Morgunblaðið - 06.10.1957, Qupperneq 23
Sunnudagur 6. okt. 1957
VORGrnvpr 4pjd
23
- Varsjá
Frh. af bls. 1.
krefjast þeir að fá að ræða við
stjórnina um áframhaldandi út-
gáfu stúdentablaðsins Po Prostu.
En rikisstjórnin hefur tilkynnt að
hún muni alls ekki létta banninu
við útgáfu þess.
Það er vitað með vissu, að einn
maður Iét lífið í óeirðunum í
Varsjá. Ekki er vitað, hve margir
stúdentar voru handteknir en
þeir skipta hundruðum. Frá ein-
um stúdentagarði eru 50 stúdent-
ar týndir og má gera ráð fyrir
að þeir sitji nú í fangelsi.
— Kvöldsamfal
Framh. af bls. 6
minn, það er lítið að segja. Ég
veit ákaflega lítið um ljóðin mm
Ég veit ekki einu sinni, hvernig
þau verða til. Þegar ég byrja
á kvæði, hef ég ekki hugmynd
um efni þess, get varla skýrt frá
því, þegar því er lokið. Þetta er
allt ákaflega skritið. Það er eins
og að falla í leiðslu, ja eða tefla
skák. Maður kemst einhvern veg-
inn ekki undan þessu. Þetta ligg-
ur á manni eins og mara. Það er
eitthvað sem knýr á, og svo sezt
maður niður og horfir á hvítan
pappirinn eins og maður líti nið-
ur í glas af víni, já einmitt, glas
af víni. Það getur vel verið að
þetta sé einna líkast því að fara
á kenderí. Hvað segir þú um það?
Ekki svo að skilja, að þetta sé
nein andagift, sem hellt er yfir
mann, eins og hlandi úr fötu.
Alls ekki. Þetta kemur bara. Og
eins og þú getur séð, þá gæti ég
ekki ort kvæði eftir pöntun,
ekki einu sinni í sambandi við
konungsheimsóknir. Á ég að
segja þér, hvernig þetta getur
gerzt. Mér koma í hug einhverj-
ar línur úti í haga, já, einhverj-
ar vorlínur og mér finnst þær
geðugar, get ekki gleymt þeim.
Mörgum árum síðar skjóta þær
svo aftur upp kollinum og ég
yrki vorkvæði utan um þær:
Fífan úti í flóanum
fer í kjólinn nýja,
greidd af góða og hlýja
golulófanum.
Þessar fjórar línur í þriðja
erindi voru upphafið að Kóngs-
bænadagskvæðinu. Annars er
þessi ljóðagerð mín í seinni tíð
ákaflega fástrengjuð, aðallega
ljóð um gamlan tíma, og þá helzt
annálsbrot um lítilfjörlega at-
burði, sem enginn hefur heyrt
um, og svo náttúru- og ástar-
kvæði. Það er víst kall-
að lýrik. Það er gott að
yrkja slík kvæði á Akur-
eyri, þar er rólegt og þægilegt að
vera, en þar hafa menn samt
ekki eins mikinn áhuga á skáld-
skap og hér í Reykjavík. Þetta
er þó afbrágðsfólk, dálítið sein-
tekið, en ég veit ekki, hvort það
er löstur. Á Akureyri eru a. m. k.
6 skáld, sem látið hafa ljós sitt
skína í bókmenntaheiminum og
er samkomulagið með ágætum.
Við erum kunningjar og lofum
hver öðrum að heyra nýjustu
kvæðin, lesum þau gjarna í síma.
Það veit sennilega enginn, hvað
síminn hefur lagt af mörkum til
íslenzkra bókmennta. Annars er
það rétt hjá Tómasi Guðmunds-
syni, að menn eiga ekki að yrkja
ljóð, því það er bezta leiðin til
að einangra sig frá öðru fólki.
Það forðast skáld, heldur að þau
séu öðru vísi en aðrir, hættulegri
á einhvern hátt. En það er ekki
rétt. Skáldið er ekki hættulegra
en þeir sem leysa krossgátur
Morgunblaðsins. En nú erum við
komnir út á hála braut og svo
má ég ekki vera að þessu lengur.
Ég þarf að nota tímann vel hér
fyrir sunnan, til dæmis er ég í
óða önn að lesa söguna hans
Mykles um rauða rúbíninn, held
það sé góð bók, full af skáldskap
inni á milli, er það kannski mis-
skilningur hjá mér? Annars skal
ég játa, að ég er aðallega að for-
vitnast í svæsnustu kaflana eins
og krakkarnir. Mykle hefur marg
háttaða reynslu í kvennamálum,
það leynir sér ekki, liggur við
borð að maður öfundi hann.
