Morgunblaðið - 24.09.1957, Page 20
VEÐRIÐ
Hægrviðri, skýjað með köflum,
en víðast úrkomulaust
Úr verinu
Sjá bls. 8.
215. tbl. — Þriðjudagur 24. september 1957.
Byggingarkostnaður barnaskóla í
Reykjavík og Kópavogskaupstað
Rangfœrslur kommúnistablaðsins hraktar
BL.AB kommúnista gerði í lok síðustu viku að umtalsefni þær
upplýsingar Gunnars Thoroddsens borgarstjóra á síðasta Varðar-
fundi, að hver kennslustofa í nýjum barnaskóla i Reykjavík myndi
um þessar mundir kosta að meðaltali um 800 þús. kr.
1 þessu sambandi skýrði kommúnistablaðið frá því, að nýlokið
væri í Kópavogskaupstað „byggingu eins vandaðasta barnaskóla
landsins. Kostnaður við þá byggingu hefði ekki náð helmingi þess
byggingarkostnaðar, sem Gunnar Thoroddsen gefur upp við
skólabyggingar Beykjavíkurbæjar."
Mbl. hefir af þessu tilefni aflað
sér upplýsinga um þetta mál.
Samkvæmt upplýsingum frá op-
inberum aðila eru 4 kennslu-
stofur í hinum nýja barnaskóla í
Kópavogskaupstað. Kostar hver
kennslustofa um 500 þús. kr. að
meðaltali. I skólahúsinu er þó
enginn leikfimisalur, engar
handavinnustofur, hvorki fyrir
pilta né stúlkur, ekkert húsnæði
fyrir heilbrigðisþjónustu og eng-
inn samkomusalur.
„Þjóðviljinn“ segir að bygg
ingarkostnaður á skólastofu i
Kópavogi sé helmingi minni en
í Rvík, miðað við fyrrgreindar
upplýsingar borgarstjóra.
Hér er bersýnilega um hrein-
ar rangfærslur að ræða hjá
kommúnistablaðinu. Þegar borg-
arstjóri talar um 800 þús. kr.
kostnað á kennslustofu, miðar
hann auðvitað við að þar sé með-
talið það húsnæði, sem fræðslu-
lög gera ráð fyrir, svo sem fim-
leikasalir, handavinnustofur, hús
næði fyrir heiibrigðisþjónustu og
fleira nauðsynlegt húsnæði í
þágu hvers skóla.
Kommúnistar hafa þess vegna
farið með blekkingar einar i
skrifum sínum um þetta mál. —
Upplýsingar borgarstjóra eru
byggðar á staðreyndum um raun-
verulegan kostnað við byggingu
Verðið á slátur-
afurðunum komið
ÞA hefir verið tilk. um verðið á
nýja kjötinu og sláturafurðum.
Eins og þegar hefur komið fram
í fréttum ætlar ríkið að greiða
niður kjötið. Mikil eftirspurn er
eftir slátri í kjötbúðum bæjarins.
Haustverðið svonefnda ei nú
hærra en það var í fyrra, og er
kjötverðið nú eins og frosna kjöt
ið var selt með álögðum
geymslukostnaði og er súpuhj 'itið
þá á kr. 24,65. Lifur hjörtu og
nýru eru á kr. 21,75 kílóið. Svið-
in kosta nú kr. 20,65 kg.
fullkomnasta skólahúsnæðis, eins
og gert er ráð fyrir í fræðslu-
lögum. Er auðsætt að kommún-
istum finnst nú allmjög sverfa
að sér, er þeir ætla að telja al-
menningi í Reykjavík trú um,
að skólabyggingar í Kópavogi séu
helmingi ódýrari en í Reykjavík.
Stórmóti^
STÓRMÓT Taflfélags Reykjavík
ur hélt áfram í gærkvöldi, og var
þá tefld 8. umferð. Ingi og Frið-
rik svo og Guðmundur Pálma-
son og St&hlberg gerðu jafntefli.
Benkö vann Björn, en biðskákir
urðu hjá Ingvari og Guðmundi
Ágústsyni, Arinbirni og Guðm.
S., Pilnik og Gunnari. Biðskák-
irnar standa þannig, að þeir, sem
fyrr eru taldir, eiga allir betri
stöðu og peð fram yfir andstæð-
inga sína.
Röð efstu manna er þá þessi:
Benkö ðVs v., Friðrik og St&hl-
berg 5 v. og 1 biðskák, Ingi og
Guðmundur Pálmason 5 v., Pilnik
4% v. -f- 2 biðskákir, Ingvar 3
v. + 2 biðskákir.
Norrænir þjóðhöfðingjar
til Osló
KONUNGAR Dana og Svía haf\
tilkyhnt, að þeir verði við út-
för Hákonar Noregskonungs n.k.
þriðjudag. í gær var tilkynnt, að
Kekkonen Finnlandsforseti
myndi einnig verða viðstaddur.
Ekki er vitað, hvort forseti ís-
lands fer til Osló af þessu til-
efni, en sennilegt er, að svo verði.
