Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 8
8
MORCUNBr 4ÐIÐ
Fimmtudagur 19. sept. 1957
FRA S.U.S. RITSTJÖRI: ÞÖRIR EINARSSON
Magnús Þórðarson stud. jur.:
V. grein
MÓTIÐ í MOSKVU
IUa skipulagt
Við héldum, að ef Rússum
væri eitthvað sérstakt til lista
lagt, þá væri það að skipuleggja
mót af þessu tagi. Margt var
líka vel undirbúið, t.d. var matur
bæði vel og skörulega frambor-
inn, þótt ósúr mjólk sæist aldrei
á borðum. Aftur á móti fór sam-
göngukerfið hvað eftir annað úr
skorðum, og var það mjög baga-
legt, því að borgin er stór og vega
lengdir miklar. Einhverju mun
það hafa valdið, að flestir bíl-
stjórar okkar virtust alls ókunn-
ugir borgimji, svo að túlkarnir
þurftu sífellt að leiðbeina þeim,
og væru þeir ekki með, lenti allt
í handaskolum. Var því aldrei
hægt að reiða sig á áætlunar-
ferðir. Þá mun og hafa þurft að
útfylla sérstakt eyðublað með
beiðni um vagnlán í hvert skipti,
sem hreyfa átti bíl, og tafði það
náttúrlega mikið fyrir. Farar-
stjórn okkar barðist hetjulega við
það, sem hún kallaði „kauða-
hátt og stirfni Rússa“, og veit ég,
að bæði Sigurjón Einarsson og
Guðmundur Magnússon gengu
vel fram í því að segja Rússum til
syndanna og vinna bug á skrif-
finnskuæði þeirra. Mér var sagt,
að ólíkt léttara hefði verið yfir
fyrri heimsmótum, enda hefðu
menn þá skemmt sér eftir eigin
skilningi, en núna ættum við að
beygja okkur undir skilning
Rússa á því, hvað skemmtun er.
Engin dagskrá
Geysimörg skemmtiatriði fóru
fram á degi hverjum, og er ó-
skiljanlegt með öllu, að hver mað
ur skyldi ekki fá í hendur á
fyrsta degi fullkomna dagskrá
fyrir alla hátíðina. Þess í stað
létu Rússar fararstjórninni í te
á kvöldi hverju örlítið sýnishorn
af prógrammi næsta dags, og það
næsta ófullkomið. T.d. var til-
kynnt, að við gætum fengið
nokkra miða á „rússneska óper-
ettu“, „Shakespeare-leikrit" o. s.
frv. Hvaða óperettu, hvaða leik-
rit? Það vissi enginn. Það var því
mjög tilviljunarkennt, hvað okk-
ur stóð til boða að sjá. Aftur á
móti frétti ég oft á skotspónum
um eitt og annað, sem ég hafði
áhuga á, og varð þá sjálfur að
garfa í miðaútvegun. Þar sem
hvorki fararstjórn né túlkanefnd
in átti dagskrá mótsins, var ég
farinn að halda, að hún væri alls
ekki til. Við sáum þó, að Norð-
menn og Svíar auglýstu jafnan
mun fleiri atriði hjá sér, og síð-
asta daginn vildi svo hlálega til,
að ég fann bækling einn í dag-
stofu Svíanna, þar sem fullkomn-
ar upplýsingar voru um allt mót-
ið. Margt hefði betur farið, hefði
fararstjórn haft sinnu á að verða
sér úti um pjesa þann í upphafi.
Fyrir utan þessi mistök vann far-
arstjórn mjög vel, og var hún
sízt öfundsverð af því að þurfa
að eiga við ráðrika og punglama-
lega Rússa annars vegar, en nöldr
andi Islendinga- á hina höndina.
Þá var það og afar óþægilegt,
að ekki var einu sinni hægt að
treysta þessari lítilfjörlegu dag-
skrá, sem okkur var fengin í
hendur. Sífellt var verið að
breyta til og feíla niður, og oft
var dagskráin röng, eins og þeg-
ar menn fóru í óperu í stað
myndasýningar, eða á cirkus í
stað brúðuleikhúss. Verðlaunaaf-
hendingar voru aftur á móti vel
skipulagðar, og heyrði ég marga
skopast að heiðursmerkjaflóðinu.
