Morgunblaðið - 16.10.1957, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.10.1957, Qupperneq 6
« MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. okt. 1957 ÞING BREZKA VERKA MANNAFLOKKSINS HINU árlega þingi brezka jafnaðarmanna- flokksins er nýlega lokið, og nú hefur þing brezka íhalds- flokksins einnig staðið yfir en bseði þingin voru haldin í bað- staðnum Brighton. Jafnaðarmennirnir brezku eru nú mjög bjartsýnir. Úrslit í auka- kosningum hafa gengið þeim mjög í vil og í þeim seinustu, er fóru fram, hafði frambjóðandi jafnaðarmanna 52% atkvæða. Jafnaðarmenn líta svo á, að það sé aðeins spurning um tíma, hve- nær þeir setjist aftur að völdum, en jafnaðarmenn fóru frá árið 1954 eftir 6 ára stjórnarsetu. Á Aneurin Bevan þingi jafnaðarmanna skoraði einn af mest áberandi mönnum flokksins, Harald Wilson, á Mac- millan forsætisráðherra að segja nú þegar af sér og ætti forsætis- ráðherrann þá að verða jarl. Mac- millan svaraði þegar í stað, að hann hefði alls ekkj hug á að rjúfa þing og mundi sitja út kjör- tímabilið eða til ársins 1960. Auk þess mundi hann aldrei, eins og Atlee, heimta jarlstitil. Nokkur átök urðu á þingi jafn- aðarmannta um stefnuna í innan- landsmálum. Allir voru sammála um að halda uppi hinu svokallaða velferðar-þjóðfélagi, sem jafnað- armenn lögðu grundvöllinn að á árunum 1945—1951. í þessari stefnu felst, að haldið skuli uppi atvinnu, launum og styrkjum, svo sem frekast er unnt. Hins vegar kom þingmönnum ekki saman um stefnuna í þjóðnýtingarmálum. Formaður flokksins Hugh Gait- skell, sem hafði meirihluta þing- manna á bak við sig, lagði til, að flokkurinn félli frá þeim hug- myndum, sem hann nefndi „gamaldags-þjóðnýtingu", en færi frekar inn á þá braut að láta ríkið kaupa hlutabréf í stærstu atvinnu greinunum. Þessu tóku ýmsir gamlir jafnaðarmenn illa. Ernan- uel Shinwell, sem er gamall ráð- herra og þingmaður flokksins, reis upp og spurði, hvort hann hefði þá til einskis barizt fyrir sósíalisma í 54 ár. Kona Aneurin Bevan, sem heitir Jeannie Lee, stóð upp og mótmælti harðlega til lögum Gaitskells, en maður henn- ar þagði og. lét ekki á sér bæra. Það var glöggt að formaður flokksins hafði þessi mál i sinni hendi og munaði þar ekki minnst um stuðning Frank Cousins, sem er formaður í sambandi flut.n ingarverkamanna og einn hinn voldugasti maður í brezkum laun þegasamtökum. En talið er að Gaitskell hafi orðið að borga fyrir þennan stuðning cg þar með meiri hlutann á þinginu, með því að lofa Cousins því að sams konar þjóðnýtingu á stálframleiðslu og samgöngutækjum skuli aftur kom ið á, eins og var í stjórnartíð verkamannaflokksins, en íhalds- menn afnámu þessa þjóðnýtingu árið 1953. Að öðru leyti er ekki talið að á þingi jafnaðarmanna hafi komið fram neinar glöggar tillögur um það, hvernig leysa eigi úr efna- hagsvandræðum landsins. Af hálfu íhaldsmanna er á það bent að stjórn þessa flokks hafi tekið þungar byrðar í arf frá verka- mannastjórninni árið 1951. Vel- ferðarríki verkamannaflokksins sé þess eðlis, að það hljóti að hafa í för með sér ástand, sem ýti und- ir verðbólguna, vegna þess að í slíku ríki hljóti þjóðin að lifa um efni fram. Sérhver einstaklingur lifi um efni fram og þess vegna hljóti heildin að gera það líka. Eftir flokksþing jafnaðarmanna benti hið óháða stórblað Times á að ef verkamannafloKkuriun ætlaði sér að reka stefnu, sem fæli í sér jafnt verðlag en hækk- andi laun, húsaleigustyrki, lága vexti og launahækkanir sam- kvæmt kröfum verkalýðsfé’ag- anna, þá