Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.10.1957, Blaðsíða 10
10 MORCVlSBT 4Ð1Ð Föstudagur 11. október 1957 Otg.: H.í. Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigíús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarnj Benediktsser- Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Emar Asmundsson. Lesbók: Arni Öla, sími d3045 Auglýsingar: Arnj Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og algreiðsia: Aðaistræti 6. Sími 22480 Askriftargjaia kr 30.00 á mánuði ínnaniands. I lausasölu kr i.50 eintakið. RAUÐA TUNGLIÐ FYRIR 6 vikum tilkynntu Rússar að þeim hefði heppnast að finna upp flugskeyti, sem hægt væri að skjóta hvert á land, sem vera skyldi. Enginn dró í efa að þessi tilkynning væri rétt. A undan- förnum árum hafa stórþjóðirnar keppst við að smíða slíkt skeyti og vitanlegt var að Rússar legðu ekki minni áherzlu á það en aðr- ir, enda hafa þeir allra þjóða mestan vígbúnað og láta ófrið- lega við hvert tækifæri, sem gefst. í framhaldi af þessari tilkynn- ingu um hið langdræga flugskeyti kom svo það, að Rússar skutu með ; því á lofti tungli því, sem mjög hefur verið umtalað og jafnvel hefur sézt hér á landi. Það er eng- in nýlunda að rætt hafi verið um þess háttar gervitungl og Banda- ríkjamenn hafa um skeið unnið að smíði slíks nývirkis. En hing- að til er talið að þeim hafi ekki tekist að smíða svo aflmikið flug- skeyti, að það gæti flutt gervi- tunglið 6—900 kílómetra út í geiminn. Samkvæmt því, sem erlendar fregnir bera með sér, hafa rúss- neskir sérfræðingar ekki farið dult með þá hernaðarþýðingu sem hið langdræga flugskeyti þeirra hefði, ef til styrjaldar kæmi. Slíkt flugskeyti gæti flutt kjarnorkusprengju til hvaða stað- ar, sem vera vildi á allri jörð- inni. í þessu sambandi er sér- staklega vert að benda á ummæli Rússans, G. I. Pokrovski, í Is- vestia, en hann er bæði general- major í Rauða hernum og préfess- or. Hann segir í grein sinni að eft- ir að kjarnorkusprengja væri laus frá slíku flugskeyti, færi hún síðustu 300 km. á aðeins 50 sekúndum. Það væri því naum- ast tími til að gefa loftvarnar- merki, hvað þá að gera einhverjar varnarráðstafanir. Þess vegna, sagði Pokrovski, gerist slik loft- j árás að heita má fyrirvaralaust i og þar af leiðandi munu áhrifin líka verða enn voðalegri. Það virðist vera staðreynd, að eins og nú stendur, ráði Rússar yfir háskalegri kjarnvopnum en aðrar þjóðir. Rússneska herveld- ið hefur a. m. k. í bili komist fram úr hinum frjálsum þjóðum í þessu : efni, en sú staðreynd hlýtur eð j hafa víðtæka þýðingu á mörgum sviðum og verða mönnum í vest- rænum heimi alvarlegt umhugs- unarefni. Á það má líka minna að Rússar tilkynntu fyrir fáum dögum, að þeir hefðu reynt vetnissprengju af „nýrri gerð“ og mun það eiga að þýða að sú sprengja sé enn háskalegri en hinar fyrri. Af hálfu kommúnista hefur rauða tunglið orðið hið mesta áróðursefni. Kommúnistar hvar- vetna um heim telja að smíði þessa gervihnattar sýni yfirburði rússneskra vísindamanna. Og bera ekki slíkir vísindalegir yfir- burðir vott um ágæti sovétskipu- lagsins sjálfs, hrópa kommúnist- ar. Þar, sem slíkt vísindaafrek gerist hlýtur að vera vel búið að mönnum andans, segja þeir enn- fremur. Hér er fyrst af öllu rétt að minna á, að það voru vísinda- menn í nazistaríki Hitlers, sem fyrstir fundu upp flugskeyti og notuðu þau í hernaði. Þegar styrjöldinni lauk, höfðu þeir lagt grundvöllinn