Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.09.1957, Blaðsíða 12
12 MORCVNBIAÐIÐ Fimmtudagur 19. sept. 1957 Ásdls Erlingsdóttir sundkennari: íþróttafulltrúinn og skólamálin FORUSTA í>orsteins Einarssonar í íþróttamálum landsins er orð- in allkynleg. Hefur hann í þeim málum sýnt gerræði og handa- hófshátt, sem er orðinn mörgum íþróttakennurum undrunarefni. Hér er ekki rúm til að rekja þá sögu alla, en benda má á fátt eitt. Dæmi: í fyrrasumar bað ég um 3 mánaða forfallaleyfi, og fór þess á leit að fá að útvega kenn- ara í minn stað. Sneri ég mér tii Þorstems Einarssonar, en hann vísaði til fræðsluráðs og sagði, að það réði kennara. Hinn 20. sept. sendi ég beiðni til fræðslu- ráðs um forfallaleyfið ásamt beiðni kennarans, sem vinna æti- aði fyrir mig. Formaður fræðslu- ráðs endursendi bréfið með þeim uppiýsingum, að þetta væri fræðsluráði óviðkomandi. Var þá hringt til Þorsteins Einarssonar, og gaf hann þær upplýsingar, að eiginlega væri búið að ráða kenn- ara í starfið. Það hefði fræðslu- fulltrúi Reykjavíkur gert, áður en hann fór af landi burt. Þegar leitað var til fræðslufulltrúa, sagði hann, að málið kæmi fræðsluráði við, og lægju fyrir umsóknir tveggja kennara. Hljómaði þetta undarlega, þar sem ég hafði ekki formlega til- kynnt forföll, þegar umsóknirn- ar lágu fyrir. Ráða átti í starfið 1. okt., en fræðsluráð tók ekki afstöðu til umsóknanna fyrr en eftir þann tíma, en kennarinn sem Þorsteinn Einarsson hafði ætlað stöðuna í upphafi, var iát- inn hefja kennslu, áður en málið var útkljáð af fræðsluráði. Afmælin Annað dæmi: Hvað segir Þor- steinn Einarsson um 100 ára af- mæli skólaíþrótta á íslandi, sem hann og samstarfsmenn hans héldu hátíðlegt með miklum glæsibrag? Stórsýningar voru haldnar og háttvirtur mennta- málaráðherra hélt hjartnæma ræðu um afmæli, sem átti sér engan stað! Að vísu voru hundr- að ár liðin síðan byggður var lít- ill leikfimisalur við menntasetrið á Bessastöðum, svo hér var í hæsta lagi um að ræða 100 ára afmæli skólaleikfimi, og þó vafa- mál að tala um ósiitna skólaleik- fimi í heiia öld. ára afmæli sundþróunar á ís- landi. Þorsteinn hélt þá mikla ræðu, og varð mér undir henni litið til þeirra manna, sem betur kunnu skil á þessum málum, en þeir hristu bara höfuðið. Mér vitanlega hefur sundkennsla ekki farið hér fram óslitið í hundrað ár, en eins og allir vita kunnu fornmenn að synda, svo hvert var tilefnið? í sambandi við þetta „stóraf- mæli“ voru haldnar glæsilegar hátíðarsýningar, en undirbún- ingur var allur með slíkum end- emum að því er snerti sundsýn- ingarnar, að vart hefur annað eins heyrzt. T.d. var ekkert aug- lýst, fyrr en allt var um garð gengið, en sundnefndinni kennt um allt sem aflaga fór, enda þótt augljóst væri að það var hlut- verk landsnefndar að annast all- an opinberan undirbúning. Hvað ura sundskólann? Þá mætti kannski líka minnast á sundskóla ríkisins, eða er hann ekki til? Hvergi hef ég séð hans getið opinberlega. Þorsteinn Einarsson boðaði á sinn fund forstjóra Sundhallar- innar og þrjá ráðna kennara hennar og bauð þeim að gerast stofnendur sundskóla ríkisins. Sundhöllin, sem er eign Reykja- víkurbæjar, skyldi leigð sund- skólanum 8 mánuði ársins, en þrír kennarar fastráðnir við sundskólann og kaup þeirra miðað við kaup kennara í sér- skólum Reykjavíkur, Skóla- stjóri sundskólans átti auðvitað að vera sjálfur Þorsteinn Einars- son, yfirkennari Jón Pálsson, en