Morgunblaðið - 11.10.1957, Side 6

Morgunblaðið - 11.10.1957, Side 6
6 MORCVPtBL AÐ1Ð Föstudagur 11. október 195T Hrói höttur og ASTANDIÐ á eynni Kúbu í Karibíska hafinu er nú orðið svo ótryggt, að ein- ræðisherrann Batista hefur sent konu sína og börn til Flórida í Bandaríkjunum. Á flugvellinum í Havana bíður flugvél hans og er ætíð tilbúin til brottferðar, ef Batista þyrfti á því að halda. Það er unga þjóðin sem er að gera uppreisn gegn ein- ræðisherranum. Stúdentar eru fremstir í fiokki. Skæruliða- hernaður geisar á suðurströnd Iandsins. Sprengjum er kastað og nú fyrir nokkru brauzt út uppreisn í Cienfuegos, bæki- stöð flotans á suðurströndinni. ★ Batista er af fátækum bændum kominn. í æðum hans rennur blandað blóð hvítra manna og Fidel Castro, uppreisnarforingi Indíána. Hann gekk ungur í her- skóla. Þar var það gæfa hans, að hann lærði vel vélritun og hrað- ritun. Vegna ágætra hæfileika í þeim greinum var hann skipað- ur hraðritari herráðs Kúba. Kynntist hann og varð vinur gamla harðstjórans Machado. Stjórn Machado harðnaði mjög, þegar kreppan skall yfir um 1930. Fátækt og atvinnuleysi kom af stað ólgu meðal almúgans. En Machado lét hart mæta hörðu og varð hann hataður af þjóðinni. Það var komið að suðumarki. Þetta sá Batista, hraðritari her- ráðsins. Hann safnaði um sig hópi ungra liðsforingja, sem sáu nú von um frama. Svo notaði hann tæikfærið, dró upp skammbyssu og sagði Machado að hafa sig á brott. Batista hét þjóðinni bætt- um kjörum og auknu frjálsræði. Hann efndi hið fyrra, þegar tím- arnir fóru að batna. Hitt tregð- aðist hann við. Það er nú meira en aldarfjórðungur síðan Batista framkvæmdi valdatöku sína. Hann hefur síðan verið hinn mikli valdhafi Kúbu. I fyrstu var hann vinsæll meðal alþýðu, en nú er svo komið, að hann heldur völdum, aðeins með stuðn ingi hersins. Um tíma skömmu eftir síð- ari heimsstyrjöldina var hann knúinn af almenningsáliti inn- anlands og utan til að leggja niður völd. Lýðræðisskipulag var við lýði á Kúbu í fáein ár. Svo kom Batista aftur til lands ins, framkvæmdi aðra valda- töku með herinn að baki sér og leysti upp þingið. Eftir það hefur verið kalt stríð milli Batista og alþýðunnar, miili hersins og alþýðunnar, ★ Það er þó ekki fyrr en síðustu tvö ár, sem mótstaðan gegn Bat- ista hefur sameinast undir einum foringja og eitt ár er íiðið síðan hann steig á land á Kúbu og hóf að þreyta liðsmenn stjórnarinn- ar með skæruhernaði. Foringi skæruliðanna er ung- ur lögfræðingur að nafni Fidel Castro. Barátta hans gegn Batista hófst 26. júlí 1953. f smábænum Santiago, sem er um 1000 km aust ur af Havana. Hann var fremstur í flokki fjölmenns liðs stúdenta, sem risu upp gegn stjórninni og fc-.áræðisherrann réðust vopnlitlir að kastalanum í borginni. Árásin var gerð af vankunnáttu og vanefnum. Þetta varð blóðbað. Hinir vönu her- menn í kastalanum skutu stúdent ana niður með vélbyssum. Þeir sem eftir lifðu voru handteknir. Það átti að dæma Castro til dauða, en erkibiskupinn í Santi- ago skarst í málið og hlaut þessi ungi uppreisnarmaður í þess stað 15 ár^ fangelsi. 