Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 19. sept. 1957 MORCV1SBLAÐ1Ð 15 Demants- brúðkaup SEXTÍU ára hjúskaparafmæli, demantsbrúðkaup áttu í gær, frú Ingibjörg Pétursdóti’r og Ás- björn Guðmundsson sjómaður. — Við hefðum nú helzt kosið að ekki yrði hátt um þennan dag, sagði Ingjbjörg, er tíðindamaður blaðsins leit sem snöggi'ast inn til þeirra, þar sem þau búa í her- bergi 19 i elliheimilinu að Sól- vangi í Hafnarfirði. Þatta er svo sem ekkert merkilegt nú til dags, þegar margir ná háum aldri. En eins og ég sagði áðan, sagði Ingi- björg ákveðin í fasi, þá hefðum við nú kosið að giftingarafmælið færi fram í kyrrþey. En verði um það getið, viljum við ekki neinar myndatökur. Þetta sagði frú Ingibjörg er haft var orð á því, að ljósmyndarinn væri á næstu grösum. Þegar þau Ásbjörn og Ingi- björg hófu búskap fyrir 60 árum í Keflavík, var Ásbjörn ungur, dugandi sjómaður á opnum skip- um og fyrstu árin reri hann frá Keflavík. Hann iifði það á sinni löngu sjómannsævi frá 16 ára aldri til efri ára, að verða löng- um skútukarl, t. d. með Ellert Schram skipstjóra, og þegar „togaraöldin" hó'st með þeim Háteígsbræðrum, Halldóri og Þor steini, á Jóni forseta. Ásbjörn var á mörgum togurum öðrum. Hér í Reykjavík var heimili þeirra frá því þau fluttust úr Keflavík, unz Ásbjörn varð að hætta sjómennsku og öðrum störfum, og þau brugðu búl og fluttust suður 1 Hafnarfjörð á elliheimilið þar. Áttu þau lengi heima að Rauðarárstíg 9 hér í bæ. Ásbjörn er nú nær níræðu. Hann hefur daglega fótavist, þó hann sé nú farinn mjög að kröft- um og sjónin tekin að bila. Þrjú eru börn þeirra, tvær dætur, og býr önnur í Reykjavík, frú Uauf- ey, en hin, frú Ásbjörg, í Hafn- arfirði. Sonur þeirra er Guð- mundur, eigandi „Sjólaxins“ við Njálsgötu hér í Reykjavík. — Otto Strasser Framh. af bls. 6. hann skýrði frá framtíðarfyrir- ætlunum sínum lét hann þess getið, að útlegðarárin í Kanada hefðu verið hundalíf, kanadíska stjórnin hefði ofsótt sig, hann hefði einskis athafnafrelsis not- ið, en alltaf verið hundeltur af opinberum embættismönnum. — Kvað hann Kanada í einu og öllu vera versta stað á þessari jörð. — Allt þetta kom og skýrt fram í bók sem hann ritaði og nefndist „Fangi í Ottawa“. En fyrirætlanir Strassers fóru út um þúfur. Hann safn- aði að vísu í kringum sig nokkrum gömlum nazistum, en þegar hann efndi til stjórn- málafunda voru salirnir tóm- ir. I ræðum og yfirlýsingum við blaðamenn var hann há- stemmdur og æsingafullur. En þar kom að Þjóðverjar fóru bara að hæðast að hinum há- lyftu fyrirætlunum hans á sviði stjórnmála, sem aldrei varð neitt úr. Það var síðast árið 1956, sem Otto Strasser fékk nýja hugmynd að stefnuskrá nýs flokks. Hug- myndin kom frá Poujade hin- um franska. Otto Strasser tal- aði nokkra stund hátt um það að hánn ætlaði að stofna þýzk- an Poujade-flokk, Þýzka al- þýðubandalagið, til að berjast gegn háum sköttum. Jafnvel þýzki ríkisflokkurinn vildi ekkert hafa með hann að gera. Nú er loks svo komið að Otto Strasser er alveg uppgefinn á öllu þessu þýðingarlausa stjórn- málavafstri. Hann hefur aftur sótt um leyfi til að mega gerast landnemi í Kanada, en óvíst er, hvort honum verður veitt það. Kanadísku embættismennirnir eru vísir til að taka upp einhver gömul ummæli úr gömlum þýzk- um blöðum, að Kanada sé versti staður á þessari jörð. Tvö pör eru eftir í Grímse> HAFTYRBILL er lítill íshafs- fugl, sem allt fram undir 1930 verpti á tveim stöðum hér á landi í Skoruvík á Langanesi og í Grímsey. Kringum 1930 hvarf hann úr varplandi sínu í