Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 10
10
MORGVISBLAÐIÐ
Flmmtudagur 19. sept. 1957
fE'O-ripmíifefo'tífr
Otg.: H.t Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigur'öur Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og algreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askríftargjald kr. 30.00 á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
ARASIN A REYKJAVIK
Rússar segja, að þeir hefðu unnið
Hitler án hjálpar Breta og Banda-
ríkjamanna - og Stalins
FUNDUR landsmálafélagsins
Varðar í fyrrakvöld gefur áreið-
anlega rétta og sanna mynd af
afstöðu almennings í Reykjavík
til ofbeldisaðgerða kommúnistans
í sæti félagsmálaráðherra gagn-
vart bæjarfélaginu. Á fundinum
kom fram sterk andúð á hinum
einræðislegu „úrskurðum" ráð-
herrans gagnvart höfuðborginni,
stjórnendum hennar og borgur-
um.
Kjarni málsins er nefnilega sá,
að tafir þær, sem ofbeldi og
rangsleitni kommúnistans hafa
í för með sér á útsvarsheimtun-
inni bitna fyrst og fremst á verka
lýð bæjarins, sem atvinnu hefur
við hinar miklu verklegu fram-
kvæmdir hans, sem kunna að
geta dregizt vegna skorts á reiðu-
fé hjá bæjarfélaginu.
Þetta hefur Hannibal auð-
vitað ekkert skeytt um í
blindu hatri sínu á stjórnend-
um höfuðborgarinnar. Hann
varðar ekkert um það þótt
skólabyggingar, heilbrigðis-
stofnanir eða íbúðabyggingar
tef jist, verkafólk missi atvinnu
og erfiðleikar vegna húsnæðis
skorts þjarmi að fjölda ein-
staklinga og fjölskyldna.
Er hér um að ræða greinilegt
og táknrænt dæmi um um-
hyggju kommúnista fyrir almenn
ingshag.
Fiölgar um 7 búsund
á einu biörtímabili
f hinni hóflegu og rökföstu
ræðu, sem Gunnar Thoroddsen
borgarstjóri flutti á'Varðarfund-
inum gaf hann ýmsar merkar
upplýsinga um mál höfuðborgar-
innar. Hann sagði m.a. frá því,
að á yfirstandandi kjörtímabili,
sem er eins og kunnugt er fjögur
ár, myndi íbúum Reykjavíkur
fjölga um 7 þúsund manns. Þetta
þýðir, sagði borgarstjórinn að í
raun og veru byggjum við Reyk-
víkingar nýjan bæ, sem svarar
rúmlega til alls Hafnarfjarðar,
á fjórum árum.
Af hinni öru fólksfjölgun leiddi
hins vegar geysilega útgjalda-
aukningu fyrir bæjarfélagið.
Nefndi borgarstjóri sem dæmi,
að fjölgun barna og unglinga
hefði í för með sér nær tveggja
millj. kr. aukin rekstrargjöld
skólanna á ári.Viðþaðbættistsvo
hitt að byggja þyrfti 25 kennslu-
stofur á ári að jafnaði, og myndi
bygging þeirra vart kosta undir
20 millj. kr., en þar af ætti bæj-
arfélagið að greiða helming eða
10 millj. kr.
Orsakir
aukinna útwíalda
Þessar tölur sýna Reykvíking-
um greinilega, hverjar eru or-
sakir aukinna útgjalda bæjarfél-
ags þeirra. Hin stöðuga fólks-
fjölgun kaiiar á aukin útgjöld,
ekki aðeins á sviði skólamálanna,
heldur og á fjölmörgum öðrum
sviðum. Það þarf að byggja ný
raforkuver, heilbrigðisstofnanir,
færa út hitaveitukerfið, leggja
nýjar götur, vatnsleiðslur og
skolpræsi eftir því sem bærinn
stækkar og íbúum hans fjölgar.
Borgarstjóri gat þess að nú væri
verið að skipuleggja nýtt bygg-
ingarsvæði frá Miklubraut suður
að Golfskála og austur að Háa-
leiti fyrir 3000 íbúðir. Á þessu
svæði ættu að búa um 15 þúsund
manns, eða nærri tvöföld íbúa-
tala Akureyrar. Svo stórkostleg
eru þau viðfangsefni, sem bæjar-
stjórn Reykjavíkur vinnur að.
Gialdbol
op framkvæmdir
Vitanlega verða bæjaryfirvöld-
in að meta það á hverjum tíma,
hverjar framkvæmdir séu nauð-
synlegastar. Gjaldþoli bæjarbúa
má ekki ofbjóða, enda þótt að-
kallandi verkefni blasi við. Þetta
hafa Sjálfstæðismenn í Reykja-
vík reynt að gera. í bæjarmála-
stefnu þeirra hefur haldizt í hend
ur raunhæf framfaraviðleitni og
uppbygging annars vegar og skiln
ingur á gjaldgetu almennings
hins vegar.
