Morgunblaðið - 06.10.1957, Síða 1
24 síður
Listkynning
Morgunblaðsins
Rússar senda fyrsta gervi-
hnöttinn upp með e/c///augheldur
Lögreglan
voro
Magnús Jónsson
í GÆR hófst sýning á málverk-
um eftir Magnús Jónsson list-
málara á vegum listkynningar
Morgunbiaðsins.
í raun og veru er óþarfl að
kynna Magnús Jónsson fyrir
þjóðinni, svo þekktur er hann
meðal hennar. Þessi fjölhæfi
gáfumaðkur hefur gengt óvenju-
lega noargbreytilegum störfum i
þágu lands síns. Áhugamál hans
hafa verið fjölþættari en flestra
núlifandi Islendinga. Hann er
prestssonur að ætt, fæddur í
Hvammi í Norðurárdal, elst upp
í Skagafirði, verö'ur stúdent og
guðfræðingur í Reykjavík, prest-
ur íslendingasafnaðar í Ameríku
um skeið, síðan prestur á ísa-
firði og þá dósent og prófessor
i guðfræði við Háskóla íslands.
Síðan er hann kosinn á Alþing
og situr þar í hálfan þriðja ára-
tug, verðiur ráðherra um skeið,
formaður útvarpsráðs, formaður
bankaráðs Landsbankans og skip
ar ótal fleiri trúnaðarstöður.
En jafnhliða öllum sínum
fjölþættu störfum, fræðiiðkun-
um og stjórnmálaþrasi stendur
þessi síkviki og fjölhæfi maður
með pensil í hönd og málar oliu-
málverk og vatnslitamyndir,
landslag og „stemningsmyndir“.
Á bernskuárum norður í Skaga-
firði byrjar hann að teikna og
mála. Vestur í Ameríku, norður
við ísafjarðardjúp, suður i
Reykjavík, hvar sem hann á
heima lifir listaþráin i
brjósti hans. Hann heldur mál-
verkasýningar og fjöldi fólks
kaupir listaverk hans. Jafnvel
ræðustíll hans mótast af mynd-
listargáfu hans.
Hann sér viðfangsefnl á sviði
stjórnmála, trúarvísinda og sagn-
fræði blasa við sér í myndum.
Og mál hans verður myndrænt
og lifandi. Við borð liggur að
mælskan og myndríkið beri
ræðuefnið stundum ofurliði.
Hann ritar fjölda bóka og verð-
ur vinsæll rithöfundur.
Þetta eru aðeins örfáir drættir
í myndinni af Magnúsi Jónssyni.
Hann sýnir nú 8 málverk á veg-
um listkynningar Morgwnblaðs-
ins, fjögur olíumálverk og fjórar
vatnslitamyndir. Eru öll lista-
verkin til sölu hjá blaðinu eða
listamanninum sjálfum.
Snýst kringum jörðina á IV2 klst.
IASS-FRÉTTASTOFAN rússneska tilkynnti í fyrrinótt, að
Rússar hefðu skotið upp í háloftin gervihnetti, sem mun
halda áfram að snúast kringum jörðina líkt og lítið tungl.
Hnöttur þessi er 58 sentimetrar í þvermál og vegur 83,6 kg.
Hann fer með nær 29 þúsund km hraða á klukkustund og
þýðir það, að hann fer kringum jörðina á 1 klst. og 36 Vi mín.
í 900 km hæð
í tilkynningu Tass-fréttastof-
unnar segir, að þetta sé árangur
margra ára rannsókna og tilrauna
rússneskra vísindamanna og
tæknisérfræðinga. Var gervi-
hnettinum skotið upp þann 4. okt.
með risastórri eldflaug, sem var
22 metrar á hæð og með þremur
brennsluhólfum, sem tóku hvert
við af öðru að knýja eldflaugina
áfram unz hún var komin í 900
km hæð, en þar sleppir eldflaug-
in gervitunglinu, sem mun halda
áfram að snúast kringum jörð-
ina.
