Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 6
9
MORCVTSBl AÐIÐ
Fimmtudagur 19. sept. 195 <
Maðurinn, sem ætlnði að
endurreisa nazistaflokk
snýr nú vonsvikinn ó faraut
Sjötugur 'i dag:
Sigurður Sigurðsson sýslumaður
og bœjarfógeti á Sauðárkróki
AÐ er athyglisverð stað-
reynd í úrslitum þýzku
þingkosninganna á sunnu
daginn, að enn einu sinni hefur
þessi þjóð, sem eitt sinn studdi
Hitler til valda, afneitað nazism-
anum rækilega.
Að vísu er nazistaflokkurinn
bannaður í Vestur-Þýzkalandi.
Það bann hefur hins vegar ekki
hindrað, að stofnaður hefur verið
flokkur þar í landi, sem er form-
lega löglegur, en almenningur
veit þó að er í eðli sínu aðeins
samkunda gamalla nazista.
Þetta er hinn svonefndi
Þýzki ríkisflokkur (Deutscha
Reichspartei, skammstafað
DRP). t kosningunum 1949
hlaut hann um 2% atkvæða.
í kosningunum 1953 1,3% og
nú lækkaði fylgi hans niður í
1%. Hann hefur aldrei komið
neinum fulltrúum á þing og
er með öllu áhrifalaus.
Fyrir nokkrum árum var flokk
ur þessi eða brot úr honum nefnt
mjög í Þýzkalandi í sambandi við
það að einn af hershöfðingjum
Otto Strasser
Hitlers, Otto Remer, hélt hávaða-
sama fundi með heil-hrópum og
Hitlerskveðjum. En starfsemi
flokksins reyndist rins og hver
önnur sápukúla. Nú er Þýzki
ríkisflokkurinn svo firrtur öllu
fylgi, að vafasamt er að hann
bjóði oftar fram, heldur leggist
hann í pólitíska gröf.
★
Annað tákn um þetta sama
fylgisleysi nazista í Þýzkalandi
er það, að Otto Strasser, hinn 59
ára gamli nazistaleiðtogi, hefur
sótt um innflytjendaleyfi til
Kanada. ítrekaðar tilraunir hans
til að skapa sér pólitíska for-
ustuaðstöðu í nýnazistaflokk
hafa farið út um þúfur.
Þeir Strasserbræður, Gregor
og Otto, voru bæjerskir auðmenn,
sem snemma gerðust leiðtogar í
nazistaflokknum. Þeir tóku þátt
í Múnchen-uppreisninni 1923 og
voru síðan ásamt Hitler fremstu
leiðtogar hins vaxandi flokks.
Þar kom að missætti varð milli
þeirra og Hitlers. SS-menn myrtu
Gregor en Otto flýði land. Hann
fór fyrst til Tékkóslóvakíu, en
1939 fluttist hann til Kanada sem
innflytjandi. Hann bjó í höfuð-
borginni Ottawa og tók að snúa
sér að viðskiptum þar í landi, en
varð lítt ágengt. Meiri tekjur
hafði hann jafnvel af því að
skrifa endurminningar sínar. Gaf
hann út í Ameríku minningabók
um skipti sín við Hitler. Bar
Otto Strasser í bætifláka fyrir
nazistíska stjórnmálastefnu. —
Sagði hann að það væri bara
meinið, að Hitler hefði náð völd-
unum, hann hefði svikið hugsjón-
ir nazismans, og teflt stefnunni
í mesta voða.
★
Að heimsstyrjöldinni lokinni
fór Strasser strax að langa heím
aftur. Það var þó ekki fyrr en
1950, sem hann fékk leyfi til að
hverfa aftur til Þýzkalands. —
Heimkoma hans var með allmikl-
um bægslagangi. Kvaðst hann
líta björtum augum til framtíð-
arinnar, hann væri ákveðinn í
að leggja inn á braut stjórnmál-
anna og taka þar til sem frá var
horfið. Lét hann í það skína, að
hann væri sjálfkjörinn leiðtogi
nýs nazistaflokks, sem að vísu
yrði allmjög frábrugðinn hinum
gamla flokki Hitlers. Um leið og
Framh. á bls. 15
í DAG er Sigurður Sigurðsson
sýslumaður Skagfirðinga og bæj-
arfógeti á Sauðárkróki sjötugur.
Sigurður er fæddur 19. sept.