T.d. tóku 88 keppendur þátt í
þjóðsöngvakeppni og fengu 70
verðlaun, þar af 23 gullmedalíur
Svona vildu nú Rússar gleðja alla
þátttakendur.
Ekkert kort til af Moskvu
Ég hygg, að flestir hafi haft
mestan áhuga á að skoða borg-
ina, kynnast borgarlífinu og íbú-
unum. Það var þó ekki auðvelt,
því að landabréf fyrirfinnst ekki
af þeim stóra stað. Mun það eins
dæmi, að jafnstór borg hafi ekki
upp á að bjóða kort og leiðarvísi.
Járnbrautir, neðanjarðarbraut
(metró), strætisvagnar, sporvagn
ar og rafmagnsbílar ganga um
borgina, en ekki var nokkur leið
að fá annað en metrókort, og er
það nýútkomið. Eftir nokkra
eftirgangsmuni var hægt að fá
keypt mjög litla og lélega yfir-
litsmynd af borginni, sem engin
leið var að nota án leiðsagnar.
Hinir þrjátíu þúsund þátttakend-
ur voru því eins og blindir kettl-
ingar í borginni, og auðvitað mál-
lausir líka. Smám saman lærði
ég að rata milli helztu staða, en
ekki fyrr en ég hafði eytt löng-
um tíma í að villast fram og aft-
ur. Dvalartíminn var þó ekki svo
langur, að maður hefði efni á því.
Allir útlendingar, sem ég átti tal
við, voru bæði gramir og hissa
yfir þessum skorti, sem gerði
okkur lífið stórum erfiðara. Frá
sjónarhóli Rússa var ekkert við
þetta að athuga, enda var í upp-
hafi ekki ætlazt til þess að við
ferðuðumst einir okkar liðs í
borginni.
„Farið aldrei einir“
Einn fyrsta daginn varð ég
ásamt kunningja mínum seinn
fyrir á fund einn. Túlkurinn, sern
fylgdi okkur, spurði, hvers vegna
við hefðum ekki verið tilbúnir
á réttum tíma. Við sögðum, að
við hefðum skroppið í bæinn, og
þar eð við værum ókunnugir
og kortlausir, en fólkið mállaust,
hefði það tekið okkur hálfan dag-.
inn að ná heim á hótel' aftur
Létum við túlkinum skiljast, að
við álitum þetta kortaleysinu að
kenna. Hann lét sem hann undr-
aðist mjög þann kjark okkar að
ferðast á eigin spýtur um bæinn
og sagði: „Þið eigið aldrei að
fara án túlks eða leiðsögumanns,
því að þá getið þið villzt. Munið
það, að fara aldrei einir“. Þetta
hefur sjálfsagt verið tilætlunin,
en nærri má geta, hvort allir
hlýddu þessu. Auðvitað voru
ýmsir, sem aldrei höfðu verið í
stórborg áður og áttu erfitt með
að læra á samgöngukerfið, svo
að þeir ur-ðu að hlíta leiðsögn
túlka hverju sinni. Á öðrum degi
mótsins fór ég í eina slíka ferð
með túlkum. Ekið var um nýrri
hverfin, en samt sem áður fór
ekki hjá því, að við rækjum aug-
un í timburhreysi og hrörlegar
byggingar. Þá sagði túlkurinn
jafnan, að þetta yrði allt rifið i
næstu fimm ára áætlun, og einu
sinni sagði hann, að húsablokk
ein væri látin standa, til þess að
ungviðið gæti séð í hvers konar
hjöllum afarnir bjuggu. Þetta
hefði allt verið gott og blessað,
hefðum við ekki síðar séð heil
hverfi, og þau ekki smá, sem virt-
ust öll geymd handa ungviðinu
að horfa á. Samt voru þau full
af- fólki. Sami túlkur lýsti því
yfir, að hver stúdent í Moskvu
hefði herbergi út af fyrir sig með
ýmsum þægindum, sem hann til-
tók. Síðar gisti ég í herbergi á
stúdentagarði, þar sem þrír nem-
endur bjuggu saman í þrengsl-
um. Ég vil taka það fram, að
ekki voru allir túlkarnir svo
skyni skroppnir að láta standa
sig að svo barnalegum ósannind-
um.