Sést í Ijósaskiptum
Tass-fréttastofan segir, að hægt
Öflugri eldflaug en
áður hefur þekkzt
ÞAÐ er álit rannsóknarstofu
bandaríska flotans, að rússneska
gervihnettinum hafi verið skotið
frá stað á norðurströnd Kaspía-
hafsins. Þaðan hefur eldflauginni
verið stefnt til suðausturs og
myndar braut hnattarins 65 stiga
horn við miðbaug. Þýðir það
að hann sveimar í hringbaug
kringum hnöttinn og fer til
skiptis suður og norður fyrir mið-
baug og næstum því að heim-
skautsbaugnum sitt hvoru megin.
Vegna hreyfingar jarðarinnar
fer hann þó ekki ætíð yfir sömu
staði á jörðinni, heldur færist
hún til eftir fastri reglu. Er þó
hægt að reikna feril hans fram
í tímann. Til dæmis um hraðann
má geta þess, að hnötturinn var
í gær 13 mínútur á leiðinni frá
Moskvu til Bombay og eina
mínútu frá London til París.
Fyrirlesari í rússneska útvarp-
inu skýrði frá því í gær, að orka
eldflaugarinnar, sem bar hnött-
inn á loft hafi verið eins mikil
eða meiri en orka stærsta vatns-
orkuvers Rússlands. Vestrænir
vísindamenn voru og sammála
um, að sé það rétt að hnöttur-
inn vegi 83 kg. þá hafi Rússar
notað þarna öfíugri eldflaug en
áður hefur þekkzt.
Það var tilkynnt í Bandaríkj-
unum í dag, að rannsóknarstöð
þar í landi hafi tekið upp önnur
radío-skeyti frá hnettinum, en
þau sem Rússar hafa tilkynnt að
send séu út. Þessi skeyti virtust
vera á dulmáli og telja menn að
þau feli í sér skýrslur um vís-
indalegar mælingar. Sennilegast
er talið að þau gefi upplýsingar
um hita, sem stafar frá núningi
lofthjúpsins eða snertingum við
loftsteinskenndar agnir.
Fregnir frá ýmsum stöðum í
heiminum bera með sér, að gervi-
hnötturinn hafi sézt víða.
Hann sézt aðeins nokkru
fyrir sólarupprás og nokkru eftir
sólarlag. Hann stefnir í austur-
átt og er um stundarfjórðung að
fara yfir himinhvolfið.
Djilas hlaut 7 ára fangels-
isdóm fyrir gagnrýni sína
JÚGÓSLAVNESKI stjórnmálamaðurinn Milovan Djilas var í gær
oæmdur í 7 ára fangeisi fyrir „áróður fjandsamlegan júgóslavnesku
þjóðinni". Áður hafði hann afplánað eitt ár af þriggja ára fang-
elsisrefsingu, en þar sem heildarrefsing styttist í Júgóslavíu eftir
íöstum reglum við samruna refsidóma á Djilas nú eftir að sitja
í íangelsi í átta ár og einn mánuð. Sök hans var að hann ritaði
bókina „Nýja stéttin“, þar sem greint er frá spillingu innan komm-
únistaflokkanna.
Réttarhöldin yfir Djilas stóðu
aðeins í tvo daga og munu þau
m.a. hafa orðið svo stutt vegna
þess að er þau voru haldin
fyrir luktum dyrum neitaði Djil-
as að svara spurningum dómar-
ans.
í upphafi voru réttarhöldin fyr
ir opnum dyrum. En þegar í byrj
un kom til harðra orðskipta milii
dómarans og Djilas. Dómarinn
skráði Djilas sem Montenegro-
mann. Þessu mótmælti Djilas og
kvaðst vera Júgóslavi. Kvaðst
hann geta bent á að hann hefði
verið hollur júgóslavneskur borg
ari, sem m.a. sæist af því að hann
var sæmdur mörgum heiðurs-
merkjum fyrir vasklega fram-
göngu í styrjöldinni gegn Þjóð-
verjum.
Við þessi mótmæli frestaði
dómari réttarhöldum og lýsti
því yfir að þeim yrði haldið
áfram fyrir luktum dyrum.