1887 í Vigur í ísafjarðardjúpi
sonur Sigurðar prests og alþing-
ism. í Vigur. Séra Sigurður var
sonur Stefáns bónda á Heiði í
Gönguskörðum í Skagaf. og konu
hans Guðrúnar dóttur Sigurðar
Guðmundssonar hreppstjóra á
Heiði er orti „Varabálk". Þeir
Stefán á Heiði og Sigurður
hreppstjóri tengdafaðir hans voru
í tölu forustumanna Skagfirð-
inga um sína daga. — Stefán á
Heiði var sonur Stefáns bónda í
Keflavík í Skagaf. Sigurðssonar
yngra bónda í Keflavík Sigurðs-
sonar bónda í Keflavík Hallgríms
sonar. Hallgrímur faðir Sigurðar
í Keflavík bjó á ýmsum stöðum
Egg í Hegranesi Steini á Reykja-
strönd o.v. Hann var mikilhæfur
maður og var jafnan hreppstjóri
í þeim hreppum, þar sem
hanri bjó. — Hallgrímur
var sonur Halldórs lögréttu-
manns og annálaritara á
Seylu Þorbergssonar sýslumanns
á Seylu Hróflssonar sterka lög-
réttumanns á Algeirssvöllum
Bjarnasonar. Sigurður sýslumað-
ur er því Hrólfungur, kominn í
beinan karllegg af Hrólfi sterka
eins og hér hefir verið rakið.
Kona séra Sigurðar í Vigur og
móðir Sigurðar sýslumanns var
Þórunn Bjarnadóttir bónda á
Kjaransstöðum Brynjólfssonar
kominn af Birni Stephensen
dómsmálaritara á Esjubergi syni
Ólafs stiptamtmanns Stefánsson-
ar. Læt ég þetta nægja til að
kynna lesendum af hvaða bergi
Sigurður sýslumaður er brotinn.
Sigurður varð stúdent árið 1908
og cand. juris. frá Háskóla ís-
lands 1914. Yfirdómslögmaður á
ísafirði 1914—1921 og gengdi þar
ýmsum trúnaðarstörfum. Full-
trúi í fjármáladeild Stjórnarráðs
ins frá 1921—1924. Settur bæjar-
fógeti í Vestmannaeyjum 1924.
Skipaðúr sýslumaður í Skagafjs.
shrifar ur
daglega lífinu
¥ MORGUNBLAÐINU 30. ág. sá
k ég að „Áhorfandi" hefur lesið
grein mína í „einu dagblaðanna"
í sumar og langar mig til að biðja
um að nokkur orð verði birt frá
mér til skýringar.
Birting nafna
afbrotamanna
ANN virðist ekki hafa séð
það sem ég lagði mesta
áherzlu á, nefnilega það að birt-
ing nafna mundi verða til þess að
forða ungum mönnum frá því að
lenda út á afbrotabrautina. En ég
sé ekki betur en þetta dæmi, sem
hann tekur af þessum unga
manni, sem brotlegur hafði gerzt,
sanni mitt mál algerlega. Hann
taldi líf sitt vonlaust og tilgangs-
laust eftir að hafa verið stimplað-
ur. Ég er viss um það að þessi
maður hefði aldrei gerzt brot-
legur, ef hann hefði vitað
fyrirfram að hann yrði stimplað
ur. Það er þetta sem ég tel þjóð-
félaginu hættulegt, að menn
megi treysta því að fullri leynd
sé haldið yfir afbrotum.
Hitt veit ég og viðurkenndi í
áðurnefndri grein að það væri
sárt fyrir þá sem fyrir því yrðu
og vandamenn þeirra. En trú mín
er sú að ef til þeirrar nýbreytni
kæmi að allir vissu það fyrirfr am
að nöfn þeirra yrðu birt, þá yrði
fáum fórnað fyrir marga og á ég
þar við þann sem „Áhorfandi“
þekkti og ekki fann til þess að
hann hefði neitt af sér gert fyrr
en hann sá nafn sitt í blöðum En
þeim yrði fórnað fyrir marga, og
á ég þar við þá sem ekki mundu
hætta sér út í að gerast brotlegir
vegna þess að þeir vissu það fyrir
fram að þeir yrðu stimplaðir. Að
rekja orsakir til þjóðfélagsins
ætla ég ekki að ræða hér, það
yrði of langt mál fyrir þennan
vettvang.
