkis- stjórnum í álfunni erfiðleikum og áhyggjum. Er þetta i þriðja sinn á 12 mánuðum, sem innláns- vextir í Vestur-Þýzkalandi ersi lækkaðir. málanefndarinnar frú Aase Lio- næs frá Noregi; formaður gæslu- verndarnefndarinnar Thanat Kho man frá Thaílandi; formaður fjár veitinganefndarinnar W.H.J. van Asch van Wyck frá Hollandi og formaður laganefndarinnar Santi ago Perez frá Venezuela. Ríkjasambandið í Malaja hefur nú verið tekið upp í Samein- uðu þjóðirnar, og eru meðlima- ríkin þá orðin 82. skólum hvítra barna í fylkinu. Fylkisstjórinn á að koma fyrir undirrétt sambandsstjórnarinnar í Washington á föstudag, og verð- ur hann þá krafinn sagna um beitingu fylkishersins til að koma í veg fyrir að svertingjabörn sæktu skóla hvítra barna, en það er brot á fyrirskipun hæstarétt- ar Bandaríkjanna. í gær voru hermenn úr fylkishernum enn á verði við skólana, en þeim hafði verið fækkað niður í 15. í borginni Nashville í Tennes- see-fylki, þar sem óeirðir brut- ust út í síðustu viku, hafa börn blökkumanna nú hafið nám í sex skólum hvítra barna án nokkurra árekstra. Bangkok, 18. sept. í KVÖLD var ekki enn vitað með vissu, hvar Songgram forsætis- ráðherra Thailands er niður kominn. Einn af undirmönnum hans kom aftur til Bangkok i dag eftir að hann hafði fylgt ráðherranum til strandar. Kvað hann Songgram hafa sagt, að hann hefði ákveðið að bjóða nýja kosti, sem væru 'illum aðilum fyrir beztu, en hann skýrði ekki nánar, hvað í þessum ummælum felst. Talið er, að Songgram sé ann- aðhvort á leið til Kambódíu eða til alþjóða flughafnarinnar i Saigon. Aðrir álíta, að báturinn, sem ráðherrann er á, sé enn und- an ströndum Thailands og sé á leiðinni til flotahafnar, þar sem sonur hans er yfirmaður. Talsmaður herstjórnarinnar I Thailandi, sem nú hefur öll völd í sínum höndum, sagði, að hún hefði ákveðið í samráði við dóms málaráðuneytið að setja á lagg- irnar bráðabirgðastjórn, sem stjórni landinu í 3 mánuði, en síðan fari fram almennar kosn- ingar. Þá er það til athugunar, hvort herinn og löggjafarnefnd dómsmálaráðuneytisins eigi að semja nýja stjórnarskrá og út- PARÍS, 18. sept. — Alvarlegri stjórnarkreppu í Frakklandi var afstýrt í dag, þegar Bourges- Maunoury forsætisráðherra á- kvaS að kalla saman leiðtoga þingflokkanna á föstudaginn til að ræða um áætlun stjórnarinn- ar í Alsír-málinu, en hún felur í sér ýmsar endurbætur á stjórn- arháttum þar. Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum fór landvarnaráðherrann, André Morice, sem er andvígur öllum umbótum í Alsír, með lausnarbeiðni sína í vasanum á stjórnarfundinn í dag, og sagt er, að aðrir ráðherrar séu reiðubún- ir að feta í fótspor hans. Forsætisráðherrann bjargaði hins vegar stjórninni með því að leggja til, að leiðtogar þingflokk anna, sem styðja stjórnina, yrðu kallaðir saman með það fyrir augum að komast að einhverju samkomulagi um Alsír-málið. Þannig hefur stjórnarkreppunni verið afstýrt í bili, en fyrir því er engin vissa, að stjórninni sé borgið. Bourges-Maunoury þarfnast stuðnings bæði íhaldsflokksins, sem ekki á ráðherra í stjórn hans, og Jafnaðarmanna, sem eiga ráðherra í stjórninni, ef hann á að fá áæthin sína um