að þeim vísindum, sem nú hafa lyft hinu rauða tungli á loft. Ekki hefur því þó verið haldið fram hingað til, að þessi staðreynd beri vott um ágæti nazismans. Við þetta má svo bæta því, að á síðustu dögum styrjaldarinnar náðu Rússar á sitt vald flugskeytastöð Þjóðverja í Peenemúnde og tóku þar til 'fanga stóran hóp af vísindamönn- um, sem talið er að þeir hafi síð- an haft í haldi. Það er einnig talið að þessir sömu vísindamenn hafi unnið, ásamt rússneskum sér fræðingum, að smíði flugskeyta og sé hið nýja flugskeyti og rauða tunglið árangur af því samstarfi. Þó bent sé á þetta, er sízt af öllu verið að gera lítið úr rússneskri vísindatækni. En það er táknrænt fyrir þróun rússneskrar tækni að á sama tíma, sem þeir framleiða bila, sem taldir eru að mestu stælingar á eldri gerðum frá Vesturlöndum, eins og raunar er þekkt hér á landi, eru Rússar, að því er virð- ist, komnir fram úr vestrænum mönnum í gerð hinna flóknustu og háskalegustu drápstækja. UTAN UR HEIMI Greta Garbo vill leika á ný Hún elskaði Mauritz Sfiller með leynd GRETA GARBO ætlar að leika í kvikmynd aftur. Við flýtum okkur að koma fram með þá af- sökun, að slík.ur orðrómur hefur raunar komið fram a. m. k. tíu Helena Modjeska sinnum á síðustu tíu árum. En nú er munurinn bara sá, að dísin hefur sjálf komið með yfirlýs- ingu í þessa átt. Það er ákveðið hluíverk, sem á að hafa komið hinni gamalfrægu stjörnu til að i rjúfa einangrun sína og byrja að starfa aftur. Hún er bara að leita að leikstjóranum, , sem mundi geta sannfært hana um möguleik- ana á þessu. Bók um pólska leikkonu f þetta skipti koma upplýsing- arnar frá sænska tímaritinu „Bild“. Hinn pólskfæddi rithöf- undur Antoni Gronowicz hefur birt samtal við hina mjög hlé- drægu kvikmyndadrottningu, og þar segir hún blátt áfram, að hún gæti vel hugsað sér að leika í kvikmyndum aftur. Bakgrunnur- inn er bók, sem Gronowicz hefur ritað um pólsku Shakespeare- leikikonuna Helenu Modjeska og tileinkað Gretu Garbo. í viðtai- inu segir hann, að hann sé nú að gera kvikmyndahandrit úr bók- inni í samráði við Gretu Garbo. Það eru ekki nema fá ár, síðan að völdum sat í Rússlandi sá mað- ur, sem Rússar sjálfir hafa lýst yfir að hafi verið „vitskertur blóðhundur“. Stalin er úr sögunni en fyrri samverkamenn hans og lærisveinar sitja þar nú að völd- um og berjast um þau innbyrðis. Krúsjeff var þægur þjónn Stalins og eftir að hafa unnið á bændum og búaliði i Ukraníu og bælt nið- ur þær frelsishreyfingar, sem þar gerðu vart við sig, var þessi mesti núverandi valdamaður Rússa, blóðugur upp til axla. Hann er líka sá maður, sem hef- ur í hendi sinni þetta nyja flug- skeyti sem hægt er að skjóta hvert á land sem vera skal og drepa og eyðileggja á þann hátt að engri vörn verður við komið. En svo er annað, sem vert er að vestrænir menn hafi í huga. Baráttan um völdin í Rússlandi hefdur áfram. Engum dettur í hug að henni sé lokið. Hver ofan á verður endanlega veit enginn. Nýr Stalin gæti hve- nær sem er risið þar upp, nýr „vitskertur blóðhundur“ með voðalegustu vopn, sem sagan greinir, i hendi sér. Frjálsum þjóðum hefur ætíð riðið á miklu að standa saman en aldrei fremur en nú. Ef þær hefðu ekki stöðvað framrás Rússa méð samtökum sínum, hefði öll Evrópa hlotið sömu örlög og járntjaldsþjóðirnar, sem misst hafa frelsi sitt. Samtök vest- rænna manna gegna tvíþættu hlutverki. Annars vegar er að hafa sameiginlegn viðbúnað