Það er einnig athyglisvert að
hækkun á rekstrargjöldum bæj-
arfélagsins er miklu minni en á
rekstrarútgjöldum ríkisins. Hafa
Framsóknarmenn þó hælt Ey-
steini Jónssyni hástöfum fyrir
afburðasnjalla fjármálastjórn.
Hins vegar húðskamma Tímalið-
ar Sjálfstæðismeirihlutann í bæj
arstjórn Reykjavíkur fyrir sukk
og óreiðu í fjármálastjórn hans.!
Þannig er samræmið í málflutn-
ingi Framsóknarmanna ævin-
lega.
Lö»Wsa ov marklovsa
Gunnar Thoroddsen kvað það
niðurstöðu sína að félagsmálaráð
herra hafi enga lagalega heimild
til þess .að ómerkja eða ógilda
niðurjöfnun útsvara í Reykjavík
eða annars staðar. Ég tel, sagði
borgarstjóri, „ að ráðherra bresti
algerlega vald til þess, hafi því
farið út fyrir embættistakmörk
sín og gengið inn á það svið, sem
dómstólum er ætlað. Hinn svo-
kallaði úrskurður félagsmálaráð-
herra er því að mínu viti ekki
aðeins órökstuddur og byggður
á röngum forsendum, heldur lög-
leysa og markleysa“.
Um þessa skoðun borgarstjóra,
sem sjálfur er einn færasti lög-
fræðingur landsins, munu áreið-
anlega flestir sanngjarnir menn
vera sammála.
„Það er erfitt að finna heila
brú eða botn í þessu tiltæki",
sagði borgarstjóri um frumhlaup.
Hannibals, „og líklegast er að
hér sé aðeins á ferðinni undar-
legt sambland, af ofstæki, grunn
hyggni og flumbruskap, með
öðrum orðum hreinn hannibal-
ismi“.
Mikill meirihluti Reykvík-
inga mun gera sér Ijóst að af-
skipti kommúnistaráðherrans
af útsvarsálagningu Reykja-
víkurbæjar felur í sér hreina
árás á hagsmuni bæjarfélags-
ins. Tilgangurinn er ekki
að rétta hlut nokkurs manns,
ekki að lækka útsvör á ein-
um einasta manni, heldur að
ná sér niðri á löglega kjörnum
meirihluta bæjarstórnar í
höfuðborginni. Þessu ofbeldi
munu bæjarbúar svara komm
únistum á verðugan hátt á
komandi vetri.
EF leggja á trúnað á nýjustu út-
gáfu á „Sögu Ráðstjórnarríkj-
anna“, sem notuð er við sögu-
kennslu í efstu bekkjum „alþýðu
skólanna" í Ráðstjórnarríkjun-
um — þá var þáttur Stalins í bylt
ingunni 1917 og starfi kommún-
istaflokksíns síðar meira hinn ó-
verulegasti. Þar sem getið er um
iðnvæðingu og samyrkjubúskap-
inn í landinu, er Stalin stöku
sinnum nefndur á nafn, en þá að
eins í litlu tilefni.
Þessi nýja og endurskoðaða út-
gáfa sögunnar, er afleiðing
stefnu þeirrar, sem Krúsjeff og
Mikoyan mótuðu á 20. flokks-
þinginu í fyrra, þar sem Stalin
hlaut hinn eftirminnilega dóm
lærisveinanna. Nýja útgáfan er
því spegilmynd af afstöðu nú-
verandi forystu kommúnista-
flokksins til fortíðarinnar. Mann
kynssagan er eitt af því, sem við
hér á Vesturlöndum teljum að
ekki sé hægt að breyta. Eystra
gegnir þar allt öðru máli, því
að þar er mannkynssagan sí-
breytileg — og alla jafna end-
urrituð með skömmu millibili í
samræmi við stefnu flokksforust-
unnar í það og það skiptið.
Unglingsmynd
Útgáfan, sem nú hefur verið
breytt, er ekki mjög gömul. Hún
var tekin til kennslu árið 1954
— og í henni voru m. a. 9 mynd-
ir af félaga Stalin auk fjölmargra
tilvitnana í ummæli hans frá ýms
um tímum. í nýju útgáfunni er
einungis ein mynd af foringjan-
um frá unglingsárum og nafn
hans er sjaldan nefnt — og þá
oftast í sambandi við aðra menn.
Hins vegar er hlutur Trotskys,
Bukharins, Zinovjevs, Rykovs,
Tomskijs og margra fleira „óbóta
manna“ gerður mun betri en
hingað til hefur tíðkazt í rúss-
neskum sögubókum.
