Morgunblaðið - 06.10.1957, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.10.1957, Qupperneq 12
18 MORGTJWTtT'AÐlÐ SunnuSagur 8. okt. 1957 Otg.: H.t. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson Aðamtstjorar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsscr- Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, simi 33045 Augiýsmgar: Arnj Garðar Knstinason. Ritstjórn: Aðalstrætj 6. Auglýsingar og aigreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480 Askriftargjald kr 30.00 á mánuði ínnanlands. I lausasölu kr, 1.50 eintakið. STÆRSTA ÁFALL SÓSÍAUSMANS Einar Gerhardsen, Carl J. Hambro, Bent Röiseland, Einar Frogner, foringi foringi foringi foringi V erkamannaf lokksins. Hægri-flokksins. Vinstri-flokksins. Bændaflokksins. UM ÞAÐ verður naumast deilt að kenning sósíal- ista bæði jafnaðarmanna og kommúnista, um þjóðnýtingu atvinnutækjanna og eignarrétt hins opinbera á landi og fram- leiðslutækjum er einn af hyrn- ingarsteinum sósíalismans. Þessi kenning er só grundvöllur, sem hagkerfi marxismans er byggt á. Eins og vakin hefur verið at- hygli á nýlega hér í blaðinu, hafa nú bæði kommúnistar og jafnað- armenn neyðst til þess að falla að verulegu leyti frá þessari kenningu. Kommúnistar hafa orð ið að viðurkenna að hagkerfi þeirra, byggt á þjóðnýtingu og ríkisrekstri, hefur reynzt þess gersamlega vanmegnugt að skapa svipaða þróun og uppbyggingu og gerzt hefur í löndum hins frjálsa framtaks. Og jafnaðar- menn meðal lýðræðisþjóða hafa hreinlega lýst því yfir að þjóð- nýting atvinnutækjanna „komi ekki lengur til greina“. Þessulýsti dr. Heinrich Deist, einn aðalleið- togi þýzkra jafnaðarmanna yfu- fyrir kosningarnar í Vestur- Þýzkalandi um daginn. Hann játaði þar hreinlega að „vegna reynslunnar, sem fengin er af þjóðnýtingu, bæði í þriðja riki Hitlers og kommúnistalöndunum erum við orðnir henni frábitn- ir“. I kjölfar þessarar yfirlýsingar kemur svo samþykkt brezka Verkamannaflokksins um að flokkurinn skuli fara sér hægar í þjóðnýtingarmálum. Gaitskell segir þar hreinskilningslega að áður en þjóðnýúng einstakra at- vinnugreina sé ákveðin beri „að rannsaka hvort það sé hagkvæmt fyrir þjóðarheildina". Að áliti jafnaðarmannafor- ingjanna brezku liggur það þannig ekki í augum uppi lengur, að þjóðnýtingin sé ávallt heppilegust fyrir verka- lýðinn eða þjóðarheildina. — Þvert á móti, flokkur hans lýs- ir því yfir, að fara beri hæg- ar í þjóðnýtinguna og rann saka, hvort hún sé „hagkvæm fyrir þjóðarheildina“. Heimsöguleg tímamót Ef til vill gera menn sér ekki ljóst í fljótu bragði að þessar yfirlýsingar um snúning jafnað- armanna og kommúnista frá kenningum marxismans um þjóð- nýtingu atvinnutækjanna, marka í raun og veru heimssöguleg tímamót í stjórnmálaátökunum í dag. 1 flestum lýðræðisþjóðfé- lögum Evrópu hefur baráttan snúizt um það megin hluta þess- arar aldar, hvört hentaði betur opinber rekstur og þjóðnýting atvinnutækjanna eða séreignar- skipulagið með einstaklings- og félagsrekstri. Nú hefur hvorki meira né minna gerzt en það að sósíalistar, sem barizt hafa með eldlegum áhuga og ofstæki fyrir þjóðnýtingunni, hafa komið fram fyrir þjóðirnar og sagt: Við játum að við höfðum rangt fyrir okkur. Kenning Karls Marx, hins mikla læri- föður okkar um að þjóðnýt- ing og opinber rekstur tryggi bezt hagsmuni verkalýðsins og þjóðarheildarinnar, er fánýt. Reynslan hefur sannað okkur þetta. Við höfnum þess vegna þessari rykföllnu fræðikenn- ingu og viðurkennum að ein staklings- og félagsframtak er færara um að tryggja aukna framleiðslu, meiri arð af vinnu fólksins, uppbyggingu og farsæld meðal þjóðanna! Hin mikla gjaldþrotayfirlýsing Þetta er hin mikla gjaldþrota- yfirlýsing sósíalismans í heimin- um í dag. Leiðtogar hans hafa orðið að