Morgunblaðið - 22.09.1957, Síða 16
írbæjarsafnið opnað í dag
Samúðarhveðja forseta íslands
tif Olafs Noregskonungs
Forseta íslands barzt í gær-
morgun svohljóðandi sím-
skeyti frá Ólafi V. Noregskon-
ungi:
í djúpri sorg tilkynni ég yð-
ur að minn ástkæri faöir,
Hans Hátign Hákon Konung-
ur sjöundi, andaðist í morgun.
ÓlafurR.
m
Forseti íslands hefur sent
Ólafi Noregskonungi svohljóð
andi símskeyti:
Hans hátign Ólafur V. Kon-
ungur Noregs, Oslo.
1 tilefni af andláti Hans Há-
tignar Hákonar Konungs Sjö-
unda föður Yðar sendi ég Yð-
ar Hátign innilegar samúðar-
kveðjur mínar og íslenzku
þjóðarinnar. Með einlægum
óskum um bjarta og hamingju
ríka framtíð fyrir Konung
Noregs og þjóð.
Ásgeir Ásgeirsson,
Forseti íslands.
170 milljónir króna
FYRSTU átta mánuði ársins hef-
ir vöruskiptajöfnuðurinn verið
óhagstæður um 169,8 millj. kr.
Inn var flutt fyrir 782,9 millj. kr.,
en út fyrir 613,1 millj.
Á sama tíma í fyrra var vöru-
skiptajöfnuðurinn óhagstæður um
234,6 millj. kr. Þá nam innflutn-
ingurinn 836,7 millj., en útflutn-
ingurinn 602,1 millj.
1 ágústmánuði var vöruskipta-
jöfnuðurinn óhagstæður um 27,7
millj. kr.
ÁKVEÐIÐ hefir verið að í dag
klukkan 4 síðd. skuli Arbæjar-
safnið opnað almenningi. —
Þá fyrr um daginn mun borgar-
stjóri ásamt bæjarfulitrúum
skoða ^fnið, og borgarstjóri að
því loknu opna það almenningi.
Þetta er þó undir því komið að
veður verði sæmilegt.
Um daginn barst Árbæjarsafni
mikil gjöf. Frú Þorbjörg Berg-
mann frá Hafnarfirði, sem lát-
in er, safnaði miklum fjölda ým-
iss konar muna og áður en lauk
átti hún hið bezta safn. Reykvík-
ingafélaginu var gefið safnið, en
nú hefur það með samþykki að-
stendenda verið afhent Lárusi
Sigurbjörnssyni forstöðumanni
Skipstjóri
heiðraður
SLYSAVARNAFÉLAG íslands
hefur veitt Snæbirni Ólafssyni
skipstjóra á togaranum Hvalfell,
sérstaka viðurkenningu fyrir þá
sérstöku árvekni er hann hefur
þótt sýna fyrir árvekni um ör-
yggi skipverja sinna. Er hér um
að ræða verðlaun úr minningar-
sjóði Systkinanna frá Hrafnar-
björgum, sem foreldrar þeirra
Kristín Sveinbjörnsdóttir og
Ragnar Guðmundsson bóndi að
Hrafnabjörgum í Arnarfirði,
stofnuðu 1948.
Þetta er í fyrsta skipti, sem við-
urkenning er veitt úr þessum
sjóði.
Verður síðar sagt nánar frá
þessari viðurkenningu.
S.kjala- og minjasafns Reykja-
víkur. — Því hefur verið
komið fyrir að nokkru í
Arbæ. — Þessi mynd var tekin
þá er Sveinn Þórðarson banka-
gjaldkeri framkvstj. Reykvíkinga
félagsins, til hægri og Lárus Sig-
urbjörnsson skoða ýmsa gripi,
úr stórum kistli sem geymdur
var í eldtraustum skáp.
Um daginn voru unglingar úr Vinnuskóla Reykjavíkurbæjar
við kaftöfluuppskeru í svonefndum Borgarmýrargörðum, sem
eru við veginn upp að Álafossi. Einmitt þessa dagana hefur
mikill fjöldi bæjarbúa notað góða veðrið til þess að taka upp
úr görðum sínum, t.d. á sunnudaginn var, þá var mesti fjöldi
fólks við að taka upp í leigugörðunum hér við bæinn.
Ljósm. Mbl. Gunnar Rúnar.
Samið um sölu 130,000
funnum af Suðurlandssíld
Ljósmyndasýning
ALÞJÓÐA Ijósmyndasýningin
Fjölskylda þjóðanna var opnuð í
gær í Iðnskólanum við Vitastíg.