fælist í því að ekki væri horft framan í efnahagsvandræð- in, eins og þau raunverul. væru, og hlyti afleiðingin að verða sú, að verkamannaflokkurínn mundi, eftir minna en 6 ára stjórn, skiia landinu í enn verra efnahagsöng- þveiti heldur en þegar flokkur- inn tapaði kosningunum árið 1951. Times bendir réttilega á, að það sé mikið ósamræmi milli „stað- reynda efnahagslífsins" eins og tekið var til orða í einu af blöð- unum hér um daginn í öðru sam- bandi, og þeirra rósrauðu vel- ferðartillagna, sem gerðar voru á jafnaðarmannaþinginu í Brigh- ton. Á sviði utanríkismála tók brezka jafnaðarmannaþingið nokkru ákveðnari afstöðu en í innanlandsmálum. í þeim efnum hafði Aneurin Bevan orð fyrir flokksstjórninni og var ekki myrk ur í máli. Sérstaklega er hent á að nú hafi Bevan fremur talað sem líklegur utanríkisráðherra flokksins, heldur en sem áróðurs- maður, en menn eru vanari hon- um í hinu síðara hlutverki. Það sem Bevan sagði var í stuttu máli þetta: Ef Bretar hugsuðu til þess að hætta kjarnorkuvígbún- aði sínum, þá væri það sama og að koma öllum utaniíkismálum Breta í óefni og öngþveiti en slíkt mundi hafa hinar alvarleg- ustu afleiðingar fyrir allan heim- inn. Ef Bretar gripu til slíks mundu öll bandalög og samningar og yfirleitt allt það, sem Bretar fengju frá öðrum eða létu í té, samkvæmt gagnkvæmum sátt- málum, verða að engu og utan- ríkismál Breta í heild bíða skip- brot. Brezkur utanríkisráðherra mundi þá ganga til sérhverra samninga með tómar hendur og vera án áhrifa á aiþjóðamál. Hann gæti þá aðeins haldið fal- legar prédikanir. Bevan sagði orð rétt: „Þá vil ég heldur nota þá rnöguleika, sem kjarnorkuvígbún- aður okkar gefur, til þess að hafa áhrif á risaþjóðirnar 2 Banda- ríkjamenn og Rússa“ Ef Eng- land héldi ekki fast við kjarn- orkuvígbúnaðinn, heldur hætti honum, mundu smáríkin aðeins eiga um það tvennt að velja, að leita skjóls annaðhvort hjá Rúss um eða Bandaríkjamönnum, og Englendingar hefðu þá ekki leng- ur neinn möguleika á að koma fram með sáttaboð og miðla mál- um. England gæti þá eins sveipað blæju um höfuð sér og gengið í klaustur, sagði Bevan. ' Þegar Bevan hafði haldið þessa ræðu, voru margir þingmenn mjög undrandi, því enginn hafði áður talað jafnkröftuglega gegn kjarnorkuvígbúnaði og einmití hann. Þeir, sem nú höfðu borið fram tillögu á þinginu um að Bretar skyldu hætta kjarnorku- vígbúnaði töldu sig svikna af Be- van. Var hann ákærður fyrir að hafa snúizt hugur, eingöngu vegna þess, að hann hefði nú von um að verða utanríkisráðherra. Eftir miklar- deilur féll tillagan með yfirgnæfandi meirihluta og munaði þar mest um afstöðu Frank Cousins, sem var raun- verulega hinn sterki maður þings í stórum dráttum má segja, að brezki jafnaðarmannaflokkurinn gangi út frá að stjórnarstefna hans í utanríkismálum, mundi verða nokkurn veginn óbreytt frá því sem nú er. Haldið verði fast við bandalagið við Banda- ríkin og við þátttöku Englands í Atlantshafsbandalaginu. Hins veg ar er Bevan þeirrar skoðunar að Englendingar gætu gert meira að því að miðla málum, en þeir hafa gert hingað til. Bevan hefur sjálf ur gert ýmsar ferðir til Rúss- lands og járntjaldslanda og telur sjálfan sig vera hinn rétta mann, til að miðla málum milli stór- þjóðanna. 