Morgunblaðið - 06.10.1957, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 06.10.1957, Qupperneq 18
18 MORCVlSTtl 4Ð1Ð Sunnudagur 6. okt. 1957 - — Norsku kosn- ingarnar Framh. af bls. 6 milli hans og Hægri flokksins. Leiðtogar hans eru Einar Frogner og L. E. Vatnaland. ★ St j órnar andstöðuf lokkarnir hafa verið sammála í gagnrýni sinni á stjórn Verkamannaflokks ins. Þeir ávíta hana fyrst og fremst fyrir verðbólguna, sem stafi af því að stjórnin þori ekki að gripa í taumana við óraun- hæfum kröfum verkalýðsfélag- anna. Verðlag hefur hækkað um 50% síðan 1949 þrátt fyrir marg- endurteknar yfirlýsingar stjórn- arinnar um að verðhækkamr skuli stöðvaðar. Þá er það gagnrýnt að fjárlög- in hafa tvöfaldazt að upphæð á tíu árúm og leiðir af því mikla skattaáþján. Er það einkum Hægri flokkurinn, sem heitir að létta á skattabyrðunum, ef hann kemst til valda. Andstöðuflokkarnir viður. kenna að vísu þá staðhæfingu stjórnarliða, að lífsafkoma manna hafi verið all góð. En þeir segja þó að hún hefði getað verið betri, ef atvinnulíf ið hefði ekki verið hneppt í íjötra og eftirlit á öllum svið- um. Benda þeir um þetta til reynslunnar í öðrum löndum, þar sem atvinnulífið hefur ver ið frjálsara svo sem Banda- rikjanna, Kanada, Þýzkalands og Sviss. Að lokum gagnrýna þeir seina- gang í ýmsum opinberum fram- kvæmdum, einkum þó í bygging- um skóla og sjúkrahúsa og í vegagerð og vegaviðhaldi. Stað- hæfa þeir að ástand veganna í Noregi sé ósæmandi á 20. öldinni. Ogí símamálum hefur verið slíkt framkvæmdaleysi að 200 þúsund manns bíða eftir að fá síma. Um utanríkismál er ekki deilt. Þar eru allir sammála nema kommúnistar. Þó er skoðanaá- greiningur um aðild að sameigin- legum markaði Norðurlanda. Stjórnin hefur verið hlynnt hon- um, en stjórnarandstaðan að mestu á móti honum . ★ Eins og áður segir heinist barátta borgaraflokkanna að því að reyna að svipta Verka- mannflokkinn þingmeirihluta. Til þess þurfa þeir að ná frá þeim þremur þingsætum. Borg araflokkarnir eru vongóðir um að það megi takast. Yrði það með þeim hætti að kosninga- bandalag Hægri flokksins og Bændafloksins á Þelmörk ynni eitt sæti og Hægri flokkurinn ynni þingsæti bæði á Upp- landi og á Austfold, en á báð- um þessum stöðum vantaði hann aðeins um 100 atkvæði til vinnings við síðustu kosn- ingar. Þessa vinninga þykjast þeir vissir um. En þá kemur annar þátturinn. Það er, hvað verður um þing- sæti kommúnista. í síðustu kosn- ingum náðu þeir í þrjú þingsæti. Haldi þeir þingsætum sínum en Verkamannaflokkurinn missi þrjú til borgaraflokkanna gefur auga leið, að kommúnistar hafa oddaaðstöðu í þinginu og væri þá verr farið. Hins vegar er það álit manna, að kommúnistar hafi beðið mikið fylgistap í sambandi við atburð- ina í Ungverjalandi. Snertu þeir atburðir mjög hug almennings í Noregi. Þess vegna er því spáð, að kommúnistar haldi ekki eftir nema einu þingsæti. Og hvert myndu þá hin tvö þingsæti kommúnista fara? — Að öllum líkindum til Verkamannaflokks- ins og gæti það þýtt að hann héldi meirihluta sínum þrátt fyr- ir allt. ★ skattaframtöl skattafrádrátt Ef Verkamannaflokkurinn tap- aði meirihluta sínum koma upp spurningar um, hvernig smá- flokkunum gengi að mynda stjórn. Milli þeirra er sem sagt gott samkomulag, en ekki er að vita nema það ryki út í veður og vind, þegar þeir ættu að fara að deila með sér völdum. Annar armur Vinstri flokks ins kringum Dagbladet yrði væntanlega ekki verulega á- nægður með samstarfið við Hægri flokkinn og myndi má- ske frekar kjósa að veita Verkamannaflokknum meiri- hlutafylgi. En öll sólarmerki benda til, að ef Verkamanna- flokkurinn tapaði meirihluta sínum, myndi hann hafna allri þáttöku í samsteypustjórn og segja að litlu flokkarnir geti tekið við stjórninni, — í þeirri von, að samstarf þeirra splundrist eftir eitt eða t'vð ár. En nú er aðeins að bíða úr- slitanna. —Þ.Th. „Sjöstjarnan" ÞETTA er þýzk dans- og söngva- mynd tekin í litum og í hinum gamla og góða þýzka