Eldur í skúr
UM SJÖLEYTIÐ í gær kviknaði
í skúr á lóðinni að Heiði við
Kleppsveg. Skúrinn var að mestu
fallinn, er slökkviliðið kom á
vettvang, en hann var lítils virði
og annað tjón varð ekki.
Rannsóknarsfofa Klepps-
spífalans skemmisf af eldi
UM sjöleytið í gærmorgun voru
morgunverkin að hefjast í sjúkra
húsinu á Kleppi. Niður í aðal-
rannsóknastofuna í kjallara
stærstu byggingarinnar var
borinn dunkur með gólfbóni og
honum brugðið á heita rafmagns
plötu í því skyni að mýkja bónið,
áður en það yrði borið á gólfin.
Þegar taka átti það aftur af plöt-
unni, kom í ljós, að það hafði
ofhitnað, og skipti engum togum,
að í því kviknaði og upp gaus
eldstólpi, sem læsti sig víða um
rannsóknarstofuna. í henni voru
ýmis eldfim efni og á augabragði
hafði hitinn sprengt nokkrar
flöskur, þ. á. m. eina með ether.
Sleikti logandi ethergufan loft og
veggi. Nærstatt fólk brá skjótt
við, og frk. Halldóra Þorláksdótt-
ir yfirhjúkrunarkona kom þegar
á vettvang með slökkvitæki. Lét
hún og sækja til viðbótar slökkvi
Endurminningar
Boll-Jörgensens
BOLT-JÖRGENSEN, fyrrum
sendiherra hefur skrifað endur-
minningar sínar. Vann hann m.a.
að þeim, er hann dvaldi hér á
landi í sendiherratíð konu hans
frú Bodil Begtrup. Frá þeim ár-
um á Bolt-Jörgnsen hér marga
vini, sem allir minnast með á-
nægju kynna sinna við þennan
lífsreynda, gerhugula heiðurs-
mann. Mun áreiðanlega ýmsa fýsa
að lesa æviminningar hans.
Er ráðið, að þær komi út í
Danmörku nú í næsta mánuði
undir nafninu „Med Sabel og
Kaarde“ og er Thaning & Appels
Forlag útgefandi.
Bolt-Jörgensen var I fyrstu
riddaraliðsmaður í her Dana, en
gekk síðan í utanríkisþjónustuna.
Heiti bókarinnar miðast við mis-
munandi embættistákn þessara
tveggja starfsgreina. Segir þar
nokkuð frá báðum.en þó einkum
frá utanríkisþjónustunni. Ber þar
margt frásagnarvert við, ekki sízt
á stríðsárunum.
Frá Árbæjarsafninu. — Eins og frá er skýrt I grein á bls. 3 var
minjasafnið í Árbæ opnað almenningi s.l. sunnudag. Myndin
er tekin í búrinu, þar sem mörg gömul heimilistæki getur að líta.
(Ljósm. Gunnar Rúnar).
Met-adsókn að Ijósmyndasýn-
ingunni ,Fjölskylda þjóðanna'
Á LAUGARDAGINN var alþjóðlega ljósmyndasýningin „Fjölskylda®*
þjóðanna“ opnuð í nýja Iðnskólanum. Á sunnudaginn var aðsókn
fólks að þessari sýningu svo mikil, að annars eins eru ekki dæmi.
Nú þegar munu hátt á áttunda þúsund manns hafa séð sýn-
ingu þessa.
tæki, sem geymd eru víða í
sjúkrahúsinu, og dældi úr þeim
á eldhafið. Slökkviliðinu hafði
verið gert aðvart þegar í stað.
Að lítilli stundu liðinni voru 5
bílar þess komnir á vettvang. En
þetta mikla eldvarnarlið þurfti
sem betur fer ekki að taka til
starfa, því frk. Halldóru hafði
þá tekizt að kæfa eldinn með að-
stoð frk. Sólveigar Halldórsdótt-
ur, frk. Guðrúnar Einarsdóttur og
fleira fólks úr starfsliðinu.
Aðrar rannsóknarstofur eru í
næstu herbergjum svo og skrif-
stofa stofnunarinnar og skjala-
safn. Eldurmn náði ekki að breið
ast út til þessara salarkynna. —
Sjúkrahúsið hefur þó orðið fyrir
tilfinnanlegu tjóni, — þarf að
hreinsa og mála aðalrannsókna-
stofuna ^lla, gera við og endur-
nýja rannsóknartæki og annan
búnað hennar — og fá nýjan
vökva á 8 stór handslökkvitæki.
Sýningin „Fjölskylda þjóð-
anna“ var opnuð með hátíðlegri
athöfn kl. 4 síðd. á laugardag.
Viðstaddir opnunina voru for-
setahjónin og nærri 200 aðrir
gestir. Ræður fluttu Ragnar
Jónsson bókaútgefandi, sem full-
trúi sýningarnefndar, Theodor B.
Olsen sendifulltrúi Bandaríkj-
anna og menntamálaráðherra
Gylfi Þ. Gíslason, sem opnaði
sýninguna.