Var það menntamálaráðherra
Gylfi Þ. Gíslason, sem opnað sýn-
inguna með ávarpi. Einnig töluðu
Theodor Olsson sendifulltrúi
Bandaríkjanna og Ragnar Jóns-
son bókaútgefandi, sem talar af
hálfu sýningarnefndar.
Um 200 boðsgestir voru við-
staddir opnunina. Um kvöldið var
sýningin opin fyrir almenning og
var þegar góð aðsókn að henni.
Verður hún opin framvegis á
hverjum degi kl. 10—10.
Vök fyrir fuglana
ÞÁ HEFUR MÁL, sem oft hefur
verið rætt um í blöðunum, verið
til lykta leitt: Vök fyrir endurnar
á Reykjavíkurtjörn.
Á fundi bæjarráðs er haldinn
var á föstudag voru samþykktar
tillögur dr. Finns Guðmundssonar
og Helga Sigurðssonar hitaveitu-
stjóra, um að veita heitu afrennsl
isvatni frá Miðbæjarskólanum í
tjarnarkrikann við Búnaðarfé-
lagshúsið, og halda þar opinni vök
fyrir fuglana.
SÍLDARÚTVEGSNEFND hefur
nú gert samninga um sölu á 170
þús. tunnur. f fyrsta lagi er um að
Sem kunnugt er hefur vertiðin
gengið mjög erfiðlega fram að
Ekki einn einasti bœjarbúi grœðir
á ofbeldisaðgerðum
kommústiráðherrans
GLUNDROÐALIÐIÐ undir forystu kommúnista heldur áfram
árásum sínum á Reykjavíkurbæ í sambandi við niðurjöfnun út-
svaranna og hinn fáránlega „úrskurð" Hannibals. Af því tilefni
er ástæða til þess að minna enn á eftirfarandi:
1) Heildarupphæð útsvaranna
samkvæmt fjárhagsáætlun var
181 millj. kr. Við þá upphæð má
bæta 10% fyrir vanhöldum. Sam-
tals yrði þá útsvarsupphæðin
199,4 millj. kr.
2) Enginn hefir véfengt að
heimilt væri að leggja þessa upp-
hæð á.
3) Þegar niðurjöfnunarnefnd
lýkur störfum hefir hún jafnað
niður 198,1 millj. kr., eða 1,3
millj. kr. lægri upphæð en allir
flokkar voru sammála um að
heimilt væri að leggja á.
4) Auðvitað bar að miða við
þessa upphæð, sem jafnað var
niður, því það er hún, sem kemur
til innheimtu hjá gjaldendum og
engin önnur. Þetta vissi félags-
málaráðherrann fimm dögum áð-
ur en hann gaf út hinn dæma-
lausa „úrskurð“ sinn, sem hefir
enga stoð í lögum og er hrein
markleysa.
Bæjarfulltrúar minnihluta-
flokkanna létu á síðasta bæjar-
stjórnarfundi bóka mótmæli gegn
aðferðum niðurjöfnunarnefndar.
Þau mótmæli eru gersamlega á
sandi byggð og út í hött, því
þau eru reist á þvi, að „farið sé
í kringum úrskurð og fyrirmæli
félagsmálaráðuneytisins“, sem
eins og kunnugt er var eintóm
endileysa og hvorki bæjarstjórn
né niðurjöfnuunarnefnd var skylt
að fara eftir.
5) Á það má að lokum benda,
að niðurjöfnunarnefnd hafði í
þetta skifti nákvæmlega sömu
starfsaðferð og síðastliðin fjögur
ár og samþykkt var af fulltrúum
kommúnistaflokksins og Alþýðu-
flokksins í nefndinni. Enginn bæj
arfulltrúi né heldur félagsmála-
ráðuneytið hefur á undanförn-
um árum hreyft athugasemdum
við þau vinnubrögð
6) 1 úrskurði Hannibals er
heldur ekki minnzt á. að lækka
eigi útsvör eða farið íram á það.
Enginn, ekki einn einasti bæjar-
búi eða gjaldandi getur því grætt
einn eyri á ofbeldisaðgerðum
kommúnistaráðherrans Hins veg-
ar munu þær skaða bæjarfélagið
og tefja framkvæmdir þess. t
þeim felst fyrst og fremst póli-
tísk ofsókn, sem allir sanngjarn-
ir menn hljóta að fordæma
þessu og það magn sem búið er
að salta er óvenjulegt.
