Morgunblaðið - 22.09.1957, Page 3

Morgunblaðið - 22.09.1957, Page 3
Sunnudagur 22. sept. 1957 MORGVTSBIAÐÍÐ Í Fisksaiinn á Crímsstaðaholtinu cr stoinandi Unattspyrnuiélags Samtal við Halldór Sigurðsson, sextugan í DAG er Halldór Sigurðsson fisksali á Grímstaðaholti sextug- ur. Hann er einn hinna ötulu sí- vinnandi manna, en um leið hug- sjónamaður, sem þrátt fyrir erf- iða lífsbaráttu hefur komið hug- sjónum sínum í framkvæmd, þó síðar yrði en vilji stóð til. Hall- dór hefur alla tíð þurft að vinna og vinna mikið fyrir sínu daglega brauði. En hann átti þá hugsjón að starfa á sviði íþrótta og leika og þó hann mest alla sína ævi væri, þrátt fyrir ótvíræða hæfi- leika, útilokaður frá iðkun íþróttanna, þá kom að því að hann átti því láni að fagna er hann var 52 ára gamall að stofna íþróttafélagið Þrótt, og á þann hátt að sjá draum sinn rætast — að gefa ungu fólki kost á því, sem hann fór að mestu á mis við sjálfur. Halldór er fæddur 1897 á ísa- firði, sonur Sigurðar Jónssonar fiskimatsmanns og konu hans. Er Halldór var 7 ára m'issti hann móður sína og leystist heimilið upp. Halldór fór til Hálfdáns Hálfdánssonar í Hnífsdal og ólst þar upp til 15 ára aldurs. Síðan fór hann suður og var eitt ár á skútunni Sigull er Duus kaupmaður átti. En að því búnu lagði hann 1 langferð fór til Eng- lands og réðist í siglingar og var um 7 ára skeið ýmist á sænskum eða norskum skipum. Þannig sagði Halldór mér frá æskuárum sínum er ég í gær- morgun heimsótti hann í fiskbúð- ina að Fálkagötu 21. Það var eril samt — húsfreyjurnar streymdu til hans í stríðum straum — salt- fisk fyrir 5 kr., lúðu fyrir 10 kr., eitt band af siginni ýsu og einn bita af nýju með, því einn vill ekki signa fiskinn. Þessi sífelldi hljómur barst til min í bakherbergið og samtal okk ar varð slitrótt. En hvernig Hall dór afgreiddi fólkið sýndi bet- ur en orð, hvert Ijúfmenni hann er, og hversu vel hann vill allt fyrir aðra gera. Líf hans hefur líka orðið meira fyrir aðra en hann sjálfan — en hann hefur haft ánægjuna af því. — Já, ég er búinn að vera hér í fiskbúðinni síðan 1936 eða í 21 ár, sagði hann. Steingrímur í Fiskhöllinni á þessa búð. Mér líkar vel við hann, mjög vel. En það er dálítið erfitt að vera svona í millihönd, erfitt að gera kaupmanninum og viðskiptavin- unum til hæfis. En ég breyti ekki til úr þessu. — Árin sem ég var í siglingum úti í fyrri heimsstyrjöldinni og ári þar á eftir, sagði sagði hann þegar hlé varð næst á aðsókn húsfreyjanna í fiskinn, voru góður tími og yndislegur. Ég var fljótur að læra tungumál- in og félagarnir á skipunum voru ágætismenn. Við komum oft til hafna og þá fórum við í íþróttir og höfðum reyndar glímu og og hnefaleika um borð. Ég kenndi þeim glímu. Það hafði alltaf verið draumurinn að iðka jþróttir. En þó gaman væri að þessum árum úti slær þó okkar land allt út. Hér er alltaf bezt að vera. Síðan sagði Halldór mér frá ýmsu, m.a. að skip þrjú er hann var á voru skotin niður, og þó alltaf færust menn, slapp hann alltaf. Eitt sinn lenti hann í strandi í Portugal og var meðal þeirra sem komust á bát til lands frá skerinu. Svo sagði hann frá snjóflóðinu i Hnífsdal, sem tók heimili stjúpföður hans og í flóð- inu lenti Halldór og var grafinn upp 3 klukkustundum síðar. f því snjóflóði fórust yfir 20 manns. Fimm sinnum hefur Halldór því lent í lífshættu, en sloppið alltaf. Gæfumaður er Halldór í raun og sannleika. Er hann kom heim úr sigling- uuum var hann við ýms störf, unz hann kom í fiskbúðina sína. Hann er kvæntur Jósefínu Eyj- ólfsdóttur og hafa þau alið upp 6 börn, sem