Morgunblaðið - 11.10.1957, Side 16

Morgunblaðið - 11.10.1957, Side 16
16 MORGUNBl AÐIÐ Fðstudagur 11. október 1957 !A ustan Edens eftii John Steinbeck 153 „Hvað áttu, við með því?“ „Ég er ekki að gera að gamni mínu. Hann hugsar ekki um mig. Hann hefur skapað persónu sem hann heldur að sé ég. En ég er ekkert lík henni — þessari til- búnu persc'nu“. „Hvernig er hún þá?“ „Hrein“, sagði Abra. — „Hrein og saklaus. Aðeins hrein og ekk- ert annað — ekki ein Ijót hugsun og ekki einn einasti ljótur eigin- feiki. Þannig er ég ekki“. „Þannig er enginn", sagði Lee. ,Jíann þekkir mig ekki. Hann langar ekki einu sinn i til að þekkja mig. Hann kærir sig ekki um neitt, nema þessa — hvítu vofu“. „Fellur þér ekki vel við hann?“ spurði Lee. — „Þú ert að vísu mjög ung, en ég held að það skipti ekki neinu máli“. „Auðvitað fellur mér vel við hann. Ég ætla líka að verða konan hans. En ég vil að honum líki vel við mig líka. En hvernig getur það orðið, ef hann þekkir mig alls ekkert? í fyrstu hélt ég að hann þekkti mig. Nú er ég farin að ef- ast um að hann hafi nokurn tíma gert það“. „Hann á kannske í stríði við sjálfan sig, sem stendur. Slíkt varir sjaldnast mjög lengi. Þú ert skynsöm stúlka — mjög skynsöm. Er mjög erfitt að vera eins og þessi — þessi sem hann hefur sjálf ur skapað í þinn stað?“ „Ég er alltaf hrædd um að hann muni taka eftir einhverju því í fari mínu, sem ekki verður vart hjá hinni, sem hann skapaði. Hann finnur áreiðanlega þann mikla mun sem á okkur er“. „Það er ekki víst“, sagði Lee. — „En það er ekki auðvelt að eiga að lifa lífi sínu sem hrein og heil- ög gyðja“. Hún kom yfir að borðinu: — „Lee, ég vildi óska —“. „Settu ekki hveiti á gólfið mitt“, sagði hann. — „Hvers vildir þú óska?“ „Það er dálítið, sem mér hefur dottið í hug. Ég held að Aron hafi, vegna þess að hann þekkti aldrei móður sína, — ja, tileinkað henni allt það góða og fallega, sem hann gat dreymt um“. □- --□ Þýðing Sverrii Haraldsson □- „Það má vel vera að svo sé. Og nú finnst þér að hann hafi hrúgað því öllu á þig“. Hún starði á hann og fingur hennar strukust varfærnislega upp og niður eftir hnífshlaðinu. Lee hélt áfram: „Og nú óskarðu þess, að þú gætir með einhverju móti losað þig við þá byrði’" „Já“. „En ef honum geðjaðist þá ekki að þér?“ „Ég vildi heldur eiga það á hættu“, sagði hún. — „Ég vil helzt af öllu vera ég sjálf". „Ég þekki engan mann, sem lendir eins í snertingu við einka- mál annarra og ég sjálfur", sagði Lee. — „Og þó er ég maður sem aldrei get gefið endanlegt svar í neinu máli. Ætlarðu að Ijúka við að berja kjötið, eða á ég að gera það?“ Hún hóf barsmíðina að nýju: — „Finnst þér það hlægilegt að ég, sem er bara ennþá í unglingaskóla, skuli taka þetta svona alvarlega?“ spurði hún. „Nei, það er einmitt á þínum aldri sem menn taka hlutina al- varlega“, sagði Lee. — „Hláturinn kemur síðar, alveg eins og vís- dómstennurnar og hláturinn að sjálfum. sér kemur allra siðast, í æðislegu kapphlaupi við dauðann — og það vill til að hann kemur of seint". Hún herti barsmíðina og höggin urðu hikandi og ójöfn. Lee tók fimm þurrkaðar limabaunir og rað aði þeim á mismunandi hátt á borð ið — í beina línu, hyrning og hring. Höggin hættu. — „Er frú Trask lifandi?" Vísifingur Lees staðnæmdist sem snöggvast í loftinu, yfir einni bauninni, en féll svo niður, eða seig öllu heldur ofur hægt og ýtti bauninni þannig, að Oið vai'ð að Q. Hann vissi að hún horfði á hann. Hann gat jafnvel séð það fyrir sér, hvernig hræðslan skein út úr hverjum andlitsdrætti henn- Rió kaífi fyrirliggjandi Ölafur Gíslason & Co hf. Hafnarstræti 10—12 — Sími 18370 ar — hræðslan við eigin spurn- ingu. Hugsanir hans æddu um hug ann, eins og rotta sem er ný veidd í gildru. Hann andvarpaði og gafst upp við að finna ein- hverja leið til undankomu. Hann