19 mánuðum seinna lét Batista fara fram eina af hinum svo- nefndu kosningum, sem fer fram með sama hætti og kosningar í Sovétríkjunum. Kosningadagur- inn var gerður að hátíðisdegi og í tilefni hans voru margir fangar náðaðir og sleppt úr haldi, þeirra á meðal Castro. Enn var Batista ekki hræddur við að sleppa upp- reisnarmönnum úr haldi, því að mótstaðan var sundruð og hik- andi. ★ Castro fór úr landi. Fyrst hélt hann til New York og reikaði þar í nokkrar vikur um strætin. Eft- ir það kom hann til Mexikó og hitti þar fyrir mikinn hóp út- lægra stúdenta og frelsiselskandi manna frá Kúbu. í Mexikó seldi Castro föt af sér fyrir 20 dollara til þess að geta gefið út bók um réttarhöldin gegn sér í Santiago. Vakti bók þessi athygli fyrir það hve nákvæmlega hún lýsti ger- ræðisfullri misbeitingu dómstól- anna á Kúbu. Varð Castro nú brátt viðurkenndur uppreisnar- leiðtogi í hópi útlægra stúdenta og það þótt þeir væru af möig- um flokkum. Þeir stofnuðu nú byltingarráð Kúbu og gáfu út tilkynningu, um að einhverntíma á árinu 1956 myndu þeir gera innrás á eyjuna og velta Batista einræðisherra. Jafnframt þessu fór að gæta nokk uð minniháttar skemmdarverka á Kúbu. blú vissi Batista, að hann hafði fengið skæðan mótstöðu- mann Herinn fékk fyrirmæli um að vera við öllu búinn. ★ Þann 2. desember 1956 sigldi svolítill 62 smálesta mótorbatur upp að suðurströnd Kúbu. Hann bar nafnið Gramma og innan- borðs voru 82 ungir uppreisnar- menn. Það var ætlunin að stíga á land á svonefndum Oleranda- Fulgencio Batista, einræðisherra sandi, sem er skammt frá bænum Niegero. En óheppnin fylgdi uppreisn- armönnunum í byrjun. Orrustu- flugvél stjórnarinnar kom auga á skipið og lét vélbyssuskotum rigna yfir það. Það kom líka í ljós, að mjög erfitt var að stíga á land á þessum stað. Þar er grunnsævi og sker fyrir framan. Komust uppreisnarmennirnir ekki á land nema með lítið eitt af vopnum. Uppi í landinu komu hersveitir stjórnarinnar á móti þeim og stóðu bardagar í þrjá daga. Eftir það voru 30 uppreisn- armenn fallnir og fleiri særðir. Héldu þeir upp í Sierra Maestra fjöllin og földu sig þar í geysi- þéttum frumákógum. ★ Þar hefur Castro haldizt við síðan. Að honum hefur drifið mesti fjöldi ungra manna og skiptir uppreisnarherinn orð- ið hundruðum. Hefur Castro verið líkt við Hróa hött, hinn fræga stigamannaforingja. — Hafa menn hans vanizt við dvölina í skóginum, safnað skeggi og eru hinir vígaleg- ustu. Þeir ráða í rauninni yfir þessu suðausturhorni eyjarinn ar. Þaðan hafa þeir gert út- rásir í ýmsar áttir og eiga ætíð öruggt hæli í skógunum. Getur verið að þeir ráðist til stærri atlögu hvenær sem er. Auk þess eru flugumenn Cast- ros starfandi um allt landið, svo að fylgismenn stjórnarinrfhr eru hvergi öruggir um líf sitt. skemmdarverk eru unnin á verk- smiðjum og sykurekrum. ★ Djarfasta árásin var þó gerð í Havana sl. vor. Fjölmennur hópur stúdenta réðst vopnaður inn í forsetahöllina í þeim ein- læga ásetningi að^skjóta Batista forseta. Á sama tíma réðust stúdentar inn í þulherbergi út- varpsstöðvarinnar og tilkynntu að Batista væri dauður. En einnig þessi áætlun mis- tókst. Árásin á forsetahöllina kom að vísu að óvörum. Hún var framkvæmd í hvíldartímanum um miðjan dag og verðirnir lágu á meltunni. Tókst stúdentunum að vinna bug á mótspyrnu þeirra. En er þeir ætluðu að ganga til herbergis forsetans, mætti þeim skothríð. Það var forsetinn sjálf- ur sem beið alvopnaður inni í herberginu. Hann hélt á marg- hleypu í hægri hendi, en tók símatólið upp með þeirri vinstri og hringdi í setuliðið. Eftir ör- skamma stund kom fjölmennt herlið á vettvang og stúdentarn- 1 ir voru felldir í hrönnum. Dómadogsþvæftingur Tímans BLAÐ fjármálaráðherrans, „Tím- inn“, rak upp smáskræki 29. f. m. og 1. þ. m. út af þeim rök- semdum er ég birti um skattana í grein minni hér í blaðinu 28. fyrra mánaðar. Grein sú er öll byggð á raun- verulegum tölum úr fjárlögum og ríkisreikningum. Engri þeirri tölu reynir