Morgunblaðið - 16.10.1957, Side 11

Morgunblaðið - 16.10.1957, Side 11
Miðvikudagur 16. okt. 1957 MORC 111\BT 4 Ð IÐ 11 Kurfurstendanmi er nú ein aðalverzlunargatan í Vestur-Berlín. Við hana sjást nú nær engin merki styrjaldareyöileggingarinnar. Við enda götunnar standa rústir kirkju þeirrar, sem kennd var við Vilhjálm keisara. Að styrjöldinni lokinni stóð turninn einn eftir, mjög skemmdur. Pegar gatan var endurbyggð var ákveðið, að láta kirkjuturninn standa óhaggaðan, til þess að minna borgarbúa á eyðileggingar styrjaldarinnar og hina stórfelldu uppbyggingu, sem síðan hefur átt sér stað. DACUR í BERLÍN „í>AÐ ER EKKI HÆGT að búa í V-Þýzkalandi. Landið morar af þjófum og morðingjum", — sagði austur-þýzkur verzlunarerind- reki, sem var á leið til útlanda, er ég spurði hann hvort hann hefði nokkuð á móti því að setj- ast að vestan járntjalds. Það var sama hvernig spurningunni var breytt og snúið. Annað svar fékkst ekki út úr honum um þetta efni. Ég sagði það þá vera ljóst, að velmegun væri meiri í Vestur- Þýzkalandi en Austur-Þýzkalandi og uppbyggingin eftir eyðilegg- ingar styrjaldarinnar hefði orðið örari í V-Þýzkalandi en fyrir austan. Hann neitaði því ekki beint, en sagði uppbygginguna ganga vel í A-Þýzkalandi. En hvernig er það með Berlín? í V-Berlin sjást óvíða miklar húsarústir nú orðið, en í A-Berlín er vart annað sjáanlegt en fallin og hálffallin hús. „Áróður“ — svaraði hann. En ég hef þó séð það með eigin augum. „Ja, ástaeðan er sú“ — sagði hann, „að þegar Bretar og Banda ríkjamenn vörpuðu sprengjum á Berlín á styrjaldarárunum, vörp- uðu þeir þeim nær eingöngu á A-Berlín“. Aðra skýringu á þessu máli vildi hann ekki gefa. Ég spurði hann þá hvernig það væri með stjórnmálaflokkana í A-Þýzkalandi, hvers vegna þar fengi enginn andkommúniskur flokkur að starfa. Og svarið var sem vænta mátti hið sama: „Áróður“. Hann kvað fimm stjórnmálaflokka starfa í A- Þýzkalandi og hann nefndi þá hvern um sig. Helztu ágreinings- atriði þessara flokka vildi hann ógjarnan skilgreina, en sagði hins vegar, að þeir væru allir einhuga um hina „sósialisku uppbygg- ingu“. En af hverju starfa engir flokk- ar, sem eru andvígir „sósialiskri uppbyggingu“ og stjórn lands- ins? „Þess er engin þörf. Allir A,- Þjóðverjar standa með stjórninni og „sósialiskri uppbyggingu“ — svaraði hann. ■ o—~ í Vestur-Berlín kynntist ég manni einum, og hafði eitt sinn orð á því við hann, að mér fynd- ist undarlega margir V-Berlín- arbúar eiga hunda. Annar hver maður væri með hund í taumi á götum úti. Hann kvað þetta satt vera, á- ætlað væri, að 25. hver V-Berlín- arbúi ætti hund — og svo bætti hann við og brosti: „Hundarnir okkar eru fleiri en stuðningsmenn stjórnarinnar eru í A-Berlín“. ★ Slík er Berlín, borg hinna sterkustu andstæðna, ein sér- stæðasta borg vorra tíma. Hún er borg fegurðar og glaums, eymdar og angurværðar — borg austurs og vesturs — í rauninni tvær borgir, sem járntjaldið skil- ur að. Berlín er smám saman að rísa úr rústum síðari heimsstyrj- aldarinnar, en samt má segja, að enn ríki þar styrjaldarástand „kalda stríðsins". Aðeins eru liðnar fáar vikur síðan rússnesku hermennirnir yf- irgáfu útvarpshöllina í Berlín, þar sem áður var ein mesta út- varpsstöð á meginlandinu. Er rússneska herstjórnin sá í lok styrjaldarinnar, að útvarpsstöð- in, sem féll í hlut V-Berlínar, yrði starfhæf eftir tiltölulega litla viðgerð, voru rússneskir her- fnenn látnir setjast að í henni til þess að koma í veg fyrir að V- Berlínarbúar gætu komið sér upp útvarpsstöð. Samt sem áður tókst V-Berlínarbúum að koma sér upp útvarpsstöð, meira að segja tveim, á fáeinum árum. Að lokum