Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 19. sept 1957
MORCUNBLAÐIÐ
1S
Guðrún Guðmundsdóttir
frá Hlíð — minningarorð
HÚN andaðist að heimili sínu 2.1
september síðastliðinn og fór
jarðaför hennar fram í Hafnar-
firði fimmtudaginn 12. sept. að
viðstöddu fjölmenni, enda var
hún afburðavinsæl og vel látin
kona. í þessum fáu línum verður
ekki rakin ætt hennar eða ævi-
atriði nema að litlu leyti. Hún
var fædd 29. sept. 1866 að Hlíð
í Garðahverfi. Foreldrar hennar
voru hin mætu hjón Ingunn
Magnúsdóttir og Guðmundur
Eyjólfsson útvegsbóndi. Ung gift
ist hún Guðmundi Jónssyni frá
Setbergi við Hafnarfjörð. Þau
eignuðust 3 börn sem öll eru á
lífi. Þau Guðrún og Guðmundur
voru í hjónabandi í 49 ár eða
þar til hann lézt 1939. Lengst af
þeim tíma áttu þau heima í Hafn-
arfirði. Var heimili þeirra ávallt
nefnt Hlíð í daglegu tali. Á yngri
árum var Guðrún talinn afburða
glæsileg og kvenkostur hinn
bezti. Engum sem kynntist henni
duldist að hún var góðum
gáfum gædd og í vöggugjöf hafði
hún hlotið frábæra skapgerð sem
hún ræktaði með alúð allan sinn
aldur. Reyndist þetta henni hin
styrkasta stoð gegn mótlæti lífs-
ins, ásamt óbilandi guðstrausti
því trúkona var hún mikil.
Verða því minningarnar um
hana með þeim ágætum að segja
má um Guðrúnu í Hlíð, eins og
sagt var forðum — alltaf kemur
mér hún í hug er ég heyri góðs
manns getið. Svo reyndi ég hana
að öllum hlutum.
Hún var einstakur dýravinur
og barnavinur langt um fram það
sem almennt gerist. Ástúð henn-
ar og ljúflyndi breiddist eins og
sólbros yfir allt og alla sem hún
náði til. Enda kunnu litlu gest-
irnir hennar úr fjölmennu ná-
grenni að meta þá hlýju. Þeir
leituðu til hennar eins og ættu
þeir þar aðra góða móður eða
ömmu. Ógleymanleg til æviloka
verður þeim Guðrún í Hlíð hin
kærleiksríka göfuga kona. Henni
hlotnaðist sú hamingja að eiga
ævikvöldið í hópi barna og barna
barna ásamt tengdadóttur sem
annaðist hana af frábærri alúð
til hinztu stundar. Og launaðist
henni þannig fyrir það ástríki,
sem hún hafði ávallt sýnt smæl-
ingjum.
Ef börnin smáu og blómin
kynnu að tala
þau blessa mundu héðan
vegferð þína
— þú gerðir meira gott en
margir ríkir —
því trú og von þér tókst svo
vel að ala
og tilgang Guðs, á barna-
máli sýna
Ó mildi Guð ef margir
væru slíkir.
Tvær vinkonur.
RITVÉLAR
Áhrifámikil
læknisaðgerð?
BRÚSSEL — Belgiski læknirinn
Albert Adam hefir lýst því yfir,
að hann hafi fundið aðferð til
þess að lækna lömunarsjúklinga
með elektrónu-aðferð, sem hann
kallar svo. Þó er hað tilskilið,
að aðferðinni verði beitt við sjúk
linginn ekki síðar en 48 klukku-
stundum eftir að hann verður
sjúkur.
Læknirinn er nýkominn frá
Belgísku Kongó, þar sem hann
hefir reynt hina nýju aðferð sína
og sett á fót sérstaka stofnun,
sem annast lömunarsjúklinga eft-
ir hans fyrirsögn. Honum tókst
að lækna 6 lömunarsjúklinga í
Leopoldville. Tók það aðeins
nokkra tíma með nýju aðferð-
inni. Dr. Adam segir, að sjö ára
gömul telpa hafi getað leikið sér
morguninn eftir að hún veiktist,
svo áhrifamVkil er hin nýja lækn
isaðferð.
Ekki verður aðferðinni lýst
hér, enda er það aðeins á færi
sérfræðinga. Þó má geta þess,
að lágspenntum rafmagnsstraumi
er hleypt í gegnum elektrónur,
sem festar eru við sjúklinginn,
©g er straumnum einkum beint
að vöðvum og taugum, sem lam-
azt hafa. Tækið, sem notað er
við þessa lækningu, er á stærð
við útvarp.
Norska blaðið „Aftenposten“
spurði Odd Lindahl yfirlækni um
þessa frétt. Hann kvaðst hvorki
hafa heyrt um belgiska lækninn
né aðferð hans og sagði, að sér
fyndist fréttin alláróðurskennd.
Einkum væri erfitt að leggja
trúnað á það, sem segir um litlu
telpuna. — Þá benti yfirlæknir-
inn á, að ekki hefði verið minnzt
á aðferðina á „polio“-þingi, sem
haldið var í Genf ekki alls fyrir
löngu.
Heilsufar
bæjarbúa
I YFIRLITÍ um heilsufar bæjar-
búa er blaðinu barst í gær frá
skrifstofu borgarlæknis, en það
er miðað við 1.—7. sept., segir að
þá hafi verið kunnugt um 40 ný
tilfelli af inflúemzu, 68 kvefsótt
artilfelli og 58 hálsbólgusjúkl-
ir.ga.
GROMA
aðeins
Kr 1690,00
GROMA
KOLIBRI
aðeins
Kr 1458,00
★
Handhæg og létt.
Tilvalin fyrir skólafólk og aðra,
sem þurfa að flytja vélarnar mikið.
★
Borgarfell hf.
Sími 1 13 72
Klapparstíg 26.
Hercules reiðhjól
Hercules reiðhjól fyrir drengi og telpur.
Hercules er bezta trygging fyrir sterkari og
glæsilegu reiðhjóli.
Oarðar Gíslason hf.
bifreiðaverzlun.
Frá Gagnfræðaskóla verknáms
Fyrir nemendur er sótt hafa um Gagnfræðaskóla
Verknáms, mæti til innritunar í skólanum, Braut-
arholti 18, laugardaginn 21. sept. klukkan 2—4.
Vegna mikillar aðsóknar er áríðandi að nemendur
mæti eða einhver fyrir þeirra hönd, annars er hætta
á að þeir missi af skólavistinni.
Skólastjóri.
\ý bók Fjögur augu
eftir Friðjón Stefánsson,
er komin í bókaverzlanir.
Friðjón Stefánsson er nú
þegar orðinn vel kunnursem
smasagnahöfundur. Ýmsar
af sögum hans« hafa verið
þýddar á 6 erlend tungumál,
verið fluttar í útvarpi í Dan-
möku, Noregi og Svíþjóð,
svo og birzt í bókmenntarit-
um þessara landa.
Síðasta bók hans „Ekki
veiztu . . “, má nú heita upp-
seld. Þeir, sem áhuga hafa á
að fylgjast með íslenzkum
bókmenntum dagsins í dag,
ættu ekki að draga lengi að
eignast hina nýju bók hans.
Upplag hennar er lítið.
Mjög glæsilegt úrval.
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 5