Morgunblaðið - 06.10.1957, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 06.10.1957, Qupperneq 20
MORGUNBTAÐ1Ð Sunnudagur 6. okt. 1957 20 I I I A ustan Edens eftir John Steinbeck 149 ' „Þetta var allt sem ég vildi spurja um“ Will hallaði sér áfram og þrýsti báðum höndum að sveittu enninu. Hann minntist þess naumast að hafa í annan tíma orðið jafn hrærður. Og Cal fann til ofurlítillar sigurgleði. Hann vissi að hann hafði borið sigur af hólmi og reyndi a-'i varna þvi að svipu.'inn bærj þess nokk- ur merki. Will leit upp, tók af sér gler- augun og þurrkaði rakann af þeim, sem settist eins og móða á glerin. — „Við skulum koma út", sagði hann. — „Vi-5 skulum fara í stutta ökuferð." Will átti stóra Winton-bifreið, með vélhlíf eins langa og lík- kistu og stóra, og kraftmikla vél. Hann ók út fyrir King City og stefndi í suður, eftir þjóðvegin- um, yfir land þar sem vorið hélt innreið sína og lærvirkjarnir flögruðu með gleðikvaki um heið loftin, yfir höfðum þeirra. í vestri gnæfði Pico Blanso til lofts með nýfallna mjöll á hvirfli og herð- um og raðir eukaliptus-trjánna, sem gróðursett höfðu verið yfir þveran dalinn, til skjóls, glitruðu eins og silfur í hinum nýja lauf- skrúða sínum. Þegar þeir komu að hliðarstígn um, sem lá upp í þverdalinn, þar sem Trask-býlið stóð, ók Will út á vegbrúnina og stöðvaði bifreið ina. Hann hafði ekki mæit orð frá því er Wintoninn brunaði út úr King City. Will starði fram fyrir sig og sagði: — „Cal, viltu gerast félagi minn?“ „Já, hr. Hamilton." „Ég vil helzt ekkj taka mér félaga, sem enga peninga hefur. D---------------------O Þýðing Sverrn Haraldsson □--------------------□ Ég gæti að vísu lánað þér pen- inga, en því fylgja oftast vand- kvæði og jafnvel óvinátta.“ „Ég get útvegað peninga", sagði Cal. „Hvað mikla?“ • „Fimm þúsund dollara." „Þú — nei, því trúi ég ekki.“ Cal svaraði ekki. „Ég trúi því“, sagði Will. — „Færðu þá lánaða?“ „Já, hr. Hamilton." „Með hvað háum vöxtum?“ „Engum.“ „Það er ekki svo illa af sér vik- ið. Hjá hverjum ætlarðu að fá láft»ð?“ „Það segi ég ekki.** Will hristi höfuðið hlæjandi. Hann var hinn ánægðasti- — „Get ur verið að ég hagi mér heimsku lega, en ég trúi þér, og ég er eng- inn heimskingi.“ Hann ræsti vél- ina, en stöðvaði hana svo aftur: — „Taktu nú vel eftir“, sagði hann svo. — „Lest þú dagblöðin?" „Já, hr. Hamilton." „Nú verður þess ekki langt að bíða að við lendum með í stríð- ið.“ „Það virðist margt benda til þess.“ „Fólk er farið að gera sér það ljóst. Veiztu hvaða verð er á baun um núna? Eða öllu heldur, veiztu hvað þú færð fyrir hundrað sekki í Salinas?" „Ég er ekki alveg viss. Ég held að það sé eitthvað nálægt þi’emur eða þremur og hálfu centi fyrir pundið“. „Hvernig veiztu þetta?“ „Jú, ég var að hugsa um að biðja pabba að leyfa mér að nytja jörðina". „Nú, svo að skilja. En þú skalt ekki verða jarðyrkjumaður. Þú ert alltof hygginn til þess. Landsseti föður þíns heitir Rantani. Hann er Itali og duglegur bóndi. Hann er búinn að rækta næstum fimm hundruð ekrur lands. Ef við get- um ábyrgzt honum fimm cent fyr- ir pundið og lánum honum pen- inga til frækaupa, þá vill hann sjálfsagt, óður og uppvægur rækta tómar baunir á ekrum sínum.. Það sama verður uppi á teningnum hjá öllum nágrannabændunum. — Við getum tryggt okkur fimm þúsund ekrur af baunum". „Hvað eigum við að gera við baunir, sem kosta fimm cent pund ið, þegar gangverð þeirra er þrjú cent?“ sagði Cal. — „Jú, nú skil ég það. En hvernig getum við gengið út frá því sem vísu?