stíl með glæsilegum sviðsútbúnaði, léttum söngvum og skemmtilegum döns- um. Efnið er ekki frumlegt, en þó þannig með það farið að það kemur manni í gott skap. — | Einstök atriði minna á „Fangann í Zenda“ og ýmis önnur atriði benda til þess að furstinn af Monaco og hans fagra frú hafi verið ofarlega í huga þeirra, sem myndina hafa gert. Ungt þýzkt tónskáld verður fyrir mis- skilning að taka að sér hlutverk hans hátignar Ottós III af Mont- aníu, sem dvalizt hefur í Egypta- landi. — Og „konungurinn" sér l sér nú leik á borði og kveður til I hallarinnar hina frægu söng- Um og FYRSTA bókin í fyrirhuguðum bókaflokki um hagnýt efni er nú komin út á vegum Kvöldvökuút- gáfunnar á Akureyri. Fjallar bókin um skattframtöl og skattfrádrátt. Eins og kunnugt er. eru skattframtöl ekki emungis grundvöllur tekju- og eignar- skatts, heldur einnig útsvara, en útgjöld þessi eru veigamikill þátt ur í efnalegri afkomu hvers heim- ilis. Hingað til hefir aðeins fræðslu um þessi efni verið að finna í lögum og reglugerðum, sem almenningur hefir ekki greiðan aðgang að. Allir sem am- hver kynni hafa af skattamáium vita að mikið skortir á að mönn- um sé ljóst hvaða útgjöld í dag- legu lífi eru frádráttarbær frá skatti. Af þessum ástæðum sést mönnum yfir að varðveita kvitt- anir og önnur gögn viðkomandi konu og dansmey Marinu Rosar- rio til þess að setja á svið og leika í söngleiknum, „Du bist Musik“, sem hann er reyndar sjálfur höfundur að. „Konungur- inn“ verður ástfanginn af söng- stjörnunni og hirðfólkið er him- inlifandi vegna þess að sjálfstæði þjóðarinnar (2 þús. manns) og skattfrelsi þegnanna veltur á því að konungurinn kvænist og eign- ist son. — En svo kemur hinn rétti konungur í leitirnar, og þá vandast málið. — En ekki meira um það! Caterine Valente, ein vinsæl- asta dægurlagasöngkona Þýzka- lands fer með aðalkvenhlutverk- ið, konungana báða leikur Paul Hubschund og Rudi Klemke, bráðfyndinn náunga, leikur Rud- olf Platte. Ego. útgjöldum, sem frádráttarbær eru, og hljóta af þeim ástæðum hærri skatt en efni standa til. Úr þessu verður ekki bætt, nema með fræðslu, um þessi efni, sem nær til sem flestra. Kvöld- vökuútgáfunni þótti því rétt að láta taka saman í bókarformi út- drætti úr gildandi reglugerð um tekju- og eignarskatt, jafnframt því að birta sýnishorn af land- búnaðarframtali og einstcklings, þannig að menn gætu á sem auðveldastan hátt kynnt sér þessi mál, og gert sjálfir framtals- skýrslur sínar ef þeir óska þess. Við gerð bókarinnar kom eink- um tvennt til greina. I fyrsta lagi að taka saman bók, þar sem rakt- ar væru ýtarlega allar þær regl- ur, sem nú gilda um álagningu tekju og eignarskatts, þannig að bókin væri hvorttveggja, hand- bók fyrir skattgreiðendur og jafnframt leiðbeiningar fyrir skattanefndir. Slík bók hefði orð ið umfangsmikil og dýrari en svo, að líkur væru á að hún næði al- mennri útbreiðslu. í öðru lagi að taka saman litla bók, þar sem emkum væri lögð áherzia á þá hlið málsins, sem að skattfrá- drætíinum jýtur, en þó reynt í stuttu máli að koma inn á sem f’est atriði, sem mestu varða er venjuleg framtalsskýrsla er gerð. Það, sem réð því að útgáfan valdi þessa leið, var það sjónar- mið, að tvkin yrði í senn ódýr og handhæg. Verður nú reynslan að skera úr hvort bókin nær þeim tilgangi sem henni er ætlað, að auðvelda mönnum skattframtöl og spara skattanefndum og skattstjórum þá fyrirhöfn, sem tíðar fyrir- spurnir um einföldustu atriði valda þeim. * LESBÓK BARNAN TA LESBÓK BARNANNA * Eva og vinkonur hennar dönsuðu í ballett og eftir sýninguna barst þeim fallegur blómvöndur. Skyldi Eva vera ein á myndinni? Ef þú dregur strik frá 1—57 getur þú gengið úr skugga um það. Mundu svo að lita myndina fallega á eftir. strauk sér með löppinni altur fyrir eyrað, „1 raun og veru ætti aldrei að gera neitt, nema að vel athuguðu máli. Það er betra að hugsa sig um tvisvar, áður en maður ákveður að strjúka frá Tomma“ „Það finnst mér lika“, sagði Glettu og