Byggingastíllinn
Borgin er furðulegt sambland
gamals og nýs, en vantar allt,
sem kallað er „sjarmi“ eða töfr-
ar. Þar undanskil ég þó háborg-
ina Kreml, sem er tilkomumikil
og einkennilega fögur. Fyrir
stuttu var hún opnuð handa fólk’i
að skoða, og er hún því nýviðgerð
og máluð. í skotraufunum, Sem
snúa að Rauða torginu, eru nú
gjallarhorn til lítillar prýði.
Kirkjurnar, sem eru margar og
fagrar innan Kremlmúra, sleppa
heldur ekki við hátalarana, en
þar eru þeir logagylltir. Svipuð
smekkleysa er það og að reisa
geysimiklar og rauðar stjörnur á
rönd uppi á turnunum. Túlkun-
um virtist þykja mikið til þeiria
koma, því að þeir vissu upp á
sína tíu fingur, hve stjörnurnar
voru marga metra í þvermál, þótt
þeir vissu ekki um aldur eða nöfn
hinna einstÖku turna.
Erfitt gat verið að ákveða ald-
ur húsa í borginni, því að hin
nýju hús eru byggð í fornfáleg-
um stíl. Byggingastíllinn er væg-
ast sagt hrikalegur, skýjakljúíar
í brúðkaupstertustíl með óbelisk-
um og gotneskum turnum, virð-
ast vera hið nýjasta, sem húsa-
meisturunum hefur dottið í hug.
íbúðarhúsin nýju eru mjög há-
reist, og yfir efstu hæðina rís
ferlegur „skrautmúr" en álfa-
hallaturnar þar upp af. Ég hef
lítið vit á frágangi húsa, en mér
var sagt af þeim, sem þar til
þekkja, að hann væri mjög lé-
legur í hinum nýju húsum. Rúss-
arnir afsökuðu sig með því, að
húsnæðisþörfin væri svo brýn í
borginni, að þeir hugsuðu meira
um að koma húsunum upp en að
vanda gerð þeirra sérstaklega.
Við minntum þá á viðhaldskostn-
aðinn, sem hlyti að taka fé frá
nýbyggingum, og að nær væri að
f
reisa nokkur einföld hús fyrir þá
peninga, sem allt þetta smekk-
lausa prjál gleypti. Því var svar-
að, að mikil mistök hefðu orðið
á sviði íbúðarbygginga, nú yrði
farið að reisa lægri og skraut-
minni hús.
„Tæpir sex fermetrar“
A fundi með rússneskum em-
bættismönnum var okkur sagt,
að hver borgari ætti skv. lög-
um rétt á að hafa 9 fermetra
íbúð, en raunverulega væri.með-
altalið tæpir 6 fermetrar á nef,
svo að það mun rétt, að ægileg
mistök og lítt skiljanleg hafa átt
sér stað. í „Hagfræði-handbók-
inni“, sem Rússar gáfu út í
fyrra, segja þeir, að 1913 hafi
hver borgari ráðið yfir 8,2 fer-
metrum að meðaltali, svo að
þarna er um mjög alvarlega aft-
urför að ræða. Á sama fundi var
viðurkennt, að húsakynni í Sovét
ríkjunum væru einnig lélegri en
í „hinum háþróuðu kapítalisku
löndum“, og að „meðal-Banda-
ríkjamaður" framleiddi fjórum
sinnum meira verðmæti en „með-
al-Sovétborgari“.
Engin vatnsleiðsla
Þegar hinum nýju hverfum
sleppir, taka við ótrúlega fátæk-
leg hús. Ýmist eru þetta gamlir,
skakkir og bjagaðir timburkof-
ar, flestir tjargaðir, eða hús úr
viði, sem leir eða einhverju álíka
efni hefur verið klínt á. Leirinn
vill svo losna frá húsgrindinni
með aldrinum, og er þá ekkert
hirt um viðhaldið, enda sögðu
túlkarnir, að bráðum ætti að rífa
þau. Einna stærsta fátækrahverf
ið sýndist mér vera fyrir sunn-
an bugðuna á Moskvuá. Nokk-
urra mínútna gang frá hóteli okk
ar (í áttina frá borginni) var
kofaþyrping, sem ein stúlkan
sagði um, að væri ekki hægt að
nota fyrir fjárhús á íslandi. Ég
kynntist fólki, sem bjó í einu þess
arra húsa og líkaði því vatnsleys
ið einna verst, því að kalt væri
fyrir íbúa heimsborgarinnar að
sækja vatn langan veg á vetrum.