Tíminn að hnekkja og getur það ekki. En hann kallar greinina: dómadagsþvætting og fann þar það orðið, sem bezt á við um skrif hans sjálfs, því að megin- hlutinn af öllu, sem þar sést um stjórnmál og fjármál, er dóma- dagsþvættingur. Raunverulegum og réttum tölum vill slíkt blað eðlilega ekki koma um of nærri. Þær eru eitur í þess bein- um. Það kýs það helzt, að eiga tal við þá, sem minnst vita. Þá telur blaðið og forráðamenn þess helzt hægt að blekkja með rugli sínu um menn og málefni. — Nokkrum atriðum víkur þó blað- ið að í sambandi við grein mína, sem ástæða er til að svara, því að ekkert þeirra er hjá Tíman- um á rökum reist. Hann telur mig hafa haldið því fram, að Eysteinn einn réði setningu fjár- laga og ákvörðun ríkisútgjalda. Engri slíkri vitleysu hefi eg hreyft. Hún er tilbúningur Tím- ans. Hitt hefi eg sagt, að fjár- málaráðherrann hafi forystuna um þessi efni. Og þar eð Eysteinn hefir verið allra manna lengst í því embætti illu heilli, þá ben hann meiri ábyrgð á ófarnaðinum en nokkur maður annar. Það var heldur ekki verið að skafa utan af ráðum fjármálaráðherrans á síðum Tímans, þegar þeir Pétur Magnússon og Jóhann Þ. Jósefs- son voru í embættinu. Þá voru engir eins ákveðnir í því, sem Tímamenn, að öll eyðsla væri þeirra sök. • Þá er Tíminn að sletta því, að dýrtíðin öll sé sök Sjálfstæðis- manna. Eg mun í þetta sinn leiða hjá mér að svara því rugli. En vera kann, að eg skrifi um það sérstaka grein til frekari sönn- unar þeirri staðreynd, að á þvi sbrifar ur daglega lífinu Maðurinn, jörðin og tunglið IDAG birtir Morgunblaðið hug- leiðingar Jóns Kaldals vegna sýningarinnar: Fjölskylda þjóð- anna. Ég vil vekja athygli á þess- ari djúpu hugvekju, sem er eins og rödd úr mínu eigin hjarta. Eigum við að fara til tunglsins? Heimili mannsins er jörðin, er eitt sinn reis úr Ægi, iðagræn. Það er aðeins einn maður í heimi og nafn hans er allir menn og það er litli flautuleikarinn og hann er ég og ég er hann og ég hann leik á flautuna mína: Alle menschen werden Briider. Nem- um jörðina, heimili okkar, áður en við höldum til tunglsins. Höld- um okkur á heimili okkar, þang- að til blessun fylgir ferðum okk- ar. Þá getum við leiðzt, sem tvö lítil börn, óvitandi um hið illa, sem einu sinni var, út í himin- geiminn. Með þeirri mynd lýkur sinfóníunni Fjölskylda þjóðanna. Þökk, Jón Kaldal. 9. okt. ’57 G.W.V. Þulirnir E" G tek undir með S.V., er skrif- ar í dag um fréttaþulina (8/10). Er oft hörmulegt að hlusta á fréttalesturinn. Ríkisútvarpið á alls ekki að láta fréttamennina lesa fréttirnar heldur valda þuli. Annars eru þeir þulir, sem útvarpið hefur núna, alls ekki fyrsta flokks, og verður því að gera gangskör að því að fá góða þuli. Það þyðir ekkert að einblína á einhver launalög og segja: Kaupið má ekki vera hærra en þetta, en fyr- ir það kaup vilja úrvalsmennirnir ekki vinna, og því verðum við að gera okkur að góðu miðlungs- menn. Við vitum hvernig fór með bezta þul okkar, Pétur. Nei, í þularstörf dugar ekkert annað en það bezta. Og það er nær fyrir útvarpið að nota fé sitt til að greiða mörgum og góðum þulum góð laun og að bæta dagskrána, heldur en að sóa því í hluti, sem útvarpinu koma ekkert víð og kemur sárafáum að gagni, svo sem sinfóníuhljómsveit og sýn- ingar. — 'S.M. Fegurðarsamkeppni á dansleikum KÆRI „Velvakandi“, Mig langar til að vekja at- hygli þína á fegurðarsamkeppn- inni, sem skemmtistaðirnir, að sögn ætla að innleiða á hverju laugardagskvöldi meðal úngling- anna. Við nokkrar mæður höfum talað um þetta