eru öll komin til fullorðinsára. Þórír Þórðarsson, dósent Sigur krossins Og það var fisksalinn á Fálka- götu 21, sem var forystumaður í íþróttamálum Grímshyltinga. Hann hafði löngum þótt liðtækur vel í knattspyrnu og nú beindi hann unglingunum í sömu átt. Það varð til samstillt lið á Holt- inu sem keppti við ýmis starfs- mannafélög og síðar fyrir til- stilli Halldórs við brezku setu- liðsmennina á striðsárunum. Svo var það 2. ágúst 1949 að Halldór stofnaði ásamt Eyjólfi Magnússyni, Drangeyjarsund- manni, en hann er frændi Jóse- fínu konu Halldórs, knattspyrnu- félagið Þrótt. Var ekki flanað að neinu, en áður þrautprófaður vilji unglinganna til samstarfs með æfingjaleikunum. 37 mættu á stofnfundinum, en nú eru fé- lagar Þróttar 400 talsins. Þar er æfður handknattleikur karla og kvenna og knattspyrna í öllum aldursflokkum. Halldór var kjör- inn formaður og var í 3 ár og síðar aftur um 1 árs skeið og nú síðast varaformaður. — Ég lifi í þessu eins og ung- ur maður, sagði Halldór mér. Ef það koma menn fullir áhuga þá fá þeir tækifæri til að starfa, og ég verða alltaf með þeim. Ég fékk strax 1951 að taka á móti fyrstu sigurlaunum Þróttar. Það var fyrir handknattleik á fslands móti. Þá unnu ungu drengirnir öll gömlu félögin, sagði Halldór, og hrifningin og gleðin leyndi sér ekki. Þannig hefur líf Halldórs verið. Hann hafði þrá til íþrótta og hafði að dómi annarra mikla hæfileika til að verða afburða- maður. En vinnan og skyldustörf in útilokuðu hann frá því áhug- máli. 52 ára varð hann til að stofna knattspyrnufélag í Reykja vík (og það hafði þá ekki skeð í rúm 35 ár að knattspyrnufél. sem lifði, væri hér stofnað) og þetta félag vex og dafnar með Halldór meðal forystumanna. Það eru engin ellimörk á Halldóri. Hann á ungt félag, unga félaga sem til hans streyma. „Ef æskan vill rétta þér örvandi hönd, þá ertu á framtíðar vegi“. — A. St. í NÝÚTKÓMINNI bók (Jesus Christ the risen Lord) sýnir próf. Floyd V. Filson fram á það, að upprisa Krists er þungamiðjan í hinni frumkristnu prédikun, eins og hún birtist í Postulasögunni, og í túlkun guðspjallamanna og höf unda bréfanna á lífi og dauða Krists. Byggir hann sér í lagi á ritum próf. C. H. Dodd um fram setningu sína á frumkristinni prédikun. Ræður Péturs í Postulasögunni og hinar fyrri ræður Páls í sama riti gefa ljósa mynd af prédikun hinnar fyrstu aldar eftir Krist. Síðari ræður Páls t.d. í 22., 24., og 26. kafla Postulasögunnar aftur á móti tengdar tilefni stund arinnar í lífi hans sjálfs. Próf. Filson sýnir fram á, að þungamiðja prédikunarinnar er hvorki krossinn, kraftaverkin né kenningin. Þessir þættir eru vissulega miðlægir en samt ekki í sjálfum sér. Þeir fá merkingu sína af upprisunni. Upprisan er sem litglerið sem þessir þættir eru skoðaðir í gegnum. Kross Jesú er tákn niðurlægingar hans og ósigurs málefnisins þar til upp risan breytir ósigri í sigur. K"oss- inn er burðarásinn í augum Páls fyrir afturhvarf hans. Krossinn sýnir og sannar, að Jesús beið ósigur — þar til hinn upprisni Kristur birtist honum á leiðinni til Damaskus. Kraftaverkin eru ekki almenn lækningaverk, því síður almenn furðuverk. Þau eru Þekkingarleit sagnfrœð- ingsins hefst vegna tor- vitni en endar í guðstrú — segir Arnold J. Toynbee BREZKI sagnfræðngurinn Arn- old J. Toynbee flutti fyrirlestur á vegum Ríkisútvarpsins í há- skólanum í gær og talaði um sagn fræðinginn, persónuleika hans og viðfangsefni. Toynbee sagði: Áhugi fyrir rás atburðanna, breytingum mannlegs lífs, er öll- um sagnfræðingum sameiginleg- ur. En þeir líta á rás atburðanna frá