óbreyttir liðsmenn Jónas Hall- dórsson og ég. Meðstjórnandi eða vitundarvottur Þorgeir Sveinbjarnarson Sundhallar- stjóri. Stofnaður var sjóður fyrir skólann, og var gjaldkeri hans og endurskoðandi Þorsteinn Ein- arsson. Úr honum skyldi greidd forfallakennsla, símaafnot og fl., er snerti rekstur skólans. Tekjur skólans áttu að koma frá skól- um, sem ekki eru reknir af rík- inu. Hvað hefur orðið um fyrirtæk- ið? Á að útrýma íþróttakennumm? Þorsteinn Einarsson íþróttafull trúi hefur á herfilegan hátt mis- um var sýndur, þegar hann hlaut starfann. Hefur hann markvisst unnið að því að skapa sér alræð- isvald, gerzt atvinnurekandi íþróttakennara, troðið sér inn í stéttarfélag þeirra og lamað allt frjálst athafnalíf meðal þeirra. Kennarar ráða ekki lengur, hvernig þeir eiga að haga starfi sínu. Þeir geta ekki haft sam- tök um lausn aðkallandi vanda- mála. Allt frjálst og heilbrigt framtak í beinni íþróttakennslu í skólum er kæft og „óæskilegir" menn sendir út á land, þar sem þeir eru íþróttafulltrúanum ekki til trafala. Reynt er að hlaða undir þá, sem virðast undirgefnir á hverju sem gengur eða hafa með höndum önnur störf jafn- hliða íþróttakennslunni. Þótt undarlegt megi virðast hefur íþróttafulltrúinn reynt að gera sem allra minnst úr íþrótta- kennslu í skólum, jafnvel unnið að því, að aðrir fengju ekki inn- göngu í íþróttakennaraskólann á Laugarvatni en stúdentar eða útskrifaðir nemendur Kennara- skólans. Hann virðist mótfallinn því, að íþróttakennarar kenni að- eins íþróttir, og er þannig á góðri leið með að útrýma þeim sem sérmenntaðri stétt. íþróttakennaraskólinn sniðgenginn Þessu til sönnunar má benda á það, að íþróttafulltrúi hefur samþykkt, að kennaraefni Kenn- araskólans fái fullkomin réttindi til íþróttakennslu með því að taka 10 kennslustundir í leik- fimikennslu og 90 stundir í sund kennslu í Sundhöllinni. Hefur Þorsteinn Einarsson þannig snið- gengið íþróttakennaraskólann, en hlaðið undir þá, sem hafa íþróttakennslu í hjáverkum. Þessi fyrrverandi bókfagskenn- ari í Vestmannaeyjum, sem hef- ur enga menntun í íþrótta- kennslu, lék það t.d. ekki alls fyrir löngu að koma fastráðinni kennslukonu í bóklegum fögum við ísaksskóla í Reykjavík í sund nám hjá Jóni Pálssyni með það fyrir augum, að hún fengi sund- kennarapróf hjá íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni án þess að taka tilskildan kennslutima þar. Það er athyglisvert í þessu sambandi, að nú var hægt að nota Jón Pálsson, en hann og Ól- afur bróðir hans hafa alla tíð verið illa séðir af Þorsteini Ein- arssyni og unnið sér það eitt til óhelgi að vera synir Páls heit- ins Erlingssonar sundkennara og hafa allt frá æskuárum sínum unnið að eflingu og bættum að- búnaði sundmenntar á íslandi. En það er kafli, sem verður kannski einhvern tíma rifjaður upp. En svo við víkjum aftur að kennslukonunni, þá neitaði Árni GuðmundssOn skólastjóri íþrótta kennaraskólans á Laugavatni auðvitað að taka við henni á for- sendum Þorsteins Einarssonar, og setti það að skilyrði, að hún tæki hinn tilskilda skólatíma. Árni er ekki bardagamaður á yf- hborðinu, hógvær og hlédrægur, en hann var fastari fyrir en Þor- stein hafði grunað. Hann dó samt ekki ráðalaus, heldur sendi beiðni til menntamálaráðuneytis ins þess efnis, að bókfagskennslu konunni yrði heimilað að snið- •;anga íþróttakennaraskólann, og var það leyft. Sér nú hver sem vill hvar málum er komið, þegar