Skoru- vík og hefur ekki sézt þar síðan. Fuglinn hefur verið í Grímsey en mun hafa farið fækkandi jafnt og þétt, þannig að í sumar, munu aðems tvö haftyrðilspör hafa átt hreiður í Grímsey, og er talið að þessi litli ishafsfufl muni bráðlega yfirgefa eyjuna alveg. Það var próf. Trausti Einars- son, sem sagði Mbl. frá þessu. Fyrir nokkru var próf. Trausti þar í eyjunni víð segulmaelingar og var honum þs skýrt frá þessu. Dr. Finnur Guðmundsson sagði Mbl., að ástæðan til þess að haftyrðillinn væri að yfirgefa varpstöðvar sínar í Grímsey, væri hin hlýnandi veðrátta hér á landi. Á vetrum á haftyrðillinn það til, að bregða sér suður fyrir baug og þá leitar hanna allt vestur til stranda New York ríkis í Banda- ríkjunum. Haftyrðillinn er skyld ur langvíunni. Slátrun hafin í Hornafirði HÖFN, Hornafirði, 16. sept. — Sauðfjárslátrun hófst hjá kaup- félagi Austur-Skaftfellinga i dag. Heyskap er nær alls staðar lokið og fer saman bæði mikill og góður heyfengur. — Upptaka á garðávöxtum stendur nú yfir og mun uppskera yfirleitt vera góð. — Gunnar. Rithöfundar segja frá MOSKVA, 16. sept. — Rússneska rithöfundatímaritið „Literaturn- aya Gazeta" skýrir svo frá, að Rússar muni senda mannaða eld- flaug til tunglsins einhvern tíma á árunum 1960—65 og einnig til Mars og Venusar 1962—65. Telja Rússarnir, að flugför þeirra verði 146 daga til Venusar, en 258 daga til Mars. Stúlka óskast til að sníða. Prjónastofan Malín Grettisgötu 3. VIL KAUPA NÝJAN EÐA NÝLEGAN 7 tonna bíl Sími 23487 kl. 7—8 á kvöldin. Vön afgreiÖslustúlka óskast í nýlenduvöruverzlun strax. Upplýsingum ekki svarað í síma. Drífandi Kaplaskjólsveg 1. Nokkrar stúlkur og einn unglingspiltur geta fengið vinnu nú þegar. Dosaverksmiðjan hf. Tilkynning Bakaríið á Bergstaðastræti 48 er aftur opið. Gísli Ólafsson Sendisveinn óskast nú þegar eða 1. október. H. Benediktsson, hf. Hafnarhvoli. AfgreiSslustúlka Rösk og ábyggileg afgreiðslustúlka óskast, þarf að skrifa greinilega. Umsókn sendist Mbl. fyrir 21. þ.m. merkt: Afgreiðslustúlka — 6615. Sendisveinn óskast á skrifstofu okkar frá 1. okt. allan eða hálfan daginn. Mjólkurfélag Reykjavíkur Laugaveg 164. Fokheld rishœð um 70 ferm. við Víghólastíg TIL SÖLU. Söluverð kr. 65 þús. Útb. kr. 35 þús. og eftir- stöðvar á 25 árum. Nýja fasteignasalan Bankastræti 7, Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e. h. 18546. Lítið einbýlishús 2 herbergja íbú-3 í Breiðholtshverfi TIL SÖLU. Söluverð kr. 65 þús. — Útborgun 30 þús. Hænsnahús með 100 hænum fylgir. IMýja fasteignasalan Bankastræti 7, Sími 24300 og kl. 7,30—8,30 e. h. 18546. Husmæðraskóli Reykjavikur verður settur laugard. 28. september kl. 2 síðdegis. Nemendur skili farangri sínum í skólann föstu- daginn 27. sept. milli kl. 6—7 síðdegis. Skólastjóri. Einkaritari Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða 1. flokks einkaritara með hæfni í að skrifa bréf af segul- bandi. Væntanlegir umsækjendur leggi nöfn sín, heimilisföng og símanúmer auk yfirlits yfir mennt- un og fyrri störf (ef nokkur) og mynd, sem að sjálf- sögðu verður endursend, á skrifstofu Morgunblaðs- ins merkt: Framtið — 6624. Ekki er nauðsynlegt að umsækjandi þurfi að hefja störf fyrr en 15. október n.k. DURRSCHRRF RAKVÉLABLÖÐIN hafa farið sannkallaða sigurför um landið. Reynið fasan durascharf rakvélablöðin og sannfærist um gæði þeirra. Þér getið ekki dæmt um beztu rakvéla- blöðin fyrr en þér hafið reyntfasan durascharf. Einkaumboö: BJÖRN ARNÓRSSON Bankastræti 10, Reykjavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.