sáu Rússar, að tilgangslaust var að halda útvarpshöllinni lengur — og síðan yfirgáfu þeir hana eftir að hafa brennt öllu innanstokks og brotið og bramlað það, sem hægt var að eyðileggja. Þeir hafa engu gleymt Á samgöngubannsárunum var Berlín sem eyja í reginhafi. Með loftbrúnni vannst það, sem unn- izt gat; opinn þjóðvegur til V- Þýzkalands. Enn er allt síma- samband Berlínar við hinn vest- ræna heim um stuttbylgjustöðv- ar og enn verða Berlínarbúar að vera sjálfum sér nógir um raf- magnsframleiðslu. Enda þótt í- búar V-Berlínar lifi nú við glaum og gleði og V-Berlín sé orðin fræg um alla álfuna fyrir fjöl- breytt skemmtanalíf, lífsgleði og lystisemdir — þá hafa íbúarnir engu gleymt. Þess verður ferða- maðurinn fljótt var. Tvær borgir Eins og áður er sagt, má segja, að Berlín sé í rauninni tvær borgir. í lok styrjaldarinnar var Berlín ein rúst. Þá sást enginn munur á Austur- og Vestur- Berlín. Talið er, að þriðji hver Berlínarbúi hafi misst heimili sitt í styrjaldarátökunum. Þá hófst bygging hinnar nýju Berlínar — og í dag er Berlín ný borg og gömul borg — tvær borgir. Segja má, að ekkert sé sameiginlegt þessum borgum annað en tunga fólksins. Stjórnarfar- ið er tvenns konar, gjaid- miðillinn jafnframt og samgöngu kerfi borgarhlutanna alveg tví- skipt að því undanskildu, að neð- anjarðarlestin gengur á milli borg arhlutanna. Berlín er því í hæsta máta sérstæð borg og nýstárleg fyrir ókunnuga — og þá sérstak- lega vegna þess að þar er hægt að skyggnast yfir járntjaldið án nokkurra vandkvæða. ■Ar Ljóst var, að mikið var um að vera í A-Berlín þennan dag, sunnudaginn 6. október sl. Rauð- ir fánar blöktu hvarvetna og friðardúfumyndir hengu á göt- um og gatnamótum. Brandenburg arhliðið var að baki og við geng- um nú upp Unter den Linden, sem eitt sinn var ein aðalgatan í Berlín. Nú er hún jafnhrörleg og flestar aðrar götur í A-Berlín. Dökkar og skuggalegar múrsteins byggingar, en á milli þeirra gaml ar rústir, hálffallin hús, múr- steinahrúgur. Við götuna var að- eins hægt að koma auga á eina nýlega og reisulega byggingu. Þetta var skrautlegt stórhýsi, um hverfis það var meira en mann- hæðarhá járnrimlagirðing, en við hliðið stóð hermaður vörð. Á daginn kom, að hér var rússneska sendiráðið til húsa. brott með þá, en vopnaðir lög- regluþjónar stöðvuðu alla aðra umferð á nærliggjandi gatnamót- um. Þegar Ulbricht hinn grá- skeggjaði foringi austur-þýzkra kommúnista byrtist í dyrum óperuhússins heyrðist lófatak á stangli meðal þeirra, sem næst dyrunum stóðu. Lófatakið þign- aði nær samstundis aftur, Ul- bricht brosti og hneigði sig, fólk- ið stóð þögult og alvarlegt — og foringinn smó inn í bifreiðina, sem var þegar í brott. Mannfjöld- inn dreifðist þögull sem áður. „Hátíðarlistasýning“ Rauðu fánunum fjölgaði eftir því sem ofar dró og húsveggir voru þaktir rauðum borðum áletr uðum ýmsum slagorðum um „al- þýðulýðræði“ og sósialiska upp- byggingu1'. Á einu götuhorninu var risastór mynd af Krúsjeff þar sem hann brosti sínu breiðasta. Þar skammt frá var lágt hús en þó áberandi, hið „sósialiska byltingarlistasafn". Að utan var það þakið litauðugum stórum spjöldum, sem minntu á þvotta- efnis- eða bíóauglýsingar. Þegar betur var að gáð voru þetta teikn ingar af ófrýnilegum mönnum, sem veifuðu dollurum og vetnis- sprengjum, Adenauer í Hitlers- líki og fleiru slíku. Þetta var sennilega einhver hátíðarlista- sýning. Hátíð þeirra með heiðursmerkin Við þurftum ekki að fara langt áður en við urðum þess fullviss, að mikil hátíð var í nánd. Við Unter den Linden, skammt frá Marx-Engels torgi, stendur óperu hús A-Berlínar. Fyrir utan það hafði safnazt