sneri sér hægt við og leit á hana og myndin sem hann hafði gert sér í hugarlund var alveg rétt. — „Við höfum talað um flest milli himins og jarðar“, sagði hann hljómlausum rómi. — „En ég man ekki til þess að við höfum nokkurn tíma talað um — mig“. Hann brosti vandræðalega. — „Abra, leyfðu mér að segja þér frá sjálf- um mér. Eg er þjónn. Ég er gam- all. Ég er Kínverji. Þetta þrennt veizt þú. Ég er þreyttur og ég er kjarklaus". „Þú ert alls ekki byrjaði hún. „Gríptu ekki fram í fyrir mér“, sagði hann. — „Ég er svo huglaus að ég vil ekki skipta mér neitt af því sem annarra er“. „Hvað áttu við?“ „Abra, er það nokkuð annað en næpur sem gecur gert pabba þinn trylltan?“ Svipur hennar fylltist þrjózku: „Ég spurði þig fyrst", sagði hún önug. „Ég heyrði þig ' ekki spyrja neins“, sagði hann lágt og rödd hans varð næstum biðjandi. — „Þú spurðii' mig ekki að neinu, Abra“. „Þér finnst ég sjálfsagt vera of ung —“, iyrjaði Abra. Lee greip fram í ’yrir henm „Einu sinni vann ég hjá konu, þrjátíu og fimm ára gamalli, sem skorti algerlega reynslu, menntun og fegurð. Hefði hún verið sex ára, þá myndi hún hafa orðið ör- væntingarefni foreldra sinna. g á þrjátíu og fimm ára aldri fekk hún aðstöðu til að ráða yfir mikl- um peningum og mörgum manns- lífum. Nei, Abra, aldurmn kemur ekki þessu máli við. Ef eg hefði eitthvað til að segja — þa myndi ég segja þér það“. Stúlkan brosti við honum. „Eg er kæn“, sagði hún — „á eg að sýna þér það?“ „Guð hjálpi mér — nei , sagði Lee. , . \ „Þú vilt þá ekki að eg reym að komast eftir því?“ , „Mig gildir einu hvað þu ger- ir bara ef þú heldur mer utan vi’ð það. Það .stendur a sama hversu veikur og neikvæður goður maður er. Hann hefur eins marg- ar syndir á samvizkunni og hann fær borið. Ég hef að minnsta kosti nógu margar syndir til þess að þær þjaki mig. Þær eru kannske ekki eins fínar syndir og sumra ann- arra, en þær nægja mér fullkom- lega. Þú verður að fyrirgefa mér“. Abra teygði sig yfir borðið og snart handarbak hans með hveit- ugum fing-runum. Gula hörundið á hönd hans var hart viðkomu og glansandi. Hann leit niður á hvítu förin eftir fingur hennar. „Pabba langaði til að eignast son“, sagði Abra. — „Ég hugsa að hann hati næpur og stúlkur. Hann segir hverjum sem heyra vill, hvers vegna hann hafi gefið mér þetta bjánalega nafn: — „Ég kallaði að vísu annað nafn, en Abra kom“. Lee brosti til hennar: — „Þú ert góð og falleg stúlkí.“, sagði hann. — „Ég ætla að kaupa nokkr ar næpur á morgun, ef þú vilt koma og borða hjá okkur miðdeg- isverð“. „Er hún lifandi?" spurði Abra lágt. „Já“, sagði Lee. Útidyrunum var lokið upp og hurðinni skellt aftur og Cal kom inn í eldhúsið. — „Sæl, Abra. Lee er pabbi heima?“ „Nei, ekki enn þá. Hvers vegna ertu svona glaðlegur á svipinn?" Cal rétti honum ávísun: — „Hérna, Lee“, sagði hann — „og þakka þér fyrir lánið“. Lee leit á ávísunina: — „Ég ætlaði ekki að taka neina vexti“, sagði hann svo. „Jú, það er bezt að þú fáir þá. Ég þarf kannske að fá lán hjá þér einhvern tíma aftur". „Þú vilt líklega ekki segja mér til hvers þú notaðir peningana?" „Nei, ekki ennþá. Ég fékk alveg stórkostlega snjalla hugmynd —“. Hann renndi augunum til Öbru. „Nú verð ég að fara heim“, sagði hún. „Það er kannske alveg eins gott að hún fái að vita það‘ , sagði Cal. „Ég hef hugsað mér að láta það gerast á ii.esta Thanksgiving Day og þá verður Abra sjálfsagt hérna, því að Aron verður þá kom inn heim“. „Hvað á þá að gerast?" spurði hún. „Ég ætla að afhenda pabba gjöf“. „Ilvaða gjöf er það?“ spurði Abra. „Það segi ég ekki. Þú færð að vita það þá“. „Veit Lee það?