Alsír samþykkta á þingi. í- haldsmenn eru andvigir einu höf uðatriði áætlunarinnar, sem sé myndun sérstaks ríkisráðs í Al- sír, enda þótt slíkt ráð fengi nær engin pólitísk völd. Hins vegar álíta Jafnaðarmenn, að á- ætlunin gangi ekki nógu langt til að hljóta stuðning Múhameds- trúarmanna í Alsír. Margir telja, að ætlun forsæt- isráðherrans með því að kalla saman flokksleiðtogana sé sú að reyna að fá samkomulag um á- ætlun, sem sé óljósari og sveigj- anlegri en áætlunin, sem nú ligg ur fyrir. Búizt er við, að ráð- herrann muni leggja áherzlu á það, að Frakkar sýni öðrum þjóð nefna 123 nýja meðlimi til þjóð- þingsins í stað þeirra, sem nú sitja þar. Sandys hættur við heimsókn Brezka sendiráðið í Bangkok tilkynnti í dag, að Duncan Sand- ys landvarnaráðherra hefði hætt við opinbera heimsókn sína til Thailands til að auka ekki á inn- anlandserfiðleika landsins, en hann ætlaði að koma þar við á leið sinni frá Ástralíu. Varnabandalag Asíuríkjanna, SEATO, hefur aflýst hátíðahöld- um í sambandi við ráðstefnu hern aðarsérfræðinga í Bangkok, sem átti að hefjast á morgun ,en ráð stefnan mun eiga sér stað, að því er sagt er. Aukið samstarf við Vestur- veldin Samkvæmt áreiðanlegum heim ildum mun herstjórnin í Thai- landi halda áfram samstarfi við Vesturveldin og jafnvel leggja ríkari áherzlu á það en Song- gram gerði. Fyrrverandi innanríkisráð- herra og lögreglustjóri Thailands, Sriyanond hershöfðingi, sagði í Genf í dag, að hann væri þess um vilja sinn til að gera eitthvað fyrir hina innfæddu Alsirbúa, áð ur en Alsír-málið verður tekið til umræðu á Allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna. í verðlagsmálum á stefna stjórn arinnar einnig í vök að verjast. Einn af formælendum bænda » þinginu tók til máls í dag og skor aði á bændur að ryðjast inn í þinghúsið með heykvíslar sínar. Þessi áskorun vakti engin mót- ínæli á þingfundinum. Hákon VII þungf haldinn OSLÓ, 18. sept. Hákon VII Nor- egskonungur, sem nýlega varð 85 ára gamall, hefur verið þungt haldinn undanfarna daga. Hefur hann fengið æðastíflu í hægra fót, og síðustu tvær vikurnar hef- ur hann einnig þjáðst af bronkít- is. Eru læknar mjög uggandi um heilsu konungs. Ólafur ríkisarfi hefur gegnt störfum konungs, síðan Hákon mjaðmarbraut sig fyrir tveimur árum, skömmu áður en hann átti 50 ára konungsafmæli. Rússnesk nefnd í Sýrlandi DAMASKUS, 18. sept. — f dag kom til Damaskus rússnesk sér- fræðinganefnd, skipuð 18 meðlim um, sem á að semja við Sýr- landsstjórn um einstök atriði í efnahagsaðstoð Rússa við Sýr- lendinga. Formaður þessarar nefndar er Peter Nikitin, sem er varaformaður nefndar þeirr- ar, sem hefur umsjón með efna- hagssambandi Rússa við önnur lönd. Pibul Songgram fullviss, að Songgram værl ein- hvers staðar í Thailandi. Hers- höfðinginn, sem kvaðst vera 1 sumarleyfi í Svisslandi, bar til baka orðróm um, að hann hefði flúið frá Thailandi. Á flugvellin- um tók á móti honum eiginkona Songgrams fyrrverandi forsætis- ráðherra, sem hefur ekki heyrt neitt frá manni sínum, síðan stjórn hans var velt úr sessi. Formenn þingnefndn S.Þ. kosnir Songgram fer huldu höfði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.