ýmsum sjónarhornum — sum ir velta fyrir sér líðandi stund, aðrir löngu liðnum tíðum, sumir kanna einstaka atburði, aðrir draga upp heildarmyndir. Hin mismunandi sjónarinið eru ekki ósamrýmanleg, — mannlífið er eitt og hið sama, þó að það sé skoðað í mismunandi ljósi. En hitt er jafnvíst, að allir sagnfræð- ingar þurfa að kunna skil bæði á hinum einstöku atriðum og heildarmyndinni. Sagnfræðingar eru forvitnir. Og forvitnin knýr þá áfram í leit að skilningi á hinu ógurlega og dulúðga mannlífi. Það er mín skoðun — en þar eru ekki allir mér sammála — að gáta mann- lífsins, sem sagnfræðingurinn tek ur að fást við vegna forvitni, verði ekki ráðin nema í anda trú- arinnar. En lítum nú á þau vandamál, sem sagnfræðingarnir þurfa að glíma við í leit sinni. — Liðnir atburðir breytast ekki, en sagn- fræðingurinn berst áíram með straumi tímans. Þess vegna er saga Grikkja og Rómverja endur- rituð á hverjum mannsaldri, ekki fyrst og fremst vegna nýrra upp- lýsinga heldur nýrra sjónarmiða samtímans. Þessu næst verðum við að minn ast þess, að bæði sagníi æðingur- inn og það fólk, sem hann ritar um, eru mannlegar verur, og hann myndar sér skoðanir á pví, sem eru háðar persónulegum smekk, siðaskoðun og skapgerð. Sagnfræðingnum ber skylda til að gera sér þetta Ijóst, og við verðum að muna, að algerlega hlutlæg túlkun sögunnar er óhugs andi. Sálfræði nútímans segir okkur, að öfi undirvitundarinnar ráði miklu um mannlega breytni. Mér virðist sagan sýna okkur, að mannlegt samfélag sé eins og mannssálin: hvorki alfrjálst né algerlega háð óbreytanlegum lögmálum náttúrunnar. _ r og ósigrar skiptast á. Ósigrarnir hafa aldrei verið óhjákvæmilegir, fullnaðarsigrar eru aldrei unnir. Það er aðeins í ævintýrum, sem öllum þrautum og þjáningum er lokið, þegar konungssonurinn hefur fundið sína Mjallhvít eða Þyrnirósu. Enginn er dæmdur til ófara, en þær verða þó hlutskipti hvers þess, sem ekki er brenn- andi í andanum. Það er skoðun mín, en hún er vissulega ekki óumdeild, að í sögu þeirra menn- ingarskeiða, sem hafa liðið undir lok, megi greina sameiginlega höfuðdrætti Hrunið er á næsta leyti, ef mannlegur vilji lætur reka á reiðanum og hin duldu lög mál náttúrunnar fá að ráða. En verða þessir lærdómar sög- unnar notaðir til spásagna um framtíðina? Svar mitt er neit- andi. Ef skilning og vilja brestur ekki, geta menn siglt skipi sínu gegnum alla boða. Að þessu leyti er ég ósammála þeim mikla snill- ingi Oswald Spengler. Hann líkir mannlegum samfélögum við mannlegan líkama, sem hlýtur að eldast og deyja. En þessi kenning er ekki sönnuð að því er ég tel. Mannfélagið er ekki lífvera. Þau öfl, er ráða rás sögunnar, eru að mínu áliti hin ótöldu sam- skipti einstaklinganna, sem ráða sjálfir ákvörðunum sínum innan vissra takmarka. Þau takmörk stafa af því, að mannlegt sálarlíf er háð lögmálum undirvitundar- innar, og svo því, að átök milli einstaklinga geta valdið því, að lögmál náttúrunnar taka fram fyrir hendur þeirra. ísraelsmenn sögðu, að vilji Guðs væri öllu ráð andi, hann notaði mennina til að koma yilja sínum fram. Mér virð' ist, að til sé sjálfstæður mannleg- ur vilji, sem eigi í sífelldri bar- áttu við óbreytanleg lögmál. En leitin að vilja Guðs á að vera tak mark mannlegs lífs. „Fegursta stúlka kvöldsins" Tekið hefir verið upp það skemmtiatriði á laugardags- dansleikum i Iðnó að velja „fegurstu stúlku kvöldsins". — Síðan verður „fegursta stúlka mánaðarins“ valin og að vori „fegursta stúlka ve(rarins“ úr hópi þeirra. — Hér er mynd af fyrstu fegurðardísinni, sem vaiin var s.1. laugardag, ung- frú