sleikti á sér rófubroddinn. ,Það er sannarlega þægilegt að sitja í sólinni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þvi, hvernig hægt sé að ná í næsta málsverð". „Ég er alveg á sama máli“, sagði nú Glanni, sem var önnum kafinn við að þvo sér um lappirnar. „Þegar allt kemur til alls er Tommi nú reglulega góður strákur. Alltaf skal hann vita hvenær við er- um svangir og alltaf er hann reiðubúinn að strjúka okkur og gæla við okkur“. Innan lítillar stundar lágu þeir Gosi, Glettir og Glanni allir á tröppunum og steinsváfu í sólskininu. FYRSTA BRÉFIÐ, sem pósturinn flytur að þessu sinni, er frá Lesbókinni sjálfri til allra stúlkna og drengja, sem lesa hana: Komið þið blessuð og sæl og þakka ykkur kær- lega fyrir síðast! Nú er sumarið bráðum liðið. Það hefur verið bæði langt og gott, og þó er eins og það hafi liðið svo fljótt. Þegar sólin skín, er alltaf svo mikið að gera. Lesbókin vonar, að þið hafið samt ekki alveg gleymt henni. Um daginn kom bréf frá litlum strák, sem er ekki nema sjö ára. En hann er duglegur að skrifa. „Hvenær fer Les- bókin að koma aftur?“, spyr hann. „Ég er búinn að skrifa svo „agalega" mörg bréf í sumar“, segir haitn, „sem ég ætla að senda, þegar hún byrjar Þau eru tíu, eða fimmtíu, kannske verða þau hundrað". Þetta er nú karl, sem ekki er feiminn við að skrifa! Að vísu gerum við ráð fyrir, að hann kunni að hafa ruglast eitthvað í riminu, þegar hann taldi bréfin. Hérna sjáið þið mynd af honum eins og teiknarinn okkar hugsar sér hann, þar sem hann situr í allri bréfahrúg- unni! En nú kemur pósturinn með mörg bréf til Les- bókarinnar. Hérna sjáið þið eitt af þeim. Með kærri kveðju Lesbók barnanna. Kæra Lesbók barnanna. Þótt ég sé komin yfir sextugt, hef ég mikla ánægju af að lesa þíg. í 14. tölublaði 12. maí sl. var gátan um úlfinn, lambið og kálhöfuðið. Þegar ég var barn norð- ur i Skagaftrði, lærði ég þessa gátu. þá var það hevpoki í stað kálhöfuðs, þau þekktust þá ekki þar. Gátan var svona: Eitt sinn flutt var yfir á úlfur, lamb og heypokinn. Ekkert granda öðru má, eitt og mann tók báturinn. Ég sendi þessar línur og vísuna, ef þú kærir þig um að nota hana og einhverjum þætti ef til vili gaman að kunna og nota gamla húsganginn, jafnbliða hinni. Með beztu óskum um langa lífdaga og gott gengi, litla lesbók. Una. Frímerkjaþáttur Hvers vegna við söfnum frímerkjum EINS og kunnugt er á söfnunarhneigð sér djúp- ar rætur í okkur öllum og það eru margir hlut- tr og margvíslegir, sem safnarar fást við að safna. Tæplega á þó nokkur grein söfnunar eins marga áhangendur eins og frímerkjasöfnunin eða Filatelien. Frímerkjasöfnunin býr yfir ótrúlegri tilbreytni, hvert lítið frímerki opnar dyrnar að fjölbreyttum viðernum hins stóra, ó- kunna heims. í frímerkj- unum speglast menning og saga þeirra landa, sem þau koma frá, og fátt gef ur betra tækifæri til að læra um fjarlæg lönd og þjóðir, en frímerkjasöfn- unin. í þessum litlu mynd um birtist okkur saga þjóðanna, afreksmenn þeirra, einkenni náttúru og landslags, þættir úr sögu þjóðlífsins í fortíð og nútíð. Þó er það ekki eingöngu sá fróðleikur, sem frí- merkið færir okkur, er gefur því gildi. Oft eru frímerkin bæði listræn og fögur, svo að af þeim sökum verða þau okkur augnayndi og veita safnar anum gleði aðdáandans, sem virðir fyrir sér fagra mynd. Ef maður væri storkur o g stork- ur maður ........ (Hefur þú nokkurn tíma hugsað um, hvernig heim- urinn væri, ef allt væri öfugt við það, sem er!). Þetta tvennt eru venju lega fyrstu áhrifin, sem frímerkjasafnarinn verð- ur fyrir. En ekki hefur hann lengi safnað, er löng unin til að skipuleggja safnið gerir vart við sig. Hvernig á hann að flokka safn sitt niður og setja það upp, þannig að það myndi fagra og samstæða heild? Þá fyrst reynir verulega á smekkvísi safnarans og kunnáttu og þá verður hann að hafa gert sér Ijóst, að hvaða marki hann ætlar að stefna með frímerkjasöfn un sinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.