Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 16
MORGVNBL AÐIÐ Fimmtudagur 19. sept. 1957 16 SA ustan Edens eftir John Steinbeck 135 hans eða allur heimur hans. Skyndilega rann lausnin upp fyrir honum. Abra hafði ekki logið Hún hafði einungis sagt honum það sem hún hafði heyrt og foreldrar hennar höfðu einung is heyrt það líka. Hann reis á fæt ur og hratt móður sinni frá sér, inn í heim hinna dauðu og lokaði hana úti. Hann kom of seint til kvöldverð arins. — „Ég var með Öbru“, um hennar, þegar hún hljóp yfir sölnaðan völlinn. 3. Aron gekk aftur a5 pílviðar- s‘ofninum, settist á jörðina og hallaði bakinu að berkinum. Hugs anir hans voru sveipaðar grárri þoku og hann hafði þrautir í mag anum. Hinn seinvirki, varfæmi hugur hans réði ekki við allar þær hugsanir og tilfinningar, sem flykktust að honum í einu. Dyrn- ar voru lokaðar fyrir öllu nema líkamlegum þrautum. Að lítiili stundu liðinni opnuðust dyrnar ör- lítið og hleyptu inn einni hugsun, einni tilfinningu, til nákvæmrar athugunar, svo annarri og ann- arri, unz öllutn hafði verið veitt viðtaka, einni í einu. Fyrir utan luktar dyr hugar hans beið nú að- eins ein stór spurning og krafðist inngöngu. Aron hleypti henni ekki inn fyrr en allra síðast. Fyrst lauk hann upp fyrir öbru og tók til athugunar kjólinn henn- ar, andlitið, snertingu handar hennar við kinn hans, ilminn sem frá henni barst — er minnti ör- h'tið á mjólk og örlítið á nýsleg- ið gras. Hann sá og fann og heyroi og skynjaði hana að nýju og nýju. Hann minntist þess hve hrein hún var, hendur hennar og neglur og hversu hún var hreinskilin og blátt áfram og ólík hinum flissandi stall systrum hennar í skólagarðinum. Svo fór hann að hugsa um það, þegar hann lá með höfuðið í faðmi hennar og grét eins og lítið harn, grét af þrá' eftir einhverju Sem hann hafði alltaf saknað, en fann nú að hann öðlaðist að ein- hverju leyti. Kannske var það vegna þess að hann öðlaðist þetta langþráða, sem hann varð að gráta. Því næst hugsaði hann um það, hvernig hún hafði reynt hann og rannsakað. Hann braut heilann um það hvað hún myndi hafa gert, ef hann hefði sagt henni leyndar- mál. Hvaða leyndarmál hefði hann □—--------------------□ Þýðing Sverm Haraldsson □--------------------□ getað sagt henni, ef hann hefði verið fús til þess? Þessa stundina mundi hann ekki eftir einu ein- asta leyndarmáli, að undanskildu því eina, sem knúði sífellt á dyrn ar og vildi komast inn í sál hans og hugarfylgsni. Erfiðasta spurningin sem hún hafði lagt fyrir hann: „Hvernig er það, að eiga ekki mömmu?“ kom aftur upp í huga hans. Og hvernig var það? Hann varð þess að engu var, nema þá í skólastof- unni, um jólin og á prófhátíðum, þegar mæður hinna barnanna sátu þar og hlustuðu á. Þá kom að honum hinn hljóði grátur og orðvana þrá. Þannig var það, að eiga ekki móðir. Umhverfis Salinas voru mýrar- flákar með sefi og kjarrgróðri og þúsundir froska tímguðust í hverri smátjörn. Á kvöldin titraði loftið af söng þeirra. Það var líkast titr- andi blæju, baksviði alls