18. þingi Fnrmonna- og fishi- mannasnmbnnds íslands lokið 18. ÞING Farmanna- og Fiski- mannasambands íslands var slit- ið s. 1. sunnudagskvöld. Þingið var sett s. 1. fimmtudag. Fyrir þingslit fór fram stjórnarkjör og kjörnir voru eftirtaldir menn í stjórn samtakanna: Forseti var kjörinn Ásgeir Sigurðsson, skipstjóri, einróma með lófataki, meðstjórnendur, skipstjórnarmenn: Grímur Þor- kelsson, Sigurjón Einarsson og Guðmundur Oddsson, vélstjórn- armenn: Egill Hjörvar, frá Vél- stjórafélagi Islands, Bjarni Björnsson frá Mótorvélstjórafél. íslands. Frá loftskeytamönnum, Henry Hálfdánarson. Varastjórn: Theódór Gíslason, hafnsögumað- ur, Einar Thoroddsen, hafnsögu- maður, Sveinn Þorsteinssön frá Siglufirði, Þorkell Sigurðsson, vélstjóri, Geir Ólafsson, loft- skeytamaður og Guðmundur Pétursson vélstjóri. í þinglok kvaddi Ásgeir Sig- urðsson sér hljóðs og lagði til að í tilefni 20 ára afmælis sam- takanna yrði Þorsteinn Árnason, vélstjóri, tilnefndur sem heiðurs- forseti þingsins í viðurkenning- arskyni fyrir frábærlega rögg- sama og örugga fundarstjórn á þingfundum samtakanna en hann hefur verið þingforseti frá stofn- un þeirra þar til nú. Var tekið ur.dir það af þingfulltrúum með lófataki. Síðan óskaði forseti full- trúum góðrar ferðar til síns heima, einnig þakkaði hann þeim fyrir góða fundarsókn og rösk- lega afgreiðslu hinna mörgu og mikilvægu mála sem þingið hefði fengið til meðferðar. Að lokum bað hann þá að minnast fósturjarðarinnar með ferföldu húrrahrópi. Kannt þú að nota tékka? Peningasfofnanir sefja nýjar reglur um nofktsn fékka og gefa úf rif um þá BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi fréttatilkynning frá Sam- vinnunefnd banka og sparisjóða: „Margsinnis hefur verið um það rætt á undanförnum árum, að nauðsyn bæri til þess að auka notkun tékka i viðskiptum hér á landi, en ein höfuðástæðan fyr- ir því, að þeir hafa ekki verið meira notaðir af almenningi en raun ber vitni, hefur vafalaust verið sú, að tékkar hafa verið misnotaðir af mörgum, og hefur það dregið úr því almenna trausti sem tékkar ættu að njóta. Jafn- framt hefur skort á kunnáttu al- mennings í meðferð tékka og skilning á gagnsemi þeirra. Samvinnunefnd banka og spaii sjóða tók þetta mál til meðferðar á sl. ári, og voru samdar reglur, er innlánsstofnanir skulu fylgja í tékkaviðskiptum, þar á meðal um lokun reikninga þeirra aðila, sem vísvitandi misnota tékka. Eiga reglur þessar að koma til framkvæmda nú 15. október. Jón ritar: EG er ekki alveg sammála bréfi sem birtist um tímaritm sem gefin eru út hér á landi í dálkunum þínum í gær. Skikkanlegustu tímarit BRÉFRITARINN kallar þau sorptímarit en ég er ekki sam mála því heiti. Ég held að þar sé alltof sterkt kveðið að orði að nefna sorp í sambandi við það. Að vísu er hér ekki um neinar gullaldarbókm. að ræða það skal viðurkennt. En þetta eru skikkan. legustu tímarit og ég efast um að í þeim sé hægt að finna neitt það sem jafnast á við þó ekki sé nema það vægasta og meinlausasta sem í Rauða rúbíninum stendur og hafa menn þó viljað telja okkur trú um það í blöðunum að það væri allt hið mesta listaverk og bókmenntasnilld. Má ég heidur biðja um „sorpritin" handa börn- unum mínum. Svipuð bíómyndunum ÞAÐ er þannig í öllum löndum að út eru gefin víðlesin tíma- rit sem eru að efnisvali svipuð þessum skemmtitímaritum okkar. Það er nú einu sinni svo að það eru þessi tímarit sem fóikið vill lesa, almenningur, og ég held að þau hafi tekið við af þeim bók- menntum sem í mínu ungdæmi voru kallaðir eldhúsrómanar, og þóttu að vísu ekkert fínar bók- menntir en harla skaðlausar. Á sína vísu hygg ég að skemmtirit- in veiti svipaða skemmtun fólki og velflestar bíómyndir um ást, afbrýði og abrot sem hér eru