fyrirbæri okkar á milli, og verið sammála um, að þetta sé í alla staði mjög varhuga verður leikur. Það er okkar álit að þetta hafi spillandi áhrif á æskuna og að spillingin liggi í því, að koma metingi inn hjá v.ng- lingunum, um það hver sé fin- astur til fara og hver fallegastur. Það bæri fremur að verðlauna unglinga fyrir prúða framkomu og reglusemi, og fyrir það hvorki að reykja né drekka, því það eru eiginleikar, sem vert er að verð- launa. Sagt er að dansstaðirnir beiti þessum brögðum, til að draga unglingana að skemmtistöðunum. Er samkeppnin orðin svona hörð um unga fólkið? En ekki hafa allir hlotið fegurð í vöggugjöf og heilbrigðast væri ungu fólki eða æskumönnum að skemmta sér án slíkra æsingaatriða, sem geta vald ið öfund og sundrung hjá ungling um á gelgjuskeiði, sem almennt eru taldir áhrifagjarnir. Okkur finnst að það sé nóg að hafa til að bera æskuþokka og æskugleði og meira þurfi ekki við svo að hægt sé að skemmta sér á fullnægjandi og viðeigandi hátt. Gætu ekki forráðamenn bæjar- ins gripið hér í taumana og bann- að slíkan skrípaleik með æskuna og stemmt stigu fyrir að slík ómenning eigi sér stað. Nokkrar mæður. sviði á enginn svo stóra sök, sem stjórnmálabraskarinn Eysteinn Jónsson. Þá spyr „Tíminn“ hvort fram- kvæmdir ríkisins séu þá ekki mest Eysteini að þakka, eins og útgjöldin. Framkvæmdirnar eru margar nauðsynlegar og þarfar, en ekki nærri allar. Þær eru þjóð og þingi og ríkisstjórn að þakka. 1 En þær eru ekkert mikilsverð- J ari fyrir það, þó margar þeirra hafi verið gerðar mörgum sinn- um dýrari en vera þurfti vegna heimskulegrar fjármálastjórnar. Gengisfallið 1950 er eitt af því sem „Tíminn“ nefnir sem afsök- un fyrir skattaskrúfunni. Víst hefir það átt sinn þátt og hann ekki lítinn á því sviði.Sú ákvörð- un að fella gengið var tekin sem neyðarúrræði og gat komið að miklu gagni ef við hefðum haft einbeitta og viturlega fjármála- stjórn síðan. En við höfum haft Eystein. Þess vegna dugði geng- isfallið aðeins um stund. Það rann út í sandinn og varð til að auka skrúfuna og gera vandann enn alvarlegri en ella. Að lokum nefnir „Tíminn“ það. sem höfuðvillu í grein minni, að eg skuli ekki taka framkvæmdir ríkisstofnananna með, þegar eg ber saman kostnaðinn við starf- rækslu þeirra. Þá hefði nú fyrst verið hægt að slá mér við, ef eg hefði lent í þeirri villu. Eg bar saman rekstrarkostnað stofnan- anna 1949 og áætlun 1957. Að blanda rekstrarútgjöldum sam- an við framkvæmdir þessi ár hefði auðvitað aukið hækkunina gífurlega. En það kom ekki hin- um raunverulega rekstrarkostn- aði við. Þetta sem annað sýnir hvílíkt rugl „Tíminn“ er að fara með. Hitt er náttúrlega engin furða, þó Tímamenn svíði undan því, að það skuli upplýst með tölum, að frá því Nýsköpunarstjórnin hætti hafa gjöld og skattar með 11 ára setu Eysteins í ríkisstjórn hækkað um 1015 milljónir króna miðað við heilt ár. Og frá því Eysteinn tók við embætti fjármálaráðherra 1950 hafa gjöld og skattar til ríkis- ins hæklcað um 839 milljónir kr., einnig miðað við heilt ár. Þessum herrum fellur heldur ekkert vel, að sjá það sannaS með tölum, að árlegur rekstrar- kostnaður sjö ríkisstofnana hefir í síðari fjármálaráðherratíð Ey- steins Jónssonar hækkað um 74,6 milljónir króna og að sú hækk- un kemur ekki fram í samtölu fjárlaga og ríkisreikninga. Má því segja, að það er nokk- ur vorkunn þó afsakanir Tímans fyrir þessum staðreyndum sé „dómadagsþvættingur“. Það hljóta þær eðlilega að verða. Jón Fálmason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.