annars. Og þegar hann hljóðnaði skyndi- lega, var það næstum óhugnan- legt. Ef söngur og háreysti frosk anna hefði hljóðnað með öllu ein- hverja nótt, þá er sennilegast að hvert nannsbarn í Salinas hefði vaknað og fundizt vera einhver skelfilegur hávaði. Þessi margradd aði froskasöngur virtist hafa hrynjandi og lag og kannske var það starfsemi eyrans, sem veitti honum það, alveg eins og það er augað sem lætur stjörnurnar blika. Það var orðið næstum aldimmt undir pílviðartrénu. Aron var að hugsa um það, hvort hann væri þess nú albúinn að opna fyrir hinu síðasta, stóra, hinni voðalegu spurningu, þessu torráðna vanda- máli og á meðan hann hugsaði um það, slapp það inn um sálardyrn- ar, án þess að vilji hans kæmi þar nokkuð til greina. Móðir hans var á lífi. Oft hafði hann gert sér það í hugarlund, að hún lægi niðri í jörðunni, hreyf- ingarlaus, óbreytt, órotnuð, eins og í svefni. En þannig var það ekki. Einhvérs staðar lifði hún og hrærðist, gekk um og talaði. Og hendur hennar hreyfðust og augu hennar voru opin. Og mitt í gleðinni sem greip hann við þessa tilhugsun, fann hann til biturs harms, saknaðar og hræðilegs taps. Aron fékk með engu móti skilið sjálfan sig. Hvað var það sem gerði hann svo dapran? Ef móðir hans var á lífi, þá hafði faðir hans sagt honum ósatt. Ef annað þeirra var lifandi þá var hitt dáið. Aron sagði upp hátt, undir trénu: — „Mamma mín er dáin. Hún er jörðuð einhvers stað ar fyrir austan". 1 myrkrinu sá hann andlit Eees fyrir sér og heyröi rödd hans, lága og þýða. Það sem Lee hafði bygfft upp var traust. Með virð- ingu hans fyrir sannleikanum, sem nálgaðist lotningu, fylgdi einnig hin eðlilega mótsetning, andúð og viðbjóður á lyginni. Hann hafði gert drengjunum mjög skiljanlega skoðun sína í þessum efnum. Ef eitthvað var ósatt og maður vissi það ekki, var það yfirsjón. En ef maður þekkti hið sanna og breytti því í ósann- indi, var það viðurstyggð og hverjum manni ósamboðið. Rödd Lees sagði: — „Ég veit, að lygin er stundum sögð í góðum tilgangi. En ég held að hún verði samt aldrei til neins góðs. Hinn snöggi sársauki undan sannleik- anum hverfur fljótt, en hin sein- virka, nagandi kvöl af völí’.um lyginnar læknast aldrei að fullu. Hún er eins og blæðandi opin und, sem aldrei getur gróið!“ Og Lee hafði stefnt að takmarki sinu, þolinmóður og hægt, að gera Adam að tákni hins sanna og áreið anlega £ augum tvíburanna. Aron hristi höfuðið, æstur og vantrúaður: — „Ef pabbi er lyg- ari, þá er Lee það sömuleiðis". Hann skildi ekki neitt í neinu. — Hann gat engan spurt. Cal var lygari, en hinn strangi dómur hafði gert Cal að brögðóttum og útförnum lygara. Aron fann að eitthvað varð að deyja — móðir sagði hann til skýringar á hinni síðbúnu heimkomu sinni. Þegar staðið var upp frá borðum og Adam hafði setzt í nýja hæginda- stólinn sinn og las í Salinas Index, fann hann að einhver kom við öxlina á honum og; leit upp. „Hvað viltu, Aron?“ spurði hann. „Góða nótt, pabbi", íúigði Aron hljóðlega. 