játa að fræðikenning- ar Karls Marx eru ein af annarri fallnar um sjálfa sig. Þær hafa reynzt falskenningar, sem enga möguleika fólu í sér til þess að bæta hag mannkynsins. Þar sem þær hafa verið framkvæmdar, hafa þær þvert á móti tafið upp- byggingu og framfarir og valdið heilum kynslóðum óbætanlegu böli og þjáningu. Ráðvilltir menn Það sætir því vissulega engri furðu þótt jafnaðarmenn og kommúnistar um heim allan séu ráðvilltir eftir hið mikla áfall, sem þeir hafa beðið. Hyrningar- steininum hefur verið kippt und- an allri spilaborg sósíalismans. — Almenningur um víða veröld ger ir sér þetta ljóst. Afleiðingin hlýt ur að verða stórkostlegt fylgis- hrun, ekki aðeins kommúnista- flokkanna heldur og sósíaldemó- krata, meðal frjálsra þjóða. í þrælakistu kommúnista hrista hinar kúguðu þjóðir hlekki sína. Nýjasta dæmið um það getur að líta í Póllandi. Berklavarnardagur f DAG er hinn árlegi berkla- varnardagur, sem félagssamtök berklasjúklinga hófust handa um fyrir 19 árum. Þennan dag hefur jafnan'verið höfð merkjasala og gengur hagnaður af henni til framkvæmda að Reykjalundi í Mosfellssveit. Samband Islenzkra berklasjúkl- inga hefur á þessum tæpum tveimur árum unnið mikið afrek. Vinnuheimilið að Reykjalundi er ef til vill merkilegasta og sér- stæðasta stofnunin, sem íslenzka þjóðin á. Hún hefur verið byggð upp undir farsælli forystu þeirra manna sjálfra, sem orðið hafa fyrir barði berklaveikinnar á einhverju skeiði ævinnar. En þjóðin, allur almenningur í land- inu, hefur gert málefni þeirra að sínu. Það starf, sem unnið hefur verið og unnið verður að Reykja- lundi, á hug íslenzku þjóðarinn- ar allrar. Þess vegna mun hún halda áfram að styrkja það og styrkja á hvern þann hátt, sem hún getur því viðkomið. En engu að síður er ennþá mikið verk að vinna á þessu sviði. Við þurfum að útrýma berklaveikinni algerlega úr Iandinu, og við þurfum að halda áfram að hjálpa þvi fólki, sem hana hefur tekið, til sjálfshjálpar. Það gerir þjóðin bezt með því að styðja einhuga Reykjalund og starfið þar. SÍBS mun því áreiðan- lega verða vel til liðs í dag er seld verða merki þess og rit um land allt. Óvissa um úrslitin í norsku kosningurtum Andlát konungs hindraði kosningabarátfu Á MORGUN fara fram kosningar til norska Stórþingsins. Þær fara fram reglulega í október á fjögra ára fresti, því að stjórnarskráin heimilar ekki þingrof. Verkamannaflokkurinn hefur verið við völd í Noregi í 22 ár. Fyrr á árum voru norskar kosn- ingar lítið spennandi. Kjördæma- skipun var með þeim hætti, að Verkamannaflokkurinn var ör- uggur um meirihluta, enda þótt hann hefði ekki nálægt helming atkvæða, En sumarið 1953 voru kosn- ingalögin færð nokkuð í jöfn- unarátt og síðan er óvissa ríkjandi um úrslit. I kosning- unum í október rétt marði Verkamannaflokkurinn meiri- hluta. Nú er óvíst hvort hann heldur honum. ★ Noregi er skipt í 20 kjördæmi eða fylki og eru listakosningar í hverju fylki. Getur oft munað mjóu, hvort annar eða þriðji frambjóðandi Verkamannaflokks ins nær kjöri, eða sá fyrsti á einhverjum lista minni flokk- anna. Engum uppbótarsætum er jafnað út í Noregi. Samtals verða kosnir 150 þing- menn og urðu úrslit þingkosning- anna 15. okt. 1953 þessi: Kommúnistar tfi & •3 3 b£ — | K A a A M 830 77 80 3 327 27 186 14 177 15 157 14 Vinstri flokkurinn . Bændaflokkurinn . ★ Þegar norska kosningabaráttan hófst fyrir um þremur vikum,. voru andstæðingar jafnt og fylgis menn Verkamannaflokksins þeirr ar skoðunar, að nú myndi Verka- mannaflokkurinn missa meiri- hluta sinn. Skoðanakannanir, sem fram fóru virtust einnig benda til þess. En hér gerði það strik í reikn- inginn, að Hákon konungur lézt, rétt þegar kosningabaráttan var hafin. Stjórnmálaumræður stöðv- uðust með öllu í tíu daga og jafn- vel