Sigurbjörgu Einarsdóttur. Úr vermu FRÉTTAYFIRLITH) „Úr ver- inu“ verður að bíða vegna þrengsia í blaðinu til þriðjudags. að vísu tákn um kærleika Krists og samúð með líðandi meðbi æð»- um. En þau eru annað og ineua í innsta eðli sínu. Þau eru tákn þess, að ný öld er hafin, guðsríkið er komið þótt í leyndum sé. Kenn ing Jesú er ekki grundvöllurinn. Jesús er ekki kennarinn, speking- urinn, vitringurinn. Væri svo, skipti það ekki máli, þótt hann hefði aldrei verið uppi. vér ætt- um þó kenninguna. Höfundur Postulasögunnar, sem þekkir þó kenningu Jesú, vitnar ekki ttt neins þess, er Jesús sagði utan einu sinni (20,35), Jóhannesar- guðspjall leggur harla litla áherzlu á kenningu Jesú um vandamál daglegs lífs. Enn minni er áherzlan í öðrum ritum Nýja testamentisins. Aftur á móti er eru fjórðungur hvers guðspjalls helg aður frásögninni um þá atburði, sem fóru á undan og eftir dauða Jesú. Upprisan er hápúnkturinn, sem frásögn allra guðspjallanna stefnir að. Hún er þungamiðjan, hverfipúnktur alls, möndull trú- ar Nýja testmentisins. Frá sjónarhóli upprisunnar er skyggnzt aftur og fram. Að baki liggja fyrirheiti Guðs í Gamla testamentinu um sendiboðann, Mannssoninn, Messías, er hann muni senda, hinn líðandi Þjón, er bera muni syndir margra og gjörður verða að ljósi fyrir þjóð- irnar og Guðs hjálpræði til endi- marka jarðarinnar. Og horft er fram til þess tima, er Manns- sonurinn muni koma í skýjum himins að dæma lifendur og dauða. Upprisan er hið æðsta og leyndardómsfyllsta kraftaverk Guðs, fyrir upprisuna er Jesús „kröftuglega auglýtur að vera sonur Guðs“ (Rómverjabréfið, 1,4). Próf. Filson telur upp höfuð- þætti prédikunarinnar um Krist á þennan veg: Guð hefir fram- kvæmt fyrirheit sín í Kristi, þau er hann gaf feðrunum. Kristur er sá depill, þar sem mætast allar línur í hinni stórfenglegu mynd Gamla testamentisins. Hinir fyrstu kristnu skoðuðu því Gamla testamentið af sjónarhóli upprisu Krists. Hin nýja öld, hinir síðustu tímar, hið nýja tímabil, sem spá- menn höfðu spáð, er nú upp- runnið með upprisu Krists. Fram tíðarvonir Hebreanna og gyðing- dómsins síðar um hina nýju öld, er Guð muni ríkja, eru fram komnar. (Albert Schweitzer og C. H. Dodd hafa manna bezt kann að þennan þátt kenningar Nýja testamentisins). Hin nýja öld er upprunnin með starfi Jesú meðal manna. í Kristi er Guð starfandi mönnum til heilla og hjálpræðis. Hann er Messías, sem spáð hafði verið um, og fyrirrennarinn, sem gjöra átti beinar brautir hans, er Jóhannes skírari. Hinn upprisni frelsari er Drottinn, hann er herra síns safnaðar, kirkjunnar, upp .hafinn til æðstu tignar. (Þessi er merking orðanna „steig upp til himna“ í trúarjátningunni). Hann starfar í kirkju sinni í anda sín- um, fyrir andann. Andi Guðs og andi Jesú eru samheiti, herra kirkjunnar er nálægur á anda sínum á sama hátt og talað er um, að andi Guðs starfi í Gamla testa- mentinu. Pétur segir í ræðu sinni á hvítasunnudag, að Kristur hafi úthellt anda sínum yfir kirkjuna (Postulasagan 2,33). Kristur mun að lokum koma aftur til þess að fullna dáðir Guðs. Hann mun dæma og frelsa, útrýma öllu illu og frelsa Guðs lýð. Að lyktum merkja dáðir Guðs í sögunni og hin æðsta þeirra og mesta allra annarra, upprisa Krists, að fyrir- gefning syndanna veitist öllum mönnum. Synd merkir einkunn þess lífs, sem fjarlægzt hefir upp- haflega ætlun þá, er Guð setti i sköpuninni. Nú er reyiinn brotni aftur við réttur, sárið grætt, hið bogna gjört beint og rofið sam- félag Guðs og manns aftur heilt orðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.