í flestum úthverfunum er nefni-
lega ekki vatnsleiðsla í húsum,
hversu ótrúlegt, sem einhverjum
kann nú að þykja það. Vatns-
póstar standa á götuhornum, og
þangað sækja konurnar vatn í
fötum.
Ég varð greinilega var við, að
íslendingum blöskraði húsakost-
ur borgarinnar einna mest. Ein
konan sagðist t.d. ekki kæra sig
um að búa í nýju húsi, ef sjö
fjölskyldur væru um sama eld-
húsið. 1 gömlu kofunum hefur
þó hver fjölskylda venjulega að-
greint eitt herbergi og eldhús, og
er íbúðarherbergið þá gjarnan
greint sundur með skápum og
tjöldum, ef börnin eru komin vel
á legg. Þrengslin eru gífurleg,
eins og framangreindar tölur bera
raunar með sér. Fólk getur ekki
„verið út af fyrir sig“, og vissi
ég kavaléra kvarta undan því,
sem fylgdu stúlkum heim af böll-
um. Gamlar festívalakempur, sem
höfðu verið í Varsjá, sögðu ekki
hægt að bera saman uppbygging-
una þar og í Moskvu. Þó var
Varsjá mjög hart leikin í stríð-
inu, en Moskva lítið sem ekkert.
Þá mun Rússland og auðugra
land en Pólland.
Rússar eru mjög hreyknir af
hreinlætinu í Moskvu og kalla
hana „hreinustu borg veraldar“.
Rússar eru náttúrlega alls ekki
dómbærir á það, því að fæstir
Moskvubúar munu nokkru sinni
hafa séð erlenda borg. Það er
satt, að mikil áherzla er lögð á
að halda götum hreinum í helztu
hverfunum. Önnur hverfi voru
eins og gengur og gerist í útlönd-
um, sízt þrifalegri. En nafnbótina
eiga þeir ekki skilið, fyrr en þeir
betrumbæta salernismenningu
sína svo um munar. Ég hef aldrei
séð annan eins sóðaskap á því
sviði og í Moskvu, og hef ég
þó bæði gist á ítölskum og ís-
lenzkum hótelum. Jafnvel á frem
ur snotru veitingahúsi í miðborg-
inni, sem útlendingar sóttu tals-
vert, var óþverraskapurinn gegnd
arlaus.
Metró
Moskvubúar eru afarstoltir af
Jneðanjarðarbraut sinni (metró).
Helzti kostur brautarinnar er
það, hve hrein hún er, og rr ;tu
aðrar borgir öfunda Moskvu af
því. Loftin eru hvítkölkuð og
andrúmsloftið allgott. Aftur á
móti er hún ekkert sérlega þægi-
leg í notkun, því að hún telur
ekki nema um 40 stöðvar en það
er allt of lítið í jafnstórri borg.
Skreyting brautarstöðvanna er
með þvílíkum hætti, að hálfgerð-
ur hrollur fór um mann við að
skoða hana. Eldrauðar stjörnur í
marmaraólgusjó gægjast út úr
öllum skotum, risavaxin málverk
af hetjum Rauða hersins óprýða
veggina, og í loftinu gaf oft að
líta helgimyndir úr mosaík af
þeim Stalín, Bería, Molotov og
Krúsjeff. Stalín var gerður úr
logagylltum tíglum en Lenin
sveif oft í skýjum að baki hon-
um og hvíslaði í eyra hans.
Heimsborg eða sveitaþorp?
Rússar eru mjög stoltir af
Moskvu og telja hana hina mestu
heimsborg. Samt er hún í mörg-
um greinum líkust einöngruðu
sveitaþorpi. I sjálfri heimsborg-
inni er aðeins ein verzlun, sem
selur „erlendar bækur“. Mér lék
nokkur hugur á að sjá, hvað þar
væri á boðstólum, en það voru
þá allt bækur, sem prentaðar eru
og gefnar út í Moskvu á útlend-
um tungumálum. Fólkið hefur
þannig ekkert frjálst val um
lestrarkost. I ensku deildinni bar
íbúðarhverfi í Moskvu.