gegn hverri þeirri ógn sem rússnesk heimsvaldastefna og hertækni get ur fært þeim að höndum. Á hinn bóginn er svo öflug viðleitni til að tryggja varanlegan heimsfríð — ekki með fölskum friðardúf- um — heldur af einlægni, því undir þeirri viðleitni er framtíð mannkynsins komin. veraldar í lok 19. aldar. Fegurð hennar og persónulegir töfrar. á leiksviðinu þóttu með ólíkindum. En líf hennar myrkvaðist af hörmulegum atburðum, og hún lézt í Kaliforníu árið 1909, ein- mana og bitur. Elskaði Stiller f yiðtalinu hefur Gronowicz þau orð eftir Gretu Garbo, að hún hafi elskað Mauritz Stiller, Hættulegur leikur Og nú er eftir að sjá, hvað úr þessu verður. Margir eru van- trúaðir á fyrirtækið og benda á, að í rauninni hafi Greta Garbo öllu að tapa og sáralítið að vinna. A. m. k. geti þetta orðið mjög hættulegur leikur fyrir hana. Af þeim sökum er það alls ekki und- arlegt, að hún vill framar öllu öðru styðjast við góðan leikstjóra, sem trúir jafnframt á krafta- verkið, að Greta Garbo geti enn unnið leiksigra á hvíta léreftinu. „Ég vil ekki tala við neinn“, sagði Greta Garbo, þegar hún kom til Bandaríkjanna 1949. Hún skellti bílhurðinni á blaðamenn og ljósmyndara, en einn þeirra náði samt þessari ágætu rnynd. Harmleikur Helena Modjeska var pólsk og var talin ein af mestu leikkonum hinn heimsfræga sænska leik-' stjóra, sem skóp henni heims- frægð, og að hún hafi aldrei get- að fyrirgefið sjálfri sér það, að hún sveik hann eftir að þau voru komin til Bandaríkjanna. — Hér þykjast menn sjá samband við örlög Helenu Modjeska, og það hefur eflaust vakið áhugann hjá Gretu Garbo. í samtalinu við Gronowicz segir hún orðrétt: „Leikrit byggt á lífi hennar heill- ar mig. Ég vil gjarna reyna að gefa henni nýtt líf“. I Þessi mynd er tekin í „gamla aðist með „Gripsholm" milli daga“, þegar Greta Garbo ferð- Svíþjóðar og Bandaríkjanna. Togararnir leggi afla a VERKAMANNAFÉLAGIÐ Hlíf S Hafnarfirði, hélt fund sl. mánu- dagskvöld (30. sept.) í Verka- mannaskýlinu. Eftirfarandi ályktanir voru gerðar á fundinum: „Fundur haldinn í Verka- mannafélaginu Hlíf, mánudaginn 30. sept. 1957 telur það fráleita ráðstöfun, að láta togarana sigla með afla sinn á erlenda marlcaði, á sama tíma og fisk vantar til vinnslu í hraðfrystihúsum og öðr- um fiskiðjuverum. Telur fundurinn það skyldu ríkisstjórnarinnar, að hindra það, að togaraútgerðin sé rekin á þann hátt að hagsmunir fárra einstakl- inga séu látnir ráða, en bjóðar- hagsmunir sitji á hakanum. Verkalýðurinn á kröfu til þess, að togararnir leggji afla sinn á land til vinnslu í fiskiðjuverum og hraðfrystihúsum, þar sem all- ur almenningur verður að leggja á sig stórfelldar byrðar til styrkt ar togaraútgerðinni. Fundurinn skorar á ríkisstjórn- ina að banna allar siglingar tog- aranna með afla sinn á erlenda markaði“. „Fundur haldinn í Verka- mannafélaginu Hlíf, mánud. 30. sept. 1957, skorar á ríkisstjórnma að úthluta til Hafnarfjarðar a m.k. þremur af þeim togurum, sem stendur til að smíða fyrir íslendinga erlendis“. „Fundur haldinn í Verka- mannafélaginu Hlíf, mánud 30. sept. 1957, skorar á háttvirta bæj- arstjórn, að láta nú þegar fara fram athugun í samráði við stjórn ir Hlífar og Sjómannafélagsins, hvort stigar þeir, er verkamönn- um og sjómönnum er ætlaðir til notkunar við bryggjurnar fuil- nægi að öllu leyti lögum um ör- yggi manna á vinnustöðum“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.