37. KAFLI. I. í Salinas er febrúar oftast hrá- slagalegui’, rakur og ömurlegur mánuðirr. Þá er úrkoman að jafn aði mest og ef flóð hleypur á ann- að borð í fljótið, er það í þeim mánuði. Árið 1915 var febrúar með afbrigðum votviðrasamui'. Txask-fjölskyldan hafði komið sér vel fyrir í Salinas. — Þegar Lee hafði endanlega afneitað gamla draumnum sínum um bóka verzlunina, bjó hann sér framtið- ar samastað í húsinu við hliðina á Keynauds-brauðgerðinni. Á héimili þeirra í Salinas-dalnum höfðu eigur hans raunverulega aldrei verið teknar úr umbúðun- ur-, því að hann hafði alltaf ráð- gert að fara þaðan. Hér stofnaði hann í fyrsta skipti sitt raun- verulega heimili og gerði það þægi legt og viðfeldið. Stóra svefnhei'bergið, næst úti- dyrunum féll í hans hlut. Lee hjó stórt skarð í sparifé sitt. Áður hafði hann ekki eytt gi*ænum eyri, nema í það allra hauðsynlegasta, vegna þess að allt hans fé skyldi renna í bókaverzlunina. En nú keypti hann sér lítið, þægilegt rúm og skrifborð. Hann smíðaði bókahillur og tók bækurnar sínar upp úr kössunum, fékk sér dýrt o vandað gólfteppi og hengdi eir stungumyndir á veggina. Hann setti stóran og djúpan hæginda- stól við hliðina á bezta leslamp- anum, sem hann gat fengið sér. Loks fékk hann sér ritvél og byrj aði strax að æfa sig í vélritun. Þegar hann hafði sjálfur lagt niður sínar spartversku venjur, innleiddi hann margs konar end- urbætur á heimilinu og Adam lét það að öllu leyti afskiptalaust. Gasvél var sett í eldhúsið, allt húsið raflyst og sími fenginn. — Hann eyddi peningum Adams miskunnarlaust — í ný húsgögn, ný gólfteppi, hitavatnsgeymi með --------------------------------> VERJIÐ TEIMIVilJR YÐAR SKEIVHWDUIVI og látið ekki holur myndast Farið reglulega til tannlæknis og spyrjið hann um Nýtt „SUPER ' AMM-I-DENT með hinu undraverða FLUORIDE L_---------——-------------------) i Bifreiða- og varahlutaverzlurx óskar eftir að ráða Verzlunarstjóra með sérkunnáttu á varahlutum og pöntunum á vara hlutum til bifreiða. Væntanlegir umsækjendur leggi nöfn sín, heimilisföng og símanúmer auk yf- irlits yfir menntun og fyrri störf, á afgr. Mbl. merkt: Framtíð — 6625. .t .. t 'f ( i : MARKUS I'LL MIDE THAT BLIND COLT TONtGHT, MI5S LEEDS, AND l PROMI5E YOU NO ONE WILL FIND HIM IN X% TREMBLING SWAAhP/ L Eftir Ed Dodd rm TOMORROW'S OUR BIG DAY, SCOTTY... MAYBE WE SHOIJLD TAKE TURNS STAYING UR WITH THE COLT TONIGHT... WE DON'T WANT ANYTHING TO HAPPEN TO HIM AT RIGHT/ you GET SOME SLEEP... I'LL TAKE THE FIRST WATCH/ 1) — Ég fer í nótt og fel blinda foiann það skal enginn finna hann úti í mýrinni. — ÁgaeU. 2) Um kvöldið fer Láki og tek- ur upp nokkur brennikerti. 3) Á morgun rennur upp sá mikli dagur, Siggi .En ég held að það vaeri betra fyrir okkur Það má ekkert koma fyrir fol- a ðstanda á verði í hesthúsinu. ann okkar. — Jæja, allt í lagi. Ég skal taka fyrstu vaktina. Farðu nú að sofa. gashitun og stóran ískassa. Áður en langt leið, var tæpast nokkurt hús í Salinas svo ríkulega búið öllum hlutum. Lee afsakaði sig með því að segja við Adam: — „Þéi- eigið næga oeninga. Það væri skömm að því fyrir yður, ef þér notuðuð þá ekki til gleði og þæg- inda". .,Ég er alls ekki að mæla neitt á móti því“, sagði Adam. — „Ég vildi bara kaupa eitthvað sjálfur. Líka hvað á ég að kaupa?" „Hvei-s vegna skieppið þér ekki inn í hljóðfæravei'zlun Logans og hlustið þar á einn af nýju hljóð- ritunum ?