“ „Erum við félagar?" sagði Will. „Já, hr. Hamilton". „Já, Will“. „Já, Will“. „Hvenær geturðu útvegað þessa fimm þúsund dollara?" „Næsta miðvikudag". „Komdu með krumluna". Og svo tókust feiti maðurinn og granni, hörundsdökki pilturinn hátíðlega í hendur . Will hélt eitt andartak í hönd Cals, áður en hann sleppti henni aftur. — „Nú erum við félagar", sagði hann. — „Ég hef góð sam- bönd við brezku kaupendasamtök- 5n og ég á vini í Quartermaster Corps. Ég er sannfærður um að við getum selt allar þær þurrkað- ar baunir, sem við komumst yfir, á tíu cent pundið, eða rneira". „Hvenær getið þér selt?“ „Ég sel áður en ég undirrita einn einasta viðskiptasamning. — Jæja, eigum við nú að skreppa heim að bænum og heilsa upp á Rantani?" „Já, hr. Hamilton", sagði Cal. Will ók af stað og stóra, græna bifreiðin rann þyngslalega inn á hliðargötuna. XLII. KAFLI. Það er alltaf einhver annar sem lendir í stríð. 1 Salinas gengum við þess ekki duldir að Bandaríkin væru stærsta og voldugasta þjóð í heimi. Hver einasti Ameríku- maður var fæddur riffilskytta og einn Ameríkumaður var jafngildi tíu eða tuttugu útlendinga, þegar á hólminn kom. Ferð Pershings inn í Mexico, á eftir Villa veikti trú okkar um stundar sakir. Við höfðum trúað því statt og stöðugt, að mexi- cönsku hermennirnir skytr alltaf fram hjá marki og væru þar að auki latir og heimskir. Þegar Salinas-riddarasveitin kom aftur heim frá landamærunum, örþreytt og vonsvikin, fullyrtu þeir að ekk- ert af þessu væri sannleikanum samkvæmt. Mexicanarnir gátu skotið beint í mark, ekki síður en okkar skyttur. Og riddaralið Villa hafði sýnt greinilega yfirburði yf- ir okkar drengi. Æfingarnar, tvö kvöld í mánuði, höfðu ekki hert þá sem skyldi. Og loks virtust Mexi- canarnir hafa algerlega blekkt og ginnt „Svarta Pétur" Pershing. Þegar blóðkreppusóttin kom svo bandamönnum sínum, mexicanska hernum, til hjálpar, varð ástand okkar manna fyrst alvarlegt. Sum- ir þeirra voru mörg ár að komast til fullrar heilsu aftur. Af einhverjum ástæðum gerðum við engan samanburð á Þjóðverj- um og Mexicomönnum. Við tókum aftur gömlu trúna á styrk og þrek okkar hermanna. Einn Ameríku- maður var jafnoki tuttugu Þjóð- verja. Og úr því að þetta var stað reynd, þá þurftum við aðeins að vera harðir og ákveðnir, til þess að koma keisaranum á kné. Hann myndi ekki voga að skipta sér af okkar verzlunarmálum — en hann gerði það. Hann myndi ekki ger- ast svo djarfur að sökkva skipum okkar, en hann gerði það. Þetta var heimskulegt af honum, en hann gerði það og þá var ekkert fyrir okkur annað að gera en að fara með stríð á hendur honum. Sti’íðið kom, a. m. k. í byrjun öðrum mönnum við. Við, ég, fjöl- skylda mín og vinir, sátum eins og áhorfendur á eins konar hringsviði og það var verulega áhrifamikið og æsandi. Og alveg eins og það eru alltaf einhverjir aðrir sem í stríðinu lenda, þannig eru það líka einhverjir aðrir sem í stríðinu falla. En, herra minn trúr, þetta reyndist líka tilhæfulaus blekking. Hin skelfilegu símskeyti tóku að koma og flytja sorgir og örvæntingu. Og hinn fallni gat verið bróðir hvers og eins. Og hér sátum við órafjarri fallbyssudrun unum, en það tryggði okkur ekki. Þá var allt gaman úr sögunni. Kvenna-herdeildin gat gengið í skrúðgöngum, með hvítar húfur og í hvítum einkennisbúningum. Frændi okkar gat endurritað Fjórða júlí-ræðuna sína og notað hana, til að selja Liberty Bonds. Komnar aftur! Nýjustu hljómplötur Stefáns Islandi Þey, þey og ró, ró — Kirkjuhvoll Píanó: Haraldur Sigurðsson, prófessor Ennfremur DÚETTARNIR margeftirspurðu: Sólsetursljóð — Næturljóð (A. Rubenstein) Islandi og Guðmundur Jónsson Píanó: Fritz Weillhappel Plötur sem allir þurfa að eiga Fást í hljóðfæraverzlunum ÚTGEFANDI: ^Mfió^eeraverzlun Sujrdar ^Melyadóttur Vesturveri M A R K tJ S Eftir Ed Dodd Við háskólaborgarar gátum geng- ið í kaki-einkennisbúningi, með skátahatta á höfði og lært skotfimi hjá leikfimikennaranum, en Herra Guð. Marty