sjálft menntamálaráðuneytið verður til að grafa undan stofn- un, sem það þó á sínum tíma studdi til starfs. Brot á launasamþykkt Þorsteinn Einarsson hefur ráð ið bæði kennara og starfsfólk á sundstaði um allt land. í því sam bandi má benda á, að hann hef- ur reynt að brjóta launasam- þykkt íþróttakennara með því að krefjast þess af sundkennurum úti á landi, að þeir vinni heilar klukkustundir án lögboðinna hléa og fái greiðslu samkvæmt því. Hafa íþróttakennarar af þessum sökum verið tregir til að fara út á land, og var þá hæg- urínn að' láta aðra kennara taka að sér íþróttakennsluna í hjá- verkum. Árið 1950 varð ég fyrir barð- inu á íþróttafulltrúanum í þess- um sökum. Þá kenndi ég á nám- skeiðum, sem haldin voru á veg- um Sundhallarinnar, og að þeim loknum fór ég með reikninginn til Sundhalíarforstjórans. Ætl- aði hann þá að borga mér kennsl una í klukkustundum. Ég benti honum á, að það bryti í bága við launasamþykktina. Forstjórinn svaraði því til, að Þorsteinn Ein- arsson segði þetta og bað mig að fara til hans. Mundi hann gera upp reikningana fyrir hönd bæj- arins. Þorsteinn sat við sinn keip, þegar ég kom að máli við hann, og hófust orðaskipti. Allt í einu rétti íþróttafulltrúinn sig í sæt- inu og sagði þessi ógleymanlegu orð: „Ásdís, veiztu ekki, að ég er skólastjórinn þinn?“ Þegar ég sneri mér til bæjarins var mér sagt: „Þorsteinn Einarsson segir það“. Fór ég þá til Jónasar B. Jónssonar fræðslufulltrúa og bað hann gefa mér skriflega kaup- taxta íþróttakennara, sem var velkomið, og var málið þar með leiðrétt. Hvers eiga íþróttakennarar að gjalda? Það væri fróðlegt að fá vitn- eskju um það, hvers vegna Kenn araskólinn með hina lærðu Sig- ríði Valgeirsdóttur í broddi fylk- ingar, er að bagsa við að útskrifa leikfimi- og sundkeaoara, þegar til er sérskóli ; þessum náms- gremura. í reglugerð Kennara- skólans var gert ráð fyrir þvi, að kennaraefm fengju réttindi til að kenna þessa: námsgreinar, ef í nauðir ræki. En þegar að- stæður til sérmenntunar sköpuð- ust, yrði þetta að sjálfsögðu úr sögunni. Nú er svo komið, að kennurum, sem útskrifaðir hafa verið úr íþróttakennaraskólan- um, er ýtt til hliðar, en bókfags kennurum með aukapróf í í- þróttakennslu hossað inn í skól- ana, og er þá hlutur íþróttakenn- araskólans orðinn harla lírtilL Sjálfur íþróttafulltrúinn hefur átt hér langstærstan hlut að máli. Nú er orðið svo lágt risið á íþróttakennarastéttinni, að hún virðist vera orðin hvimleið bók- fagskennurum og skólastjórum, sem finnst þeir geti sjálfir af- kastað þessu lítilræði fþrótta- kennara, enda mun það mála sannast, að þeir líta á uppeldis- mál sem hjáverk. Hefur Axel einkarétt? Björn Jakobsson lagði grund- völlinn að beinni íþróttakennslu í skólum. íþróttakennurum er það nú brýn nauðsyn að halda áfram í anda hans og hefja íþróttakennsluna til nýrrar virð- ingar, þrátt fyrir niðurrifsstarf- semi íþróttafulltrúans. Þeir verða að leggja áherzlu á íþrótta kennslu sem uppeldiskennslu, en leggja niður einhliða eltingaleik við prófafrek, sem á upptök sín hjá Þorsteini Einarssyni. Þeir þurfa að fá frelsi til að byggja upp íþróttirnar sem heilbriigt uppeldismeðal, en slíkt verður aldrei gert í hjáverkum. Því er haldið fram, að smærri skólahéruð hafi ekki efni á að kosta sérmenntaða kennara til í* þróttakennslu. Þau eiga samt kröfu á sama kennarakosti og námsgreinafjölda og stærri skóla héruð. Ef ekki reynist unnt að hafa