Virðingarfyllst,
Pétur Jónsson
Reykjahlíð, Mývatnssveit
Berin að vestan
ÚSMÆÐUR hér í bænum, eru
mjög daprar yfir berjaleys-
inu sem vonlegt er. Það er ekki
lítið búsílag, að eiga berjasaft og
berjasultu til vetrarins. En sem
betur fer, er ekki jafnlítil berja-
spretta alls staðar á landinu. Á
Vestfjörðum hafa verið mikil ber
í sumar og Vestfirðingar hafa
reynzt okkur Sunnlendingum
vinir í raun hvað þetta snertir, og
sent hverja berjasendinguna á
fætur annarri til Reykjavíkur,
auðvitað sérstaklega til vina og
kunningja en aðrir notið af. Það
er haft eftir starfsmanni einum
hjá Flugfélagi íslands, sS ef komi
pakki frá Vestfjörðum til flug-
afgreiðslunnar, þá þurfi ekki að
því að spyrja, að það séu ber,
áður hafi það verið brauð.
En í eitt skiptið brást þetta á
napurlegan hátt. Hjón nokkur
voru látin vita af því, að þau
ættu pakka frá Vestfjörðum á
aígreiðslu Flugfélagsins og beð-
in að sækja hann. Þau töldu víst
að þetta væru ber. Maðurinn
snaraðist í mjólkurbúðina og
keypti pottflösku af indæfum
rjóma og ók síðan af stað eftir
berjunum. Þá vildi svo óheppi-
lega til, að bíllinn hans bilaði á
leiðinni. Hann stöðvaði kunn-
ingja sinn á götunni, og bað hann
nú að aka sér í snarhasti út á
flugvöll, honum lægi á, því það
væri komin „berjasending að
vestan“. Hann skyldi launa hon-
um ómakið með því að bjóða hon
um í berin þegar heim kæmi.
Hinn var ekki seinn á sér, og ók
út á flugvöllinn. Pakkinn var
nokkuð stór og hann var varlega
meðhöndlaður á leiðinni, til þess
að berin kremdust ekki. Þegar
heim kom voru höfð snör hand-
tök. Frúin dreif skálar, sykur og
rjóma á borðið og nú var komin
hin langþráða stund að pakkinn
yrði opnaður. — En vei, í pakk-
anum voru engin ber, heldur
gamlir skór sem húsbóndinn
hafði gleymt í sumar í sumarfrí-
inu sínu, sem hann eyddi ásamt
fjölskyldu sinni fyrir vestan.
1. des. 1924 og hefir gegnt því
starfi síðan, jafnaframt bæjar-
fógeti á Sauðárkróki frá 24. maí
1947.
Þetta er náms og starfsferill
Sigurðar sýslum. í stórum drátt-
um. — Eins og þetta stutta yfir-
lit ber með sér hafa örlög eða
atvik hagað því svo að meir en
þrjá fjórðu af starfsævi Sigurðar
sýslumanns að loknu embættis-
prófi hefir hann dvalizt hér í
Skagafirði og þessu héraði og
málefnum þess hefir hann helg-
að krafta sína samhliða embættis
störfum sínum.
Þegar Sigurður sýslumaður
fluttist hingað í héraðið með fjöl
skyldu sína í desember 1924 var
hann nálega öllum hér ókunnur.
Skagfirðingar vissu það eitt að
hann var af góðu bergi brotinn,
Skagfirðingur í föðurætt í marga
ættliði og átti því allfjölmennt
frændalið í héraðinu. Auk þess
var hann tengdasonur einnar að-
sópsmestu kempu héraðsins á
þeim árum, séra Arnórs í
Hvammi.
Um komu Sigurðar sýslum. til
Skagafjarðar má segja að hann
kom, sá og sigraði. Á mjög
skömmum tíma tókst honum að
ávinna sér traust og vínáttu
fjölda manna í héraðinu. Ég
hygg að miklu hafi valdið um
þetta að samhliða góðum hæfi-
leikum og skyldurækni í embætt
isstörfum fundu Skagfirðingar
þar sem hann var kynborinn
Skagfirðing sem skildi þá og
samlagaðist þeim á skömmum
tíma.
Sigurður sýslumaður hefir í
des.mán. n.k. verið sýslumaður
okkar Skagfirðinga í 33 ár og hef-
ir þá gegnt lengur sýslumanns-
störfum í Skagaf. en nokkur
annar sýsiumaður á undan hon-
um s.l. 300 ár, eða lengur. Em-
bættisstörf sín hefir hann rækt
af alúð þrátt fyrir langvinnan
heilsubrest, og er talinn í röð
fremstu starfandi sýslumanna.