Enn mótmælti Djilas. Krafðist
hann þess að réttarhöldin
yrðu opinber og myndi hann
neita að svara spurningum
dómarans, ef þeim yrði lokað.
Tók hann það einnig fram að
hann stæði við hvert einasta
orð og hverja einustu setn-
ingu í bókinni „Nýja stéttin"
sé að sjá gervihnöttinn með
venjulegum sjóntækjum, svo sem
kíki. Hún segir, að hnötturinn
muni sjást sem svolítið ljós á
himninum skömmu fyrir sólar-
upprás og eftir sólarlag. Var til-
kynnt að 5. október mundi hnött-
urinn tvisvar fara yfir rússneskt
landssvæði.
Mun eyðast í andrúmsloftinu
í gervihnettinum eru útvarps-
senditæki, sem senda út merki
á 15 og 7,5 metrum. Eiga radio-
áhugamenn að heyra merkin,
sem eru sónn í 3 sek. með 3 sek.
bili á milli.
Framh. á bls. 2
Enn róstur í Varsjá
S E I N T í gærkvöldi sendi
Reuter frétt út um að lögregl
an í Varsjá hefði enn orðið að
beita kylfum og kasta táragas
sprengjum. Hafði um 3000
manna hópur ungs fólks safn-
azt saman til mótmæla fyrir
Eraman Menningarhöllina i
Varsjá.
í Varsjá
VARSJÁ, 5. okt. — öflugur lög-
reglu og hervörður var í dag á
götum Varsjár, eftir óeirðirnar
sem urðu í gær. Ekki hafði frétzt
um nýjar óeirðir í dag. En frétta
ritarar segja, að stúdentar i borg-
inni séu mjög naprir í garð yfir-
valdanna vegna þess hve mikilli
hörku var beitt til að bæla mót-
mælaaðgerðir þeirra niður.
Stúdentarnir sendu Gomúlka
forsætisráðherra í dag bréf, þar
sem þeir kröfuðst þess að refsa
skyldi þeim, sem bera ábyrgð á
ofbeldi og hrottaskap lögregl-
unnar.
Það er nú ljóst, að auk þess
sem lögreglan réðst með tré-
kylfum að mannsöfnuðinum í
gær, hefur hún kastað yfir 100
táragassprengjum, sumum þeirra
jafnvel inn í hús og veitingastof-
ur.
Stúdentar krefjast þess að
fangelsaðir stúdentar verði Ieyst-
ir úr haldi, þar á meðal sendi-
nefnd stúdenta, sem í gær gekk
á fund stjórnarinnar, en fékk
ekki að snúa frjáls til baka. Þá
Framh. á bls 2
Samkvæmt norskum reglum er stjórnmálaflokkum bannað að
festa áróðursplögg upp húsveggi. Undantekning er þó gerð með
bækistöðvar flokkanna, eins og sést á þessari mynd af bæki-
stöðvum Hægri-flokksins í Stórþingsgötu. — Eru vegfarendur
minntir á kosningadaginn 7. október.
Kosningur í Noregi d morgun
ÞINGKOSNINGAR fara fram í Noregi á morgun (mánudag).' — A
kjörskrá eru um 2,3 millj. manna. Yfirleitt telja menn, að kosn
ingaþátttaka verði heldur dræm, m. a. af því að kosningabarátta
hefur verið hindruð vegna andláts Hákonar konungs.
Þó er úrslita kosninganna víða beðið með mikilli eftirvænt-
ingu og spenningi. Þær skera úr um hvort Verkamannaflokkurinn
haldi meirihluta sínum. Við síðustu kosningar náði Verkamanna-
flokkurinn fjögurra atkvæða hreinum meirihluta, hafði 77 þing-
sæti af 150. Borgaraflokkarnir telja nú möguleika á að hnekkja
nieirihluta hans og er vígorð þeirra: Ef ekki nú, þá aldrei.
Grein um norsku kosningabaráttuna er á blaðsíðu 12.
*