Morgunblaðið - 11.10.1957, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 11.10.1957, Qupperneq 9
Föstudagur 11. oldóber 1957 MORGUNBT 4 ÐIÐ 9 Hús Bæjarbókasafnsins er ein af þeim fáu byggingum í Reykja- vík, sem með sanni má kalla höli. um þriðjungur þeirra, sem fengu bækur lánaðar, voru börn. Æsku fólki er ætlað sérstakt herbergi inni í Hólmgarði, og er það bæði lesstofa og til útlána. öll eru húsakynni þarna innfrá hin vist- legustu, þar eins óg í Þingholts- stræti eru hillur og önnur hús- gögn úr eik, bókaskápar hæfilega háir og svo rúmt á milli þeirra, að gott er að komast að bókun- um, þó að margt sé um manninn í safninu. í barnalesstofuna komu sumir gestirnir með ólæst vina- eða fylgdarlið, bæði litlu syst- kinin og dúkkurnar sínar, en um- gengnin var prúðmannleg. Ann- að mál er það, að í stiganum not- uðu sumir tækifærið til að renna sér svolítið á bossanum! Heimsókninni í Bæjarbókasafn ið var lokið. Bókasöfn hafa verið til allt frá grárri forneskj.u, en leirtöflusafn Assurbanipals kon- ungs Assyríumanna var ekki opið til notkunar fyrir almenning og í klaustrum og háskólum miðalda voru bækurnar hlekkjaðar við borð. Almennings- og útlánssöfn 30 árekstrar á Vesturgötu SKÝRSLUR lögreglunnar 1 Rvík um árekstra 1956, bera með sér eftirfarandi: Vesturgata — 30 árekstrar Á kaflanum milli Hafnarstræt- is og Grófar urðu 4 árekstrar í eitt skipti hafði bifreið staðið ólöglega við syðri gangstéttar- brún, en var ekið af stað þaðan og lenti þá á annarri bifreið, sem samtímis ók vestur götuna. Tvisvar varð árekstur í sam- bandi við benzínsölu Shell. í ann- að skiptið var ekið ógætilega út af planinu inn í Vesturgötu, en í hitt skiptið rann bifreið, sem átti leið inn á planið aftur á bak á aðra, sem kom akandi eftir Vest- urgötu. í þrengslunum við Vesturgötu 7, urðu 3 árekstrar. Var einu sinni ekið á gangandi vegfaranda, en í hin skiptin rákust 2 bifreið- ir saman. Var í annað skiptið um strætisvagn að ræða, er kom á mikilli ferð austur götuna. Á götnamótum Vesturgötu og Garðastrætis urðu 3 árekstrar. I tveim þeirra tilfella var aðal- brautarréttur Vesturgötu ekki virtur, en í þriðja skiptið gerðist það, að bifreið í Garðastræti stöðvaðist fyrir Vesturgötuum- ferð en önnur rann aftan á hana. A gatnamótum Vesturgötu og Ægisgötu urðu 7 árekstrar. í sex þeirra tilfella var aðalbrautar- eru til komin á 19. öld, þegar trúin á „almcnning" festi rætur. Kallinu hefur verið hlýtt, og Bæjarbókasafn Reykjavíkur er merkur miðlari fræðslu og skemmtunar. réttur Vesturgötu ekki virtur og ók Vesturgötubifreiðin í öllum tilfellum til vesturs. í þrem til- fellum var ekið inn á Vesturgötu frá suðri og í þrem frá norðri. Á gatnámótum Stýrimanna- stígs urðu 3 árekstrar. Orsakir þeirra má að nokkru rekja til þess, að aðalbrautarréttur Vest- urgötu hafi ekki verið virtur, en þar við bætist of hraður akstur um Vesturgötu og hálka. Á Vesturgötu vestan Ægisgötu ÚTLÁN 1956 SKIPTUST ÞANNIG : Safnrit, tímarit....... 6365 Heimspeki ............... 1244 Trúarbrögð.............. 397 Félagsfræði, þjóðtrú . 3689 Landafræði, ferðir . . . 4955 Náttúrufræði.............. 791 Hagnýt efni............. 1296 Listir, leikir, íþróttir . 584 Skáldrit..............101743 ísl. fornrit, bókmennta- saga, máifr.......... 1059 Sagnfræði............. 12401 Samtals 134524 ATIIUGAÐ HEFUR VERIÐ, hvaða höfundar voru mest lesnir af viðskiptamönnum Bæjarbókasafnsins fyrri helm- ing þessa árs. Skráin er svona: 1. Guðrún Árnadóttir frá Lundi. 2. Halldór Kiljan Laxness. 3. Ragnheiður Jónsdóttir. 4. Jón Sveinsson. 5. Stefán Jónsson. 6. Gils Guðmundsson, 7. Kristmann Guðmunds- son. 8. Þórbergur Þórðarson. 9. Guðmundur Hagalín. 10. Jón Björnsson. 11. Gunnar Gunnarsson. 