á þessum fáu dögum sem til stefnu voru eftir útför konungs þykja háværar stjórnmáladeilur ósmekklegar, því að sorg ríkir í landinu. Er það álit manna að stjórnarandstöðuflokkarnir biði hnekki af þessu. Þeim muni ekki takast að koma gagnrýni sinni á stjórnarstefnunni fram og yfir- höfuð ekki að skapa neinn bar- áttuanda. Af þessum sökum er það álitið, að kosningaþátttaka verði með minna móti. ★ Eins og sjá má af atkvæða- tölum í kosningunum 1953 ber Verkamannaflokkurinn höfuð og herðar yfir hina flokkana með 46,7% allra greiddra at- kvæða. Má búast við að hlut- fallstalan verði lík, einhvers- staðar í kringum hálfan fimmta tug prósenta. Verka- mannaflokkurinn var eitt sinn einn róttækasti sósíalistaflokk ur í Vestur-Evrópu og hafði meðal annars á þriðja áratug aldarinnar náið samstarf við kommúnista og Moskvu. Nú er hann orðinn heldur hægfara, er búinn að kasta fyrir borð öllum þjóðnýtingar- áætlunum, en heldur sér við skipulagsbúskap, höft og eftir- lit. Hann brýnir það mjög fyrir kjósendum, að það sé nauðsynlegt að hafa áfram styrka stjórn og vera ekkert að breyta til. Kenn- ir í rauninni hjá flokknum sterkr ar íhaldssemi og jafnvel stöðn- unar. Það er og álit margra, að flokkurinn sjálfur hafi ekkert gott af því að vera lengur en 22 ár við völd. Við svo langan valdatíma geti farið að gæta spillingar. Má m.a. benda á það að í hinni margumtöluðu bók „Rauða rúbínanum“ er nokkuð l vikið að slíkri spillingu í Verka- mannaflokknum. Forustumenn Verkamanna- flokksins eru þeir Einar Gerhard- sen forsætisráðherra, Oscar Torp dómsmálaráðherra og Nils Höns- vald formaður þingflokksins. Halvard Eange utanrkisráðherra I sem hefur verið mjög mikils met- inn mun nú vera að draga sig út úr stjórnmálum af heilsuleysi og öðrum ástæðum. Borgaraflokkarnir eru fjór- ir. Fyrr á árum var hið mesta hatur og sundrung milli þeirra. Nú hafa þeir nálgazt hvern annan og hafa kosn- ingabandalag saman í ýmsum fylkjum. Þótt enn séu nokkr- ar snuðrur á þræðinum, munu möguleikar þeirra til að starfa saman að stjórn aldrei hafa verið eins miklir og nú. Þeir eru þessir: — Hægri flokkurinn, sem hef- ur verið mjög íhaldssamur en færst á síðustu árum yfir til auk- ins frjálslyndis. Hann er annar stærsti flokkur landsins og fer vaxandi. Hann nýtur sérstaklega mikils blaðakosts. Fylgja honum að málum m.a. Aftenposten, stærsta blað Noregs og svo ágæt og vönduð héraðsblöð í öllum helztu borgum og bæjum Noregs. Hann hefur vaxandi fylgi meðal æskunnar. Foringjar hafa verið hinn aldnt C. J. Hambro og Herman Smitt Ingebretsen aðalritstjóri Aften- posten. Formaður flokksins er Alv Kjös, sem nú lætur nú meira að sér kveðá. Annars er Hambro nú að draga sig í hlé. Hinir þrír ílokkarnir Kristilegi flokkurinn, Vinstrl og Bænda- flokkurinn eru venjulega kallað- ir miðflokkar. Vinstri flokkurinn er upphaflega hinn frjálslyndi flokkur Norgs. En upp úr styrj- öldinni tók hann aö verða all rót- tækur og leiddi það til þess að hægri armur flokksina klofnaði út úr honum og myndaði Kristi- lega flokkinn. En Vinstri flokk- urinn er enn all sundraður. Eru armar hans tveir: borgararmur- inn, sem er róttækur og stendur að málgagni hans Dagbladet og sveitaarmurinn, sem er hæglát- ari og ekki fjarri náinni sam- vinnu við Hægri flokkinn. Foringjar Vinstri flokksins eru Bent Röiseland og Paul Ingebret- sen. Foringi Kristilega flokksins er Erling Wikberg. Bændaflokkurinn hefur hags- muni sveitanna á stefnuskrá sinni. Hann er fremur hægri sinn aður og nú gott samkomulag Frh. á bls. 18. Mynd þessi var tekin í fyrradag í Ósló, þegar Hægri-flokkurinn hélt kosningafund í einu kvik- myndahúsi borgarinnar. Mikil aðsókn var að fundinum og sést biðröðin á myndinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.