“ „Já, en hann segir engum það“. „Ég held að ég hafi aldrei séð þig svona kátan fyrr“, sagði Abra. „Ég held annars að ég hafi aldrei séð þig kátan“. Hún fann skyndi- lega til velvilja og hlýju í hans garð. Þegar Abra var farin, fékk Cal sér sæti. — „Ég veit ekki hvort ég á heldur að gefa honum það fyrir miðdegisverðinn eða á eftir“, sagði hann. „Á eftir“, sagði Lee. „Hefurðu virkilega eignazt peningana?“ „Já, fimmtán þúsund dollara". Mikið úrval af allskonar PLASTVÖRUM nýkomið. — Mjög hentugar tækifærisgjafir. — Lítið í gluggana. VERZL. B. H. BJARNASON MARKCS Eftir Ed Dodd PT 1) Þegar þau koma til borgar- innar, er sýningartíminn að byrja. Þau nema samt staðar hjá dýra- frétta hvernig lækninum til Bangsa líði. 2) — Hvernig Hður þér, karlinn. litli — Ef Bangsi vissi, hvert við erum að fara yrði hann ákafur að koma með. 3) Þegar Sirrí og Siggi ganga út frá dýralækninum, hneggjar Freyfaxi hátt, til að heilsa þeim. „Á heiðarlegan og vandaðan hátt?“ „Þú átt við, hvort ég hafi stolið þeim?“ „J á“. „Þeir eru fengnir á alls kostar heiðarlegan hátt“, sagði Cal. — „Manstu þegar við höfðum kampa vín til að skála fyrir Aroni? Við skulum líka hafa kampavín núna. Og — ættum við kannske að skreyta borðstofuna? Abra myndi ef til vill hjálpa okkur við það“. „Heldurðu í raun og veru að pabbi þinn kæri sig um peninga?“ spurði Lee. „Já, hvers vegna skyldi hann ekki gera það?“ „Ég v0na að þú hafir á réttu að standa“, sagði Lee. — „Hvernig hefur þér gengið í skólanum?" „Ekki sérlega vel. En ég ætla að herða mig við námið, þegar þessu verður öllu lokið“, sagði Cal. Að loknum kennslutíma daginn eftir, flýtti Abra sér til að verða Cal samferða heim úr skólanum. „Góðan daginn, Abra", sagði Cal. — „Þú ert nú annars meiri snillingurinn í því að búa til kara- mellubúðii g“. „Sá síðasti var ekki góður. — Hann var of þurr. Hann á að bráðna uppi í manni undir eins“, „Lee er alveg töfraður af þér. Hvernig fórstu að því að heilla hann svona?“ „Mér líkar vel við Lee“, sagði hún og því næst: — „Mig langar til að spyrja þig að dálitlu, Cal“, „Og hvað er það?“ „Hvað gengur að Aroni?“ „Hvað áttu við?“ „Það er eins og hann hugsi bara um sjálfan sig“. „Það held ég nú að sé engin ný bóla. Hafið þið orðið eitthvað ósátt?“ „Nei. Þegar hann hugsaði sem mest um það að verða prestur og lifa einlífi, reyndi ég að telja hann af því, en það var ekki mögu- legt“. „Vildi hann ekki kvænast þér? Því á ég bágt með að trúa“. „Cal, nú skrifar hann mér ást- arbréf — en þau eru bara ekki til mín“. „Til hverrar eru þau þá?“ „Það er líkast því, sem þau væru til — hans sjálfs". „Ég veit um staðinn undir píl- viðartrénu", sagði Cal. Hún virtist ekki verða neitt hissa: — „Veiztu það?“ spurði hún aðeins. „Ertu reið við Aron?“ „Nei, ekki reið. Ég get bara ekki skilið hann. Ég þekki hann ekki“. „Þú verður bara að bíða og vera þolinmóð", sagði Cal. — „Hann á kannske í stríði við eitthvað, sem hann verður að sigrast á“. „Ég veit kki hvernig þetta fer. Heldurðu að mér hafi skjátlast allan tímann?" SHÍItvarpiö Fösludagur 11. október: Fastir liðir eins og venjulega. 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,30 Létt lög (plötur). — 20,30 „Urr víða veröld“. -—- Ævar Kvar- an leikari flytur þáttinn. 20,55 Islenzk tónlist: Lög eftir Pál Is- ólfsson (plötur). 21,20 Upplestur: Ljóð eftir Tómas Guðmundsson (Guðrún Guðjónsdóttir). 21,35 Tónleikar (plötur). 22,10 Kvöld- sagan: „Græska og getsakir" eft- ir Agöthu Christie; XXII. (Elías Mar les). 22,25 Harmonikulög: John Molinari leikur (plötur). — 23,00 Dagskrárlok. Laugardagur 12. október: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögin". 19,00 Tómstundaþátt- ur barna og unglinga (Jón Pálma son). 19,30 Einsöngur: Enrico Caruso syngur (plötur). — 20,30 Leikrit: „Ef ég vildi“, gamanleik ur eftir Paul Geraldy og Robert Spitzer. — Leikstjóri og þýðandi: Þorsteinn Ö. Stephensen. — 22,10 Danslög (plötur). — 24,00 Dag- skrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.