12. Ármann Kr. Einarsson. Það þarf varla að taka það fram, að röðin breytist oft eft- ir ýmsum atvikum, t.d. því, hvort höfundur hefur nýlega sent frá sér bók, lesið hefur i verið eftir hann í útvarp o. s. j frv. — Þriðjungur viðskipta- manna safnsins eru börn. áttu strætisvagnar þátt í 3 á- rekstrum, m. a. vegna of hraðs, aksturs. Á gatnamótum Bræðraborgar- stígs urðu 3 árekstrar. 1 eitt þeirra skipta var aðal- brautarréttur Vesturgötu ekki virtur. í hin skiptin áttu þrengsl- j in og ógætilegur akstur mestan þátt í árekstrinum. ökumenn, minnizt þessa, er þér akið á þessum slóðum. , (Umferðarvikan). Sigiíðni Eome- líusðóttii M inningarorð ENDA ÞÓTT þú sért nú horfin líkamlegum sjónum okkar, þá munu þau áhrif, er þú sáðir í huga vina þinna halda áfram að lifa þar samgróin þeirra eigin vitund og sem þáttur þeirra eigin lífs. Og þó ég viti vel, að það var ekki að þínu skapi að gera veður út af hlutunum, þá vona ég að þú leyfir mér í þetta sinn að reyna að skrifa um þig örfáar línur. Með lífi þínu gafst þú okkur vinum þínum fagurt fordæmi, þó að við myndum sjálfsagt fæstir treysta okkur til að ganga í sporin þín. En vegna þíns for- dæmis komumst við ekki hjá að endurskoða mat okkar á verð- mætum lífsins og fyrir þá leið- réttingu stöndum við í þakkar- skuld við þig. Þegar við komum til þín meira og minna andlega volaðir heima eða á sjúkrahúsi, þá hlóst þú að þínum eigin veik- indum og hafðir þó alltaf þrek aflögu til að taka þátt í annarra erfiðleikum og þá varst þú ævin- lega full samúðar. Með þínum látlausa virðuleik og einlægri vin áttu gafst þú okkur vinum þínum þá tegund gleði, sem ein þolir birtu sannleikans. Og nú hefir þú heilsað dauðanum með sams konar æðruleysi og þú hefir ævin lega tekið öllu, sem að höndum hefir borið. f eyrum okkar hvers- dagsins þræla lætur það sem fjarstæða að taka dauðanum sem kærkomnum vini, en til þess að geta slíkt, verða menn að geta hrósað sigri yfir efninu. Þann lær dómsríka sigur höfum við séð þig vinna með aðstoð ástvina þinna og þess vegna vildum við nú mega senda þér og þeim öllum einlæga aðdáun okkar og þakk- læti, því að það starf var unnið í þágu þess lífs, sem mestar kröfur gerir, ríkulegastan ávöxt ber og eitt gerir okkur frjáls. Við vild- um mega votta ástvinum þínum innilega hluttekningu okkar í sorg þeirra og kveðja þig með þakklæti fyrir allt. Viggó Tryggvason. KJÓLAR stór númer KJÓLAEFNI fallegt úrval PRJÓNA- KJÓLAR á telpur PEYSUR HÁLSKLÚTAR BARNAKOT 5 stærðir Laugav. 60. Sími 19031. Við bindum inn Símaskrána fyrir yður, gamlar skrár verða sem nýjar, sækjum skrána í dag, sendum á morgun. — Sími 17331. Húseign í miðhæmum 120 ferm. kjallari, 2 hæðir og rishæð, ásamt eignarlóð,. til sölu. — I húsinu eru skrifstofur og íbúðir. — Til greina koma skipti á 5 herb. íbúðarhæð í bænum. — Uppl. ekki gefnar í síma. Mýfa fasfeignasaEan Bankastræti 7 Trésmíðavél til sölu. Afréttari 6”. — Til sýnis Hverfisgötu 65, bak- húsið. — TIL LEIGU 2ja lierbergja íbúð. — Upp- lýsingar í síma 11775. ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT Bóhveitigrjón Bygggrjón Mannagrjón Bankabygg Sagogrjón Hrísmjöl Linsur Hvítar baunir Brúnar baunir ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT Dill nýtt Dill þurrkað Charlatin laukur Sinnepskorn Pipar, heill Negull, heill Blandað krydd Muscathnetur Ungur maður, sem vinnur tæknistörf í lotum, en á mikinn frítíma, óskar eftir aukavinrtu Márgt kemur til greina, t. d. innheimta. Hefur bílpróf. Tilboð sendist sem fyrst blaðinu merkt: „Aukavinna — 6957“. 150 þús. kr. Höfum kaupanda að Chev- rolet eða Ford fólksbíl, árg. ’55. — Greiðslan er 150 þús. kr. Skuldabréf með 7% vöxtum, tryggt með 1. veðr. í nýju húsi, sem greiðist með 2 þús. kr. pr. mánuði. Aðal Bílasalan Aðalstr. 16. Sími 3-24-54. Tcmmustokkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.