Hobbs var dauður og Teddy Bergs, sem átti heima hinum megin við götuna og sem var svo laglegur að litla syst ir okkar var dauðskotin í honum frá því hún var þriggja ára — hann var sprengdur í tætlur. Og hinir slánalegu, þungstigu ungu menn, klyfjaðir föggum sín- um og farangri, þrömmuðu takt- laust niður eftir Main Street, til járnbrautarstöðvarinnar. Þeir voru undarlega vandræðalegir og hornahljómsveit Salinas-borgar gekk í broddi fylkingar og lék „Stars and Stripes Forever og fjölskyldurnar, sem fylgdu ungu mönnunum, grétu og hljómlistin líktist útfararlagi. Ungu nýliðarn ir vildu ekki horfa á mæður sín- ar. Þeir þorðu það ekki. Við höfð- um aldrei trúað því að stríðið myndi ná til okkar. Svo tóku einhverjir í Salinas að hvísla og pískra í krám og knatt- borðsstofum. Þeir höfðu fengið Ieynilegar upplýsingar hjá her- manni — við fengum ekki að vita sannleikann. Hermenn okkar voru sendir til árásar, fallbyssulausir. Herflutningaskipum var sökkt og *Htitvarpiö Sunnudagur 6. oktúber: Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í hátíðasal Sjómanna- skólans (Prestur: Séra Jón Þor- varðsson. Örganleikari: Gunnar Sigurgeirsson). 13,00 Berklavarn- ardagurinn: Útvarpsþáttur SlBS Umsjónarmenn og aðalflytjendur: Karl Guðmundsson leikari og Jón M. Árnason. 15,00 Miðdegistónleik ar (plötur). 16,30 Veðurfregnir. — Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrituð í Þórshöfn). 16,55 Útvarp frá í- þróttavellinum í Reykjavík: Sig- urður Sigurðsson lýsir síðari hálf leik í knattspyrnukeppni Akurnes inga og Reykvíkinga. 17,40 „Sunnu dagslögin". 18,30 Barnatími — (Skeggi Ásbjarnarson kennari). 19,30 Tónleikar (plötur). 20,20 Tónleikar (plötur). 20,35 Frásaga: Minnsti maðurinn eftir Cskar Að- alstein rithöfund (Andrés Björns- son flytur). 21,00 Einsöngur: — Stefán Islandi syngur (plötur). 21,25 „Horft af brúnni". Matthías Johannessen kand. mag. talar um leikritið og höfund þess og ræðir við Lárus Pálsson leikstjóra og Róbert Arnfinnsson leikara. Einn ig verður flutt atriði úr leiknum. 22,05 Danslög, þ. á. m. leikur danshljómsveit Björns R. Einars- sonar. 23,30 Dagskrárlok. Mánudagur 7. oktúber: Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Lög úr kvikmyndum (plöt- ur). 20,30 Útvarpshljómsveitin; Þórarinn Guðmundsson stjórnar. 20,50 Um daginn og veginn —• (Andrés Kristjánsson blaðamað- ur). 21,10 Einsöngur: Dietrich Fischer-Dieskau syngur sjö lög (plötur). 21,30 Útvarpssagan: — „Barbara" eftir Jörgen-Frantz Jacobsen; X. (Jóhannes úr Kötl- um). 22.10 Fiskimál: Síldarvertíð- in og síldarrannsóknir á s. 1. sumri (Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur). 22,25 Nútímatónlist: Verk eft ir Prokofieff (plötur). — 23,05 Dagskrárlok. 1) — Naglarnir, sem Markús etakk í kertin sanna sekt Láka. 2) — Jæja, þá skulum við koma. — Haldið vörð við brunasvæðið, þar til öruggt er að eldurinn er kulnaður. 3) — Markús, þú fannst Frey- faxa. — Já, en Bangsi er slasaður. 4) — Láki ætlaði að fela fol- ann og hvolpinn í mýrunum og Bangsi litli slasaðist í eldinum. Þriðjudagur 8. október: Fastir liðir eins og venjulega. 19,30 Þjóðlög frá ýmsum löndum (plötur). 20,30 Erindi: Norrænar nýlendur í Ameríku (Jón R. Hjálmarsson skólastjóri). — 21,50 Tónleikar: Malcuzynski leikur píanóverk eftir Szymanowski, —• Paderewsky, Chopin, Scriabin, —■ Debussy, Rachmaninoff og Pro- kofieff (plötur). 21,20 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 21,40 Tón leikar (plötur). 22,10 Kvöldsagan: „Græska og getsakir" eftir Agöthu Christie; XIX. (Elías Mar les). 22,25 „Þriðjudagsþátturinn". —• Jónas Jónasson og Haukur Mort* hens hafa umsjón hvns með hönd- um. 23,20 Dagskrárlok. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.