“ „Já, kannslce ég geri það“, sagði Adam. Og svo keypti hann einn Victor victrola, stórt og fyrirferð armikið áhald af gotneskri gerð og hann brá sér oft inn í verzl- unina til þess að skoða nýjustu plöturnar. Adam ski-eið meira og meira út úx sinni gömlu skel. Hann gerðist áskrifandi að Atlantic Monthly og National Geographic Magazine. Hann gekk í fríméirararegluna og hugsaði mikið um að gerast félagi í „The Elks“. Nýi ísskápurinn hreif hann mjög og hann keypti kennslubók í meðferð kælivéla og las hana með athygli. Sannleikurinn var sá, að Adam þarfnaðist einhvers stai-fs. Hann vaknaði af hinum langa svefni sfn um og þurfti að hafast eitthvað að. — „Ég held helzt að ég fari að leggja fyrir mig einhvers konar veizlunarstörf", sagði hann við Lee. „Þér þurfið þess ekki. Þér getið hæglega lifað á eignum yðar, án þess að vinna nokkuð". „En mig langar til að gera eitt hvað“. „Það er alit annað mál“, sagfti Lee. — „Vitið þér þá hvað það er, sem þér viljið gera? Ég held að þér séuð ekki efni í góðan vei'zlunarmann". „Og hvei-s vegna ekki?“ 1 „Mén finnst það bai'a einhvern vegixm", sagði Lee. „Heyrið þér mig, Lee. Mig lang ar til að þér lesið grein, þar sem stendur að þeir hafi grafið upp mammút í Síberíu. Hann hefur legið £ ísnum £ mörg þúsund ár. Og kjötið er alveg óskemmt og æti legt". Lee brosti: — „Þér hafið ái-eið anlega einhverja ráðagerð á prjón unum. Hvað er það sem þér geym ið £ öllum litlu krúsunum, sem standa £ fsskápnum?" „O, svona eitt og annað". „Það er vond lykt af sumum krúsunum". „Mér hefur dottið dál£tið £ hug, Lee", sagði Adam. — „Og ég get ailltvarpiö Fimmtudagur 19. september: Fastir liðir eins og vejulega. 12.50—1400 „Á frívaktinni", sjó- mannaþáttur (Sjöfn Sigurbjörns dóttir). 19.30 Harmonikulög (plöt ur). 20.30 Erindi: Hamskipti dauðans (Grétar Fells rithöfund ur). 20.55 Tónleikar (plötur): 21.30 Útvarpssagan: „Earbara** eftir Jörgen-Frantz Jacobsen; V. (Jóhannes úr Kötlum). 22.10 Kvöldsagan: „Græska og getsak ir“ eftir Agöthu Christie; IX. (Elías Mar les). 22.30 Sinfóniskir tónleikar (plötur). 23.20 Dag- skrárlok. Föstudagur 20. september: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagski'á næstu viku. 19.30 Létt lög (plötur). — 20,30 „Um víða veröld". — Ævar Kvax-an leikari flytur þáttinn. —■ 20,55 íslenzk tónlist: Lög eftir Bjöi'gvin Guðmundsson (plötur), 21,20 Upplestur: „Frá skólaárum mínum, 1895—1900“, grein eftir Pál Sveinsson yfirkennara, í bók- inni „Minningar í menntaskóla" (Jakob Guðmundsson). 21,40 Tón- leikar (plötur). 22,10 Kvöldsag- an: „Gi'æska og getsakir" eftir Agöthu Christie; X. (Elias Mar lee). 22,30 Harmonikulög (pl.), 23,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.