Sóvet-Rússland mun kaupa 130
þús. tunnur. í fyrstalagi um að
ræða kaup á Suðurlandssíld, að
auki nokkurt magn sem á vantar
af Norðurlandssíld sem gerðir
höfðu verið sölusamningar um.
Þá fara 10,000 tunnur til Póllands
og áætlað er að til Finnlands
verði seldar 30,000 tunnur.
Söltun Suðurlandssíldar hefur
gengið treglega, það sem af er ver
tíð. Á undanförnum árum hefur
töluvert verið saltað í ágústmán-
uði, einkum á Snæfellsnesi og á
Akranesi Að þessu sinni hefur
sáralítið verið saltað þar, og veið
in algjörlega brugðizt.
Síldin sem veiddist við Reykja
nes í ágúst var ósöltunarhæf
vegna þess hve horuð hún var.
f september hefur síldin yfirleitt
verið léleg, og söltun lítil. Nú er
búið að salta alls nær 19000 tunn-
ur. Á sama tíma í fyrra var búið
að salta 40,000 tn. Síldveiðin lá
niðri um þetta leyti árs í fyrra,
en hófst aftur um miðjan okt. og
var óslitin fram í desember, og
var mikill afli og góður, þegar
á sjó gaf
Listkynning
Morgunblaðsins
Vigdls Kristjánsd,
í GÆR hófst sýning á listaverk-
um eftir frú Vigdísl Kristjáns-
dóttur listmálara á vegum list-
kynningar Mbl. Sýnir hún bæði
listvefnað og frumdrætti að vefn-
aði.
Frú Vigdís er fædd á Korpúlfs-
stöðum í Mosfelissveit, en hefur
lengstum átt heima hér i
Reykjavík. Ilún hóf ung listnám,
fyrst hjá Stefáni Eiríkssyni, Rík-
arði Jónssyni og Guðmundi
Thorsteinsson. Ennfremur stund-
aði hún nám í Handíðaskólanum
en fór síðan utan. Stundaði hún
listnám við Konunglega lista-
háskólann í Kaupmannahöfn um
fimm ára skeið. Lagði hún þar
stund á málaralist hjá prófessor
Kræsten Iversen. Síðan stundaði
hún nám í þrjú ár í myndvefn-
aði í Osló undir leiðsögn Káre
Jonsborg listmálara.
Frú Vigdís hefur farið náms-
ferðalög til margra landa, m. a.
til Grikklands, Tyrklands, Þýzka
lands, Hollands og Frakklands.
Hún hefur haldið fjórar sjálf-
stæðar sýningar á málverkum og
myndvefnaði hér heima. Tók hún
fyrst þátt í málverkasýningu hér
árið 1924. Þá hefur hún tekið
þátt í sýningum erlendis á Char-
lottenborg og á Norrænu sýning.
unni í Finnlandi 1950. Árið 1955
sýndi hún myndvefnað á sýningu
í Múnchen og á síðastliðnum
vetri átti hún þrjú myndofin
teppi á listsýningu Kvenréttinda-
félags íslands. Hefur hún getið
sér mikið orð fyrir hin mynd-
ofnu teppi sín, sem þykja merki-
leg og sérstæð listaverk. Hafa
þau t. d. vakið mjög mikla at-
hygli í Noregi. Á síðastliðnum
vetri var listakonunni sýndur
sá heiður, að henni var falið að
standa um skeið fyrir myndvefn-
aðardeild listiðnaðarskólans í
Osló, og kenna þar í forföllum
aðalkennarans.
Reykjavíkurbær hefur ákveðið
að kaupa tvö af hinum mynd-
ofnu teppum frú Vigdísar. Enn-
fremur hefur listiðnaðarskólinn
í Osló keypt af henni tvö kross-
ofin teppi.
Frú Vigdís sýnir nú á vegum
listkynningar Mbl. krossvefnað,
myndvefnað, gobelin-vefnað, flos
vefnað (rya) og íslenzkt nála-
flos. Samtals eru þetta 9 ofin
stykki. Ennfremur sýnir hún 8
teikningar, sem eru frummynd-
ir fyrir vefnað.
Nokkur af listaverkunum eru
til sölu.
MOSKVA, 19. sept. — „Rauða
stjarnan“ málgagn Rauða hers-
ins, segir í dag, að Atlantshafs-
bandalagið ætli að gera Noreg
að einni allsherjar hernaðarstöð
sem verða eigi stökkpallur til
árásar á Ráðstjórnarríkin.