sýndar. Og hver amast í alvöru við þeim. Efnið er það sama og þó oft í heldur listrænni búningi. É Menningarsnobbið G hefi heyrt þá röksemd að hrein vitleysa sé að fara eftir shrifar ur , dagiega lifinu J því um útgáfu hvað fókið vilji lesa. Það eru til menn sem eru þeirrar skoðunar að helzt eigi fólkið aldrei að fá að lesa það sem það sjálft helzt vill jafnvel þó það sé sorprit eins og þau eru nefnd. Það eigi að mennta fólkið, jafnvel þótt þrúga verði menningunni niður um kokið á því eins og laxerolíu niður í smá- barn. Þetta er eitthvert dæma- lausasta snobb fyrir menningunni sem ég þekki og því miður held ég að menningarsnobbið sé á há- stigi hér á landi í dag. Alls staðar eru menningarfélög upprisin. allt á að horfa til menningar, hver klúbburinn og klíkan, en þröngsýnin og ófrjálslyndið í list- um sem þetta elur af sér óþolandi. Það þykir ekki lengur fínt að vera bara réttur og sléttur maður á íslandi í dag heldur þarf maður inn að vera „menninga>.-maður“ víst það sama sem Danir kalla „kulturperson" og ekki alltaf í góðu skyni. Því fleiri menningar- félaga sem maðurinn telst til, því meiri heldur hann sig, jafn- vel þótt hann hafi hvorki lesið Biblíuna, Sturlungu eða Hamlet. Ég legg til að almenningi verði ótalið leyft að lesa sin skemmtirit. Þau eru ekki verri en hvað annað, og hví ekki að lofa fólki einu sinni að gera það sem það langar til, predikana- og umvöndunarlaust. Ennfremur hefur samvinnu- nefnd banka og sparisjóða gefið út bækling, er nefnist Tékkar og notkun þeirra. Tilgangurinn með honum er að leiðbeina al- menningi um rétta notkun tékka, en jafnframt skýra fyrir mönn- um, hverja hagkvæmni frekari notkun tékka mundi hafa í för með sér. Bæklingur þessi verður afhentur þeim, sem opna nýja tékkareikninga, en jafnframt munu bankar og sparisjóðir hafa hann til dreifingar meðal þeirra viðskiptamanna sinna, er þess óska. Neytendasamtökin hafa sýnt mikinn áhuga á þessu máli, og hefur samvinnunefndin látið þeim í té upplag af bæklingnum til að senda meðlimum sínum. Öll peningaviðskipti hér á landi eru þyngri í vöfum en þyríti að vera vegna þess, hve tékka- notkun er hér lítil í samanburði við það, sem er meðal nágranxia- þjóða. Með útgáfu þessa bæklings og strangari reglum um meðferð tékka er vonazt til, að úr þessu megi bæta. í strjálbýlu landi, þar sem peningasendingar eru erfið- ar og áhættusamar, er sérstök ástæða til að auðvelda hvers konar greiðslur með því að nota tékka, sem óhætt er að senda í venjulegu bréfi. “ ★ Samvinnunefnd banka og spari sjóða, sem beitti sér fyrir secn- ingu hinna nýju reglna um tékka og gaf út bæklinginn um notkun þeirra, var stofnuð fyrir 3 árum, er fulltrúar banka og sparisjóða hér á landi komu saman á ráð- stefnu. Nefndin fjallar einkum um mál, er varða sameiginlega hagsmuni allra peningastofnana og samband þeirra við viðskipta- vini sína. Nefndin hefur m a. unnið að athugunum í sambandi við tillögur um að teknar verði upp hér á landi póstgreiðslur (postgiro), að því að koma upp greiðslujöfnunarstofu (clearing- skrifstofu), og loks hefur hún at- hugað, hver ráð séu tiltæk til að auka sparnað. Nefndin er skípuð 7 mönnum. Tilnefna bankarnir sinn fulltrúann hver, og spari- sjóðirnir kjósa síðan 3 menn í nefndina. Formaður hennar er dr. Jóhannes Nordal hagfræðing- ur Landsbankans. EINAR ASMUNDSSON hæstaréttarlögmaðui • tlafsteinn Sigurðsson hérnðsdómslögmaður. Skrifstofa Hafnarstræá 6. Sími 15407.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.