Hljómkviða ljósmynda
Ræða Ragnars Jónssonar birt-
ist í heild annars staðar. Næst
honum talaði Theodor B. Olson,
sendifulltrúi Bandaríkjanna. —
Hann gat þess að sendiherra
Bandaríkjanna hér á landi, John
J. Muccio, harmaði það að geta
ekki verið viðstaddur opnun sýn-
ingarinnar. Hann hefði orðið að
fara á ráðstefnu bandarískra
sendiherra í Lundúnum.
Olson minntist á hið frábæra
starf Edwards Steichens, sem
hefði valið myndir á sýninguna,
hann hefði samstillt myndirnar
líkt og í hljómkviðu, þar sem
stefið er mannlegur virðuleiki
og eining alls mannskyns.
Mannkynið er ein
fjölskylda
Vitanlega er margt haria
ólikt með mönnunum, sem
þér sjáið á myndunum, sagði
Olson sendifulltrúi. — En það
sem sameiginlegt er öllum
mönnum orkar þó sterkar í
þessum myndum en það sem
skilur þá að. Okkur er hollt
að minnast þessara sameigin-
legu eiginleika, einkum nú á
tímum, þegar þau öfl sem
skilja menn að eru svo sterk
og svo hávær. Okkur er hollt
að minnast þess, að við erum
vissulega öll meðlimir einnar
og sömu fjölskyldu, — Fjöl-
skyldu þjóðanna.
Sendifulltrúinn kvað það vera
óblandna gleði ríkisstjórn
Bandaríkjanna, að hafa getað
orðið að liði við að senda þessa
sýningu til íslands. Færði hann
svo öllum þeim þakkir, fyrir
hönd sendiherra Bandaríkjanna,
sem af dugnaði, smekkvísi og
kunnáttu hafa komið sýningunni
upp. Nefndi hann sérstaklega
fjóra þeirra, sem unnið hafa að
uppsetningu sýningarinnar, þá
Stefán Jónsson, sem skipulagði
sýninguna og vann sjálfur við
uppsetningu hennar, Harald
Ágústsson, sem sá um hina tækni
legu hlið uppsetningarinnar, Inga
Eyvinds, sem aðstoðaði við upp-
setninguna og Þórð Einarsson,
sem framkvæmd sýningarinnar
hefur mjög mætt á.
Hrein fegurð
Að lokum tók tii máls mennta-
málaráðherra Gylfi Þ. Gíslason.
Hann sagði m. a.:
— Við erum hér komin til þess
að virða fyrir okkur myndir. í
mörgum þeirra getur að líta svo
hreina fegurð, að hún hlýtur að
heilla augað. Aðrar vekja hjá
okkur viðkvæma samúð. Það
kann að valda hrolli að sjá sumar
þeirra. En þær hafa allar sinn
boðskap að flytja: Allt mann-
kyn er ein fjölskylda, allir menn
eru bræður, ungbarnið og öld-
ungurinn, sjómaðurinn við
nyrzta haf og bóndinn í suð-
rænni sól, konan og maðurinn,
hvort sem þau eru hvít eða
blökk, lærður og fáfróður, ríkur
og snauður, frjáls og kúgaður.
Ræðurmaður hélt áfram:
— Um leið og myndirnar á
veggjunum í þessum stóru
salarkynnum bera okkur þann
boðskap, að allir séum við
bræður, um leið og þær eggja
okkur til aukinnar baráttu
fyrir því að tryggja öllum
frelsi og frið og hvetja okkur
til þess að ástunda réttlæti og
kærleika í ríkara mæli, þá
eru þær í raun og veru að
ræða við okkur um vanda
þess og vegsemd að vera mað-
ur. Vandi mannsins er sá, að
hann er viti borin vera sem
er vaxin frá hinum uppruna-
lega og eilífa kjarna allrar
hinnar kviku náttúru, átökun-
um milli lífs og dauða. En
vegsemd hans er sú, að hann
er kóróna sköpunarverksins
og velji hann rétt, hefir hann
ótæmandi þroskaskilyrði,
hann hefur umráð óþrjótandi
auðlinda, hæfileika til si-
breytilegrar listsköpunar, eilíf
tækifæri til þess að höndla
hamingju.
Að lokum opnaði ráðherrann
sýninguna með ósk um að hún
mætti stuðla að auknum skiln-
ingi allra á því, að hið versta
sem maður gerir sjálfum sér,
er að gera öðrum illt.
Aðalfundur 'Stefnis'
STEFNIR, félag ungra Sjálfstæð-
ismanna í Hafnarfirði, heldur að-
alfund sinn í kvöld, þriðjudag,
kl. 8,30 e.h. í Sjálfstæðishúsinu.
Félagsmenn eru hvattir til að
fjölmenna og taka með sér nýja
meðlimi.
Þeir, sem votta
vilja samúð
SAMKVÆMT tilkynningu frá
norska sendiráðinu geta þeir,
sem votta vilja samúð sína
vegna fráfalls hans hátignar
Hákonar konungs, ritað nöfn
sín á lista, sem liggja frammi
í sendiráðinu, Hverfisgötu 45,
í dag og á morgun kl. 2—5 e.h.