M.
Barnamúsíkskólinn
Almenn músíkkennsla, söngur og kennsla í hljóðfæra-
leik fyrir börn frá 8 ára aldri. Forskóladeildir fyrir
5—7 ára börn. — Að gefnu tilefni er athygli vakin á
því, að nýir nemendur eru aðeins teknir í byrjun skóla-
árs. Síðustu innritunardagar eru á morgun og þriðju-
dag. Innritun fer fram í Iðnskólanum (inng. frá Vila-
stíg) kl. 4—6 e. h.
Afgreiðsl ustúlka
Lipur og ábyggileg stúlka, helzt vön afgreiðslu, getur
fengið atvinnu nú þegar. — Uppl. frá kl. 6—7 á mánu-
dag.
Verzlunin
Austurstræti 12
Alúðar þakkir sendi ég öllum þeim vinum og vanda-
mönnum, börnum og tengdabörnum, sem heiðruðu mig
á sjötugsafmæli mínu 24. september með heimsóknum,
skeytum og gjöfum.
Guð blessi ykkur öll.
Helgi Jónsson
Krókatúni 15, Akranesi
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Guðlaugs Einarssonar hdl. og að undan-
gengnu fjárnámi 5. sept. 1957, verður opni vélbáturinn
Sædís AK-86, skráð eign Þóris Lárussonar og Gylfa
Þorsteinssonar, boðinn upp og seldur, ef viðunanlegt
boð fæst, til lúkningar dómsskuld að fjárhæð kr. 15.000,00
auk vaxta og kostnaðar, á opinberu uppboði, sem haldið
verður á skrifstofu embættisins Mánabraut 20, Akranesi,
þriðjudaginn 22. október 1957 kl. 14.
Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Bæjarfógetinn á Akranesi, 4. okt. 1957.
Þórhallur Sæmundsson.
Nýkomnir: Danskir, þýzkir, enskir
filthattar
HATTABÚÐ BEYKJAVÍKUR
Laugavegi 10
Hafnarfjörður
Vantar unglinga eða eldri menn til að
bera blaðið til kaupenda. — Hátt kaup.
Talið strax við afgreiðsluna, Strand-
götu 29.
Haust
laukarnir eru komnir
Túlipanar, páskaliljur, krókusar o. fl. tegundir.
Plöntuskeiðar og pinnar til niðursetningar.
Laufhrífur og önnur verkfæri.
Onnumst einnig niðursetningu og
haustfrágang.
GRÓÐRASTÖÐIN
við Miklatorg — Símar 19775 og 24917
Skrifstofuhúsnæði
Nokkur skrifstofuherbergi — einstök
eða samliggjandi — eru til leigu í Mið-
bænum. — Uppl. hjá Guðmundi Blöndal
sími 19822 (heimasími 18073).
Stúlkur
óskast í verksmiðjuvinnu.
Uppl. í síma 11600.
Konan mín
GUÐRÚN HÁKONARDÓTTIR
lézt laugardaginn 5. okt. — Jarðarförin auglýst síðar.
Magnús Þórarinsson.
Faðir okkar
EINAR JÓNSSON
sjómaður, Njálsgötu 69, lézt á heimili sínu, 4. október.
Sigurður Einarsson, Vigberg Einarssson,
Valur Einarsson, Díana Einarsdóttir.
mmmmsmmmmmmmmmmmmmmummmmmmmmmmmmmmmBmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
ÓLÖF JÓH. SIGMUNDSDÓTTIR
frá Akureyjum, sem andaðist 29. sept. s. 1., verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 8. október kl.
13,30. — Blóm afþökkuð.
Aðstandendur.
Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við
andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa
GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR
'yrrv. umsjónarmanns í Verkamannaskýlinu
Guð blessi ykkur öll.
Sigríður Helgadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Þökkum innilega samúð okkur veitta við andlát og
jarðarför
GUÐMUNDAR HALLGRÍMSSONAR
Akurgerði 14, Akranesi.
Ingveldur Kristjánsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát móð-
ur okkar
HALLDÓRU EINARSDÓTTUR
frá Kirkjubæ í Húnaþingi. — Sérstaklega þökkum við
Siglfirðingum fyrir vinsemd og virðingu auðsýnda við
jarðarför hennar þar.
Gunnfríður Jónsdóttir, Jóninna Jónsdóttir,
Þóra Jónsdóttir, Einara Jónsdóttir.