Jafnframt þessum störfum hef-
ir hann verið oddviti sýslunefnd-
arinnar og fjárhaldsmaður og
reikningshaldari sýslunnar. Einn
ig þau störf hafa, farið honum
prýðilega úr hendi að dómi allra
| sýslunefndarmanna Skagfjs. Loks
j hefir hann gegnt margvíslegum
öðrum trúnaðarstörfum, þannig
hefir hann setið í stjórn Búnað-
arsamb. Skagf. frá stofnun þess
í stjórn Sögufélags Skagf. einnig
frá stofnun þess. Ennfremur hef-
ir hann ávallt setið í stjórn
Héraðsbókasafnsins, Héraðs-
skjalasafnsins og Sjúkrahússins,
svo nokkuð sé nefnt.
Sigurður sýslumaður kvæntist
árið 1915 Stefaníu Arnórsdóttur,
frá Hvammi í Laxárdal, gáfaðri
konu og glæsilegri. Þau áttu 9
börn sem öll eru á lífi: Margrét
gift í Svíþjóð, Sigurður listmál-
ari Rvík, Stefanía skrifstofu-
stúlka Rvík, Arnór sýsluskrifari
Sauðárkróki, Stefán eand. jur.
fulltrúi föður síns á Sauðárkróki,
Hrólfur listmál|iri Rvík, Guðrún
listmálari gift í Danmörku, Árni
prestur Hofsósi og Snorri skógfr.
Rvik. Frú Stefanía andaðist 14.
júní 1948.
Sigurður sýslum. er nú stadd-
ur á miklum tímamótum. Hann
þokast nú yfir í sveit öldunganna
en ein afleiðing þess er að hann
hverfur bráðlega frá embættis-
störfum og flytur burt úr hérað-
inu.
Þegar ég á þessum tímamótum
lít yfir nær 33 ára samstarf okk-
ar er margs að minnast og margt
að þakka. í þessum minningum
ber hæst í huga mínum hversu
Sigurður sýslum. hefir ávallt ver
ið reiðubúinn til að beita sér fyr-
ir eða ljá lið hverju því máli er
horft hefir til framfara fyrir
sýslufélagið, og viðráðanlegt hef
ir verið fjárhag þess. Þessi af-
staða hans og liðveizla hefir orð-
ið framfaramálum sýslunnar
mikill styrkur og komið mörgu
góðu til leiðar fyrr og síðar. Verð
ur það seint full þakkað.
Að endingu þakka ég Sigurði
sýslum. samstarfið á liðnum ár-
um, og ég hygg að ég mæli fyrir
munn allra Skagf. er ég þakka
honum fyrir störf hans og óska
honum allra heilla á ókomnum
árum.
J. Sig.
★
Á SÝSLUFUNDI Skagafjarðar-
sýslu s.l. vor flutti Hermann Jón*
son sýslunefndarmaður Haganes-
hrepps Sigurði sýslumanni eftir-
farandi ávarp frá sýslunefndinni:
„Þar sem nú er að þvi komið,
að oddviti sýslunefndar, Sigurður
Sigurðsson, sýslumaður, slíti hin-
um síðasta fundi, sem gert er
ráð fyrir að hann stjórni, leyfi
ég mér, fyrir mína hönd og okk-
ar sýslunefndarmanna allra, að
þakka honum af alúð giftursam-
lega stjórn sýslufunda í Skaga-
fjarðarsýslu síðastliðinn 33 ár.
Jafnframt þakkar sýslunefnd-
in honum forgöngu og vinnu að
ýmsum stórmerkum málum, sem
sýslunefndin öll þessi ár hefir
haft til meðferðar, og mörg hafa
valdið straumhvörfum í atvinnu-
heilbrigðis- og menningarmálum
sýslunnar, og síðast en ekki sízt
hyggilega og ráðdeildarsama
fjármálastjórn sýslusjóðsins.
Bað hann sýslunefndarmenn að
rísa úr sætum sínum, um leið og
hann bað honum blessunar nú og
alla tíma. Tóku sýslunefndar-
menn undir það með ferföldu
húrrahrópi.
Sýslumaður, ávarpaði síðar
sýslufundinn með þessum orðum:
„Nú þegar að því er komið, að
ég í síðasta sinni slíti aðalfundi
sýslunefndar Skagfirðinga, eftir
33 ára setu í nefndinni, vil ég
votta öllum sýslunefndarmönn-
um, ásamt fundarriturum nefnd-
arinnar, sem ég hef unnið með,
fyrr og síðar, hjartanlegar þakk-
ir mínar fyrir góða og hugljúfa
samvinnu og mér auðsýnda góð-
vild og drengskap.
Bið ég sýslunefndinni og sýslu-
félaginu blessunar um allan ald-
ur.
Megi heill og heiður jafnan
fylgja gjörðum sýslunefndar
Skagfirðinga.