saman hópur fólks, sem auðsjáanlega beið eftir ein- hverju. Á götunni stóðu í langri röð gljáfægðar rúsneskar bifreið- ir — og biðu sennilega eftir þeim, sem inni fyrir voru. Meðal mann fjöldans stóðu nokkrir vopnaðir lögregluþj ónar. Ég vatt mér að öldruðum manni, sem stóð við hlið eins lögregluþjónsins og spurði hann hvað hér væri um að vera. Hann gaut hornauga til lög- regluþjónsins, varð vandræðaleg- ur og muldraði eitthvað niður í bringu sér — og gekk síðan burt. Ég spurði lögregluþjóninn því næst sömu spurningar — og sagði hann mér, að daginn eftir væri afmæli þýzka „alþýðulýð- veldisins". Hátíðahöldin væru að byrja. Lengra komumst við ekki í samræðunum, dyr óperuhússins lukust upp. Fólkið horfði þögult á fyrirfólkið, flokksbroddana, er sennilega voru að koma frá ein- hverri hátíðasýningu í tilefni dagsins. Einn af öðrum komu þeir út, kommúniskir flokksleið- togar, sem sumir hverjir komast stöku sinnum í heimsfréttirnar — og einkennisklæddir herforingj- ar úr Rauða hernum. Flestir, ein- kennisklæddir og óeinkennis- klæddir, báru marglit heiðurs- merki á brjóstinu. Rússnesku bif- reiðirnar renndu ein af annarri upp að anddyrinu og hurfu á Hin „sósíaliska uppbygging“ Þegar komið var lengra inn í borgina mátti víða sjá risastór spjöld, sem á var letrað rauð- um stöfum eitthvað á þá leið, að þýzka „alþýðulýðveldið“ færði Sovétþjóðunum innileg- ustu þakkir fyrir ómetanlega að- stoð við „uppbyggingu sosíalism- ans". Eftir að hafa eytt heilum degi í A-Berlín varð það ljóst, að hin „sósíaliska uppbygging“ hefur að litlu leyti náð til höfuð- borgarinnar, því að enn virðist hún að miklu leyti í rúst. Senni- lega hefur þessi uppbygging ein- ungis náð til aðalstöðva öryggis- lögreglunnar í borginni. Stalin Allee er ekki fyrir alla Allir þeir, sem þekkja Berlín vorra tíma, þekkja Stalin Allee, breiðgötuna sem byggð var upp eftir rússneskri fyrirmynd félaga Stalin til dýrðar. Enn stendur stór stytta af Stalin fyrir miðri götunni, enda þótt hann sé ekki lengur í tízku í A-Þýzkalandi frekar en í öðrum kommúnista- ríkjum. Stalin Allee er ein af þeim fáu götum í A-Berlín, sem stórar íbúðarbyggingar hafa ver- ið byggðar við eftir að styrjöld- inni lauk. Hús þessi eru íburðar- mikil og er ljóst, að ekkert hefur verið til sparað til þess að fegra þau. En að baki húsaraðanna taka hins vegar við múrsteinahrúg- urnar og hálfhrundu húsin, sem einkenna alla A-Berlín. Þjóðverji einn skýrði mér svo frá, að í húsunum við Stalin Allee væru mestmegnis þriggja herbergja íbúðir, leiga þeirra væri frekar væg, en aftur á móti væru þær ekki opnar hverjum sem væri. Enginn annar en sá, sem getið hefði sér góðan orð- stír í starfi fyrir kommúnista- flokkinn, gæti átt von á því að komast í nýja íbúð. Margir fiýja bág lífskjör Fyrir styrjöldina voru aðal- verzlunarhverfin í Berlín í aust- urhluta borgarinnar. Nú eru verzlanir aðeins á stangli í þess- um hverfum, vöruúrval fátæk- legt og verðið hátt. Sýningaglugg ar verzlananna minna helzt á smáverzlanir í litlum sjávarþorp- um hér á landi. Þó hafa smá- verzlanirnar við islenzku sjávar- síðuna oft á tíðum margt á boð- stólum, sem ekki hefur sézt í Framh. á bls. 12 Rauði fáninn blaktir yfir Brandenburgarhliðinu, sem stendur á mörkum Austur- og Vestur-Berlínar. Ofan við Branden- burgarhliðið var áður beimsfrægt fereyki úr kopar, en Rússar tóku það niður í lok styrjaldarinnar og fluttu austur á bóginn — bræddu það. Áður þótti Brandenburgarhliðið hið tignar- legasta, en nú líkist það miklu fremur fangelsisgrindum. Fyrir handan það blasa rústir Austur-Berlínar við.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.