En Stalin var þó
í flokknum
f fyrri útgáfunni var það Stal-
in, sem fór í fylkingarbrjósti í
uppreisninni í Petrograd árið
1917. Það var hann, sem persónu-
lega stjórnaði vörnum Tzaritzyn
(Stalingrad) í baráttunni gegn
„hvítu herjunum" 1918 — og það
var hann, sem banaði „hvíta
hershöfðingjanum" Denikin árið
1918. Og framkvæmd samyrkju-
áætlananna, iðnvæðingin, sigur-
urinn í síðari heimsstyrjöldinni
var allt þakkað hinum óviðjafn-
anlegu gáfum og forystuhæfileik-
um félaga Stalins.
Samkvæmt nýju útgáfunni á
„Sögu Ráðstjórnarríkjanna" var
það miðstjórnin undir forustu
Lenins, sem skipulagði og hafði
veg og vanda að uppreisninni í
Petrograd — og Stalin er þar
skipað á bekk með mörgum
minni háttar persónum sem Bub-
anov, Uritzkij og Dzerzjinskij,
mönnum, sem eru lítt þekktir ut-
an Rússlands. Voroshilov hlýtur
þar lofið fyrir varnir Tzaritzyn,
en Stalin er þó sagður hafa staðið
sig vel við kornsöfnun. Og flokk-
urinn fær nú allan heiðurinn af
því að hafa innleitt samyrkjubú-
skapinn og iðnvætt landið. Stal-
ins er hvergi getið, en hann mun
samt hafa verið í flokknum —svo
að hann á þar sinn hluta.
Fagnaði af innilegri
sfleði
Frásögnin af innlimun balt-
nesku landanna er dálítið sögu-
legri í nýju útgáfunni en þeirri
gömlu. í gömlu útgáfunni sagði
eingöngu, að verkalýðurinn í
baltnesku löndunum hafi rekið
stríðsæsingamennina af höndum
sér og leyst sig þannig undan oki
þeirra — og tekið völdin, en í
nýju útgáfunni segir, að Rússar
hafi síðar krafizt stjórnarbylt-
ingar í löndunum þrem og vilj-
að opna herjum sínum leið til
Eystrasalts gegnum löndin. Við
þetta er auðvitað bætt, að fólkið
í Eistlandi, Lettlandi og Lithauga
landi hafi fagnað rússneska hern-
um af innilegri gleði.
Rússar unnu Japani
Ekki er hlutur Vesturveldanna
hvað síðustu heimsstyrjöld við-
kemur betri í nýju útgáfunni en
þeirri gömlu, nema síður sé. í
útgáfunni frá 1954 segir, að
Bretar og Bandaríkjamenn hafi
ekki byrjað sókn á vesturvíg-
stöðvunum fyrr en þeir sáu, að
Rússar gátu sigrað Hitler einir
síns liðs — jafnvel án Stalins
gamla. í nýju útgáfunni er
þetta endurtekið, en því er og
bætt við, að Vesturveldin hefðu
notfært sér innrásina í efnahags-
legu ábataskyni og til þess að
tryggja andbyltingaröflunum
völdin í Vestur-Evrópu. Nú, eins
og áður, er Ráðstjórnarríkjunum
eignaður allur heiður af sigrinum
yfir Japan.
Þá segir og, að ástæðan til
þess, að Bretland og Bandaríkin
fóru í stríð við Þýzkaland og Jap.
an hafi einungis verið sú, að Vest
urveldin hefðu óttazt hina hörðu
samkeppni tveggja síðarnefndu
landanna um heimsyfirráð. Slík
er sannleiksástin þar eystra.
í bandarísku General Motors bifreiðaverksmiðjunum hefur á undanfömum árum verið unnið að
tilraunum með bifreiðir knúnar gastúrbínum. Firebird II. er fyrsta bifreiðin þeirrar tegundar,
sem smíðuð hefur verið til fólksflutninga. Þetta er fjögurra manna bifreið, lág og rennilega, eins
og myndin sýnir. Yfirbyggingin er úr titanium, sem er mun léttara en stál, en engu að síður
sterkt. Tilraunir með Firebird hafa staðið yfir í nokkur ár, en aðalvandkvæði á framleiðslu bif-
reiða með gastúrbínu hafa verið þau, að túrbínurnar eyða mun meira eldsneyti en venjulegir
benzínhreyflar.
Þessi mynd var tekin í þá daga er Stalin marskálkur og Molo-
tov utanríkisráðherra mættu á kjörstað ásamt 99,8% rússneskra
kjósenda, og greiddu sjálfum sér atkvæði. En nú er öldin önn-
ur. Molotov hefur verið sendur til Ytri-Mongólíu — og ef marka
má ummæli Krúsjeffs, þá er Stalin sennilega í verri staðnum.