fasta íþróttakennara í þess- um héruðum, hlýtur að vera hægt að halda þar árleg nám- skeið undir leiðsögn íþróttakenn ara. Eða hefur Axel Andrésson einkarétt á slíkum námskeiðum úti á landsbyggðinni? „Skýringabæklingar" — bulltextar. Skólastjórar sérskólanna, sem útskrifa kennaraefnin, eiga að hafa nána og heilbrigða sam- vinnu um að byggja upp kennslu kerfið í samræmi við þróun þjóð félagsins. Þeim er enginn hagn- aður í því, að stéttafélög skóla- stjóra og kennara séu sniðgeng- in og annarleg sjónarmið látin ráða vali kennara. Meðaigöngumenn kennara og ríkis eiga undir engum kringum stæðum að fá inngöngu í þessi félög, því þeirra hiutverk er að koma samþykicturn og ti'.iögum hvors aðila á fran.færi. Viiji þeir láta .jós sitt sk’na, er þeim j lófa lagið tð kalla menn saman til ’.mræðu. Þá tei ég nepp.'kgt, að s :éttarfélögin skipti sér í deildir eftir verkefnum, og síðan geti þessar deildir unnið sameigin- lega að bættum kennsluaðferð- um og öðru, sem til framfara horfir. Þessar deildir ættu svo sjálfar að gefa út bæklinga til leiðbeiningar og upplýsinga um nýja tækni og annað slíkt. Ég er sundkennari og þekki af eigin raun, nvernig það er að vera eins og rekald í starfi mínu og geta ekki unnið með þeim, sem sundkennslu stunda, að nýjum verkefnum og bættum aðbúnaði vegna þess að fyrrverandi bók- fagskennari í Vestmannaeyjum g.efur út , -kýringabækhnga" og bulltexta, sem eru m.eira til að skaða en gagns. Hvað ger.zt á þingi iþrotta- kennara? Á þingi íþróttakennara hinn 25. sept. dregur til úrslita með íþróttakennurum og núverandi íþróttafulltrúa. Þá reynir á það, hvort íþróttakennarar gæta hags muna og velsæmis stéttar sinnar eða halda áfram að þola einræð isbrölt Þorsteins Einarssonar. Það væri raunar fróðlegt að vita, með hvaða brögðum íþrótta fulltrúinn hefur dregið að kalla saman þetta þing í heil 2 ár. Þing ið á lögum samkvæmt að koma saman á 4 ára fresti. Þá væri ekki heldur úr vegi að fá upp- lýst, hvort samband sé milli seinagangsins við að fullgera íþróttaskólann á Laugavatni og niðurrifsstarfs íþróttafulltrúans, sem hefur við hlið sér Sigríði nokkra Valgeirsdóttur, en hún hefur með oddi og egg barizt fyrir þeirri firru, að íþróttakenn araskólinn verði fluttur til Reykjavíkur. Að lokum þetta: íþróttakenn arar eiga fulla heimtingu á því, að réttur þeirra sem stéttar verði ekki fyrir borð borinn. Við vænt um okkur liðsinnis íþróttafull- trúans í upphafi, en hann hefur hryggilega brugðizt öllum þeim vonum, sem við tengdum við hann ,enda hefur komið á daginn að hann hafði ekkert það til að bera ,sem réttlætti það, að hann fengi þennan vandasama starfa. Þar sem hann hefur brugðizt svo hrapalega, er enn meiri þörf á þvi, að við stöndum saman og látum ekki hlut okkar fyrir þeim mönnum, sem vilja íþrótta kennarastéttina feiga. Svipuðu máli gegndi um 100! notað þann tiltrúnað, sem hon- DODGE CARiOL lítið notaður Dodge Cariol til sölu. Uppl. í síma 19729 — milli kl. 2—5. Dömur athugið! símanúmerið er: 33-8-44 Hárgreiðslustofan Liðun Laugaveg 28. Til sölu 3ja herbergja íbúð í kjallara í Laugarneshverfi. Nánari upplýsingar gefur Málflutningsskrifstofa Einars B. Guðmundssonar, Guðlaugs Þorláksson- ar og Guðmundar Péturssonar, Aðalstræti 6, Símar 1-2002, 1-3202 og 1-3602. Sendisveinn Röskur sendisveinn óskast sem fyrst. Upplýsingar í skrifstofunni Vélsmibjan Héðinn hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.